Ólíkur skilningur lagður í nýja reglugerð á landamærunum

Á miðnætti tók gildi ný reglugerð sem skyldar alla farþega sem koma til landsins að skila inn vottorði um neikvætt COVID-19 próf. Ekki er hægt að meina Íslendingum að koma til landsins og túlkun á reglunum virðist vera ólík meðal flugfélaga og lögreglu.

Allir farþegar sem komið hafa til landsins frá miðnætti hafa skilað viðeigandi vottorðum um neikvæð COVID-19 próf.
Allir farþegar sem komið hafa til landsins frá miðnætti hafa skilað viðeigandi vottorðum um neikvæð COVID-19 próf.
Auglýsing

Íslenskir rík­is­borg­arar sem ferð­ast til lands­ins án vott­orðs um nei­kvætt COVID-19 próf geta átt yfir höfði sér háa fjár­sekt sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Icelandair og emb­ætti land­læknis en sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum er það við­kom­andi flug­fé­lag sem getur átt yfir höfði sér sekt fyrir að flytja far­þega án þess að afla við­eig­andi gagna. Ekki er hægt að meina Íslend­ingum sem ekki geta fram­vísað slíku vott­orði að koma til lands­ins en Kjarn­inn hefur leit­ast við að kom­ast að því hvaða við­ur­lögum er beitt, ferð­ist ein­stak­lingur án vott­orðs. Ólíkur skiln­ingur er lagður í regl­urnar sem nú gilda á landa­mær­un­um.

Á mið­nætti tók gildi breyt­ing á reglu­gerð um sótt­kví og ein­angrun og sýna­töku við landa­mæri Íslands vegna COVID-19. Breyt­ingin kveður á um að bólu­sett ferða­fólk þurfi að verða sér úti um vott­orð um nei­kvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands.

„Hafi ferða­maður við kom­una til lands­ins undir höndum við­ur­kennt vott­orð um ónæm­is­að­gerð vegna COVID-19 eða vott­orð sem sýnir fram á að COVID-19 sýk­ing sé afstaðin er honum ekki skylt að fara í sótt­kví eða gang­ast undir sýna­töku við landa­mæri, en hins vegar ber honum skylda við byrð­ingu erlendis að fram­vísa vott­orði sem sýnir fram á nei­kvætt COVID-­próf, ann­að­hvort PCR eða antigen (hrað­próf), sem er ekki eldra en 72 klst. gam­alt,“ segir í nýju við­bót­inni við reglu­gerð­ina.

Auglýsing

Ekki hægt að neita íslenskum rík­is­borg­urum um flug

Hjá Icelandair feng­ust þær upp­lýs­ingar að far­þegar á leið til lands­ins þurfa að fram­vísa vott­orði um nei­kvætt próf við inn­ritun áður en farið er um borð í flug til Íslands, það gildir um Íslend­inga jafnt sem aðra far­þega. „Flug­fé­lög geta þó ekki neitað Íslend­ingum sem vilja koma heim um að fljúga til Íslands en far­þegar sem ferð­ast án nei­kvæðs prófs geta átt von á sekt frá lög­reglu við komu til lands­ins,“ segir í svari frá flug­fé­lag­inu.

Þetta þýðir þó ekki að flogið sé með ein­stak­linga sem greinst hafa með COVID-19 en tekið er fram í svar­inu að ef fólk grein­ist jákvætt erlendis þá fer það í ein­angrun í því landi sem það er.

100 þús­und króna sekt fyrir vott­orða­lausa

Þetta er í sam­ræmi við svar frá emb­ætti land­læknis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. „Allir full­bólu­settir ein­stak­lingar og ein­stak­lingar með mótefni vegna fyrri sýk­ing­ar, verða að fram­vísa nei­kvæðu PCR prófi/antigen prófi við byrð­ingu erlendis og við lend­ingu í KEF,“ segir meðal ann­ars í svari frá emb­ætt­inu.

Þar kemur fram að réttur íslenskra rík­is­borg­ara sé sterkur í þessum aðstæð­um, flug­fé­lög geti ekki neitað að hleypa íslenskum rík­is­borg­urum um borð á grund­velli þess að þeir séu ekki með nei­kvætt próf. Heldur sé ekki hægt að neita íslenskum rík­is­borg­urum um inn­göngu í land­ið. Hægt sé að beita þá sekt á landa­mær­unum hafi þeir ekki vott­orð en útlend­ingum sem ekki búa á Íslandi sé hægt að bjóða sýna­töku, ellegar sé þeim vísað frá landi.

Varð­andi sekt­ina sem Íslend­ingar geta átt yfir höfði sér er vísað á upp­lýs­ingar um sekt fyrir brot á reglum um fram­vísun vott­orðs um nei­kvætt PCR próf sem finna má á island.is. Þar kemur fram að ein­stak­lingur getur átt yfir höfði sér 100 þús­und króna sekt fyrir það að fram­vísa ekki vott­orði.

Lög­reglan vill heldur sekta flug­fé­lög

Arn­grímur Guð­munds­son, aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjón lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum á Kefla­vík­ur­flug­velli, telur það ólík­legt að íslenskir ferða­menn án vott­orða um nei­kvætt COVID-19 próf verði beittir sektum á flug­vell­in­um. Hann segir að gerð sé krafa á flug­fé­lög um að sinna því að afla réttra gagna frá far­þegum sem koma til lands­ins. Sekt­ar­á­kvæði sé til staðar og þá er það Sam­göngu­stofu að beita við­kom­andi flug­fé­lag stjórn­valds­sektum ef það sinnir ekki skyldu sinni og aflar við­eig­andi gagna.

Að sögn Arn­gríms hefur nýja fyr­ir­komu­lagið ekki verið til vand­ræða og allir far­þegar skilað við­eig­andi gögn­um. „Þetta byrj­aði á mið­nætti og þetta hefur bara gengið mjög vel. Það hafa ekki verið neinar upp­á­komur og það hafa allir verið með það sem til þurft­i,“ segir Arn­grímur í sam­tali við Kjarn­ann.

Skylt að meina erlendum ferða­mönnum um flutn­ing

Þess­ari laga­túlkun er lög­fræð­ingur Icelandair ósam­mála sam­kvæmt svörum frá flug­fé­lag­inu. Sá vill meina að sektin lendi á far­þeg­an­um, sé hann íslenskur rík­is­borg­ari, og vísar flug­fé­lagið meðal ann­ars í breyt­ingar sem gerðar voru í maí á lögum um loft­ferðir. Þar kemur fram að Sam­göngu­stofa geti vissu­lega lagt stjórn­valds­sektir á flug­rek­enda ef hann sinnir ekki skyldu sinni um að kanna hvort far­þegi hafi vott­orð eða þá að synja far­þega um flutn­ing geti hann ekki fram­vísað slíku vott­orði. Í lög­unum er skýrt tekið fram að skylda flug­rek­enda til að synja far­þega um flutn­ing nái ekki til íslenskra rík­is­borg­ara.

Skylda flug­rek­and­ans til að meina fólki um flutn­ing vegna skorts á vott­orði nær því ein­ungis til erlendra ferða­manna sam­kvæmt lög­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent