Alma: „Svörin fást á næstu vikum“

„Við erum auðvitað öll komin með leið á þessari veiru,“ segir Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. Hún minnti á að bólusetningar veita góða vörn gegn veikindum af völdum kórónuveirusmits og þá sér í lagi alvarlegum veikindum.

Alma Möller landlæknir ræddi um óvissu og þekkingarleitina sem nú stendur yfir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Alma Möller landlæknir ræddi um óvissu og þekkingarleitina sem nú stendur yfir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Auglýsing

Alma D. Möller land­læknir minnti á að bólu­setn­ing gagn­vart COVID-19 dregur sem betur fer mikið úr þeim veik­indum sem sjúk­dóm­ur­inn getur valdið og ekki síst alvar­legum veik­ind­um, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.

Hún sagð­ist von­ast til þess að myndin af stöðu mála hér­lendis myndi skýr­ast „innan fárra vikna“ og þá þyrfti að skoða við­brögð og varnir til lengri tíma.

„Svörin fást á næstu vik­um,“ sagði Alma, en þeirra verður ekki ein­ungis leitað hér­lendis heldur einnig hjá öðrum þjóðum þar sem bólu­setn­ingar eru vel á veg komn­ar, einkum Bretum og Ísra­el­um.

Ein­ungis tveir eru inn­lagðir á sjúkra­hús með COVID-19 sem stend­ur, af þeim 695 ein­stak­lingum sem eru í ein­angrun með stað­fest smit. Mik­ill meiri­hluti þeirra sem hafa verið að grein­ast und­an­farna daga er ungt fólk, undir fer­tugu.

Alma sagði að núna á næstu dögum og vikum yrði fylgst með þró­un­inni. Enn væri óvissa um það hvernig hversu margir sem eru óbólu­sett­ir, af ein­hverjum ástæð­um, myndu veikj­ast alvar­lega og einnig það hvernig veiran myndi leggj­ast í þá sem eru bólu­sett­ir, en væru aldr­aðir eða með bælt ónæm­is­kerfi.

Óvissan sneri að því hvernig delta-af­brigði veirunnar myndi hegða sér hjá þjóð sem væri nán­ast full­bólu­sett. „Við erum auð­vitað öll komin með leið á þess­ari veiru,“ sagði Alma og ítrek­aði að verk­efnið framundan sner­ist um að leita að þekk­ingu til þess að ákveða hvaða skref ætti að taka næst og síðan til fram­tíð­ar.

Að minnsta kosti 96 smit í gær

Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dóttir sér­fræð­ingur hjá sótt­varna­lækni greindi frá því á fund­inum að 96 inn­an­lands­smit hið minnsta hefðu greinst með COVID-19 inn­an­lands í gær og að enn væri verið að vinna úr sýnum sem hefðu verið tek­in, en þau voru mörg.

Auglýsing

Á vefnum covid.is var í morgun sagt frá því að 82 hefðu greinst inn­an­lands, en Kamilla sagði lík­legt að sú tala yrði upp­færð þegar liði á dag­inn.

Kallað eftir bak­vörðum í sýna­tökur og fleira

Land­læknir sagði heil­brigð­is­kerfið okkar vera við­kvæmt, vegna smæð­ar, langvar­andi mönn­un­ar­vanda, hús­næð­is­mála og núna vegna langvar­andi álags sökum far­ald­urs­ins.

Hún minnti á bak­varða­sveit heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, sem hefur nú verið virkjuð í þriðja sinn í far­aldr­in­um. Heil­brigð­is­starfs­menn sem vinna ekki í heil­brigð­is­kerf­inu eru hvattir til að skrá sig og einnig verður opnað á skrán­ingar þeirra sem ekki eru heil­brigð­is­starfs­menn, því það vantar í „ýmis önnur störf“, til dæmis starfs­fólk til að sinna sýna­tök­um, í eld­hús­störf og fleira.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent