Hvurs er hvað?

Úlfar Þormóðsson skrifar um framsal eigenda Samherja á eignum til barna sinna.

Auglýsing

Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði merka grein í Kjarnann þann 25. maí síðastliðinn, Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn. Tilefnið skrifanna er „framsal” eigenda Samherja til barna sinna á „84,5% hlutafjár félagsins með annars vegar erfðagerningi og hins vegar sölu milli félaga,” eins og Morgunblaðið orðaði gjörninginn 15. þessa mánaðar. 

Þar með hafa börnin eignast þær fiskveiðiheimildir sem Samherji hafði fengið úthlutað til skamms tíma. Grein Jóns er eftirtektarverð og ætti að lesast með allri athygli. 

Nefndur gjörningur eigenda Samherjamanna merkir að þeir líta svo á að þeir eigi veiðiheimildirnar sem þeim var úthlutað. Og að þeir geti framselt þær, gefið þær hverjum þeim sem þiggja vill. Þeir ákveða, í því fári sem þeir eru með sinn rekstur, að erfa börnin sín að veiðiheimildunum. Af klókindum velja þeir tímann til þess þegar þjóðin á við heilsuvá að glíma og mest öll umræða í fjölmiðlum og manna á milli snýst um heilbrigðismál. 

Auglýsing
Þeim sem vilja velta vöngum yfir því hvað rétt er eða rangt við gjörninginn skal aftur bent á áðurnefnda grein Jóns Baldvins. Lestur hennar vakti upp í mér þanka sem blundað hafði í nokkra daga. Og spursmál. Hér verða skildar eftir tvær spurningar. En upp af þeim kunna að spretta margar aðrar. 

Er það löglegur gjörningur að gefa það sem maður ekki á? Heimila einhver íslensk lög að móttekinn arfur sem greiddur hefur verið erfðafjárskattur af sé frá erfingjanum tekinn án fullra fébóta?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona eru líkur frambjóðenda á að komast á þing
Sitjandi þingmenn, og einn flokksformaður, eru í mikilli hættu á að missa þingsæti sitt í komandi kosningum. Mikil endurnýjun er í kortunum en alls 27 frambjóðendur sem sitja ekki á þingi eru líklegir til að ná þingsæti.
Kjarninn 16. september 2021
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar