Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu

Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.

Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Auglýsing

Ísland er orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) sem nú hefur verið uppfært. Ef hlutfall jákvæðra sýna er innan við fjögur prósent þarf nýgengi smita að vera á bilinu 75 og 200 til þess að lönd fái appelsínugulan lit.

Tölurnar sem nýjasta kort stofnunarinnar byggja á eru frá því á miðnætti á þriðjudagskvöld en kortið er uppfært á fimmtudögum. Miðað við skilgreiningar stofnunarinnar þá væri Ísland rautt í dag ef byggt væri á nýjustu tölum, enda þarf 14 daga nýgengi smita að vera á bilinu 200 til 500 til þess að land fái rauðan lit á kortinu. Samkvæmt nýjustu tölum á covid.is er 14 daga nýgengi smita 249 hér innanlands. Sé hlutafll jákvæðra sýna yfir fjögur prósent, þá er landi gefinn rauður litur ef nýgengið er á bilinu 75 til 200.

Auglýsing

Kvaðir á ferðalanga frá löndum sem ekki eru græn

Aðildarríki Evrópusambandsins eru sérstaklega hvött til þess að beita sambærilegum takmörkunum á landamærum sínum sem taka mið af korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Í sérstökum tilmælum sambandsins kemur fram að lönd innan ESB hafa samþykkt að engar kvaðir hvíli á ferðamönnum sem ferðast á milli grænna landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu.

Sé það talið nauðsynlegt að beita aðgerðum á landamærum gagnvart fólki sem kemur frá svæðum sem ekki eru græn á kortinu þá er mælt með því að það sæti sóttkví eða fari í skimun fyrir eða eftir brottför. Aðildarríki skulu mæla gegn ferðalögum til og frá rauðum svæðum og mæla harðlega gegn ferðalögum til og frá dökkrauðum svæðum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent