Flokkun fólks eftir málfari

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur fimmtándi pistillinn.

Auglýsing

15. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að líta ekki niður á fólk sem talar ekki „rétta“ íslensku og hreykja sér ekki af eigin mál­fari og mál­kunn­áttu.

Tungu­málið er áhrifa­mikið valda­tæki og hægt að mis­beita því á marg­vís­legan hátt til að gera lítið úr fólki. Það er vel þekkt að mál­far fólks sem talar ekki sam­kvæmt mál­staðl­inum hefur verið notað á þennan hátt: „Það verða til um það dómar í sam­fé­lag­inu hvað telst fag­urt eða ljótt. Og ein­stak­ling­arnir eru vegnir og metnir eftir mál­fari sínu. Sá sem notar vont mál er ófín­ni, heimskari, eða jafn­vel verri maður en sá sem notar gott mál. Sá sem er „ósýkt­ur“ af þágu­falls­sýki getur leyft sér að líta niður á þann sem er „þágu­falls­sjúk­ur“.“

Sjálft orð­ið, „þágu­falls­sýki“, er vit­an­lega mjög gild­is­hlaðið og í blöðum frá und­an­förnum ára­tugum má finna fjöl­mörg dæmi um ótrú­lega for­dóma gagn­vart fólki sem er haldið þess­ari „sýki“. Í blaði frá 1954 er t.d. hneyksl­ast á mál­fari og flutn­ingi útvarps­þáttar og klykkt út með því að segja: „Fyrir utan allt annað þjáð­ist flutn­ings­maður af magn­aðri þágu­falls­sýki. Svona manni ætti rík­is­út­varpið ekki að hleypa að, það er blátt áfram skað­legt máli og mennt.“ Svip­uðu máli gegndi um þá mál­breyt­ingu sem ýmist var kölluð „flá­mæli“ eða „hljóð­villa“ – sem eru vit­an­lega gild­is­hlaðin orð ekki síður en „þágu­falls­sýki“.

Íslensk mál­far­sum­ræðu hefur löngum verið þessu marki brennd – full for­dæm­ingar á mál­fari fólks, með gild­is­hlöðnum orðum eins og mál­villa, mál­lýti, mál­skemmd, mál­spjöll, mál­spill­ing, mál­firra, og fleiri í sama dúr. Fólk var sagt tala almúga­mál, götu­mál eða jafn­vel skríl­mál, vera málsóðar, þágu­fall­sjúkt, hljóð­villt, flá­mælt, gor­mælt, lat­mælt, og meintum hnökrum á mál­fari þess var líkt við lús í höfði, falskan söng og ill­gresi. Það kom jafn­vel fyrir að það væri notað gegn stjórn­mála­mönnum í póli­tískri umræðu að þeir væru „hljóð­villt­ir“. Iðu­lega voru hin for­dæmdu atriði tengd við leti, sein­færni í námi, greind­ar­skort – og Reykja­vík.

Auglýsing

Orð­bragðið sem var notað um fólk sem tók þátt í mál­fars­legri umræðu var engu betra. Fólk sem aðhyllt­ist meira frelsi í mál­farsefnum var kallað reiða­reks­menn, laus­ung­ar­sinnar og jafn­vel fimmta her­deild; en það var ekki heldur sak­laust af því að tala um and­stæð­inga sína sem mál­fars­fas­ista, mál­fars­löggur, mál­far­sperra, mál­vendi og mál­eig­endur, og segja þá stunda mál­veiru­fræði. Sem betur fer er þessi orð­ræða að mestu horfin úr dag­blöðum en hefur nú færst á netið og veður uppi á Face­book og í athuga­semda­dálkum vef­miðla.

Orð­ræða af þessu tagi er ólíð­andi og þeim sem við­hafa hana til minnk­un­ar. Hún er móðg­andi og sær­andi – í raun árás á það mál sem fólk hefur til­einkað sér á mál­töku­skeiði, árás á sjálfs­mynd þess. Og hún er sann­ar­lega ekki til þess fallin að efla íslensk­una því að hún gerir fólk óör­uggt og fælir það frá að nota málið – ýtir undir málótta. Iðu­lega virð­ist til­gang­ur­inn fremur vera að hreykja sér af eigin kunn­áttu en leið­beina öðr­um. En það er aldrei væn­legt til árang­urs að tala niður til fólks. Íslenska er nefni­lega alls konar eins og áður hefur verið lögð áhersla á – og á að vera það.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stytta af Leopold II í Brussel. Myndin var tekin þann 10. júní 2020.
Þræla- og framkvæmdakóngurinn
Í Tervuren skammt frá Brussel stendur glæsilegt hús. Innandyra má hinsvegar sjá átakanlega sögu um undirokun, þrældóm og grimmdarverk þjóðarleiðtoga sem einskis sveifst til að láta stórveldisdrauma sína rætast.
Kjarninn 5. júlí 2020
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit