Af ást til skipulagsmála

Borghildur Sölvey Sturludóttir segir að búa þurfi til skipulag af umhyggju, ekki af skuggavarpi, nýtingarhlutfalli, hæð húsa eða fjölda bílastæða!

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að vanda sig, marka för í rétta átt og stíga heilla­spor í líf­inu – því við verðum þau spor sem við stíg­um“ (Gunnar Her­sveinn, Heilla­spor, 2020).

Sam­fé­lag­ið, umhverfið okkar og hag­kerfið er í end­ur­skoð­un. „Að allt verði aftur eins og...“  er ekki endi­lega ákjós­an­legt. Landið okk­ar, jörð­in, umhverfið og sam­fé­lagið allt þarf að end­ur­ræsa sig með nýjum for­merkjum og áhersl­um. Kann að vera að þetta hljómi rót­tækt – en án kröft­ugrar hand­bremsu og innri skoð­unar er bara frekar grá og ömur­leg fram­tíð sem bíður kom­andi kyn­slóða. 

Sjálf er ég er alin upp af verk­taka sem tók að sér að byggja mis­læg gatna­mót, brýr, fjöl­býl­is­hús og til margra ára göngu­stíga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – hér var „stétta­bar­átt­an“ í allri sinni feg­urð. Ég er líka alin upp af grunn­skóla­kenn­ara sem frá tví­tugs­aldri hefur andað að sér og barist fyrir heimi fyrir börn, betri aðbún­aði, betri ramma og meira að segja betri fót­bolta­völl­um. Ég hélt alltaf að allan minn áhuga á skipu­lags­mál­um, bygg­ingum húsa og þak­deilum væri að sækja til pabba. Í dag sé ég betur og betur að það er ekki síst mann­elska mömmu sem knýr mig áfram. Að vilja vel fyrir fólk og mest börn – að búa til betri fram­tíð og ramma í kringum hana. 

Ég lærði nefni­lega nýtt orð um dag­inn, umhyggju­hag­kerfi – það hag­kerfi sem hefur haldið sam­fé­lag­inu gang­andi sl. mán­uði. Sem sam­fé­lag tókum við höndum saman og pössuðum hvert ann­að, gáfum það pláss sem þurfti til umönn­unar og stól­uðum á sam­heldni. Þarna er komið orðið sem vantar inn í skipu­lags­mál – að búa til skipu­lag af umhyggju, ekki af skugga­varpi, nýt­ing­ar­hlut­falli, hæð húsa eða fjölda bíla­stæða!

Skipu­lags­mál verða að taka mið af umhyggju fyrir umhverf­inu, nátt­úr­unni, fólki, efna­hag og börn­um, fram­tíð­inni. Okkur verður að bera gæfa til þess að okkar mann­gerða umhverfi geti fóstrað og alið upp börn. Aðgengi, sól, skjól og skap­andi umhverfi verður að vera útgangs­punktur í allri okkar hönn­un. 

Auglýsing
Á þessum tímum án for­dæma sést enn betur hve nauð­syn­legt það er að góðir leik­vell­ir, gróður og feg­urð umlyki okk­ur. Við þurfum að finna fyrir faðm­lag­i. 

Skipu­lag er og verður alltaf fyrst og síð­ast fjár­mál – nýt­ing­ar­hlut­fall og bygg­ing­ar­heim­ildir eru og verða eilífar um leið og deiliskipu­lags­til­laga er sam­þykkt. Það reynir því á að búa til „mann­eskju­hlut­fall“ og gæða­grein­ingar sem sam­svara íslenskum raun­veru­leika og breidd­argráðu. 

Nýlega hafa verið kynntar og verið til umfjöll­unar áætl­anir í Hamra­borg Kópa­vogi og í Hraunum Hafn­ar­firði. Báðar áætl­anir ríma vel við þétt­ing­ar­á­form, svo vel að varla sést til sólar né mikið um sól eða skjól þannig að fjöl­breytni og mann­líf mun dafna illa. Áætl­an­irnar eru góðar fyrir fjár­magn, og enn betri til að selja áfram, veð­setja og búa til meira fjár­magn. En þær eru ekki eins góðar fyrir fólk og enn verri fyrir börn og tré. Hér er lítið um jarð­teng­ingar þannig að góð og há tré eða gróður getur illa dafn­að. Bíll­inn mun hins­vegar kúra vel í mjög svo stórum bíla­kjöll­ur­um. Nær væri að skoða ódýr­ari lausnir, bíla­stæða­hús er alltaf hægt að umpóla síðar meir í hús fyrir fólk og þar er meira að segja hægt að hafa fjörugar jarð­hæðir og enn skemmti­legri þak­garða. Og í stað­inn fyrir rán­dýra bíla­kjall­ara þá þarf mögu­lega ekki að byggja eins mikið og margar hæðir sem þýðir að það er hægt að græða sól og búa til hús á skala sem hentar betur höf­uð­borg­ar­svæð­inu – ég veit... kreisí hug­mynd!

Það er bara svo mik­il­vægt að við vöndum okk­ur, að við nýtum rýmið vel núna þegar að við tökum á móti nýjum tíma. Sporin eru svo mik­il­væg, hvernig við­mót og hönnun er fram­borin fyrir fólk og sam­fé­lög. Borg­ar­línan og frek­ari fjöl­breytni í sam­göngu­formi er handan við horn­ið. Við vitum enn betur nú en áður hvað við þurfum á hvert öðru að halda, sem sam­fé­lag, sem vin­ir, sem fólk, af umhyggju. Gerum ekki bara eitt­hvað, gerum vel fyrir hvert annað og munum –  að fólk er flest á jörð­inni þó svo að fjár­magnið sé fast á 13. hæð, með nýt­ing­ar­hlut­fallið yfir 2 og tvö­faldan bíla­kjall­ara!

 „Börn kenna öðrum að það er vel þess virði að rækta undr­un, for­vitni og gleði“ (Gunnar Her­sveinn, Heilla­spor, 2020 ). Við þurfum á frek­ari umhyggju að halda í skipu­lagi bæja og borg­ar­inn­ar, frek­ari jarð­teng­ingu. Það ger­ist ekki með því að eyða tím­anum í bíla­kjöll­ur­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar