Af ást til skipulagsmála

Borghildur Sölvey Sturludóttir segir að búa þurfi til skipulag af umhyggju, ekki af skuggavarpi, nýtingarhlutfalli, hæð húsa eða fjölda bílastæða!

Auglýsing

„Það er mik­il­vægt að vanda sig, marka för í rétta átt og stíga heilla­spor í líf­inu – því við verðum þau spor sem við stíg­um“ (Gunnar Her­sveinn, Heilla­spor, 2020).

Sam­fé­lag­ið, umhverfið okkar og hag­kerfið er í end­ur­skoð­un. „Að allt verði aftur eins og...“  er ekki endi­lega ákjós­an­legt. Landið okk­ar, jörð­in, umhverfið og sam­fé­lagið allt þarf að end­ur­ræsa sig með nýjum for­merkjum og áhersl­um. Kann að vera að þetta hljómi rót­tækt – en án kröft­ugrar hand­bremsu og innri skoð­unar er bara frekar grá og ömur­leg fram­tíð sem bíður kom­andi kyn­slóða. 

Sjálf er ég er alin upp af verk­taka sem tók að sér að byggja mis­læg gatna­mót, brýr, fjöl­býl­is­hús og til margra ára göngu­stíga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – hér var „stétta­bar­átt­an“ í allri sinni feg­urð. Ég er líka alin upp af grunn­skóla­kenn­ara sem frá tví­tugs­aldri hefur andað að sér og barist fyrir heimi fyrir börn, betri aðbún­aði, betri ramma og meira að segja betri fót­bolta­völl­um. Ég hélt alltaf að allan minn áhuga á skipu­lags­mál­um, bygg­ingum húsa og þak­deilum væri að sækja til pabba. Í dag sé ég betur og betur að það er ekki síst mann­elska mömmu sem knýr mig áfram. Að vilja vel fyrir fólk og mest börn – að búa til betri fram­tíð og ramma í kringum hana. 

Ég lærði nefni­lega nýtt orð um dag­inn, umhyggju­hag­kerfi – það hag­kerfi sem hefur haldið sam­fé­lag­inu gang­andi sl. mán­uði. Sem sam­fé­lag tókum við höndum saman og pössuðum hvert ann­að, gáfum það pláss sem þurfti til umönn­unar og stól­uðum á sam­heldni. Þarna er komið orðið sem vantar inn í skipu­lags­mál – að búa til skipu­lag af umhyggju, ekki af skugga­varpi, nýt­ing­ar­hlut­falli, hæð húsa eða fjölda bíla­stæða!

Skipu­lags­mál verða að taka mið af umhyggju fyrir umhverf­inu, nátt­úr­unni, fólki, efna­hag og börn­um, fram­tíð­inni. Okkur verður að bera gæfa til þess að okkar mann­gerða umhverfi geti fóstrað og alið upp börn. Aðgengi, sól, skjól og skap­andi umhverfi verður að vera útgangs­punktur í allri okkar hönn­un. 

Auglýsing
Á þessum tímum án for­dæma sést enn betur hve nauð­syn­legt það er að góðir leik­vell­ir, gróður og feg­urð umlyki okk­ur. Við þurfum að finna fyrir faðm­lag­i. 

Skipu­lag er og verður alltaf fyrst og síð­ast fjár­mál – nýt­ing­ar­hlut­fall og bygg­ing­ar­heim­ildir eru og verða eilífar um leið og deiliskipu­lags­til­laga er sam­þykkt. Það reynir því á að búa til „mann­eskju­hlut­fall“ og gæða­grein­ingar sem sam­svara íslenskum raun­veru­leika og breidd­argráðu. 

Nýlega hafa verið kynntar og verið til umfjöll­unar áætl­anir í Hamra­borg Kópa­vogi og í Hraunum Hafn­ar­firði. Báðar áætl­anir ríma vel við þétt­ing­ar­á­form, svo vel að varla sést til sólar né mikið um sól eða skjól þannig að fjöl­breytni og mann­líf mun dafna illa. Áætl­an­irnar eru góðar fyrir fjár­magn, og enn betri til að selja áfram, veð­setja og búa til meira fjár­magn. En þær eru ekki eins góðar fyrir fólk og enn verri fyrir börn og tré. Hér er lítið um jarð­teng­ingar þannig að góð og há tré eða gróður getur illa dafn­að. Bíll­inn mun hins­vegar kúra vel í mjög svo stórum bíla­kjöll­ur­um. Nær væri að skoða ódýr­ari lausnir, bíla­stæða­hús er alltaf hægt að umpóla síðar meir í hús fyrir fólk og þar er meira að segja hægt að hafa fjörugar jarð­hæðir og enn skemmti­legri þak­garða. Og í stað­inn fyrir rán­dýra bíla­kjall­ara þá þarf mögu­lega ekki að byggja eins mikið og margar hæðir sem þýðir að það er hægt að græða sól og búa til hús á skala sem hentar betur höf­uð­borg­ar­svæð­inu – ég veit... kreisí hug­mynd!

Það er bara svo mik­il­vægt að við vöndum okk­ur, að við nýtum rýmið vel núna þegar að við tökum á móti nýjum tíma. Sporin eru svo mik­il­væg, hvernig við­mót og hönnun er fram­borin fyrir fólk og sam­fé­lög. Borg­ar­línan og frek­ari fjöl­breytni í sam­göngu­formi er handan við horn­ið. Við vitum enn betur nú en áður hvað við þurfum á hvert öðru að halda, sem sam­fé­lag, sem vin­ir, sem fólk, af umhyggju. Gerum ekki bara eitt­hvað, gerum vel fyrir hvert annað og munum –  að fólk er flest á jörð­inni þó svo að fjár­magnið sé fast á 13. hæð, með nýt­ing­ar­hlut­fallið yfir 2 og tvö­faldan bíla­kjall­ara!

 „Börn kenna öðrum að það er vel þess virði að rækta undr­un, for­vitni og gleði“ (Gunnar Her­sveinn, Heilla­spor, 2020 ). Við þurfum á frek­ari umhyggju að halda í skipu­lagi bæja og borg­ar­inn­ar, frek­ari jarð­teng­ingu. Það ger­ist ekki með því að eyða tím­anum í bíla­kjöll­ur­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar