Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla

Indriði H. Þorláksson segir að reynslan sýni að til lítils sé að höfða til nægjusemi eða samfélagslegrar ábyrgðar þegar um aura sé að tefla. Það sé eins og að bjóða sykurfíkli súkkulaðimola.

Auglýsing

Í grein í Kjarn­anum 6. maí sl., Veiran og við­brögðin, benti ég á að efna­hags­að­gerðir stjórn­valda í kór­ónu­krís­unni felist að veru­legu leyti í því að greiða lög­bundin launa­kostnað fyr­ir­tækja með almanna­fé. Í þessu leyn­ist í reynd eigna­til­færsla frá almenn­ingi til fyr­ir­tækja. Á þetta að nokkru við um svo­kall­aða hluta­bóta­leið en einkum um styrki til að greiða laun í upp­sagn­ar­fresti og styrk­veit­ingar í öðrum til­gangi. Til að koma í veg fyrir slíka eigna­til­færslu ætti að skil­yrða þessa styrki með end­ur­greiðslum sem tengja mætti afkomu eftir að kom­ist er í gegnum brim­skafl­inn eins og nú tíðkast að segja.

Frum­varp um stuðn­ing úr rík­is­sjóði vegna greiðslu hluta launa­kostn­aðar á upp­sagn­ar­fresti sem lagt hefur verið fram sýnir að áhyggjur um eigna­til­færslu voru ekki til­efn­is­laus­ar. Inn­tak frum­varps­ins er að færa 15 til 27 millj­arða úr vösum almenn­ings til eig­enda fyr­ir­tækja og fjár­magns. Það er að vísu látið líta svo út að þetta sé gert til að tryggja hag launa­fólks en það stenst ekki skoð­un. Það missir vinnu sína og fær ekki frek­ari bætur en verið hefði án þess­ara ráð­staf­ana.

Laun á upp­sagn­ar­fresti eru lög­vernduð krafa launa­manns­ins sem fyr­ir­tæk­inu ber að greiða. Sé það ógjald­fært og fari í þrot verða þessi laun for­gangskrafa sem greið­ist af eignum bús­ins á undan almennum kröf­um. Sé búið ekki fært um greiðsl­una fellur krafan á ábyrgð­ar­sjóð launa sem eign­ast þá kröfu á þrota­bú­ið. Með því að ríkið leggi fyr­ir­tæk­inu til fé til að greiða laun á upp­sagn­ar­frest­inum er launa­mað­ur­inn því ekki betur settur fjár­hags­lega en ella hefði ver­ið. Hann kann að fá laun sín greidd eitt­hvað fyrr en við því hefði mátt bregð­ast með öðrum hætti en að gefa fyr­ir­tæk­inu fé til að standa við skuld­bind­ingar sín­ar.

Þær krónur sem varið er í styrki til að greiða laun í upp­sagn­ar­fresti fara ekki í vasa laun­þeg­anna en hverra þá? Tvennt er til í því efni eftir því hvort þessi stuðn­ingur nægir til að bjarga fyr­ir­tæk­inu frá gjald­þroti eða ekki.

Auglýsing
Takist ekki sá góði ásetn­ingur að bjarga fyr­ir­tæk­inu og það verði gjald­þrota þrátt fyrir styrk­inn rennur hann inn í þrota­búið og verður sem honum nemur meira í því til skipt­anna en ella hefði ver­ið. Ólík­legt er að fyr­ir­tækið verði gjald­þrota nema tap hafi verið á rekstr­inum og því litlar líkur á að ríkið eign­ist kröfu á þrota­búið vegna “ótekju­færðs” stuðn­ings. Styrk­ur­inn rennur því til almennra kröfu­hafa í þrota­bú­ið, sem eru lík­lega að mestu lána­stofn­anir sem á und­an­förnum árum hafa verið hvatt til fjár­fest­inga og lán­töku.

Standi fyr­ir­tækið af sér storm­inn, sem von­andi verður svo í flestum til­vik­um, mun styrk­ur­inn koma fram í betri eig­in­fjár­stöðu þess eftir að veðrið læg­ir. Verð­mæti fyr­ir­tæk­is­ins er þá orðið því sem nemur styrknum hærra en ella hefði ver­ið. Styrk­ur­inn er gjöf úr rík­is­sjóði til eig­and­ans. 

Ákvæði frum­varps­ins um tekju­færslu stuðn­ings­ins á lík­lega að skilja sem sér­staka kvöð á fyr­ir­tækið en er það ekki í reynd. Sam­kvæmt gild­andi skatta­lög­unum væri styrk­ur­inn skatt­skyldar tekjur sem tekju­færa bæri á því ári sem hann er greiddur fyr­ir­tæk­inu og skattur eftir atvikum greiddur á því næsta. Einu áhrif ákvæð­is­ins eru að fresta tekju­færsl­unni og þar með skatt­greiðsl­unni í allt að 6 ár. Í stað meintrar kvaðar ákvæðið felur ákvæðið í sér íviln­andi skatt­frest­un. 

Þá eru ákvæði frum­varps­ins um hugs­an­lega end­ur­greiðslu styrks­ins til að losna undan skil­yrðum um arð­greiðslur o.fl. sér­stak­lega athygl­is­verð.  Styrk­hafa er boð­ið  að velja milli þess að halda styrknum og borga allt að 20% skatt af stofni þess með góðum gjald­fresti án vaxta og verð­bóta eða greiða greiða styrk­inn til baka með vöxtum og verð­bót­um. Ekki er lík­legt að það vefj­ist mjög fyrir slyngum við­skipta­mönnum hvor leiðin sé þeim hag­felld­ari, auk þess sem þeir eiga kost á ótal leiðum öðrum en arð­greiðslum til að ná fé út úr fyr­ir­tæk­inu velji þeir hana.

Af þeim upp­lýs­ingum sem birtar hafa verið um þau fyr­ir­tæki sem nýtt hafa hluta­bóta­leið­ina má ætla að hún hafi stundum verið notuð til að létta undir með starf­sem­inni af óljósu til­efni. Ástæða þess sem í enn rík­ara mæli á við um stuðn­ing vegna launa í upp­sagn­ar­fresti er að réttur til stuðn­ings­ins er ekki tengdur neinu mati á raun­veru­legri þörf. Er það öfugt við það sem ger­ist í opin­berum vel­ferð­ar­kerfum þar sem milli­færslur til ein­stak­linga eru jafnan byggðar á ein­hvers konar þarfa­grein­ingu sbr. líf­eyri almanna­trygg­inga, örorku­líf­eyri, barna­bæt­ur, vaxta­bætur og atvinnu­leys­is­bæt­ur. Sú regla virð­ist hins vegar ekki eiga að gilda um stuðn­ing við fyr­ir­tæki.

Þeir 27 millj­arðar króna sem áætlað er að stuðn­ingur þessi geti orðið munu ekki renna til laun­þeg­anna, þeir verða í stórum dráttum í sömu sporum eins og ekk­ert væri gert eða stuðn­ing­ur­inn væri í formi lána. Styrk­ur­inn munu að ein­hverju leyti renna til lán­ar­drottna gjald­þrota fyr­ir­tækja og hugs­an­lega að litlu leyti renna til baka til rík­is­sjóðs. Að lang­mestu leyti mun styrk­ur­inn hins vegar renna til fyr­ir­tækja sem ekki fara í gjald­þrot. Ein­hver þeirra bjarg­ast hugs­an­lega með þessum aðgerðum og er það vel en hefði einnig gerst með end­ur­krefj­an­legum stuðn­ingi. Hin eru lík­lega fleiri, stærri og betur fjár­mögnuð sem fá styrk­inn bein­línis sem gjöf frá almenn­ingi. Vegna skorts á vörnum gegn því má gera ráð fyrir að gjöfin endi að ein­hverju marki á reikn­ingum í skatta­skjól­um.

Unnt hefði verið að ná yfir­lýstu mark­miði lag­anna með öðrum hætti t.d. með íviln­andi lánum í stað styrkja eða öðrum áskiln­aði um end­ur­greiðslu í sam­ræmi við afkomu eða fram­legð fyr­ir­tækj­anna á næstu árum. Með því hefði mátt kom­ast hjá því að færa fé úr vösum almenn­ings til fyr­ir­tækja sem ekki þurfa á stuðn­ingi að halda þrátt fyrir að hafa orðið fyrir tíma­bundnu tekju­falli. Reynslan sýnir að til lít­ils er að höfða til nægju­semi eða sam­fé­lags­legrar ábyrgðar þegar um aura er að tefla. Það er eins og að bjóða syk­ur­fíkli súkkulaði­mola.

Höf­undur er hag­fræð­ing­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar