Mæla „mjög líklega“ með bólusetningum 12-15 ára á næstunni

Heilbrigðisyfirvöld munu „mjög líklega“ mælast til þess að 12-15 ára börn verði bólusett á næstunni, í ljósi uppgangs faraldurs COVID-19 á Íslandi. Rúmlega 2.400 börn á þessum aldri hafa þegar fengið bólusetningu.

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir sérfræðingur hjá sóttvarnalækni.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir sérfræðingur hjá sóttvarnalækni.
Auglýsing

Bólu­setn­ingar barna á aldr­inum 12-15 ára eru til skoð­unar hjá sótt­varna­lækni og það kemur mjög lík­lega að því að mælst verði til þessi ald­urs­hópur verði bólu­settur gegn COVID-19, en bæði bólu­efni Pfizer og Moderna hafa fengið mark­aðs­leyfi í Evr­ópu í þessum ald­urs­hópi.

Í dag geta for­eldrar beðið um bólu­setn­ingu fyrir börn á þessu ald­urs­bili og hafa alls 2.461 börn í þessum hópi þegar fengið að minnsta kosti eina sprautu.

Ef ákveðið verður að hvetja þennan hóp sér­stak­lega til þess að þiggja bólu­setn­ingu, eða þá öllu heldur for­eldra barna á þessum aldri, þyrfti að hugsa upp á nýtt hvernig þær fjölda­bólu­setn­ingar færu fram.

Praktísk atriði

Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dóttir sér­fræð­ingur hjá sótt­varna­lækni sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að það horfði öðru­vísi við þegar verk­efnið væri að bólu­setja 12-15 ára ung­linga sem væru ekki komnir sjálf­vilj­ugir í bólu­setn­ing­una.

Það yrði ekki gert við sam­bæri­legar aðstæður og voru í fjölda­bólu­setn­ing­unni í Laug­ar­dals­höll. „Þá þarf að gera nýtt skipu­lag sem er ekki til, og þetta þarf allt að und­ir­búa vel,“ sagði Kamilla.

„Ógn­vekj­andi“ auka­verk­anir

Hún var spurð út í áhættu­mat barna­bólu­setn­inga á upp­lýs­inga­fundi dags­ins, þar sem hún leysti Þórólf Guðna­son sótt­varna­lækni af hólmi. Spurn­ingin var um það hvort hættan af bólu­setn­ingu barna 12-15 ára væri meiri en áhætta þeirra af því að smit­ast af COVID-19.

Auglýsing

„Það eru auka­verk­anir varð­andi hjarta­vöðva­bólgu og sér­stak­lega goll­urs­hús­bólgu, sem er sekk­ur­inn í kringum hjart­að, sem geta verið mjög ógn­vekj­andi en ganga sem betur fer yfir af sjálfu sér, jafn­vel án með­höndl­un­ar. En geta verið mjög ógn­vekj­andi, því ein­kennin eru mæði og brjóst­verkur sem maður vill ekki sjá hjá barn­inu sín­u,“ sagði Kamilla.

Hún bætti því við að þessi auka­verkun bólu­efn­anna væri algeng­ari hjá ein­stak­lingum undir þrí­tugu og að því miður virt­ist algengið aukast eftir því sem fólk væri yngra.

„Við viljum fara var­lega í sak­irnar en það kemur mjög lík­lega að því miðað við ástandið í bylgj­unni núna að við munum mæla með bólu­setn­ingu ung­menna lík­a,“ sagði Kamilla.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent