Bændasamtökin vilja takmarka niðurfellingu tolla á úkraínskar vörur

Evrópusambandið og Bretland hafa fellt niður tolla á allar vörur frá Úkraínu til þess að styðja við ríkið og fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra um hið sama. Bændasamtökin vilja þrengja frumvarpið og hafa áhyggjur af auknum innflutningi þaðan.

Bændasamtökin vilja að frumvarp fjármálaráðherra um tollaniðurfellingar til handa Úkraínu verði þrengt.
Bændasamtökin vilja að frumvarp fjármálaráðherra um tollaniðurfellingar til handa Úkraínu verði þrengt.
Auglýsing

Bænda­sam­tök Íslands hafa áhyggjur af því að auk­inn inn­flutn­ingur á land­bún­að­ar­vörum frá Úkra­ínu geti haft nei­kvæð áhrif á íslenskan land­bún­að, sem glími í dag við erf­iða stöðu sökum gríð­ar­legra hækk­ana á aðföng­um.

Þetta kemur fram í umsögn sam­tak­anna við frum­varp Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem fjallar um að fella skuli niður tolla af öllum vörum sem eru að öllu leyti upp­runnar í Úkra­ínu fram til 31. maí árið 2023.

Um er að ræða frum­varp sem er sprottið fram af því að Úkra­ína fór þess á leit við EFTA-­ríkin að bæta toll­fríð­indi rík­is­ins, sökum þess að inn­rás Rússa hefur leitt til þess að lok­ast hefur verið fyrir útflutn­ing frá Úkra­ínu um hafnir í Svarta­hafi.

Bæði Evr­ópu­sam­bandið og Bret­land hafa þegar afnumið alla tolla á úkra­ínskar vörur og nú ætlar Ísland að gera hið sama.

Inn­flutn­ingur á mjólk­ur­dufti helst tal­inn lík­legur

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kemur fram að ef frum­varpið verði að lögum geti það leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands land­bún­að­ar­vörur frá Úkra­ínu í meiri mæli en nú er, sem gæti haft nei­kvæð áhrif á verð og/eða fram­boð íslenskra land­bún­að­ar­vara.

„Þar ber einkum að nefna mjólk­ur­duft en mögu­legt er að af slíkum inn­flutn­ingi geti orð­ið. Ekki er talið lík­legt að flutt verði inn kjúklinga­kjöt eða egg þar sem flutn­ings­vega­lengd er mik­il. Af sömu ástæðum er ekki lík­legt að fluttar yrðu inn unnar kjöt­vör­ur, þótt ekki sé hægt að úti­loka slíkt,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varp­inu.

Auglýsing

Bænda­sam­tökin segj­ast taka undir þessi „varn­að­ar­orð“ sem frum­varps­ins og leggja til að tolla­nið­ur­fell­ingar til handa Úkra­ínu verði tak­mark­aðar frá því sem frum­varpið leggur fram. Þannig leggja sam­tökin til að nið­ur­fell­ing tolla „nái ein­göngu til þeirra land­bún­að­ar­af­urða sem að jafn­aði hafa verið fluttar inn frá Úkra­ínu“ og að þeir flokkar verði skil­greindir með nákvæmum hætti í frum­varp­inu.

Einnig leggja Bænda­sam­tökin til að magn land­bún­að­ar­af­urða sem flytja má inn toll­frjálst verði skil­greint, þannig að mögu­leg stærð­argráða inn­flutn­ings liggi ljós fyr­ir. Þá vilja sam­tökin að „tryggt verði í hví­vetna“ að heil­brigðis­kröfum sem gerðar eru til inn­flutn­ings mat­væla frá löndum utan ESB verði fylgt.

Vilja að Ísland beiti sér fyrir vopna­hléi

Í umsögn Bænda­sam­tak­anna er því einnig komið á fram­færi að það sé „af­staða Bænda­sam­taka Íslands að lausn á vanda Úkra­ínu felist í því að bund­inn verði endir á stríðs­á­tökin sem þar geisa“ og því eigi Ísland eigi að beita sér á alþjóða­vett­vangi fyrir því að gert verði vopna­hlé eða með öðrum hætti bund­inn endi á stríðs­á­tök­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent