PLAY segir lága sætanýtingu í takt við væntingar

Sætanýting flugfélagsins PLAY var tæp 42 prósent í júlí og þarf að vera tæplega tvöfalt hærri á næstu mánuðum svo félagið standist eigin spár. Samkvæmt PLAY var nýtingin í takt við væntingar félagsins fyrir fyrsta mánuðinn í fullum rekstri.

Play Mynd: Play
Auglýsing

Flug­fé­lagið PLAY flutti alls 9.899 far­þega í júlí og seldi 41,7 pró­sent af öllum flug­sætum sem það hafði til sölu. Sæta­nýt­ing félags­ins var tæp­lega helm­ingi minni en hjá Icelandair í sama mán­uði, en félagið þarf að auka sölu sína tölu­vert til þess að stand­ast eigin áætlun fyrir árið.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem PLAY birti sam­hliða far­þega­tölum sínum á vef Keld­unnar fyrr í dag segir flug­fé­lagið að árangur þess í síð­asta mán­uði hafi verið „mjög góður miðað við stöð­una á mark­að­i“. Flug­fé­lagið noti nú þrjár flug­vélar sem séu allar komnar í notkun og séu að fljúga til sjö áfanga­staða.

Áfanga­stað­irnir eru þeir sömu og félagið kynnti í fyrstu fjár­festa­kynn­ingu sinni árið 2019 – Alican­te, Berlín, Kaup­manna­höfn, London, París og Tenerife – auk Barcelona. Í vetur verður svo flogið til tveggja áfanga­staða í við­bót, Salz­burg í Aust­ur­ríki og Gran Can­aria á Kanarí­eyj­um.

Auglýsing

Far­þega­tölur PLAY eru nokkuð minni en hjá Icelanda­ir, sem flutti 195.200 far­þega í milli­landa­flugi í síð­asta mán­uði og var með 70,5 pró­senta sæta­nýt­ingu. Af þessum far­þegum voru tæp­lega 51 þús­und tals­ins tengifar­þeg­ar.

Þarf að tvö­falda sæta­nýt­ingu og sölu til að halda áætlun

Sam­kvæmt útboðs­lýs­ingu PLAY sem birt­ist fyrr í sumar reiknar flug­fé­lagið með 71,8 pró­senta sæta­nýt­ingu í ár. Til þess að þessar áætl­anir stand­ist þarf félagið að tæp­lega tvö­falda nýt­ing­una á næstu mán­uð­um, en hún þarf að vera að með­al­tali 78 pró­sent frá ágúst til des­em­ber. PLAY gerir svo ráð fyrir því að sæta­nýt­ing fari hækk­andi með árunum og verði komin upp í 89 pró­sent árið 2025.

Í til­kynn­ingu PLAY sem birt var í dag kemur þó fram að sæta­nýt­ingin í júlí hafi verið í takt við vænt­ingar fyrir fyrsta rekstr­ar­mánuð flug­fé­lags­ins.

Líkt og útboðs­lýs­ingin greinir frá hefur sæta­nýt­ingin mikil áhrif á lausa­fjár­stöðu félags­ins. Ef spáð sæta­nýt­ing verður sex pró­sentum lægri en flug­fé­lagið býst við á næstu þremur árum gæti lausafé þess minnkað um meira en helm­ing.

Alls telur félagið að 143 þús­und sæti muni selj­ast í ár, en til þess að sú spá gangi upp þarf félagið að flytja að með­al­tali 26 þús­und far­þega á mán­uði frá ágúst til des­em­ber.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent