Ólíkur skilningur lagður í nýja reglugerð á landamærunum

Á miðnætti tók gildi ný reglugerð sem skyldar alla farþega sem koma til landsins að skila inn vottorði um neikvætt COVID-19 próf. Ekki er hægt að meina Íslendingum að koma til landsins og túlkun á reglunum virðist vera ólík meðal flugfélaga og lögreglu.

Allir farþegar sem komið hafa til landsins frá miðnætti hafa skilað viðeigandi vottorðum um neikvæð COVID-19 próf.
Allir farþegar sem komið hafa til landsins frá miðnætti hafa skilað viðeigandi vottorðum um neikvæð COVID-19 próf.
Auglýsing

Íslenskir rík­is­borg­arar sem ferð­ast til lands­ins án vott­orðs um nei­kvætt COVID-19 próf geta átt yfir höfði sér háa fjár­sekt sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Icelandair og emb­ætti land­læknis en sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum er það við­kom­andi flug­fé­lag sem getur átt yfir höfði sér sekt fyrir að flytja far­þega án þess að afla við­eig­andi gagna. Ekki er hægt að meina Íslend­ingum sem ekki geta fram­vísað slíku vott­orði að koma til lands­ins en Kjarn­inn hefur leit­ast við að kom­ast að því hvaða við­ur­lögum er beitt, ferð­ist ein­stak­lingur án vott­orðs. Ólíkur skiln­ingur er lagður í regl­urnar sem nú gilda á landa­mær­un­um.

Á mið­nætti tók gildi breyt­ing á reglu­gerð um sótt­kví og ein­angrun og sýna­töku við landa­mæri Íslands vegna COVID-19. Breyt­ingin kveður á um að bólu­sett ferða­fólk þurfi að verða sér úti um vott­orð um nei­kvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands.

„Hafi ferða­maður við kom­una til lands­ins undir höndum við­ur­kennt vott­orð um ónæm­is­að­gerð vegna COVID-19 eða vott­orð sem sýnir fram á að COVID-19 sýk­ing sé afstaðin er honum ekki skylt að fara í sótt­kví eða gang­ast undir sýna­töku við landa­mæri, en hins vegar ber honum skylda við byrð­ingu erlendis að fram­vísa vott­orði sem sýnir fram á nei­kvætt COVID-­próf, ann­að­hvort PCR eða antigen (hrað­próf), sem er ekki eldra en 72 klst. gam­alt,“ segir í nýju við­bót­inni við reglu­gerð­ina.

Auglýsing

Ekki hægt að neita íslenskum rík­is­borg­urum um flug

Hjá Icelandair feng­ust þær upp­lýs­ingar að far­þegar á leið til lands­ins þurfa að fram­vísa vott­orði um nei­kvætt próf við inn­ritun áður en farið er um borð í flug til Íslands, það gildir um Íslend­inga jafnt sem aðra far­þega. „Flug­fé­lög geta þó ekki neitað Íslend­ingum sem vilja koma heim um að fljúga til Íslands en far­þegar sem ferð­ast án nei­kvæðs prófs geta átt von á sekt frá lög­reglu við komu til lands­ins,“ segir í svari frá flug­fé­lag­inu.

Þetta þýðir þó ekki að flogið sé með ein­stak­linga sem greinst hafa með COVID-19 en tekið er fram í svar­inu að ef fólk grein­ist jákvætt erlendis þá fer það í ein­angrun í því landi sem það er.

100 þús­und króna sekt fyrir vott­orða­lausa

Þetta er í sam­ræmi við svar frá emb­ætti land­læknis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. „Allir full­bólu­settir ein­stak­lingar og ein­stak­lingar með mótefni vegna fyrri sýk­ing­ar, verða að fram­vísa nei­kvæðu PCR prófi/antigen prófi við byrð­ingu erlendis og við lend­ingu í KEF,“ segir meðal ann­ars í svari frá emb­ætt­inu.

Þar kemur fram að réttur íslenskra rík­is­borg­ara sé sterkur í þessum aðstæð­um, flug­fé­lög geti ekki neitað að hleypa íslenskum rík­is­borg­urum um borð á grund­velli þess að þeir séu ekki með nei­kvætt próf. Heldur sé ekki hægt að neita íslenskum rík­is­borg­urum um inn­göngu í land­ið. Hægt sé að beita þá sekt á landa­mær­unum hafi þeir ekki vott­orð en útlend­ingum sem ekki búa á Íslandi sé hægt að bjóða sýna­töku, ellegar sé þeim vísað frá landi.

Varð­andi sekt­ina sem Íslend­ingar geta átt yfir höfði sér er vísað á upp­lýs­ingar um sekt fyrir brot á reglum um fram­vísun vott­orðs um nei­kvætt PCR próf sem finna má á island.is. Þar kemur fram að ein­stak­lingur getur átt yfir höfði sér 100 þús­und króna sekt fyrir það að fram­vísa ekki vott­orði.

Lög­reglan vill heldur sekta flug­fé­lög

Arn­grímur Guð­munds­son, aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjón lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum á Kefla­vík­ur­flug­velli, telur það ólík­legt að íslenskir ferða­menn án vott­orða um nei­kvætt COVID-19 próf verði beittir sektum á flug­vell­in­um. Hann segir að gerð sé krafa á flug­fé­lög um að sinna því að afla réttra gagna frá far­þegum sem koma til lands­ins. Sekt­ar­á­kvæði sé til staðar og þá er það Sam­göngu­stofu að beita við­kom­andi flug­fé­lag stjórn­valds­sektum ef það sinnir ekki skyldu sinni og aflar við­eig­andi gagna.

Að sögn Arn­gríms hefur nýja fyr­ir­komu­lagið ekki verið til vand­ræða og allir far­þegar skilað við­eig­andi gögn­um. „Þetta byrj­aði á mið­nætti og þetta hefur bara gengið mjög vel. Það hafa ekki verið neinar upp­á­komur og það hafa allir verið með það sem til þurft­i,“ segir Arn­grímur í sam­tali við Kjarn­ann.

Skylt að meina erlendum ferða­mönnum um flutn­ing

Þess­ari laga­túlkun er lög­fræð­ingur Icelandair ósam­mála sam­kvæmt svörum frá flug­fé­lag­inu. Sá vill meina að sektin lendi á far­þeg­an­um, sé hann íslenskur rík­is­borg­ari, og vísar flug­fé­lagið meðal ann­ars í breyt­ingar sem gerðar voru í maí á lögum um loft­ferðir. Þar kemur fram að Sam­göngu­stofa geti vissu­lega lagt stjórn­valds­sektir á flug­rek­enda ef hann sinnir ekki skyldu sinni um að kanna hvort far­þegi hafi vott­orð eða þá að synja far­þega um flutn­ing geti hann ekki fram­vísað slíku vott­orði. Í lög­unum er skýrt tekið fram að skylda flug­rek­enda til að synja far­þega um flutn­ing nái ekki til íslenskra rík­is­borg­ara.

Skylda flug­rek­and­ans til að meina fólki um flutn­ing vegna skorts á vott­orði nær því ein­ungis til erlendra ferða­manna sam­kvæmt lög­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent