Fasteignamarkaður á tímamótum

Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.

Hús
Auglýsing

Að teknu til­liti til verð­bólgu hefur fast­eigna­verð lítið sem ekk­ert hækkað á und­an­förnum 12 mán­uð­um. Vísi­tala íbúða­verðs hefur hækkað um 3,8 pró­sent, en verð­bólga á árs­grund­velli mælist nú 3,6 pró­sent. 

Vaxta­lækkun vinnur á móti

Það sem helst getur unnið gegn veru­legri kólnun í þróun fast­eigna­verðs, frá því sem verið hefur raunin á und­an­förnum þremur árum, er vaxta­lækkun á mark­aði. Flestir við­mæl­enda Kjarn­ans gera ráð fyrir að Seðla­banki Íslands lækki vexti enn frekar á næst­unni, til að vinna á móti sam­drætti í efna­hags­líf­inu, eftir fall WOW air í mars og einnig veru­lega íþyngj­andi áhrif af kyrr­setn­ingu á 737 Max vélum frá Boeing sem eru hluti af flota Icelanda­ir. 

Kyrrsetning á 737 Max vélum Boeing, eftir hörmuleg flugslys þar sem 346 létust, hefur haft víðtæk áhrif víða um heim. Þar með talið á Íslandi, en dregið hefur úr sætaframboði til landsins, meðal annars vegna kyrrsetningar á 737 Max vélunum, samkvæmt tilkynningum frá Icelandair.

Auglýsing

Ferða­þjón­ustan finnur fyrir þessu og áhrif­anna gætir vítt og breitt í efna­hags­líf­inu. Minni eft­ir­spurn í ferða­þjón­ustu dregur einnig úr eft­ir­spurn á fast­eigna­mark­aði, en útleiga á íbúðum til ferða­manna hefur verið veru­lega umfangs­mikil á und­an­förnum árum, ekki síst mið­svæðis í Reykja­vík.

Spá Hag­stofu Íslands gerir ráð fyrir 0,2 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, sam­an­borið við 4,6 pró­sent hag­vöxt í fyrra. Ekk­ert annað land í Evr­ópu er að upp­lifa við­líka við­snún­ing til hins verra í lands­fram­leiðslu. 

Í fyrra urðu til um 6.500 ný störf, en þeim fjölg­aði frá upp­hafi úr 201 þús­und í 207 og fimm hund­ruð, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands um yfir­lit yfir fjölda fólks á vinnu­mark­að­i. 

Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti á þessu ári. Meg­in­vextir Seðla­bank­ans eru núna 4 pró­sent, verð­bólga 3,6 pró­sent, en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent.

Stærsti eigna­mark­að­ur­inn

Fast­eigna­mark­að­ur­inn er stærsti eigna­mark­að­ur­inn í hag­kerf­inu, en sé horft til fast­eigna­matsÞróun íbúðaverðs, eftir stærst. Heimild: ÍLS. fyrir 2020 þá hækk­aði það um 6,1 pró­sent milli ára og var sam­tals rúm­lega 9 þús­und millj­arðar króna. 

Þar af nemur fast­eigna­mat íbúða í land­inu 6.594 millj­örð­um, og nemur hækk­unin 6 pró­sentum frá fast­eigna­mati fyrir 2019.  

Spár fyrir horfur á fast­eigna­mark­aði hafa verið nokkuð mis­vísandi und­an­farin miss­eri. Grein­ing­ar­deild Arion banka spáði raun­verðs­lækkun á fast­eigna­mark­aði, í upp­hafi þessa árs, og hefur sú verið raun­in, þegar horft er til þró­unar á síð­ustu sex mán­uðum að teknu til­liti til verð­bólg­u. 

Á und­an­förnum sex mán­uðum hefur vísi­tala íbúða­verðs hækkað um 0,7 pró­sent en verð­bólga hefur hald­ist yfir þrjú pró­sent á sama tíma. 

Er góður tími til að kaupa eða selja?

Fast­eigna­við­skipti eru jafnan stærstu við­skipti venju­legra fjöl­skyldna. Kaup á fast­eignum eru því lang­tíma­fjár­fest­ing­ar, oft­ast nær, og ekki ein­ungis horft til tíma­bund­inna verð­sveiflna þegar fast­eigna­við­skipti eiga sér stað, hvort sem um er að ræða sölur eða kaup. 

Eins og horf­urnar eru þessi miss­erin þá standa líkur til þess að kaup­máttur launa hjá fólki muni að með­al­tali ekki aukast mikið á næstu miss­er­um. 

Frekar mun launa­þró­unin standa í stað, en á móti kemur geta vextir farið lækk­andi, sem hjálpar til við að halda greiðslu­byrði lána í skefj­um. Fram­boð eigna á mark­aði er að aukast hratt, einkum litlar og með­al­stórar íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og á það bæði við um eignir til leigu og kaups.

Airbnb hefur verið verulega umfangsmikið í því að bjóða íbúðir til leigu í borgum, víða um heim. Reykjavík hefur verið vinsæll staður þegar kemur að útleigu íbúða til ferðamanna, í gegnum Airbnb.

Um 84 pró­sent íbúða­við­skipta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í apr­íl, voru undir ásettu verði íbúða, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem fram komu mán­að­ar­skýrslu Íbúð­ar­lána­sjóðs. Um 10 pró­sent seld­ust á hærra verð­i. 

Þetta er nokkrar breyt­ingar frá því sem var áður en fyrir ári síðan fóru 69 pró­sent eigna á undir ásettu verði og 17 pró­sent seld­ust á yfir­verði.

Á því mikla hækk­un­ar­tíma­bili á fast­eigna­mark­aði, sem stóð sem hæst á árunum 2013 til og með 2018, þá var hækk­unin mest á vor­mán­uðum 2017, 23,5 pró­sent.

Vincent Tan
Greiðir 6,7 milljarða fyrir hlutinn í Icelandair Hotels
Berjaya Land Berhad, sem stofnað var af milljarðamæringnum Vincent Tan, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum.
Kjarninn 17. júlí 2019
Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar