Play flýgur meðal annars til Alicante og London til að byrja með

Þegar Play fer í loftið mun flugfélagið fljúga til sex borga í Evrópu. Áfangastöðum mun svo fjölga jafnt og þétt fram á árið 2022. Búið er að semja um aðstöðu- og afgreiðslutíma á þeim flugvöllum sem byrjað verður að fljúga á.

Skjáskot úr myndbandi Mynd: BHB
Auglýsing

Þegar lágfjargjaldaflugfélagið Play hefur sig til lofts mun það vera með tvær flugvélar í rekstri. Þær munu fljúga til Alicante, Berlínar, Kaupmannahafnar, London, Parísar og Tenerife. 

Í maí á næsta ári stendur svo til að fjölga vélum félagsins í sex, ári síðar eiga þær að vera orðnar átta og frá maímánuði 2022 tíu talsins. Samhliða mun áfangastöðum fjölga og flug hefjast til Bandaríkjanna auk fleiri borga í Evrópu. 

Þetta kemur fram í fjár­festa­kynn­ingu sem Íslensk verð­bréfa unnu og kynntu fyrir vænt­an­legum fjár­festum í Play í síð­ustu viku. Kynn­ing­in, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er kirfi­lega merkt trún­að­ar­mál.

Samið um eldsneytisvarnir og slot

Þar kemur fram að Play sé þegar búið að tryggja sér svokölluð slot, eða aðstöðu- og afgreiðslutíma, á þeim flugvöllum sem það mun byrja sitt áætlunarflug til. Líkt og Kjarninn greindi frá fyrr í dag mun sala á flugferðum hefjast um leið og flugrekstrarleyfi Play verður komið í hús, en það mun gerast þegar félagið hefur lokið hlutafjármögnun sinni, sem felst í að sækja 1,7 milljarð króna til íslenskra einkafjárfesta. 

Auglýsing
Play hefur þegar tryggt sér lánsfjármögnun frá breska fjárfestingarsjóðnum Athene Capital upp á 5,5 milljarða króna.  Samkvæmt áætlun um þróun lausafjár félagsins, sem birt er í kynningunni, reiknar Play með að geta endurgreitt lánsféð haustið 2021. 

Í kynningunni segir að Play sé þegar búið að semja um eldsneytiskaup og varnir við eldsneytisrisann BP og að eldsneytisverð verði fest sex mánuði fram í tímann. Með því mun komast meiri fyrirsjáanleiki í rekstur Play sem vantaði til að mynda hjá WOW air á síðari stigum tilveru þess félags, þegar það festi ekki eldsneytisverð sitt og miklar hækkanir á heimsmarkaði höfðu alvarlegar afleiðingar á rekstrarhæfni. 

Þá segist Play vera búið að semja um viðhald á flugvélum félagsins með hagstæðari samningum en WOW var með og að búið sé að semja við nýjan aðila sem muni sjá um alla flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli „á áður óþekktum kjörum.“

Áætla að Play geti verið 78 milljarða virði

Kjarn­inn greindi frá því í gær­kvöldi að áform Play gerðu ráð fyrir því að innan þriggja ára verði félagið komið með tíu flug­vélar í rekstri og að verð­mið­inn á félag­inu, miðað við rekstr­­ar­hagnað fyrir fjár­­­magnsliði og afskriftir (EBIDT.) upp á 100 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, eða um 12,5 millj­­arða króna, geti numið um 630 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala, eða sem nemur um 78 millj­­örðum króna, í lok árs 2022. 

Til sam­an­­burðar er Icelandair, með verð­miða upp á 40,7 millj­­arða króna, miðað við verðið eins og það var við lokun mark­aða í gær.

Íslensk verð­bréf koma að því að fjár­­­magna það sem útaf stend­­ur, eins og fram kom á kynn­ing­­ar­fund­inum á þriðju­dag, en í máli Arn­­ars Más Magn­ús­­sonar for­­stjóra, kom fram að horft sé til þess að erlendir fjár­­­festar komi með 80 pró­­sent fjár­­­magns og 20 pró­­sent komi frá inn­­­lendum aðil­u­m. 

Arn­­­ar Már Magnússon er forstjóri Play. Auk hans verða þeir Sveinn Ingi Stein­þór­s­­­son, sem verður fjár­­­­­mála­­­stjóri, Bogi Guð­­­munds­­­son, sem mun halda utan um sölu-, markaðs- og lög­­­fræð­is­við­ið, og Þóróddur Ari Þór­odds­­­son, sem verður titlaður meiðeigandi, í stjórn­­enda­teymi félags­­ins. Þeir munu auk þess eiga stóran hlut í félaginu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar