Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu

Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.

Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Auglýsing

Smitrakn­ing­arteymi almanna­varna hefur í nógu að snú­ast þessa dag­ana, enda fleiri kór­ónu­veirusmit að grein­ast en nokkru sinni síðan kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gerði inn­reið til Íslands í upp­hafi mars í fyrra.

„Við erum ekk­ert rosa­lega mörg. Eins og er höfum við und­an, en það er alveg fyr­ir­séð að smitrakn­ing­arteymið geti ekk­ert höndlað þetta enda­laust. Ef töl­urnar aukast gríð­ar­lega, þá er þessu sjálf­hætt. En þá kannski getum við nýtt tækn­ina,“ segir Jóhann B. Skúla­son, yfir­maður smitrakn­ing­arteymis almanna­varna í sam­tali við Kjarn­ann.

Blaða­maður heyrði í Jóhanni til að fá svör við því hversu útbreidd notkun rakn­ing­ar­for­rits­ins Rakn­ing C-19 er og því hvernig smitrakn­ingin gangi á þessum nýju tímum í far­aldr­in­um, þegar níu af hverjum tíu full­orð­inna eru bólu­sett gegn COVID-19 og upp­lifa því ef til vill minni per­sónu­lega áhættu af hvoru tveggja því að smit­ast af veirunni og smita aðra í kringum sig.

Jóhann segir að not­endur rakn­ing­ar­for­rits­ins séu á bil­inu 180 til 200 þús­und tals­ins og meiri­hluti hafi upp­fært for­ritið í nýj­ustu útgáfu, sem er nauð­syn­legt til þess Blu­etoot­h-teng­ing for­rits­ins við nær­stadda síma sem einnig eru með rakn­ingu í gangi virki sem skyldi.

Sam­fé­lags­lega ábyrgt að vera með for­ritið upp­sett

Hann hefur ekki áhyggjur af því að margir séu búnir að taka ákvörðun um að eyða hrein­lega for­rit­inu úr sím­anum sínum til þess að draga úr líkum á því að vera skikk­aðir í sótt­kví, en blaða­maður hefur heyrt úr all­nokkrum áttum að dæmi séu um að ungt fólk kjósi að vera ekki með rakn­ing­ar­for­ritið upp­sett af þeim sök­um.

Auglýsing

Jóhann seg­ist telja það sam­fé­lags­lega ábyrgt að vera með smitrakn­ing­ar­for­ritið í gangi. „Það eru sveiflur í öllu. Það tekur bara nokkrar sek­úndur að setja þetta app upp og ég geri ráð fyrir að það sé gríð­ar­leg aukn­ing í notkun á því núna. Ef þér sýn­ist svo, þá máttu nátt­úr­lega eyða því, en mér finnst lík­legt að þú setjir það upp aft­ur. Þarna færðu tæki­færi til að aðvara aðra og fá aðvar­an­ir, sem þú fengir ann­ars ekki,“ segir Jóhann.

„Þú svindlar ekki á veirunni“

Smitrakn­ing­arteymið hefur verið á þönum und­an­farna rúma viku og gær voru 2.243 manns komin í sótt­kví, sam­kvæmt opin­berum töl­um. Allangt er síðan að veiru­far­ald­ur­inn hefur risið með þeim hætti sem hann gerir nú. Jóhann játar því að ein­hver dæmi séu um að fólk sé búið að gleyma því hvernig skuli bera sig að, ef fólk er skikkað í sótt­kví vegna útsetn­ingar gagn­vart smiti.

Á sama tíma séu þó fleiri sem viti nákvæm­lega um hvað þetta snýst.

„Ungt fólk um tví­tugt sem er í partíi þar sem smit kemur upp veit nákvæm­lega hvernig þetta virkar,“ segir Jóhann, en ein­hver dæmi eru um und­an­brögð, til dæmis að fólk vilji ekki að nöfn sín séu gefin upp til smitrakn­ing­arteym­is­ins og ætli að reyna að sleppa undan sótt­kvínni.

„Þá eru líkur á að þeir muni smit­ast og þá munu þeir bara smita ein­hverja aðra. Þú svindlar ekk­ert á þessu. Þú svindlar ekki á veirunni sko. Ef þú umgengst smit­aðan ein­stak­ling þá verður þú að halda þig til hlés og hitta engan í nokkra daga,“ segir Jóhann, sem reiknar með því að hafa í nógu að snú­ast næstu daga eins og þá síð­ustu.

„Við erum ekki að sjá nein merki um að það sé að hægj­ast á þessu. Þannig að ég hef veru­legar áhyggj­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent