Framkvæmd „illkvittnu“ laganna að hefjast: Fyrsta vélin á áætlun í kvöld

Í kvöld hefur flugvél sig á loft frá Bretlandi. Um borð verður fólk sem þangað flúði í leit að betra lífi og á að baki hættuför um Ermarsundið. En stjórnvöld vilja sem minnst með þessar manneskjur hafa og ætla að senda þær úr landi. Áfangastaður: Rúanda.

Stöðvið flugið, stendur á skilti sem mótmælendur brottflutnings fólks til Rúanda héldu á lofti í London í gær.
Stöðvið flugið, stendur á skilti sem mótmælendur brottflutnings fólks til Rúanda héldu á lofti í London í gær.
Auglýsing

Þetta er skelfi­legur gjörn­ing­ur, sagði Karl Breta­prins um síð­ustu helgi. Þar var hann að tala um ákvörðun stjórn­valda að flytja fólk sem leitar hælis á Bret­landseyjum til Rúanda. Þar á fólkið að dvelja á meðan hæl­is­um­sóknir þess eru afgreidd­ar. Og ef það fær hæli mun það samt sem áður ekki snúa aftur til Bret­lands.

Fyrsta flug­vélin með hæl­is­leit­endur mun sam­kvæmt áætlun hefja sig til flugs í kvöld. Reynt hefur verið að fá lög­bann á þennan gjörn­ing en von um slíkt virð­ist nú úti. For­sæt­is­ráð­herr­ann Boris John­son var spurður í gær kvöld að Karl prins hefði á röngu að standa. Svar­ið: „Það sem ég held að við ættum ekki að gera er að styðja við áfram­hald­andi starf­semi glæpa­gengja.“

Þar var hann að vísa til þess sem stjórn­völd hafa sagt helstu ástæðu þess að flytja hæl­is­leit­endur úr landi með þessum hætti, að það séu glæpa­gengi sem hvetja til hættu­legra ferða­laga frá Frakk­landi til Bret­lands, á vafasömum smá­kænum yfir Ermar­sund­ið.

Auglýsing

Um borð í vél­inni í kvöld verður m.a. fólk frá Írak og Sýr­landi. Einnig fólk sem flúið hefur Íran. Að auki verða um borð hæl­is­leit­endur frá Albaníu og fleiri lönd­um. Mögu­lega munu ein­hverjir draga umsóknir sínar um vernd til baka. Snúa frekar aftur til heima­lands­ins. Eða freista þess að fá hæli í öðrum Evr­ópu­lönd­um.

Það er enn mögu­legt að vélin fari hvergi. Að flug­inu verði að minnsta kosti frestað. Vegna tafa sem orðið hafa í kjöl­far þess að margir hæl­is­leit­endur reyndu að fá ákvörðun um flutn­ing til Rúanda hnekkt kann að vera að fátt yrði um borð í vél­inni ef af ferð­inni yrði. Kannski yrðu aðeins um tíu manns fluttir í kvöld, segir heim­ild­ar­maður Guar­dian hjá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Vísa til laga um nútíma þræla­hald

Þótt dóm­stólar hafi frá því á föstu­dag vísað hverri áfrýjun nið­ur­stöðu stjórn­valda um brott­flutn­ing frá halda málin áfram að streyma inn á þeirra borð. Í dag verða að minnsta kosti þrjár teknar fyr­ir.

Lög­fræð­ingar sem tekið hafa mál fólks sem vísa á úr landi með þessum hætti að sér bera m.a. fyrir sig lögum um nútíma þræla­hald.

Írani sem upp­lýsti um mann­rétt­inda­brot í heima­landi sínu og flúði þaðan átti að vera um borð í vél­inni í kvöld. En hann fékk þau tíð­indi frá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um helg­ina, að því er segir í Guar­di­an, að flutn­ingi hans til Rúanda hefði verið frestað. „Ég er ennþá mjög áhyggju­fullur um fram­hald­ið,“ segir hann.

Um sextíu milljónir manna voru á vergangi innan heimalanda sinna árið 2021, m.a. vegna stríðsátaka og annarra hamfara. Milljónir flúðu til annarra ríkja. Mynd: EPA.

Fólkið sem leggur í hættu­för­ina á smá­bátum frá Frakk­landi yfir Ermar­sund til Bret­lands er flest frá Íran, Írak og Sýr­landi. Um 28 þús­und manns komu þessa leið til Bret­lands í fyrra. Að minnsta kosti 44 drukkn­uðu á leið­inni, þar af 27 í einu og sama slys­inu. Flestir hæl­is­leit­end­urnir eru ungir karl­menn á aldr­inum 18-39 ára.

„Frá árinu 2015 hefur Bret­land boðið yfir 185 þús­und mönn­um, konum og börn­um, skjól, fleirum en nokkuð annað land í Evr­ópu,“ sagði Boris John­son nýver­ið. Bret­land er þó langt í frá eft­ir­sókn­ar­verð­asti áfanga­staður fólks á flótta í álf­unni. Í fyrra sóttu tæp­lega 130 þús­und manns um hæli í Þýska­landi. Frakk­land fylgdi þar á eftir en rétt rúm­lega 44 þús­und manns sóttu um hæli í Bret­landi.

Full­trúar skoska þjóð­ar­flokks­ins hafa gagn­rýnt ákvörðun stjórnar John­son harð­lega. Þau segja aðgerð­irnar til þess gerðar að mylja undan sátt­mála þjóða um flótta­fólk.

Og fleiri hafa tekið í sama streng.

„Fólk sem er að flýja stríð, átök og ofsóknir á skilið sam­úð. Það á ekki að fara með það eins og vör­ur, flytja það til útlanda til úrvinnslu.“ Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna, UNCHR, hefur verið mjög harð­orð í við­brögðum sínum við þvi að stjórn­völd í Bret­landi ætli að senda fólk sem leitar þar alþjóð­legrar verndar inn í miðja Afr­íku. Stofn­unin leggst alfarið gegn þeim fyr­ir­ætl­unum að flytja út – útvista ef svo má segja – skyldum gagn­vart hæl­is­leit­end­um. „Að leita hælis eru mann­rétt­ind­i.“

Boris Johnson hefur varið ákvörðun stjórnvalda um að flytja hælisleitendur til Rúanda með kjafti og klóm. Mynd: EPA

John­son hefur hins vegar sagt að það sé „sið­ferð­is­lega rétt“ að flytja þær þús­undir hæl­is­leit­enda sem koma til Bret­landseyja yfir Ermar­sund­ið, oft á litlum skektum og stefna lífi sínu og sinna með þeim hætti í voða, með flugi til Rúanda – í um 6.500 kíló­metra fjar­lægð.

„Ég held að við séum komin með fram­úr­skar­andi stefnu í því að reyna að stöðva drukknun fólks á hafi úti,“ hefur John­son m.a. sagt og undr­ast alla þá gagn­rýni sem áætl­an­irnar hafa feng­ið. „Ég held að það sé sið­ferð­is­lega rétt að stoppa glæpa­gengi í því að mis­nota fólk og senda það ofan í vota gröf. Ég held að þetta sé skyn­sam­leg, hug­rökk og frum­leg stefna.“

Að senda fólk sem leitar hælis til ann­arra landa „til úrvinnslu“ er þó alls ekki frum­leg stefna. Hún hefur áður verið reynd og það með slæmum árangri. Frum­leik­inn er heldur ekki meiri en svo að í fyrra ákváðu dönsk stjórn­völd að fara nákvæm­lega sömu leið: Senda hæl­is­leit­endur sem þangað leita bein­ustu leið til Rúanda.

Auglýsing

Erki­bisk­up­arnir af Kant­ara­borg og York eru í hópi þeirra sem for­dæmt hafa fyr­i­r­á­ætl­an­irnar og segja það að senda hæl­is­leit­endur „aðra leið­ina“ í burtu ekki stand­ast kristið sið­ferði.

Priti Patel, inn­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands skrif­aði undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um málið við stjórn­völd í Rúanda í vet­ur, sam­komu­lag sem sagt er munu kosta 120 millj­ónir punda, um 20 millj­arða íslenskra króna.

Þing­menn Verka­manna­flokks­ins greiddu atkvæði gegn breyt­ingum á lögum sem myndu heim­ila flutn­ing hæl­is­leit­enda til ann­ars lands. Sögðu þeir frum­varpið „ófull­nægj­andi og ill­kvitt­ið“.

Mann­rétt­inda­sam­tökin Freedom House sögðu í skýrslu sinni árið 2020 að flótta­fólk frá Aust­ur-­Kongó og Búrúndí væri útsett fyrir kyn­ferð­is­legri mis­notkun og ofbeldi í Rúanda auk þess sem það hefði verið þvingað til að ganga í vopn­aðar sveitir í land­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent