Auglýsing

Árið 2018 var Sam­herja skipt upp í tvö félög: Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing. Skipt­ingin var nán­ast til helm­inga. Engin sér­stök skýr­ing var gefin á þess­ari aðgerð en innan íslenska stjórn­kerf­is­ins hafa verið uppi grun­semdir um að ástæð­una megi finna í því að Sam­herji vildi kom­ast hjá víð­tækri upp­lýs­inga­gjöf sem fylgir svo­kall­aðri rík­i-­fyr­ir­-­ríki skýrslu til rík­is­skatt­stjóra. Slíkri skýrslu þurfa fyr­ir­tæki að skila sem eru með veltu yfir ákveðnu, og mjög háu, við­mið­i. 

Í henni felst að veita þarf rík­is­skatt­stjóra upp­lýs­ingar um tekjur og skatta í öllum þeim ríkjum þar sem félög innan heild­ar­sam­stæð­unnar eiga heim­il­is­festi. Skýrslu sem ætti einnig inni­halda lýs­ingu á atvinnu­starf­semi heild­ar­sam­stæð­unnar í hverju ríki, auk upp­lýs­inga um hvert sam­stæðu­fé­laga og þá efna­hags­legu starf­semi sem félögin hafa með hönd­um. Meðal ann­ars á skatta­skjólum á borð við Kýpur eða í löndum á borð við Namib­íu. 

Sam­herji heldur því fram að sam­stæðan hafi ekki verið yfir umræddum við­mið­un­ar­mörkum en upp­skipt­ingin gull­tryggir það að frek­ari vöxtur hvorrar ein­ingar fyrir sig muni ekki fleyta henni þang­að. 

Tug millj­arða eign í eigu þjóðar færð milli kyn­slóða

Fyrr í þessum mán­uði greindu eig­endur Sam­herja svo frá því að þeir ætl­uðu að færa hlutafé í öðru félag­anna, Sam­herja hf., til barna sinna. Sá hluti heldur utan um starf­semi í íslenskum og fær­eyskum sjáv­ar­út­vegi auk ann­arra inn­lendra fjár­fest­inga­verk­efna, t.d. eign­ar­hlut í smá­söluris­anum Hög­um. 

Eig­end­urn­ir, fyrr­ver­andi hjónin Þor­steinn Már Bald­vins­son og Helga S. Guð­munds­dótt­ir, og Krist­ján Vil­helms­son, munu áfram halda á eign­ar­hlut sínum í Sam­herja Hold­ing. Þar eru dótt­ur­fé­lög sam­stæð­unnar í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagi á Ísland­i. Þar er til að mynda 27,06 pró­sent hlutur í Eim­skip.

Með þessu vildu stofn­endur Sam­herja „treysta og við­halda þeim mik­il­vægu fjöl­­skyld­u­­tengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið horn­­steinn í rekstr­in­um“.

Sá tæpi helm­ingur kon­ungs­rík­is­ins sem nú rennur til barna stofn­end­anna átti bók­fært eigið fé upp á um 60 millj­arða króna í lok árs 2018. Innan hans er, beint og óbeint, um 16,5 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta innan íslenskrar land­helgi. Auk þess er þar að finna fast­eign­ir, skip og hluta­bréf, svo fátt eitt sé talið. 

Auglýsing
Fyrir liggur þó að eignir Sam­herja hf. eru van­metn­ar. Virði þess kvóta sem félagið heldur á með beinum hætti er í bókum félags­ins met­inn á 20 millj­arða króna. Miðað við fram­reiknað mark­aðsvirði afla­heim­ild­anna er hann hins vegar 70 millj­arða króna virði. Því má ætla að raun­veru­legt virði þeirrar eignar sem verið er að færa börn­unum sé um 92 millj­arðar króna. 

Kemur okkur ekki við

Hvorki stjórn­endur Sam­herja né helstu eig­endur hafa verið fáan­legir til að útskýra yfir­færslu eign­anna frá for­eldrum til barna nema með óljósum hætt­i. 

Þegar Kjarn­inn spurð­ist fyrir um hvernig fram­sal eign­anna ætti sér stað feng­ust þau svör að börnin myndu ann­ars vegar fá fyr­ir­fram­greiddan arf og hins vegar færi hún fram með sölu milli ótil­greindra félaga. Eng­inn vilji hefur verið til að svara fyr­ir­spurnum um hvert virði þess hlutar sem færður verður á milli kyn­slóða sé né hvernig til­færsl­unni var skipt milli fyr­ir­fram­greidds arfs og sölu. Það kemur okkur ein­fald­lega ekk­ert við hvernig þau færa á milli sín þjóð­ar­eign. 

Af fyr­ir­fram­greiddum arfi ber að greiða tíu pró­sent erfða­fjár­skatt af öllum arfs­hlut­an­um. Af sölu­hagn­aði hluta­bréfa ber að greiða fjár­magnstekju­skatt, sem er í dag 22 pró­sent. 

Skatt­greiðsl­urnar af þessum gjörn­ingi ættu því nokkuð aug­ljós­lega að hlaupa á millj­örðum króna. Fróð­legt verður að fylgj­ast með því hvort svo verði. Margt bendir til að svo verði ekki.

Að erfa eitt­hvað sem þú átt ekki

Það vakna upp margar spurn­ingar þegar svona athæfi á sér stað. Þarna er enda verið að færa eign frá þeim sem fengu hana til vörslu, til barna þeirra. Um er að ræða stærstu eigna­til­færslu milli kyn­slóða sem átt hefur sér stað í Íslands­sög­unni. Til­færslu á eign sem hvorki for­eldr­arnir né börnin eiga.

Í lögum um stjórn fisk­veiða segir nefni­lega í 1. grein að nytja­stofnar á Íslands­miðum séu sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar. Fyrir liggur að þverpóli­tískur vilji er til að setja inn sér­stakt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá Íslands til að skerpa end­an­lega á þessu.

Ákvæð­ið, sem stefnt er að því að sam­þykkja fyrir lok kjör­tíma­bils­ins og kjósa síðan inn í stjórn­ar­skrá á því næsta er eft­ir­far­andi: „Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Nýt­ing auð­linda skal grund­vall­ast á sjálf­bærri þró­un. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­ræði og ráð­stöf­un­ar­rétt þeirra í umboði þjóð­ar­inn­ar. Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­ar­eign eða eigu íslenska rík­is­ins skal grund­vall­ast á lögum og gæta skal jafn­ræðis og gagn­sæ­is. Með lögum skal kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyn­i.“

Sumir stjórn­mála­flokkar vilja eðli­lega ganga lengra, í ljósi þess hvernig vörslu­menn fisk­veiði­auð­lind­ar­innar hafa hagað sér frá því að kvóta­kerfið var sett á. Þar skiptir mestu að sér­stak­lega sé til­tekið að um tíma­bundna úthlutun afla­heim­ilda sé að ræða sem fyrir þyrfti að koma sann­gjarnt verð. Með því er til að mynda ekki hægt að færa afla­heim­ildir sem eign milli kyn­slóða. Stjórn­ar­flokk­arnir þrír hafa verið mót­fallnir þeirri breyt­ing­u.  

Skamm­vinn von um kerf­is­breyt­ingar

Það er auð­vitað skammar­legt, á svo margan hátt, að auð­linda­á­kvæði sé ekki fyrir löngu komið inn í stjórn­ar­skrá. Að það sé ekki fyrir löngu búið að grípa inn í þessa stöðu sem er uppi, og hefur tryggt litlum hópi ein­stak­linga algjört tak á íslensku sam­fé­lagi. Það tak birt­ist í áhrifum þeirra á íslensk stjórn­mál, áhrifum þeirra á hags­muna­gæslu­að­ila atvinnu­lífs­ins, kaupum þeirra á fjöl­miðl­um, stór­felldum fjár­fest­ingum á öðrum sviðum íslensks sam­fé­lags og almennum tudda­skap gagn­vart öllum sem voga sér að and­mæla þeim eða rann­saka, þótt til­efnið sé ærið. 

Í nóv­em­ber virt­ist um tíma ætla að verða þvinguð breyt­ing á þess­ari full­komnu und­ir­gefni gagn­vart þessum óform­legu ráð­endum Íslands. Það gerð­ist í kjöl­far þess að umfangs­mikil rann­sókn­ar­vinna nokk­urra fjöl­miðla, ásamt hug­uðum upp­ljóstr­ara, sýndu fram á meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­sniðu­göngu Sam­herja í tengslum við starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. 

Auglýsing
Almennt óþol og reiði almenn­ings gagn­vart því hvernig gráð­ugir menn mis­not­uðu sér aðstæður til að níð­ast á fátækri þjóð leiddi af sér saka­mála­rann­sókn, tíma­bundnar afsagnir og raun­veru­lega þróun í þá átt að taka loks til í lagaum­hverfi sem heim­il­aði til dæmis for­eldrum og börnum að telj­ast ótengdir aðilar og taldi fyr­ir­tæki ekki tengd þótt sami maður væri for­stjóri eins þeirra en stjórn­ar­for­maður hins.

Loks­ins var lagt af stað í veg­ferð til að breyta lögum þannig að kvóta­þak yrði raun­veru­legt fyr­ir­bæri sem ekki væri hægt að snið­ganga að vild og jafn­vel, bara jafn­vel, að það væri að skap­ast eitt­hvað póli­tískt þor til að brjóta upp þetta fáveldi örfárra fjár­magns­eig­enda sem fram­sal kvóta hefur leitt af sér, og birt­ist í því að örfáir ein­stak­lingar eiga nokkur hund­ruð millj­arða króna, vegna þess að þeir fengu að nýta auð­lind í eigu þjóð­ar. Þess­ari veg­ferð virð­ist nú lok­ið. Hún var lík­lega aldrei annað en leik­rit til að þykj­ast vilja breyt­ing­ar, til að fela skýran vilja til að breyta eng­u. 

Í íslenska sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu ríkir öfug­snú­inn kap­ít­al­ismi. Í stað þess að ein­blínt sé á að hámarka arð­semi hlut­hafa, í þessu til­felli þjóð­ar­innar allr­ar, þá gengur allt út á að reyna að skila sem minnstu til þeirra. Þess í stað á sem mest að verða eftir hjá dag­legum stjórn­end­um, útgerð­ar­mönn­unum og fjöl­skyldum þeirra, með vel­þóknun meiri­hluta kjör­inna stjórn­ar­manna. Fyrir vikið eru vist­menn­irnir komnir langt með að taka yfir hæl­ið. 

Hversu ríkir þurfið þið að vera?

Þrátt fyrir að Sam­herji sé í lög­reglu­rann­sókn í að minnsta kosti þremur löndum þá hringja stjórn­mála­menn enn og spyrja hvernig stjórn­endur þess hafi það. Þrátt fyrir að skýr krafa þjóð­ar­innar um að eig­endur auð­lindar fái bróð­ur­part þess arðs sem fellur til vegna nýt­ingar hennar þá eru stjórn­mála­menn frekar upp­teknir við að draga úr skatt­greiðslum útgerð­ar­manna, nú síð­ast með því að afnema stimp­il­gjald af fiski­skip­um.

Þrátt fyrir að aug­ljós þörf sé á því að upp­færa lög­gjöf sem skil­greinir raun­veru­lega tengda aðila í sjáv­ar­út­vegi, og brýtur þannig upp þá gríð­ar­legu sam­þjöppun sem leyft hefur verið að verða, þá er sífellt reynt að þynna hana út og slá upp­færsl­unni á frest. Þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá frá því að raun­veru­legar afleið­ingar af fram­sali kvóta fóru að birtast, þá hefur það enn ekki verið afgreitt.

Á þessum vett­vangi, þann 26. febr­úar síð­ast­lið­inn, birt­ist eft­ir­far­andi efn­is­grein úr fram­sögu sem höf­undur flutti á fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi um gagn­sæi í grein­inni dag­inn áður: „Í nafni gagn­­sæis er fullt til­­efni, í fullri ein­lægni, að spyrja: Fyrir hvað eru stærstu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækin eig­in­­lega að und­ir­­búa sig með því að safna saman öllum þessu auði? Hversu stóran hluta atvinn­u­lífs er eðli­­legt að fólk úr einum geira, sem nýtir nátt­úru­auð­lindir í almanna­eigu, nái að sölsa undir sig? Hversu mikið þurfa menn að eiga til að verða sátt­ir?“

Fáveldið fest í sessi

Svarið blasir lík­lega við. Þetta snýst ekki lengur um pen­inga, heldur völd og áhrif. Hvorki for­eldrum né börnum end­ist enda ævin til að eyða öllum þeim fjár­munum sem eig­endur stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna hafa söðlað undir sig á und­an­förnum ára­tug­um.

Það verður aldrei til eitt­hvað sem er nóg. Það er ekki nóg, líkt og í til­felli Sam­herja, að halda á kvóta langt umfram anda lag­anna. Að fá að brjóta gegn reglum og almennum sam­fé­lags­við­miðum án þess að það hafi neinar sér­stakar afleið­ing­ar. Að stýra nær alfarið stærsta skipa­fé­lagi lands­ins í krafti rúm­lega fjórð­ungs eign­ar­hlutar og fá að losna undan yfir­töku­skyldu þar eftir pöntun án eft­ir­mála. Að vera ein­fald­lega með þorra eft­ir­lits­kerf­is­ins í land­inu í vas­an­um, þeim hinum sama og inni­heldur fjölda stjórn­mála­manna úr ýmsum flokk­um.

Það er ekki nóg að vera lík­lega að fá, í krafti rúm­lega fjög­urra pró­senta eign­ar­hlut­ar, stjórn­ar­for­mennsku í stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki lands­ins. Að hafa verið leið­andi í hópi sem keypti rót­gróin fjöl­miðil og beitti honum eins og dreka fyrir sig til að ná fram þröngum og arð­bærum sér­hags­munum sínum árum sam­an. Og það er ekki nóg að ein kyn­slóð hafi kom­ist upp með þetta allt sam­an. Nú þarf að láta þjóð­ar­eign erf­ast til þeirrar næstu svo veg­ferðin geti haldið áfram.

Kannski mun örla á seddu ef þessi hópur eign­ast líka flug­fé­lag og banka. En lík­lega ekki.

Mögu­leg vatna­skil ef vilji er til

Það er komið að ögur­stundu. Staðan er þannig í dag að við erum orðin hluti af þeirra olíg­ar­kíska fáveldi, í stað þess að útgerð­irnar séu hluti af okkar almanna­hags­muna­kerfi. Við erum til fyrir þær, ekki öfugt.

Hlut­irnir þurfa auð­vitað ekki að vera þannig. Þetta er ekki nátt­úru­lög­mál heldur mann­anna verk. Það þarf þor og dug til að stíga fram að breyta þeim. Það er hægt að breyta stjórn­ar­skrá til að tryggja án vafa að eini eign­ar­rétt­ur­inn á auð­lindum lands­ins liggi hjá þjóð­inni. Það er hægt að breyta lögum þannig að mun stærri hluti arð­ins af nýt­ingu þeirra lendi hjá eig­endum henn­ar. Það er hægt að breyta lögum þannig að hægt sé að vinda ofan af of mik­illi sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi, sem er úr öllu hófi. Það er hægt að setja á þrepa­skiptan erfða­fjár­skatt með það mark­miði að brjóta upp fáveldi, sem birt­ist meðal ann­ars í því að tíu pró­sent lands­manna eiga 60 pró­sent eigna, og draga úr þeirri aug­ljósu mis­skipt­ingu sem til­færsla á tugum millj­arða króna milli kyn­slóða hefur í för með sér. 

Um þessi grund­vall­ar­at­riði í íslenskri sam­fé­lags­gerð þurfa næstu kosn­ingar að snú­ast. Nýjar leik­regl­ur. Ætlum við að við­halda þessu kerfi sem hefur þurrkað út öll mörk milli stjórn­mála og við­skipta til að færa auð, völd og áhrif til fárra fyr­ir­ferð­ar­mik­illa ein­stak­linga, eða ætlum við að tryggja að raun­veru­lega vald­dreif­ingu og að auður af nýt­ingu nátt­úru­auð­linda lendi að uppi­stöðu hjá raun­veru­legum eig­endum sín­um?

Það verður að teikna upp skýra val­kost­i. Áður en að það verður ein­fald­lega um sein­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari