Af ást til skipulagsmála

Borghildur Sölvey Sturludóttir segir að búa þurfi til skipulag af umhyggju, ekki af skuggavarpi, nýtingarhlutfalli, hæð húsa eða fjölda bílastæða!

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að vanda sig, marka för í rétta átt og stíga heilla­spor í líf­inu – því við verðum þau spor sem við stíg­um“ (Gunnar Her­sveinn, Heilla­spor, 2020).

Sam­fé­lag­ið, umhverfið okkar og hag­kerfið er í end­ur­skoð­un. „Að allt verði aftur eins og...“  er ekki endi­lega ákjós­an­legt. Landið okk­ar, jörð­in, umhverfið og sam­fé­lagið allt þarf að end­ur­ræsa sig með nýjum for­merkjum og áhersl­um. Kann að vera að þetta hljómi rót­tækt – en án kröft­ugrar hand­bremsu og innri skoð­unar er bara frekar grá og ömur­leg fram­tíð sem bíður kom­andi kyn­slóða. 

Sjálf er ég er alin upp af verk­taka sem tók að sér að byggja mis­læg gatna­mót, brýr, fjöl­býl­is­hús og til margra ára göngu­stíga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – hér var „stétta­bar­átt­an“ í allri sinni feg­urð. Ég er líka alin upp af grunn­skóla­kenn­ara sem frá tví­tugs­aldri hefur andað að sér og barist fyrir heimi fyrir börn, betri aðbún­aði, betri ramma og meira að segja betri fót­bolta­völl­um. Ég hélt alltaf að allan minn áhuga á skipu­lags­mál­um, bygg­ingum húsa og þak­deilum væri að sækja til pabba. Í dag sé ég betur og betur að það er ekki síst mann­elska mömmu sem knýr mig áfram. Að vilja vel fyrir fólk og mest börn – að búa til betri fram­tíð og ramma í kringum hana. 

Ég lærði nefni­lega nýtt orð um dag­inn, umhyggju­hag­kerfi – það hag­kerfi sem hefur haldið sam­fé­lag­inu gang­andi sl. mán­uði. Sem sam­fé­lag tókum við höndum saman og pössuðum hvert ann­að, gáfum það pláss sem þurfti til umönn­unar og stól­uðum á sam­heldni. Þarna er komið orðið sem vantar inn í skipu­lags­mál – að búa til skipu­lag af umhyggju, ekki af skugga­varpi, nýt­ing­ar­hlut­falli, hæð húsa eða fjölda bíla­stæða!

Skipu­lags­mál verða að taka mið af umhyggju fyrir umhverf­inu, nátt­úr­unni, fólki, efna­hag og börn­um, fram­tíð­inni. Okkur verður að bera gæfa til þess að okkar mann­gerða umhverfi geti fóstrað og alið upp börn. Aðgengi, sól, skjól og skap­andi umhverfi verður að vera útgangs­punktur í allri okkar hönn­un. 

Auglýsing
Á þessum tímum án for­dæma sést enn betur hve nauð­syn­legt það er að góðir leik­vell­ir, gróður og feg­urð umlyki okk­ur. Við þurfum að finna fyrir faðm­lag­i. 

Skipu­lag er og verður alltaf fyrst og síð­ast fjár­mál – nýt­ing­ar­hlut­fall og bygg­ing­ar­heim­ildir eru og verða eilífar um leið og deiliskipu­lags­til­laga er sam­þykkt. Það reynir því á að búa til „mann­eskju­hlut­fall“ og gæða­grein­ingar sem sam­svara íslenskum raun­veru­leika og breidd­argráðu. 

Nýlega hafa verið kynntar og verið til umfjöll­unar áætl­anir í Hamra­borg Kópa­vogi og í Hraunum Hafn­ar­firði. Báðar áætl­anir ríma vel við þétt­ing­ar­á­form, svo vel að varla sést til sólar né mikið um sól eða skjól þannig að fjöl­breytni og mann­líf mun dafna illa. Áætl­an­irnar eru góðar fyrir fjár­magn, og enn betri til að selja áfram, veð­setja og búa til meira fjár­magn. En þær eru ekki eins góðar fyrir fólk og enn verri fyrir börn og tré. Hér er lítið um jarð­teng­ingar þannig að góð og há tré eða gróður getur illa dafn­að. Bíll­inn mun hins­vegar kúra vel í mjög svo stórum bíla­kjöll­ur­um. Nær væri að skoða ódýr­ari lausnir, bíla­stæða­hús er alltaf hægt að umpóla síðar meir í hús fyrir fólk og þar er meira að segja hægt að hafa fjörugar jarð­hæðir og enn skemmti­legri þak­garða. Og í stað­inn fyrir rán­dýra bíla­kjall­ara þá þarf mögu­lega ekki að byggja eins mikið og margar hæðir sem þýðir að það er hægt að græða sól og búa til hús á skala sem hentar betur höf­uð­borg­ar­svæð­inu – ég veit... kreisí hug­mynd!

Það er bara svo mik­il­vægt að við vöndum okk­ur, að við nýtum rýmið vel núna þegar að við tökum á móti nýjum tíma. Sporin eru svo mik­il­væg, hvernig við­mót og hönnun er fram­borin fyrir fólk og sam­fé­lög. Borg­ar­línan og frek­ari fjöl­breytni í sam­göngu­formi er handan við horn­ið. Við vitum enn betur nú en áður hvað við þurfum á hvert öðru að halda, sem sam­fé­lag, sem vin­ir, sem fólk, af umhyggju. Gerum ekki bara eitt­hvað, gerum vel fyrir hvert annað og munum –  að fólk er flest á jörð­inni þó svo að fjár­magnið sé fast á 13. hæð, með nýt­ing­ar­hlut­fallið yfir 2 og tvö­faldan bíla­kjall­ara!

 „Börn kenna öðrum að það er vel þess virði að rækta undr­un, for­vitni og gleði“ (Gunnar Her­sveinn, Heilla­spor, 2020 ). Við þurfum á frek­ari umhyggju að halda í skipu­lagi bæja og borg­ar­inn­ar, frek­ari jarð­teng­ingu. Það ger­ist ekki með því að eyða tím­anum í bíla­kjöll­ur­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar