Norskt flugfélag gagnrýnt fyrir að bjóða flugstjórum 900 þúsund krónur í grunnlaun

Flugfélagið Flyr, sem hyggst hefja starfsemi í lok mánaðarins, bauð flugstjórum 900 þúsund krónur í grunnlaun fyrr í vor. Einn flugstjóri kallaði tilboðið, sem er hærra en það sem flugstjórum hjá PLAY býðst, niðrandi.

flugvél
Auglýsing

Flug­stjóri sem sótti um vinnu hjá nýja norska lággjalda­flug­fé­lag­inu Flyr sakar félagið um að hafa reynt að nýta sér slæma stöðu flug­starfs­manna í heims­far­aldr­inum og bjóða þeim langtum lægri laun en ann­ars. Flyr reyndi fyrst að bjóða flug­stjórum hærri grunn­laun en eru í boði hjá PLAY, en hafa núna hækkað þau eftir að hafa gert kjara­samn­ing við stétt­ar­fé­lag flug­manna þar í landi.

Sam­kvæmt frétt NRK um málið fól upp­haf­lega til­boð Flyr til flug­stjóra með mikla reynslu í sér 750 þús­und norskar krónur í grunn­laun á ári. Þetta jafn­gildir 911 þús­und íslenskum krónum á mán­uði. Sam­kvæmt kjara­samn­ingi íslenska flug­fé­lags­ins PLAY við ÍFF fá flug­stjórar í sama launa­flokki 900 þús­und krónur á mán­uði í grunn­laun. Kjara­samn­ing­inn á milli ÍFF og PLAY má nálg­ast með því að smella hér.

Launin sem Flyr bauð eru 40 pró­sent lægri en launin sem bjóð­ast flug­stjórum með sömu reynslu hjá norska lággjalda­flug­fé­lag­inu Norweg­i­an, sam­kvæmt heim­ildum NRK.

Auglýsing

Flug­fé­lagið varði sjálft eigið til­boð og sagði flug­stjóra vel geta lifað eðli­legu lífi á þessum kjör­um. Eðli­legt væri að fólk sem hefði unnið sig upp í önnur launa­þrep í öðrum félögum fengi lægri laun þegar þeir sæktu um vinnu í nýju félagi. Þess utan segir félagið að flug­menn fái árang­urstengda bónusa sem myndu bæt­ast við grunn­laun­in.

Flyr, sem var stofnað af Norð­mann­inum Erik G. Braathen, fyrrum for­stjóra Braathens-flug­fé­lags­ins, stefnir á sína fyrstu flug­ferð þann 30. júní. Flug­fé­lagið mun fljúga til Alican­te, Malaga og Nice, auk fimm ann­arra áfanga­staða í Nor­egi.

Thomas Ramda­hl, mark­aðs­stjóri Flyr, sagði heims­far­ald­ur­inn hafa gert flug­fé­lag­inu kleift að lækka verðið á flug­mið­unum sín­um, þar sem flug­vélar séu nú ódýrar og auð­velt sé að ráða inn starfs­fólk. Í síð­ustu viku störf­uðu um 60 manns hjá félag­inu, en búist er við að þeir verði 350 tals­ins fyrir lok árs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent