Auglýsing

Árið 2018 var Sam­herja skipt upp í tvö félög: Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing. Skipt­ingin var nán­ast til helm­inga. Engin sér­stök skýr­ing var gefin á þess­ari aðgerð en innan íslenska stjórn­kerf­is­ins hafa verið uppi grun­semdir um að ástæð­una megi finna í því að Sam­herji vildi kom­ast hjá víð­tækri upp­lýs­inga­gjöf sem fylgir svo­kall­aðri rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrslu til rík­is­skatt­stjóra. Slíkri skýrslu þurfa fyr­ir­tæki að skila sem eru með veltu yfir ákveðnu, og mjög háu, við­mið­i. 

Í henni felst að veita þarf rík­is­skatt­stjóra upp­lýs­ingar um tekjur og skatta í öllum þeim ríkjum þar sem félög innan heild­ar­sam­stæð­unnar eiga heim­il­is­festi. Skýrslu sem ætti einnig inni­halda lýs­ingu á atvinnu­starf­semi heild­ar­sam­stæð­unnar í hverju ríki, auk upp­lýs­inga um hvert sam­stæðu­fé­laga og þá efna­hags­legu starf­semi sem félögin hafa með hönd­um. Meðal ann­ars á skatta­skjólum á borð við Kýpur eða í löndum á borð við Namib­íu. 

Sam­herji heldur því fram að sam­stæðan hafi ekki verið yfir umræddum við­mið­un­ar­mörkum en upp­skipt­ingin gull­tryggir það að frek­ari vöxtur hvorrar ein­ingar fyrir sig muni ekki fleyta henni þang­að. 

Tug millj­arða eign í eigu þjóðar færð milli kyn­slóða

Fyrr í þessum mán­uði greindu eig­endur Sam­herja svo frá því að þeir ætl­uðu að færa hlutafé í öðru félag­anna, Sam­herja hf., til barna sinna. Sá hluti heldur utan um starf­semi í íslenskum og fær­eyskum sjáv­ar­út­vegi auk ann­arra inn­lendra fjár­fest­inga­verk­efna, t.d. eign­ar­hlut í smá­söluris­anum Hög­um. 

Eig­end­urn­ir, fyrr­ver­andi hjónin Þor­steinn Már Bald­vins­son og Helga S. Guð­munds­dótt­ir, og Krist­ján Vil­helms­son, munu áfram halda á eign­ar­hlut sínum í Sam­herja Hold­ing. Þar eru dótt­ur­fé­lög sam­stæð­unnar í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagi á Ísland­i. Þar er til að mynda 27,06 pró­sent hlutur í Eim­skip.

Með þessu vildu stofn­endur Sam­herja „treysta og við­halda þeim mik­il­vægu fjöl­­skyld­u­­tengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið horn­­steinn í rekstr­in­um“.

Sá tæpi helm­ingur kon­ungs­rík­is­ins sem nú rennur til barna stofn­end­anna átti bók­fært eigið fé upp á um 60 millj­arða króna í lok árs 2018. Innan hans er, beint og óbeint, um 16,5 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta innan íslenskrar land­helgi. Auk þess er þar að finna fast­eign­ir, skip og hluta­bréf, svo fátt eitt sé talið. 

Auglýsing
Fyrir liggur þó að eignir Sam­herja hf. eru van­metn­ar. Virði þess kvóta sem félagið heldur á með beinum hætti er í bókum félags­ins met­inn á 20 millj­arða króna. Miðað við fram­reiknað mark­aðsvirði afla­heim­ild­anna er hann hins vegar 70 millj­arða króna virði. Því má ætla að raun­veru­legt virði þeirrar eignar sem verið er að færa börn­unum sé um 92 millj­arðar króna. 

Kemur okkur ekki við

Hvorki stjórn­endur Sam­herja né helstu eig­endur hafa verið fáan­legir til að útskýra yfir­færslu eign­anna frá for­eldrum til barna nema með óljósum hætt­i. 

Þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um hvernig fram­sal eign­anna ætti sér stað feng­ust þau svör að börnin myndu ann­ars vegar fá fyr­ir­fram­greiddan arf og hins vegar færi hún fram með sölu milli ótil­greindra félaga. Eng­inn vilji hefur verið til að svara fyr­ir­spurnum um hvert virði þess hlutar sem færður verður á milli kyn­slóða sé né hvernig til­færsl­unni var skipt milli fyr­ir­fram­greidds arfs og sölu. Það kemur okkur ein­fald­lega ekk­ert við hvernig þau færa á milli sín þjóð­ar­eign. 

Af fyr­ir­fram­greiddum arfi ber að greiða tíu pró­sent erfða­fjár­skatt af öllum arfs­hlut­an­um. Af sölu­hagn­aði hluta­bréfa ber að greiða fjár­magnstekju­skatt, sem er í dag 22 pró­sent. 

Skatt­greiðsl­urnar af þessum gjörn­ingi ættu því nokkuð aug­ljós­lega að hlaupa á millj­örðum króna. Fróð­legt verður að fylgj­ast með því hvort svo verði. Margt bendir til að svo verði ekki.

Að erfa eitt­hvað sem þú átt ekki

Það vakna upp margar spurn­ingar þegar svona athæfi á sér stað. Þarna er enda verið að færa eign frá þeim sem fengu hana til vörslu, til barna þeirra. Um er að ræða stærstu eigna­til­færslu milli kyn­slóða sem átt hefur sér stað í Íslands­sög­unni. Til­færslu á eign sem hvorki for­eldr­arnir né börnin eiga.

Í lögum um stjórn fisk­veiða segir nefni­lega í 1. grein að nytja­stofnar á Íslands­miðum séu sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar. Fyrir liggur að þverpóli­tískur vilji er til að setja inn sér­stakt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá Íslands til að skerpa end­an­lega á þessu.

Ákvæð­ið, sem stefnt er að því að sam­þykkja fyrir lok kjör­tíma­bils­ins og kjósa síðan inn í stjórn­ar­skrá á því næsta er eft­ir­far­andi: „Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Nýt­ing auð­linda skal grund­vall­ast á sjálf­bærri þró­un. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­ræði og ráð­stöf­un­ar­rétt þeirra í umboði þjóð­ar­inn­ar. Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­ar­eign eða eigu íslenska rík­is­ins skal grund­vall­ast á lögum og gæta skal jafn­ræðis og gagn­sæ­is. Með lögum skal kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyn­i.“

Sumir stjórn­mála­flokkar vilja eðli­lega ganga lengra, í ljósi þess hvernig vörslu­menn fisk­veiði­auð­lind­ar­innar hafa hagað sér frá því að kvóta­kerfið var sett á. Þar skiptir mestu að sér­stak­lega sé til­tekið að um tíma­bundna úthlutun afla­heim­ilda sé að ræða sem fyrir þyrfti að koma sann­gjarnt verð. Með því er til að mynda ekki hægt að færa afla­heim­ildir sem eign milli kyn­slóða. Stjórn­ar­flokk­arnir þrír hafa verið mót­fallnir þeirri breyt­ing­u.  

Skamm­vinn von um kerf­is­breyt­ingar

Það er auð­vitað skammar­legt, á svo margan hátt, að auð­linda­á­kvæði sé ekki fyrir löngu komið inn í stjórn­ar­skrá. Að það sé ekki fyrir löngu búið að grípa inn í þessa stöðu sem er uppi, og hefur tryggt litlum hópi ein­stak­linga algjört tak á íslensku sam­fé­lagi. Það tak birt­ist í áhrifum þeirra á íslensk stjórn­mál, áhrifum þeirra á hags­muna­gæslu­að­ila atvinnu­lífs­ins, kaupum þeirra á fjöl­miðl­um, stór­felldum fjár­fest­ingum á öðrum sviðum íslensks sam­fé­lags og almennum tudda­skap gagn­vart öllum sem voga sér að and­mæla þeim eða rann­saka, þótt til­efnið sé ærið. 

Í nóv­em­ber virt­ist um tíma ætla að verða þvinguð breyt­ing á þess­ari full­komnu und­ir­gefni gagn­vart þessum óform­legu ráð­endum Íslands. Það gerð­ist í kjöl­far þess að umfangs­mikil rann­sókn­ar­vinna nokk­urra fjöl­miðla, ásamt hug­uðum upp­ljóstr­ara, sýndu fram á meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­sniðu­göngu Sam­herja í tengslum við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. 

Auglýsing
Almennt óþol og reiði almenn­ings gagn­vart því hvernig gráð­ugir menn mis­not­uðu sér aðstæður til að níð­ast á fátækri þjóð leiddi af sér saka­mála­rann­sókn, tíma­bundnar afsagnir og raun­veru­lega þróun í þá átt að taka loks til í lagaum­hverfi sem heim­il­aði til dæmis for­eldrum og börnum að telj­ast ótengdir aðilar og taldi fyr­ir­tæki ekki tengd þótt sami maður væri for­stjóri eins þeirra en stjórn­ar­for­maður hins.

Loks­ins var lagt af stað í veg­ferð til að breyta lögum þannig að kvóta­þak yrði raun­veru­legt fyr­ir­bæri sem ekki væri hægt að snið­ganga að vild og jafn­vel, bara jafn­vel, að það væri að skap­ast eitt­hvað póli­tískt þor til að brjóta upp þetta fáveldi örfárra fjár­magns­eig­enda sem fram­sal kvóta hefur leitt af sér, og birt­ist í því að örfáir ein­stak­lingar eiga nokkur hund­ruð millj­arða króna, vegna þess að þeir fengu að nýta auð­lind í eigu þjóð­ar. Þess­ari veg­ferð virð­ist nú lok­ið. Hún var lík­lega aldrei annað en leik­rit til að þykj­ast vilja breyt­ing­ar, til að fela skýran vilja til að breyta eng­u. 

Í íslenska sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu ríkir öfug­snú­inn kap­ít­al­ismi. Í stað þess að ein­blínt sé á að hámarka arð­semi hlut­hafa, í þessu til­felli þjóð­ar­innar allr­ar, þá gengur allt út á að reyna að skila sem minnstu til þeirra. Þess í stað á sem mest að verða eftir hjá dag­legum stjórn­end­um, útgerð­ar­mönn­unum og fjöl­skyldum þeirra, með vel­þóknun meiri­hluta kjör­inna stjórn­ar­manna. Fyrir vikið eru vist­menn­irnir komnir langt með að taka yfir hæl­ið. 

Hversu ríkir þurfið þið að vera?

Þrátt fyrir að Sam­herji sé í lög­reglu­rann­sókn í að minnsta kosti þremur löndum þá hringja stjórn­mála­menn enn og spyrja hvernig stjórn­endur þess hafi það. Þrátt fyrir að skýr krafa þjóð­ar­innar um að eig­endur auð­lindar fái bróð­ur­part þess arðs sem fellur til vegna nýt­ingar hennar þá eru stjórn­mála­menn frekar upp­teknir við að draga úr skatt­greiðslum útgerð­ar­manna, nú síð­ast með því að afnema stimp­il­gjald af fiski­skip­um.

Þrátt fyrir að aug­ljós þörf sé á því að upp­færa lög­gjöf sem skil­greinir raun­veru­lega tengda aðila í sjáv­ar­út­vegi, og brýtur þannig upp þá gríð­ar­legu sam­þjöppun sem leyft hefur verið að verða, þá er sífellt reynt að þynna hana út og slá upp­færsl­unni á frest. Þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá frá því að raun­veru­legar afleið­ingar af fram­sali kvóta fóru að birtast, þá hefur það enn ekki verið afgreitt.

Á þessum vett­vangi, þann 26. febr­úar síð­ast­lið­inn, birt­ist eft­ir­far­andi efn­is­grein úr fram­sögu sem höf­undur flutti á fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi um gagn­sæi í grein­inni dag­inn áður: „Í nafni gagn­­sæis er fullt til­­efni, í fullri ein­lægni, að spyrja: Fyrir hvað eru stærstu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækin eig­in­­lega að und­ir­­búa sig með því að safna saman öllum þessu auði? Hversu stóran hluta atvinn­u­lífs er eðli­­legt að fólk úr einum geira, sem nýtir nátt­úru­auð­lindir í almanna­eigu, nái að sölsa undir sig? Hversu mikið þurfa menn að eiga til að verða sátt­ir?“

Fáveldið fest í sessi

Svarið blasir lík­lega við. Þetta snýst ekki lengur um pen­inga, heldur völd og áhrif. Hvorki for­eldrum né börnum end­ist enda ævin til að eyða öllum þeim fjár­munum sem eig­endur stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna hafa söðlað undir sig á und­an­förnum ára­tug­um.

Það verður aldrei til eitt­hvað sem er nóg. Það er ekki nóg, líkt og í til­felli Sam­herja, að halda á kvóta langt umfram anda lag­anna. Að fá að brjóta gegn reglum og almennum sam­fé­lags­við­miðum án þess að það hafi neinar sér­stakar afleið­ing­ar. Að stýra nær alfarið stærsta skipa­fé­lagi lands­ins í krafti rúm­lega fjórð­ungs eign­ar­hlutar og fá að losna undan yfir­töku­skyldu þar eftir pöntun án eft­ir­mála. Að vera ein­fald­lega með þorra eft­ir­lits­kerf­is­ins í land­inu í vas­an­um, þeim hinum sama og inni­heldur fjölda stjórn­mála­manna úr ýmsum flokk­um.

Það er ekki nóg að vera lík­lega að fá, í krafti rúm­lega fjög­urra pró­senta eign­ar­hlut­ar, stjórn­ar­for­mennsku í stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki lands­ins. Að hafa verið leið­andi í hópi sem keypti rót­gróin fjöl­miðil og beitti honum eins og dreka fyrir sig til að ná fram þröngum og arð­bærum sér­hags­munum sínum árum sam­an. Og það er ekki nóg að ein kyn­slóð hafi kom­ist upp með þetta allt sam­an. Nú þarf að láta þjóð­ar­eign erf­ast til þeirrar næstu svo veg­ferðin geti haldið áfram.

Kannski mun örla á seddu ef þessi hópur eign­ast líka flug­fé­lag og banka. En lík­lega ekki.

Mögu­leg vatna­skil ef vilji er til

Það er komið að ögur­stundu. Staðan er þannig í dag að við erum orðin hluti af þeirra olíg­ar­kíska fáveldi, í stað þess að útgerð­irnar séu hluti af okkar almanna­hags­muna­kerfi. Við erum til fyrir þær, ekki öfugt.

Hlut­irnir þurfa auð­vitað ekki að vera þannig. Þetta er ekki nátt­úru­lög­mál heldur mann­anna verk. Það þarf þor og dug til að stíga fram að breyta þeim. Það er hægt að breyta stjórn­ar­skrá til að tryggja án vafa að eini eign­ar­rétt­ur­inn á auð­lindum lands­ins liggi hjá þjóð­inni. Það er hægt að breyta lögum þannig að mun stærri hluti arð­ins af nýt­ingu þeirra lendi hjá eig­endum henn­ar. Það er hægt að breyta lögum þannig að hægt sé að vinda ofan af of mik­illi sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi, sem er úr öllu hófi. Það er hægt að setja á þrepa­skiptan erfða­fjár­skatt með það mark­miði að brjóta upp fáveldi, sem birt­ist meðal ann­ars í því að tíu pró­sent lands­manna eiga 60 pró­sent eigna, og draga úr þeirri aug­ljósu mis­skipt­ingu sem til­færsla á tugum millj­arða króna milli kyn­slóða hefur í för með sér. 

Um þessi grund­vall­ar­at­riði í íslenskri sam­fé­lags­gerð þurfa næstu kosn­ingar að snú­ast. Nýjar leik­regl­ur. Ætlum við að við­halda þessu kerfi sem hefur þurrkað út öll mörk milli stjórn­mála og við­skipta til að færa auð, völd og áhrif til fárra fyr­ir­ferð­ar­mik­illa ein­stak­linga, eða ætlum við að tryggja að raun­veru­lega vald­dreif­ingu og að auður af nýt­ingu nátt­úru­auð­linda lendi að uppi­stöðu hjá raun­veru­legum eig­endum sín­um?

Það verður að teikna upp skýra val­kost­i. Áður en að það verður ein­fald­lega um sein­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari