Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu

Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.

Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Auglýsing

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð og mælist 20,9 prósent í nýrri könnun frá Maskínu, sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar gæti flokkurinn ekki myndað ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki eftir komandi kosningar, en samkvæmt útreikningum í frétt Stöðvar 2 fengju stjórnarflokkarnir einungis 30 þingmenn kjörna.

Vinstri græn mælast með 14,1 prósent fylgi í könnun Maskínu og Samfylkingin með 13,7 prósent. Þar næst koma Píratar með 12,7 prósent fylgi og Viðreisn með 12,3 prósent. Framsókn mælist síðan með 9,9 prósent og Sósíalistaflokkurinn með 6,3 prósent, sem er tveimur prósentustigum meira en í síðustu mælingu Maskínu.

Miðflokkurinn fengi 5,5 prósent atkvæða ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við niðurstöður þessarar könnunar Maskínu og Flokkur fólksins mælist með 4,2 prósent.

Flokkur fólksins fengi ekki þingmann, samkvæmt útreikningum í frétt Stöðvar 2. Þess ber þó að geta að tekið var fram í fréttinni að of fáir þátttakendur hefðu tekið þátt í könnuninni til að þeir útreikningar gætu talist „nákvæm vísindi.“

Fjóra flokka þyrfti til að ná meirihluta

Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunnar og útreikningum sem settir eru fram í frétt Stöð 2 um væntan þingmannafjölda flokkanna þyrfti fjóra flokka að lágmarki til þess að mynda ríkisstjórn sem hefði meirihluta á þingi.

Auglýsing

Ef Viðreisn kysi að hlaupa undir bagga með núverandi ríkisstjórnarflokkum yrði sú stjórn með 38 þingmenn og rúman þingmeirihluta.

Ef hins vegar Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Viðreisn myndu fara í samstarf, rétt eins og flokkarnir gera í borgarstjórn Reykjavíkur, hefði sú ríkisstjórn 35 þingmenn og einnig rúman meirihluta á þingi, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.

Athugasemd ritstjórnar: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sú ályktun dregin að 4,2 prósenta fylgi myndi ekki duga Flokki fólksins til þess að fá þingmann kjörinn. Ekki er hægt að fullyrða það að óathuguðu máli, þar sem flokkar geta fengið kjördæmakjörna þingmenn án þess að fá yfir 5 prósent atkvæða á landsvísu. Tekið er fram í frétt Stöðvar 2 að útreikningar á þingmannafjöldanum séu ekki „nákvæm vísindi“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent