Erla Björg tekur við af Þóri sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2

Þórir Guðmundsson hefur látið af störfum sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Við starfi hans tekur Erla Björg Gunnarsdóttir, sem verið hefur fréttastjóri Stöðvar 2.

Erla Björg Gunnarsdóttir er nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Erla Björg Gunnarsdóttir er nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Auglýsing

Erla Björg Gunn­ars­dóttir hefur verið ráðin rit­stjóri frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unn­ar. Hún tekur við starf­inu af Þóri Guð­munds­syni, sem hefur leitt frétta­stof­una í tæp fjögur ár. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu, þar sem Þóri er þakkað fyrir góð störf.

Frek­ari skipu­lags­breyt­ingar hafa verið gerðar hjá miðlum Sýn­ar, en Kol­beinn Tumi Daða­son sem hefur verið frétta­stjóri Vísis síð­ustu sjö ár, verður nú frétta­stjóri allra miðla frétta­stof­unn­ar.

Í til­kynn­ing­unni um þessar breyt­ingar er haft eftir Þór­halli Gunn­ars­syni fram­kvæmda­stjóra fjöl­miðla Stöðvar 2 og Voda­fone að mark­visst hafi verið unnið að því að sam­eina miðla frétta­stof­unnar að und­an­förnu og stefnan sé sett á að efla þá enn frek­ar.

Auglýsing

„Á frétta­stof­unni starfar ein­stakur hópur fag­fólks sem þau Erla Björg og Kol­beinn Tumi munu leiða. Þeirra hlut­verk er að móta áherslur og frétta­flutn­ing miðla okkar til fram­tíð­ar. Ég ber mikið traust til þeirra enda eru þau afburða frétta­menn og öfl­ugir stjórn­end­ur,“ er haft eftir Þór­halli í til­kynn­ing­unni.

Þórir Guðmundsson.

Hann seg­ist þakk­látur Þóri Guð­munds­syni „fyrir hans góða starf enda hefur hann leitt frétta­stof­una í tæp fjögur ár með sinni miklu reynslu og þekk­ingu“ og segir Þór­hallur að Þórir hafi sýnt styrk sinn þegar sú ákvörðun var tekin fyrr á þessu ári að setja kvöld­fréttir Stöðvar 2 í áskrift.

„Sú aðgerð heppn­að­ist ein­stak­lega vel með mik­illi fjölgun áskrif­enda og styrkti þannig rekst­ar­grund­völl frétta­stof­unn­ar,“ er haft eftir Þór­halli.

Kolbeinn Tumi Daðason verður fréttastjóri allra fjölmiðla Sýnar. Mynd: Aðsend

Erla Björg hefur verið frétta­maður Stöðvar 2 und­an­farin fimm ár og þar af frétta­stjóri í tvö ár. Að auki hefur hún verið umsjón­ar­maður frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins Komp­áss og hlaut blaða­manna­verð­laun í fyrra ásamt öðrum Komp­ásliðum fyrir við­tal árs­ins. Áður var Erla blaða­maður á Vísi og Frétta­blað­inu, var þar m.a. vakt­stjóri og umsjón­ar­maður helg­ar­blaðs­ins.

Hún segir að það sé „mik­ill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfl­uga hóp sem starfar á frétta­stof­unn­i“.

Kol­beinn Tumi hefur verið frétta­stjóri Vísis frá árinu 2014 en hafði starfað árin tvö á undan sem íþrótta­f­rétta­maður á Frétta­blað­inu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport.

„Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til áfram­hald­andi sam­starfs okkar Erlu. Á frétta­stof­unni vinnur harð­dug­legt, hug­mynda­ríkt og skemmti­legt fag­fólk með það að mark­miði hvern ein­asta dag að flytja fólk­inu í land­inu traustar frétt­ir. Á því verður engin breyt­ing,“ er haft eftir Kol­beini Tuma í til­kynn­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent