Norskt flugfélag gagnrýnt fyrir að bjóða flugstjórum 900 þúsund krónur í grunnlaun

Flugfélagið Flyr, sem hyggst hefja starfsemi í lok mánaðarins, bauð flugstjórum 900 þúsund krónur í grunnlaun fyrr í vor. Einn flugstjóri kallaði tilboðið, sem er hærra en það sem flugstjórum hjá PLAY býðst, niðrandi.

flugvél
Auglýsing

Flugstjóri sem sótti um vinnu hjá nýja norska lággjaldaflugfélaginu Flyr sakar félagið um að hafa reynt að nýta sér slæma stöðu flugstarfsmanna í heimsfaraldrinum og bjóða þeim langtum lægri laun en annars. Flyr reyndi fyrst að bjóða flugstjórum hærri grunnlaun en eru í boði hjá PLAY, en hafa núna hækkað þau eftir að hafa gert kjarasamning við stéttarfélag flugmanna þar í landi.

Samkvæmt frétt NRK um málið fól upphaflega tilboð Flyr til flugstjóra með mikla reynslu í sér 750 þúsund norskar krónur í grunnlaun á ári. Þetta jafngildir 911 þúsund íslenskum krónum á mánuði. Samkvæmt kjarasamningi íslenska flugfélagsins PLAY við ÍFF fá flugstjórar í sama launaflokki 900 þúsund krónur á mánuði í grunnlaun. Kjarasamninginn á milli ÍFF og PLAY má nálgast með því að smella hér.

Launin sem Flyr bauð eru 40 prósent lægri en launin sem bjóðast flugstjórum með sömu reynslu hjá norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian, samkvæmt heimildum NRK.

Auglýsing

Flugfélagið varði sjálft eigið tilboð og sagði flugstjóra vel geta lifað eðlilegu lífi á þessum kjörum. Eðlilegt væri að fólk sem hefði unnið sig upp í önnur launaþrep í öðrum félögum fengi lægri laun þegar þeir sæktu um vinnu í nýju félagi. Þess utan segir félagið að flugmenn fái árangurstengda bónusa sem myndu bætast við grunnlaunin.

Flyr, sem var stofnað af Norðmanninum Erik G. Braathen, fyrrum forstjóra Braathens-flugfélagsins, stefnir á sína fyrstu flugferð þann 30. júní. Flugfélagið mun fljúga til Alicante, Malaga og Nice, auk fimm annarra áfangastaða í Noregi.

Thomas Ramdahl, markaðsstjóri Flyr, sagði heimsfaraldurinn hafa gert flugfélaginu kleift að lækka verðið á flugmiðunum sínum, þar sem flugvélar séu nú ódýrar og auðvelt sé að ráða inn starfsfólk. Í síðustu viku störfuðu um 60 manns hjá félaginu, en búist er við að þeir verði 350 talsins fyrir lok árs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent