Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá

Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, í samráði við fulltrúa allra annarra flokka sem sæti eiga á Alþingi, hefur ákveðið að fela Félagsvísindastofnun HÍ að kanna viðhorf Íslendinga til stjórnarskrárinnar og endurskoðunar hennar.

Í frétt á vef Stjórnarráðs Íslands vegna þessa segir að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar hafi komið fram að ríkisstjórnin vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs og á könnunin að vera liður í því. „Meginmarkmiðið með viðhorfskönnuninni er að draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar, að kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram á undanförnum árum að breytingum á stjórnarskrá lýðveldisins og kortleggja sýn almennings á þau viðfangsefni stjórnarskrárendurskoðunar sem tekin eru fyrir á þessu kjörtímabili.“

Auglýsing
Gögn úr könnuninni eiga einnig að nýtast í tengslum við rökræðukönnun sem haldin verður 9. og 10. nóvember 2019 um afmörkuð atriði stjórnarskrárendurskoðunarinnar.

Þjóðaratkvæði árið 2012

Þann 20. októ­ber 2012 var kosið um til­lögur stjórn­laga­ráðs um nýja stjórn­ar­skrá. Um var að ræða alls sex spurn­ingar en sú fyrsta var hvort við­kom­andi vildi að til­lögur stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá.

Alls sögðu 64,2 pró­sent þeirra sem greiddu atkvæði já við þeirri spurn­ingu. Kjör­sókn var 49 pró­sent. Þrátt fyrir þetta hefur ný stjórnarskrá ekki tekið gildi, tæplega sjö árum síðar.Þögul mótmæli áttu sér stað við þingsetningu í fyrra vegna þess að ný stjórnarskrá, sem kosið var um 2012, hefur ekki verið innleidd. Mynd: Bára Huld Beck.

Í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar sem birt var þann 30. nóv­em­ber 2017 segir að rík­is­stjórnin vilji halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og að nefnd um málið muni hefja störf í upp­hafi nýs þings. „Rík­is­stjórnin vill halda áfram heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar í þverpóli­tísku sam­starfi með aðkomu þjóð­ar­innar og nýta meðal ann­ars til þess aðferðir almenn­ings­sam­ráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upp­hafi nýs þings og leggur rík­is­stjórnin áherslu á að sam­staða náist um feril vinn­unn­ar.“

Í febr­­úar 2018 skip­aði for­­sæt­is­ráð­herra nefnd um stjórn­­­ar­­skrár­­mál sem skipuð er öllum for­­mönnum þing­­flokk­anna. Mark­mið nefnd­­ar­innar er að leggj­­ast í heild­­ar­end­­ur­­skoðun á stjórn­­­ar­­skránni.

Auglýsing
Þann 23. febr­­úar hitt­ust allir for­­menn þing­­flokk­ana á fyrsta for­m­­lega fund­inum um stjórn­­­ar­­skrár­­mál. Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra fyrir hönd Vinstri Grænna, Inga Sæland fyrir Flokk fólks­ins, Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn, Berg­þór Óla­­son fyrir hönd Mið­­flokk­inn vegna for­­falla Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, Helgi Hrafn Gunn­­ar­s­­son fyrir Pírata en hann tók setu á þessum fundum fyrir hönd Pírata en engin for­­maður hjá þeim. Logi Ein­­ar­s­­son fyrir Sam­­fylk­ing­una, Bjarni Bene­dikts­­son fyrir Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn og Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dóttir fyrir Við­reisn.

Bjarni telur ekki þörf á heildarendurskoðun

Á sjö­unda fundi nefnd­­ar­inn­ar, þann 8. októ­ber 2018 til­kynnti Bjarni Benediktsson nefnd­inni að hann vildi láta færa til bókar að hann telji þess ekki þörf að end­­ur­­skoða stjórn­­­ar­­skránna í heild sinni heldur vinna á­fram með helstu ákvæði, auð­lind­ir, umhverfi, þjóð­ar­at­kvæði og fram­sals­á­kvæði. I fundargerð fundarins er haft eftir Bjarna að hann beri „samt virð­ingu fyrir að menn sjái þetta með mis­mun­andi hætti en hann telji að hóp­ur­inn sé kom­inn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða.“Bjarni Benediktsson telur ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrá Íslands. Mynd: Bára Huld Beck.

Vinna nefndarinnar hefur þó haldið áfram og Katrín sagði það síðast í Kastljósi í gær að hún bindi vonir við að það muni takast að endurskoða hluta stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili svo að hægt verði að samþykkja þær breytingar í byrjun þess næsta. Hún bindi einnig vonir við að heildarendurskoðun nái að eiga sér stað á næstu tveimur kjörtímabilum.

Fyrstu skrefin í þessa átt voru stigin í maí síðastliðnum þegar tvö frumvörp voru sett inn samráðsgátt stjórnvalda sem varða breyt­ingar á stjórn­ar­skránni. Ann­ars vegar er um að ræða frum­varp um umhverf­is­vernd og hins vegar frum­varp um auð­lindir í nátt­úru Íslands. Frum­vörpin verða til umsagnar til 30. júní, og getur fólk skilað athuga­semdum fyrir þann tíma.

Í frum­varp­inu þar sem fjallað er um auð­lindir í nátt­úru Íslands, er lögð til breyt­ing sem er orðuð svo: „Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Nýt­ing auð­linda skal grund­vall­ast á sjálf­bærri þró­un.  Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­ræði og ráð­stöf­un­ar­rétt þeirra í umboði þjóð­ar­inn­ar. Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­ar­eign eða eigu íslenska rík­is­ins skal grund­vall­ast á lögum og gæta skal jafn­ræðis og gagn­sæ­is. Með lögum skal kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyn­i.“

Meirihluti fylgjandi nýrri stjórnarskrá

Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er fylgjandi því að Íslendingar fá nýja stjórn­ar­skrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Í könn­un MMR sem fram­kvæmd var dag­ana 18. til 22. októ­ber 2018 kom fram að 34 pró­sent aðspurðra töldu það vera mjög mik­il­vægt að lands­menn fái nýja stjórn­ar­skrá, 18 pró­sent kváðu það frekar mik­il­vægt, 19 pró­sent hvorki mik­il­vægt né lít­il­vægt, 11 pró­sent frekar lít­il­vægt og 18 pró­sent mjög lít­il­vægt. Því töldu 52 prósent landsmanna það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá en 29 prósent að það væri lítilvægt.

Auglýsing
Konur reynd­ust lík­legri til að segja end­ur­nýjun stjórn­ar­skrár mik­il­væga, eða 56 pró­sent, heldur en karl­ar, 49 pró­sent.

Hlut­fall þeirra sem kváðu breyt­ingar á stjórn­ar­skrá mjög mik­il­vægar fór vax­andi með auknum aldri en 41 pró­sent þeirra 68 ára og eldri sagði mjög mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá, sam­an­borið við 28 pró­sent þeirra 18 til 29 ára.

Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, eða 54 pró­sent, voru lík­legri en þeir búsettir á lands­byggð­inni, 48 pró­sent, til að telja stjórn­ar­skrár­breyt­ingar mik­il­væg­ar.

Stuðn­ings­fólk Pírata (90 pró­sent), Flokks fólks­ins (85 pró­sent) og Sam­fylk­ingar (83 pró­sent) reynd­ist lík­leg­ast til að segja það mik­il­vægt að lands­menn fái nýja stjórn­ar­skrá á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili en stuðn­ings­fólk Sjálf­stæð­is­flokks (66 pró­sent), Mið­flokks (60 pró­sent) og Fram­sókn­ar­flokks (41 pró­sent) reynd­ist lík­leg­ast til að segja það lít­il­vægt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar