Fasteignamarkaður á tímamótum

Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.

Hús
Auglýsing

Að teknu til­liti til verð­bólgu hefur fast­eigna­verð lítið sem ekk­ert hækkað á und­an­förnum 12 mán­uð­um. Vísi­tala íbúða­verðs hefur hækkað um 3,8 pró­sent, en verð­bólga á árs­grund­velli mælist nú 3,6 pró­sent. 

Vaxta­lækkun vinnur á móti

Það sem helst getur unnið gegn veru­legri kólnun í þróun fast­eigna­verðs, frá því sem verið hefur raunin á und­an­förnum þremur árum, er vaxta­lækkun á mark­aði. Flestir við­mæl­enda Kjarn­ans gera ráð fyrir að Seðla­banki Íslands lækki vexti enn frekar á næst­unni, til að vinna á móti sam­drætti í efna­hags­líf­inu, eftir fall WOW air í mars og einnig veru­lega íþyngj­andi áhrif af kyrr­setn­ingu á 737 Max vélum frá Boeing sem eru hluti af flota Icelanda­ir. 

Kyrrsetning á 737 Max vélum Boeing, eftir hörmuleg flugslys þar sem 346 létust, hefur haft víðtæk áhrif víða um heim. Þar með talið á Íslandi, en dregið hefur úr sætaframboði til landsins, meðal annars vegna kyrrsetningar á 737 Max vélunum, samkvæmt tilkynningum frá Icelandair.

Auglýsing

Ferða­þjón­ustan finnur fyrir þessu og áhrif­anna gætir vítt og breitt í efna­hags­líf­inu. Minni eft­ir­spurn í ferða­þjón­ustu dregur einnig úr eft­ir­spurn á fast­eigna­mark­aði, en útleiga á íbúðum til ferða­manna hefur verið veru­lega umfangs­mikil á und­an­förnum árum, ekki síst mið­svæðis í Reykja­vík.

Spá Hag­stofu Íslands gerir ráð fyrir 0,2 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári, sam­an­borið við 4,6 pró­sent hag­vöxt í fyrra. Ekk­ert annað land í Evr­ópu er að upp­lifa við­líka við­snún­ing til hins verra í lands­fram­leiðslu. 

Í fyrra urðu til um 6.500 ný störf, en þeim fjölg­aði frá upp­hafi úr 201 þús­und í 207 og fimm hund­ruð, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands um yfir­lit yfir fjölda fólks á vinnu­mark­að­i. 

Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti á þessu ári. Meg­in­vextir Seðla­bank­ans eru núna 4 pró­sent, verð­bólga 3,6 pró­sent, en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent.

Stærsti eigna­mark­að­ur­inn

Fast­eigna­mark­að­ur­inn er stærsti eigna­mark­að­ur­inn í hag­kerf­inu, en sé horft til fast­eigna­matsÞróun íbúðaverðs, eftir stærst. Heimild: ÍLS. fyrir 2020 þá hækk­aði það um 6,1 pró­sent milli ára og var sam­tals rúm­lega 9 þús­und millj­arðar króna. 

Þar af nemur fast­eigna­mat íbúða í land­inu 6.594 millj­örð­um, og nemur hækk­unin 6 pró­sentum frá fast­eigna­mati fyrir 2019.  

Spár fyrir horfur á fast­eigna­mark­aði hafa verið nokkuð mis­vísandi und­an­farin miss­eri. Grein­ing­ar­deild Arion banka spáði raun­verðs­lækkun á fast­eigna­mark­aði, í upp­hafi þessa árs, og hefur sú verið raun­in, þegar horft er til þró­unar á síð­ustu sex mán­uðum að teknu til­liti til verð­bólg­u. 

Á und­an­förnum sex mán­uðum hefur vísi­tala íbúða­verðs hækkað um 0,7 pró­sent en verð­bólga hefur hald­ist yfir þrjú pró­sent á sama tíma. 

Er góður tími til að kaupa eða selja?

Fast­eigna­við­skipti eru jafnan stærstu við­skipti venju­legra fjöl­skyldna. Kaup á fast­eignum eru því lang­tíma­fjár­fest­ing­ar, oft­ast nær, og ekki ein­ungis horft til tíma­bund­inna verð­sveiflna þegar fast­eigna­við­skipti eiga sér stað, hvort sem um er að ræða sölur eða kaup. 

Eins og horf­urnar eru þessi miss­erin þá standa líkur til þess að kaup­máttur launa hjá fólki muni að með­al­tali ekki aukast mikið á næstu miss­er­um. 

Frekar mun launa­þró­unin standa í stað, en á móti kemur geta vextir farið lækk­andi, sem hjálpar til við að halda greiðslu­byrði lána í skefj­um. Fram­boð eigna á mark­aði er að aukast hratt, einkum litlar og með­al­stórar íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og á það bæði við um eignir til leigu og kaups.

Airbnb hefur verið verulega umfangsmikið í því að bjóða íbúðir til leigu í borgum, víða um heim. Reykjavík hefur verið vinsæll staður þegar kemur að útleigu íbúða til ferðamanna, í gegnum Airbnb.

Um 84 pró­sent íbúða­við­skipta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í apr­íl, voru undir ásettu verði íbúða, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem fram komu mán­að­ar­skýrslu Íbúð­ar­lána­sjóðs. Um 10 pró­sent seld­ust á hærra verð­i. 

Þetta er nokkrar breyt­ingar frá því sem var áður en fyrir ári síðan fóru 69 pró­sent eigna á undir ásettu verði og 17 pró­sent seld­ust á yfir­verði.

Á því mikla hækk­un­ar­tíma­bili á fast­eigna­mark­aði, sem stóð sem hæst á árunum 2013 til og með 2018, þá var hækk­unin mest á vor­mán­uðum 2017, 23,5 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar