Erla Björg tekur við af Þóri sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2

Þórir Guðmundsson hefur látið af störfum sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Við starfi hans tekur Erla Björg Gunnarsdóttir, sem verið hefur fréttastjóri Stöðvar 2.

Erla Björg Gunnarsdóttir er nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Erla Björg Gunnarsdóttir er nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Auglýsing

Erla Björg Gunn­ars­dóttir hefur verið ráðin rit­stjóri frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­ar. Hún tekur við starf­inu af Þóri Guð­munds­syni, sem hefur leitt frétta­stof­una í tæp fjögur ár. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu, þar sem Þóri er þakkað fyrir góð störf.

Frek­ari skipu­lags­breyt­ingar hafa verið gerðar hjá miðlum Sýn­ar, en Kol­beinn Tumi Daða­son sem hefur verið frétta­stjóri Vísis síð­ustu sjö ár, verður nú frétta­stjóri allra miðla frétta­stof­unn­ar.

Í til­kynn­ing­unni um þessar breyt­ingar er haft eftir Þór­halli Gunn­ars­syni fram­kvæmda­stjóra fjöl­miðla Stöðvar 2 og Voda­fone að mark­visst hafi verið unnið að því að sam­eina miðla frétta­stof­unnar að und­an­förnu og stefnan sé sett á að efla þá enn frek­ar.

Auglýsing

„Á frétta­stof­unni starfar ein­stakur hópur fag­fólks sem þau Erla Björg og Kol­beinn Tumi munu leiða. Þeirra hlut­verk er að móta áherslur og frétta­flutn­ing miðla okkar til fram­tíð­ar. Ég ber mikið traust til þeirra enda eru þau afburða frétta­menn og öfl­ugir stjórn­end­ur,“ er haft eftir Þór­halli í til­kynn­ing­unni.

Þórir Guðmundsson.

Hann seg­ist þakk­látur Þóri Guð­munds­syni „fyrir hans góða starf enda hefur hann leitt frétta­stof­una í tæp fjögur ár með sinni miklu reynslu og þekk­ingu“ og segir Þór­hallur að Þórir hafi sýnt styrk sinn þegar sú ákvörðun var tekin fyrr á þessu ári að setja kvöld­fréttir Stöðvar 2 í áskrift.

„Sú aðgerð heppn­að­ist ein­stak­lega vel með mik­illi fjölgun áskrif­enda og styrkti þannig rekst­ar­grund­völl frétta­stof­unn­ar,“ er haft eftir Þór­halli.

Kolbeinn Tumi Daðason verður fréttastjóri allra fjölmiðla Sýnar. Mynd: Aðsend

Erla Björg hefur verið frétta­maður Stöðvar 2 und­an­farin fimm ár og þar af frétta­stjóri í tvö ár. Að auki hefur hún verið umsjón­ar­maður frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins Komp­áss og hlaut blaða­manna­verð­laun í fyrra ásamt öðrum Komp­ásliðum fyrir við­tal árs­ins. Áður var Erla blaða­maður á Vísi og Frétta­blað­inu, var þar m.a. vakt­stjóri og umsjón­ar­maður helg­ar­blaðs­ins.

Hún segir að það sé „mik­ill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfl­uga hóp sem starfar á frétta­stof­unn­i“.

Kol­beinn Tumi hefur verið frétta­stjóri Vísis frá árinu 2014 en hafði starfað árin tvö á undan sem íþrótta­f­rétta­maður á Frétta­blað­inu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport.

„Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til áfram­hald­andi sam­starfs okkar Erlu. Á frétta­stof­unni vinnur harð­dug­legt, hug­mynda­ríkt og skemmti­legt fag­fólk með það að mark­miði hvern ein­asta dag að flytja fólk­inu í land­inu traustar frétt­ir. Á því verður engin breyt­ing,“ er haft eftir Kol­beini Tuma í til­kynn­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent