Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“

Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.

Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

Frá 1. júlí hafa 1.024 greinst með kórónuveiruna á Íslandi, þar af 88 á landamærunum. Róðurinn hefur heldur þyngst síðustu daga, sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi í dag. Sextán hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús í fjórðu bylgjunni, þar af þrír frá því í gær. Inniliggjandi sjúklingar með COVID-19 eru því nú tíu talsins og tveir þeirra eru á gjörgæsludeild.

Að minnsta kosti 118 greindust innanlands í gær. Af þeim voru 34 óbólusettir. Meirihluti nýgreindra var utan sóttkvíar.

Auglýsing

Alma minnti á að rannsóknir sýndu að bólusetning dragi „sem betur fer“ mikið úr veikindum og því „alveg ljóst“ að staðan væri mun alvarlegri ef ekki væri vegna bólusetninga.

„Við erum öll búin að leggja mikið á okkur og árangur hefur verið góður og þess vegna viljum við ekki hætta á neitt og biðjum fólk að fara varlega, virða óvissuna þannig að við missum ekki þennan góða árangur.“

Alma sagði að auðvitað hefðu heilbrigðisyfirvöld áhyggjur af stöðunni. Vonir standi þó til að „línur skýrist“ á næstu dögum eða viku en að við séum enn á þeim stað að meta hversu mikil veikindi þeirra sem eru að sýkjast nú verða. Vonir væru bundnar við að veikindi fólks verði minni en í fyrri bylgju og legutíminn styttri. „Við tökum einn dag í einu,“ sagði hún, og „þangað til stöndum við auðvitað áfram saman, hugsum hvert um annað og reynum að gera það besta úr hlutunum.“

Ekki tímabært að segja hvort takmörkunum verði aflétt

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði „ómögulegt að segja“ á þessari stundu hvort að takmörkunum innanlands verði aflétt 13. ágúst. Daglega sé gert hættumat og ráðherrum haldið upplýstum. Ekki sé því tímabært að taka ákvarðanir um framhaldið enda „þónokkrir dagar“ enn í að reglugerðin falli úr gildi. „Við skulum bara bíða og sjá.“

Kamilla Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis á fundinum, sagði spurð um hvort hægt verði að halda menningarnótt og Reykjavíkurmaraþon að það muni taka einhverjar vikur að vita „nákvæmlega hvert stefnir“ og hvað það muni taka langan tíma að kveða niður bylgjuna sem nú gengur yfir.

Hún sagði einnig að „okkar helsta von“ til framtíðar væri í raun að fram komi sértæk bóluefni sem virki álíka vel gegn delta-afbrigði veirunnar og upphaflegu veirunni sem uppgötvaðist í Wuhan-borg í Kína. Hún sagði að þar sem smit væru útbreidd um heiminn væri hætta á því að fleiri ný afbrigði komi fram sem nái einnig mikilli útbreiðslu.

Auglýsing

Alma sagði að enn vantaði nýjar upplýsingar erlendis frá um veikindi smitaðra eftir því hvort þeir eru bólusettir eða ekki. Um 5 prósent óbólusettra þurftu að leggjast inn á sjúkrahús í kjölfar sýkinga í fyrri bylgjum áður en delta-afbrigðið kom fram. Vísbendingar séu svo um að innlagnir séu algengari af völdum delta. Því gætu um 5 prósent óbólusettra og jafnvel hærra hlutfall, þurft innlögn.

Hún segist ekki halda að komið hafi til umræðu hjá yfirvöldum að hafa harðari reglur hér á landi fyrir óbólusetta en sú leið hefur verið farin víða erlendis, m.a. í Ísrael.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent