Fasteignamarkaður á tímamótum

Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.

Hús
Auglýsing

Að teknu til­liti til verð­bólgu hefur fast­eigna­verð lítið sem ekk­ert hækkað á und­an­förnum 12 mán­uð­um. Vísi­tala íbúða­verðs hefur hækkað um 3,8 pró­sent, en verð­bólga á árs­grund­velli mælist nú 3,6 pró­sent. 

Vaxta­lækkun vinnur á móti

Það sem helst getur unnið gegn veru­legri kólnun í þróun fast­eigna­verðs, frá því sem verið hefur raunin á und­an­förnum þremur árum, er vaxta­lækkun á mark­aði. Flestir við­mæl­enda Kjarn­ans gera ráð fyrir að Seðla­banki Íslands lækki vexti enn frekar á næst­unni, til að vinna á móti sam­drætti í efna­hags­líf­inu, eftir fall WOW air í mars og einnig veru­lega íþyngj­andi áhrif af kyrr­setn­ingu á 737 Max vélum frá Boeing sem eru hluti af flota Icelanda­ir. 

Kyrrsetning á 737 Max vélum Boeing, eftir hörmuleg flugslys þar sem 346 létust, hefur haft víðtæk áhrif víða um heim. Þar með talið á Íslandi, en dregið hefur úr sætaframboði til landsins, meðal annars vegna kyrrsetningar á 737 Max vélunum, samkvæmt tilkynningum frá Icelandair.

Auglýsing

Ferða­þjón­ustan finnur fyrir þessu og áhrif­anna gætir vítt og breitt í efna­hags­líf­inu. Minni eft­ir­spurn í ferða­þjón­ustu dregur einnig úr eft­ir­spurn á fast­eigna­mark­aði, en útleiga á íbúðum til ferða­manna hefur verið veru­lega umfangs­mikil á und­an­förnum árum, ekki síst mið­svæðis í Reykja­vík.

Spá Hag­stofu Íslands gerir ráð fyrir 0,2 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, sam­an­borið við 4,6 pró­sent hag­vöxt í fyrra. Ekk­ert annað land í Evr­ópu er að upp­lifa við­líka við­snún­ing til hins verra í lands­fram­leiðslu. 

Í fyrra urðu til um 6.500 ný störf, en þeim fjölg­aði frá upp­hafi úr 201 þús­und í 207 og fimm hund­ruð, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands um yfir­lit yfir fjölda fólks á vinnu­mark­að­i. 

Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti á þessu ári. Meg­in­vextir Seðla­bank­ans eru núna 4 pró­sent, verð­bólga 3,6 pró­sent, en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent.

Stærsti eigna­mark­að­ur­inn

Fast­eigna­mark­að­ur­inn er stærsti eigna­mark­að­ur­inn í hag­kerf­inu, en sé horft til fast­eigna­matsÞróun íbúðaverðs, eftir stærst. Heimild: ÍLS. fyrir 2020 þá hækk­aði það um 6,1 pró­sent milli ára og var sam­tals rúm­lega 9 þús­und millj­arðar króna. 

Þar af nemur fast­eigna­mat íbúða í land­inu 6.594 millj­örð­um, og nemur hækk­unin 6 pró­sentum frá fast­eigna­mati fyrir 2019.  

Spár fyrir horfur á fast­eigna­mark­aði hafa verið nokkuð mis­vísandi und­an­farin miss­eri. Grein­ing­ar­deild Arion banka spáði raun­verðs­lækkun á fast­eigna­mark­aði, í upp­hafi þessa árs, og hefur sú verið raun­in, þegar horft er til þró­unar á síð­ustu sex mán­uðum að teknu til­liti til verð­bólg­u. 

Á und­an­förnum sex mán­uðum hefur vísi­tala íbúða­verðs hækkað um 0,7 pró­sent en verð­bólga hefur hald­ist yfir þrjú pró­sent á sama tíma. 

Er góður tími til að kaupa eða selja?

Fast­eigna­við­skipti eru jafnan stærstu við­skipti venju­legra fjöl­skyldna. Kaup á fast­eignum eru því lang­tíma­fjár­fest­ing­ar, oft­ast nær, og ekki ein­ungis horft til tíma­bund­inna verð­sveiflna þegar fast­eigna­við­skipti eiga sér stað, hvort sem um er að ræða sölur eða kaup. 

Eins og horf­urnar eru þessi miss­erin þá standa líkur til þess að kaup­máttur launa hjá fólki muni að með­al­tali ekki aukast mikið á næstu miss­er­um. 

Frekar mun launa­þró­unin standa í stað, en á móti kemur geta vextir farið lækk­andi, sem hjálpar til við að halda greiðslu­byrði lána í skefj­um. Fram­boð eigna á mark­aði er að aukast hratt, einkum litlar og með­al­stórar íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og á það bæði við um eignir til leigu og kaups.

Airbnb hefur verið verulega umfangsmikið í því að bjóða íbúðir til leigu í borgum, víða um heim. Reykjavík hefur verið vinsæll staður þegar kemur að útleigu íbúða til ferðamanna, í gegnum Airbnb.

Um 84 pró­sent íbúða­við­skipta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í apr­íl, voru undir ásettu verði íbúða, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem fram komu mán­að­ar­skýrslu Íbúð­ar­lána­sjóðs. Um 10 pró­sent seld­ust á hærra verð­i. 

Þetta er nokkrar breyt­ingar frá því sem var áður en fyrir ári síðan fóru 69 pró­sent eigna á undir ásettu verði og 17 pró­sent seld­ust á yfir­verði.

Á því mikla hækk­un­ar­tíma­bili á fast­eigna­mark­aði, sem stóð sem hæst á árunum 2013 til og með 2018, þá var hækk­unin mest á vor­mán­uðum 2017, 23,5 pró­sent.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar