Tveir af hverjum þremur landsmönnum telja að kvótakerfið ógni lýðræðinu

Á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er meirihluti fyrir því að telja kvótakerfið ekki ógn gegn lýðræðinu og gegn því að breyta kerfinu með lýðræðislegum aðferðum. Kjósendur allra annarra flokka er á öndverðri skoðun.

Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skera sig úr þegar kemur að afstöðu gagnvart kvótakerfinu. Bjarni Benediktsson er formaður þess fyrrnefnda og Sigurður Ingi Jóhannsson þess síðarnefnda.
Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skera sig úr þegar kemur að afstöðu gagnvart kvótakerfinu. Bjarni Benediktsson er formaður þess fyrrnefnda og Sigurður Ingi Jóhannsson þess síðarnefnda.
Auglýsing

Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að lýðræðinu á Íslandi standi ekki ógn af núverandi útfærslu kvótakerfisins. Alls segjast 77 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins og 67 prósent kjósenda Framsóknarflokksins vera á þeirra skoðun.

Þetta kemur fram í könnun sem MMR vann fyrir Öldu - félag um sjálfbærni og lýðræði, daganna 8. til 14. júlí síðastliðinn. Um var að ræða netkönnun sem 945 manns svöruðu. Úrtakið voru Íslendingar á aldrinum 18 ára og eldri og voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR, sem telur liðlega 18 þúsund manns sem valdir voru með með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. 

Kjósendur allra annarra flokka sem mælast með möguleika á því að komast inn á þing í komandi kosningum eru annarrar skoðunar, og heilt yfir telja 64 prósent landsmanna, næstum tveir af hverjum þremur, að núverandi útfærsla á kvótakerfinu ógni lýðræðinu.

Allir væntanlegir kjósendur Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins telja að kvótakerfið sé ógn við lýðræðið og 92 prósent kjósenda Samfylkingarinnar eru sama sinnis. Hjá kjósendum Pírata er sú skoðun gildandi á meðal 81 prósent aðspurðra og 79 prósent kjósenda Viðreisnar hafa hana. 

Á meðal stjórnarandstöðuflokka er kjósendur Miðflokksins minnst hræddir við lýðræðisógnina sem stafar af kvótakerfinu, en 62 prósent þeirra segja samt að lýðræðinu stafi ógn af því.

Kjósendur Vinstri grænna, þess flokks sem nú situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, telja líka að núverandi útfærslu kvótakerfisins sé ógn við lýðræðið, en 71 prósent þeirra segjast hafa þá skoðun.

Mun fleiri fylgjandi því að breyta kerfinu lýðræðislega en andvígir

Mun fleiri landsmenn, alls 56 prósent, eru fylgjandi því að á komandi kjörtímabili verði kvótakerfinu breytt með lýðræðislegum aðferðum, t.d. með slembivöldu borgaraþingi eða þjóðaratkvæðagreiðslu, en á andvígir (25 prósent).

Andstaðan við þá leið er mest á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks þar sem 57 prósent er andvíg slíkum aðferðum og einungis 25 prósent fylgjandi. Kjósendur Framsóknarflokksins eru sömuleiðis fleiri á móti slíkri aðferðarfræði við breytingar á kvótakerfinu (43 prósent) en fylgjandi (31 prósent).

Auglýsing
Meirihluti kjósenda allra annarra flokka sem mælast með möguleika á því að ná inn manni á þing í komandi kosningum eru fylgjandi því að breyta kvótakerfinu með lýðræðislegum aðferðum. Þar á meðal eru kjósendur Vinstri grænna, en 60 prósent þeirra eru fylgjandi slíkri aðferð á meðan að 24 prósent þeirra eru andvígir henni.

Í nýjustu kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar stærðfræðings, sem birt var fyrir helgi, mældist sameiginlegt fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þeirra tveggja flokka þar sem andstaðan við beitingu lýðræðislegra aðferða við breytingar á kvótakerfinu er mest, 34,9 prósent. Það þýðir að 65,1 prósent kjósenda styður aðra flokka.

Samherjar með sterka stöðu

Mikil samþjöppun hefur orðið innan kvótakerfisins á undanförnum árum sem leitt hefur til þess að eigendur örfárra sjávarútvegsfyrirtækja hafa efnast verulega. Ítök þeirra í ótengdum geirum hérlendis hafa samhliða vaxið hratt.

Miðað við síðasta birta lista Fiskistofu um þær aflaheimildir sem hvert fyrirtæki heldur á þá er Síldarvinnslan, ásamt dótturfélögum, í þriðja sæti yfir þær útgerðir sem ráða yfir mestum kvóta með 7,7 prósent hans. Miðað við það sem var greitt fyrir aflaheimildir Bergs ætti virði þess kvóta að vera um 92 milljarðar króna. Aflaheimildir Síldarvinnslunnar eru bókfærðar á um 30 milljarða króna. Tveir stærstu eigendur Síldarvinnslunnar eru Samherji og Kjálkanes.

Næst stærsta fyrirtækið á listanum yfir þær útgerðir sem erum með mestu aflahlutdeild í íslenskri efnahagslögsögu er einmitt Samherji. 

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, er með næst mesta afla­hlut­­deild í íslenskri efna­hags­lög­sögu allra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,3 pró­­sent. ­Út­­­gerð­­­­­­ar­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,7 pró­­­­­­sent kvót­ans. Samanlagt heldur Samherji því á níu prósent úthlutaðra veiðiheimilda. 

Gjögur, sem er í eigu sömu aðila og eiga Kjálkanes, heldur svo á 2,3 prósent af öllum úthlutuðum aflaheimildum, sem er 27,5 milljarða króna virði.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja.

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja, er með næst mesta afla­hlut­­deild í íslenskri efna­hags­lög­sögu allra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,3 pró­­sent. ­Út­­­gerð­­­­­­ar­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,7 pró­­­­­­sent kvót­ans. 

Samanlagt virði þessa kvóta sem Samherji heldur á, miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir, er um 107,6 milljarðar króna.

Þessir aðilar: Síldarvinnslan, Samherji og Gjögur, sem Samkeppniseftirlitið telur mögulegt að séu tengdir, halda því samtals á 19 prósent af öllum úthlutuðum kvóta. Markaðsvirði hans er um 227 milljarðar króna.

Nokkrar blokkir fyrirferðamiklar

Brim, sem er skráð á markað, er sú útgerð sem heldur beint á mestum kvóta, eða 10,41 prósent hans. Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem á 43,97 pró­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,57 pró­sent af öllum afla­heim­ild­um. Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, for­stjóra Brims.

Auglýsing
Til við­bótar heldur útgerð­ar­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 1,43 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög halda því á 15,51 prósent af úthlutuðum kvóta. Markaðsvirði hans er um 184,1 milljarðar króna miðað við síðustu viðskipti með kvóta.

Kaup­­­­fé­lag Skag­­­­firð­inga á FISK Seafood, sem heldur á 5,51 pró­­­­sent heild­­­­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­­­­sent í Vinnslu­­­­stöð­inni í Vest­­­­manna­eyjum sem er með 4,5 pró­sent heild­­­­ar­afla­hlut­­­­deild. Þá á Vinnslu­stöðin 48 pró­sent hlut í útgerð­ar­fé­lag­inu Hug­inn í Vest­manna­eyj­um, sem heldur á 0,8 pró­sent af útgefnum kvóta.

FISK á til við­bótar allt hlutafé í Soff­an­­­­ías Cecils­­­­son, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,27 pró­­­­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­­­­ar­kvóti þess­­­­ara þriggja rétt yfir ell­efu pró­sent, og er því undir 12 pró­­­­sent mark­inu þótt þeir yrðu skil­­­­greindir með öðrum hætti.

Markaðsvirði þess kvóta, miðað við síðustu gerðu viðskipti, er um 132,4 milljarðar króna.

Þessar þrjár blokkir, sú sem hverfist í kringum Samherja, sú sem hverfist í kringum Brim og sú sem hverfist í kringum útgerð Kaupfélags Skagfirðinga, heldur því samtals á 45,6 prósent af öllum úthlutuðum kvóta. Samanlagt markaðsvirði hans er um 544,8 milljarðar króna. 

Alls er 67,4 prósent alls úthlutaðs afla í höndum 15 útgerða sem margar hverjar tengjast innbyrðis.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent