Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu

Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.

Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Auglýsing

Smitrakningarteymi almannavarna hefur í nógu að snúast þessa dagana, enda fleiri kórónuveirusmit að greinast en nokkru sinni síðan kórónuveirufaraldurinn gerði innreið til Íslands í upphafi mars í fyrra.

„Við erum ekkert rosalega mörg. Eins og er höfum við undan, en það er alveg fyrirséð að smitrakningarteymið geti ekkert höndlað þetta endalaust. Ef tölurnar aukast gríðarlega, þá er þessu sjálfhætt. En þá kannski getum við nýtt tæknina,“ segir Jóhann B. Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna í samtali við Kjarnann.

Blaðamaður heyrði í Jóhanni til að fá svör við því hversu útbreidd notkun rakningarforritsins Rakning C-19 er og því hvernig smitrakningin gangi á þessum nýju tímum í faraldrinum, þegar níu af hverjum tíu fullorðinna eru bólusett gegn COVID-19 og upplifa því ef til vill minni persónulega áhættu af hvoru tveggja því að smitast af veirunni og smita aðra í kringum sig.

Jóhann segir að notendur rakningarforritsins séu á bilinu 180 til 200 þúsund talsins og meirihluti hafi uppfært forritið í nýjustu útgáfu, sem er nauðsynlegt til þess Bluetooth-tenging forritsins við nærstadda síma sem einnig eru með rakningu í gangi virki sem skyldi.

Samfélagslega ábyrgt að vera með forritið uppsett

Hann hefur ekki áhyggjur af því að margir séu búnir að taka ákvörðun um að eyða hreinlega forritinu úr símanum sínum til þess að draga úr líkum á því að vera skikkaðir í sóttkví, en blaðamaður hefur heyrt úr allnokkrum áttum að dæmi séu um að ungt fólk kjósi að vera ekki með rakningarforritið uppsett af þeim sökum.

Auglýsing

Jóhann segist telja það samfélagslega ábyrgt að vera með smitrakningarforritið í gangi. „Það eru sveiflur í öllu. Það tekur bara nokkrar sekúndur að setja þetta app upp og ég geri ráð fyrir að það sé gríðarleg aukning í notkun á því núna. Ef þér sýnist svo, þá máttu náttúrlega eyða því, en mér finnst líklegt að þú setjir það upp aftur. Þarna færðu tækifæri til að aðvara aðra og fá aðvaranir, sem þú fengir annars ekki,“ segir Jóhann.

„Þú svindlar ekki á veirunni“

Smitrakningarteymið hefur verið á þönum undanfarna rúma viku og gær voru 2.243 manns komin í sóttkví, samkvæmt opinberum tölum. Allangt er síðan að veirufaraldurinn hefur risið með þeim hætti sem hann gerir nú. Jóhann játar því að einhver dæmi séu um að fólk sé búið að gleyma því hvernig skuli bera sig að, ef fólk er skikkað í sóttkví vegna útsetningar gagnvart smiti.

Á sama tíma séu þó fleiri sem viti nákvæmlega um hvað þetta snýst.

„Ungt fólk um tvítugt sem er í partíi þar sem smit kemur upp veit nákvæmlega hvernig þetta virkar,“ segir Jóhann, en einhver dæmi eru um undanbrögð, til dæmis að fólk vilji ekki að nöfn sín séu gefin upp til smitrakningarteymisins og ætli að reyna að sleppa undan sóttkvínni.

„Þá eru líkur á að þeir muni smitast og þá munu þeir bara smita einhverja aðra. Þú svindlar ekkert á þessu. Þú svindlar ekki á veirunni sko. Ef þú umgengst smitaðan einstakling þá verður þú að halda þig til hlés og hitta engan í nokkra daga,“ segir Jóhann, sem reiknar með því að hafa í nógu að snúast næstu daga eins og þá síðustu.

„Við erum ekki að sjá nein merki um að það sé að hægjast á þessu. Þannig að ég hef verulegar áhyggjur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent