„Ekki má hringla með marklínuna“

Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

„Sumir leið­togar stjórn­ar­and­stöð­unnar mæla fyrir því að „loka land­in­u“, með til­heyr­andi stór­auknu atvinnu­leysi og tekju­tapi sam­fé­lags­ins. Minna fer fyrir til­lögum um aðrar leiðir til að skapa störf,“ skrifar Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra í grein í Morg­un­blað­inu í dag. Galopin landa­mæri séu „ekki skammar­yrði“ heldur „eðli­legur hluti þess að búa í frjálsu sam­fé­lag­i“.

Hún segir að sömu stjórn­mála­leið­togum finnst „ekk­ert til­töku­mál“ að settar verði á mjög víð­tækar tak­mark­anir á frelsi almenn­ings, jafn­vel til langrar fram­tíð­ar. Upp­hróp­anir af því tagi lýsi „upp­gjöf og úrræða­leysi“ og fái „von­andi engan hljóm­grunn“ meðal kjós­enda í haust.

Auglýsing

„Ég vona að stjórn­ar­and­stöð­unni auðn­ist ekki að slíta í sundur þá ein­ingu sem ríkt hefur meðal lands­manna í bar­átt­unni gegn veirunn­i,“ skrifar ráð­herr­ann. Talað sé um stefnu­leysi á sama tíma og „virtir sér­fræð­ing­ar“ hrósi rík­is­stjórn­inni fyrir vand­virkni og hóf­semi. Gagn­rýnin snú­ist fyrst og fremst um of að fljótt hafi verið farið í aflétt­ingar inn­an­lands og látið af skimun bólu­settra inn í land­ið. „Í þessu flest við­snún­ingur af hálfu stjórn­ar­and­stöð­unn­ar,“ skrifar Áslaug Arna, „enda byggðu ákvarð­an­irnar á til­lögu sótt­varna­lækn­is. Hingað til hafa þessar sömu raddir lagt mikið upp úr að fylgja til­lögum hans í einu og öllu.“

Ráð­herr­ann skrifar að stöðugt verði að end­ur­meta aðgerð­ir, sér í lagi eftir „vel­heppn­aðar og víð­tækar“ bólu­setn­ingar hér­lend­is. „Þegar 90 pró­sent full­orð­inna ein­stak­linga eru orðin bólu­sett þarf að slá nýjan takt í umræð­una, end­ur­meta aðstæður og leggja grunn að eðli­legu lífi á ný.“

Sótt­varna­að­gerðir hafi hingað til gengið vel, en þær nýj­ustu hafi „eðli­lega“ komið flatt upp á marga. „Ráð­staf­anir sem við ætlum ekki að búa við til lengri tíma.“

Aðgerð­irnar gilda til 13. ágúst og skrifar ráð­herr­ann að gripið hafi verið til þeirra vegna óvissu um alvar­leg veik­indi bólu­settra. „Það er ánægju­legt að sjá að 97% af þeim sem nú smit­ast eru ein­kenna­laus­ir. Með því er stærsta áfang­anum náð, enda mark­miðið ekki að telja smit til lengri tíma – heldur að koma í veg fyrir útbreidd alvar­leg veik­indi og sporna við álagi á heil­brigð­is­kerf­ið.“

Áslaug Arna skrifar að í aðgerðum gegn far­aldr­inum verði mark­miðin að vera skýr. „Ekki má hringla með marklín­una. Nú þegar árang­ur­inn verður met­inn af bólu­setn­ingum sjáum við von­andi þær jákvæðu nið­ur­stöður sem stefnt var að. Við höfum alltaf stefnt að því að bólu­setn­ing­arnar geri okkur kleift að færa dag­legt líf okkar allra til eðli­legs horfs með frelsið að leið­ar­ljósi.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent