Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að stjórnarandstaðan þurfi þegar í stað að ráða í þjónustu sína færustu sérfræðinga til að endurheimta auðlindarrentu af nýtingu fiskistofna upp á hundruð milljarða króna á með lögformlegum hætti.

Auglýsing

Þegar ég spurði þau tíð­indi, að arð­ur­inn af þjóð­ar­auð­lind Íslend­inga væri orð­inn að skatt­frjálsu erfðafé og eyðslu­eyri afkom­enda tveggja ólíg­arka á Akur­eyri, var ég í miðjum klíðum að lesa bók, sem í ljósi þessa þjóð­ar­hneykslis, gæti reynst Íslend­ingum þörf lexía. Bókin heit­ir: „Ex­port­ing the Alaska Mod­el“, eftir banda­ríska pró­fess­ora, Widerquist og Howar­d. 

Hvers konar þjóð­fé­lag er það, þar sem arð­inum af þjóð­ar­auð­lind­inni er stolið um hábjartan dag í póli­tísku skjóli stjórn­valda, sem að nafn­inu til a.m.k. eiga að gæta þjóð­ar­auðs­ins og þar með almanna­hags­muna? Það er alla vega meira í ætt við Sádí-­Ar­abíu og Namibíu en Noreg – já, og reyndar Alaska. Ég ætla að byrja á því, ykkur til upp­lýs­ing­ar.

Árið 1956 – fyrir 64 árum – stað­festir fylk­is­þingið í Alaska stjórn­ar­skrár­breyt­ingu, sem kvað á um sam­eig­in­legt eign­ar­hald íbúa fylk­is­ins á öllu landi utan skil­greindra bújarða og á öllum nátt­úru­auð­lind­um.

Árið 1960 fund­ust mestu olíu­auð­lind­ir, sem til eru í Norð­ur­-Am­er­íku á landi í almanna­eign, þar sem heitir „Alaska North Slope“.

Árið 1976 ákvað rík­is­stjórnin að verja hluta af árlegum tekjum af olíu­vinnslu til að stofna fjár­fest­ing­ar­sjóð undir nafn­inu „Alaska Permanent Fund“ (AP­F).

Árið 1982  ákvað rík­is­stjórn­in, að hluti af árlegum tekjum sjóðs­ins skyldi renna í sjóð undir nafn­inu „Permanent Fund Dividend“ (PFD). Þessi sjóður gengur í dag­legu tali undir nafn­inu Alaska arð­ur­inn (Alaska Dividend).

Sam­kvæmt reglum sjóðs­ins fær sér­hver íbúi Alaska – karl­ar, konur og börn – árlegar arð­greiðslur fyrir eign­ar­hlut sinn í olíu­auð­lindum Alaska lögum sam­kvæmt. Upp­hæðin er breyti­leg frá ári til árs, sveifl­ast að mestu eftir heims­mark­aðs­verði á olíu. Á seinni árum hefur arð­greiðslan numið milli 1000 og 1500 doll­urum á mann, eða sam­tals fyrir fimm manna fjöl­skyldu frá 5000 til 7500 doll­ur­um. Þegar best lét nam þessi arð­greiðsla 3269 doll­urum á mann eða sam­tals 16.345 doll­urum á fimm manna fjöl­skyldu. Það er á núver­andi gengi ÍSK 2.343.382.65-

Alaska mód­elið

„The Alaska Permanent Fund“ (ATF) er þjóð­ar­sjóður (Sover­eign Wealth Fund), sem sam­kvæmt skil­grein­ingu til­heyrir íbúum við­kom­andi sam­fé­lags og er varið til fjár­fest­inga, sem gefa af sér vexti og arð. Árið 1982 ákvað fylk­is­stjórn­in, að hluti af þessum arði skyldi greiddur út árlega öllum íbúum fylk­is­ins. Sú póli­tíska ákvörðun á sér stoð í lögum fylk­is­þings­ins.

Margar þjóðir hafa stofnað til sam­bæri­legra „þjóð­ar­sjóða“. En fylk­is­stjórn Alaska er eini aðil­inn í heim­in­um, sem greiðir reglu­lega pen­inga­greiðslur úr sjóðnum til allra íbúa fylk­is­ins. Með þessum hætti hafa stjórn­völd fylk­is­ins valið þann kost að nýta auð­lindapóli­tík í þágu fram­fara­sinn­aðrar félags­mála­stefnu. Lyk­il­hug­myndin að baki þjóð­ar­sjóðnum á að tryggja, að íbúar fylk­is­ins njóti áfram arðs af auð­lind sinni, líka eftir að auð­lindin sjálf er þrot­in. Hin árlega arð­greiðsla er partur af hag­stjórn­inni með því að örva eft­ir­spurn, studda kaup­mætti, án þess að skapa nokk­urt skrif­finnsku­bákn. Allt kemur þetta að góðu haldi til að bregð­ast við áföll­um, eins og t.d. far­aldr­in­um, sem nú herjar á jarð­ar­bú­a. 

Auglýsing
Enn sem komið er á Alaska mód­elið engan sinn líka. Það sam­anstendur af þremur þátt­um: (1) Tekna er aflað með auð­linda­gjaldi (2) Auð­linda­gjaldið rennur í þjóð­ar­sjóð, sem er ávaxtaður með fjár­fest­ingum (3) Hluta af tekjum sjóðs­ins er síðan varið til greiðslu í pen­ingum til allra íbúa fylk­is­ins.

Rík­is­stjórnir hafa hingað til úthlutað þessum gæðum til einka­að­ila, ýmist frítt eða fyrir mála­mynda­gjald, eins og t.d. á Íslandi. Rétt­læt­ingin fyrir því á að vera, að þetta skapi atvinnu og komi þannig öðrum til góða. En það gengur ekki upp. Íbúar fátækra­hverf­anna í Jóhann­es­ar­borg eru engu bætt­ari þótt einka­að­ilar græði á dem­anta­námum S-Afr­íku. Íbúar Jakútíu fá ekk­ert í sinn hlut, þótt rúss­nesku ólíg­ar­k­arnir græði á tá og fingri á gull- og dem­anta­námum lands­ins. Ekki frekar en íbúar Colorado fá nokkuð í sinn hlut fyrir gull­námurnar í Den­ver.

Leigu­gjald en ekki skattur

Höf­undar „Alaska mód­els­ins“ leggja áherslu á, að auð­linda­gjöld fyrir nýt­ing­ar­rétt­inn á tak­mörk­uðum auð­lindum eru ekki skatt­ar. Auð­linda­gjöld geta hins vegar komið í stað­inn fyrir eða lækkað skatta. Þar að auki hafa auð­linda­gjöld þann kost að geta komið í veg fyrir ofnýt­ingu og rányrkju á auð­lind­um. Ef gjald­töku fyrir nýt­ingu auð­linda (þá erum við að tala um land, vatn, orku, skóga o.fl.) er skyn­sam­lega beitt, getur það verið þáttur í fram­sýnni verndun nátt­úru­auð­linda og umhverf­is. Það getur gefið fólki hvatn­ingu til að forð­ast neyslu afurða, sem byggja á rányrkju tak­mark­aðra auð­linda. Um þetta eiga því tals­menn vel­ferð­ar­rík­is­ins og umhverf­is­vernd­ar­sinnar að geta sam­ein­ast.

Það er sér­lega ámæl­is­vert, að mati höf­unda bók­ar­inn­ar, að rík­is­stjórnir skuli gefa ein­stak­lingum og fyr­ir­tækja­sam­steypum nýt­ing­ar­rétt á auð­lind­um, þega fyr­ir­tækin selja síðan afurð­irn­ar, sem fást við nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar, með ómældum hagn­aði. Það þarf að útrýma þeim mis­skiln­ingi, að auð­linda­gjöld séu skatt­ar. Auð­linda­gjöld eru gjald­taka fyrir nýt­ingu auð­linda, rétt eins og leiga er gjald­taka fyrir afnot af hús­næði. Sá sem borgar húsa­leigu er ekki þar með laus við skatta. Sá sem fær einka­rétt á nýt­ingu auð­lind­ar, úti­lokar þar með aðra. Þetta eru því for­rétt­indi. Og mikil fémæti. Það er bein­línis glæp­sam­legt, að stjórn­völd úthluti slíkum for­rétt­indum til að öðl­ast póli­tíska vild og haldi síðan vernd­ar­hendi yfir vild­ar­vinum sín­um. Þeir sem það gera, heita því með réttu þjófs­naut­ar.

Það er góðs viti, að útfærslan á Ala­skaarð­inum, sem Ala­ska­búar nú hafa reynslu af í tæp­lega 40 ár, hefur reynst vel í fram­kvæmd og skilað til­ætl­uðum árangri. Af þessu geta þjóð­ir, sem búa yfir ríku­legum auð­lind­um, mikið lært, að sögn höf­unda. Og taki nú hver til sín.

Auð­linda­stefna

Alþýðu­flokk­ur­inn var á sínum tíma eini íslenski stjórn­mála­flokk­ur­inn, sem hafði mótað sér heild­stæða auð­linda­stefnu. Allar auð­lindir innan íslenskrar lög­sögu – ekki bara í haf­inu og á hafs­botni – heldur líka land utan eign­ar­halds bújarða, vatn, orku­lind­ir, o.fl. skyldu vera að lögum sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Við, jafn­að­ar­menn, settum það að skil­yrði fyrir sam­þykkt afla­marks­kerf­is­ins, að nytja­stofnar innan lög­sög­unnar yrðu að lögum lýstir sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Við settum það að skil­yrði fyrir sam­þykkt fram­sals­réttar til að auka arð­semi grein­ar­inn­ar, að „tíma­bund­inn nýt­ing­ar­réttur skyldi aldrei mynda lögvar­inn eigna­rétt né bóta­kröfu á hendur rík­inu, þótt veiði­heim­ildir yrðu aft­ur­kall­að­ar“. Án þess­ara laga­á­kvæða, sem sett voru að okkar frum­kvæði, væri bar­áttan fyrir sam­eign þjóð­ar­innar á auð­lindum fyrir löngu töp­uð. 

Á þessum tíma (árið 1991) gátum við ekki kraf­ist þess, að auð­lind­ar­rentan rynni í rík­is­sjóð af þeirri ein­földu ástæðu, að sjáv­ar­út­veg­ur­inn var á þeim tíma sokk­inn í skuld­ir, þannig að auð­lind­ar­renta sem and­lag leigu­gjalds fyrir veiði­heim­ildir hafði ekki mynd­ast fyrr enn mörgum árum seinna (um og upp úr sein­ustu alda­mót­u­m). En á s.l. ára­tug hefur þessi auð­lind­ar­renta numið hund­ruðum millj­arða króna, eins og sýnt hefur verið fram á með ómót­mæl­an­legum rök­um. 

Við getum kallað það „Ís­lands­arð“. Eins og sýnt hefur verið fram á í þess­ari grein, hefur sam­bæri­legur „Ala­skaarð­ur“ á s.l. ára­tugum runnið til íbúa fylk­is­ins, ýmist í formi þjóð­ar­sjóðs eða í formi bein­greiðslna til íbúa fylk­is­ins. Eins og nýjasta Sam­herja­hneykslið sýnir hefur Íslands­arð­ur­inn runnið til fáeinna fjöl­skyldna – en ekki til eig­and­ans, þjóð­ar­inn­ar. Og þótt Íslands­arð­ur­inn hafi marg­faldað verð­mæti hluta­bréfa­eignar for­rétt­inda­að­als­ins skal hann samt sem áður vera að stórum hluta skatt­frjáls, í nafni laga um þjóð­ar­eign, sem samt sem áður hafa aldrei verið virt í fram­kvæmd. Hví­líkt sjú­sk! Stjórn­sýsla af þessu tagi er greini­lega að rúss­neskri fyr­ir­mynd. Núver­andi aðstoð­ar­for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, Chrystia Freeland, hefur skrifað um það heila bók undir heit­inu: „Þjófn­aður ald­ar­inn­ar“

Auglýsing
Það er komið að ögur­stundu. Það eru að verða sein­ustu for­vöð að grípa í taumana og stöðva þessa ósvinnu. Verði það ekki gert, er það stað­fest­ing þess, að hinn ofur­ríki for­rétt­inda­að­all hefur nú þegar náð slíkum helj­ar­tökum á íslensku þjóð­fé­lagi, að ekki verði aftur snú­ið. Ólíg­ar­k­arnir (rúss­neska yfir auð­linda­þjófa) ráða þegar lögum og lofum yfir heilu kjör­dæm­un­um, þannig að stjórn­mála­menn þora ekki lengur að rísa gegn ofur­valdi þeirra. Er það til­viljun að stofn­andi og burða­rás Vinstri Grænna og núver­andi for­maður Sam­fylk­ingar skila báðir auðu í þessu stærsta máli þjóð­ar­innar – báðir frá Norð­ur­lands­kjör­dæmi eystra? Það er vit­að, að ólíg­ar­k­arnir gera þegar út bæði Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokk­inn. Nú verður ein­fald­lega að láta á það reyna, hvort stjórn­ar­and­staðan er á þeirra valdi líka.

Hér duga engin vett­linga­tök leng­ur. Stjórn­ar­and­staðan ætti þegar í stað að koma sér saman um aðgerða­á­ætl­un, sem byggir á eft­ir­far­andi í meg­in­at­rið­um:

  1. Aft­ur­kalla allar fisk­veiði­heim­ildir í lok þessa fisk­veiði­ár­s. Þá reynir á laga­á­kvæði um, að aft­ur­köllun tíma­bund­inna veiði­heim­ilda myndar aldrei bóta­kröfu á rík­is­sjóð.
  2. Veiði­heim­ildir á öllum nytja­stofnum í íslenskri lög­sögu verði boðnar upp. Þegar í stað verði gerð vönduð grein­ing á reynslu Fær­ey­inga, að upp­boðs­mörk­uð­um. Ríkið mundi skil­greina lág­marks­verð veiði­heim­ilda. 
  3. Allar tekjur af sölu veiði­heim­ilda renni í þjóð­ar­sjóð (sbr. Ala­ska).
  4. End­ur­heimt auð­lind­arent­unn­ar.

Stjórn­ar­and­staðan þarf þegar í stað að ráða í þjón­ustu sína fær­ustu lög­fræð­inga/end­ur­skoð­end­ur, inn­lenda og/eða erlenda, til að leita ráða um, hvernig megi end­ur­heimta megnið af auð­lind­ar­rentu upp á hund­ruð millj­arða á s.l. ára­tug með lög­form­legum hætti í krafti þess, að lögvar­inn eigna­réttur þjóð­ar­innar á auð­lind­inni hefur ekki verið virtur í reynd. Til greina kemur „wind­fall-ga­ins tax“ (of­ur­gróða­skatt­ur) skv. for­dæmi Malasíu 1997 eða útfærsla á stór­eigna­skatti, sem beitt var eftir seinna stríð til að inn­heimta hluta stríðs­gróð­ans í rík­is­sjóð. 

Næstu kosn­ingar eiga að vera þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um þessa aðgerða­á­ætl­un.

Ef Alþingi Íslend­inga tekur ekki í taumana í þessu máli og kemur lögum yfir þjóð­ararðs­þjófn­að­inn, stað­festir það, að völdin í íslensku þjóð­fé­lagi hafa færst frá lög­gjaf­ar­vald­inu til for­rétt­inda­að­als, sem ræður orðið lögum og lofum í land­inu. Þá er bara eitt úrræði eft­ir: Að þjóðin end­ur­heimti þau völd, sem hún hefur verið rænd, reki heim þetta dáð­lausa þing og velji sér nýja menn til for­ystu – menn sem þora og standa við orð sín um vernd almanna­hags­muna.

Höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra og höf­undur bók­ar­innar Tæpitungu­laust: Lífs­skoðun jafn­að­ar­manns (HB Av 2019) þar sem ítar­legar er fjallað um auð­linda­stefnu jafn­að­ar­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar