„Fráleit hugmynd og kemur ekki til greina“

Þingmaður Vinstri grænna hvetur aðra þingmenn til þess að berjast fyrir því að fólk sem hingað sækir fái sanngjarna, réttláta og mannúðlega málsmeðferð. Hún segir hugmynd dómsmálaráðherra um að vista flóttafólk á afmörk­uðu svæði fráleita.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, segir að hún muni berj­ast fyrir því að fólk sem hingað sækir fái sann­gjarna, rétt­láta og mann­úð­lega máls­með­ferð. Hún von­ast til þess að aðrir þing­menn, og sér­stak­lega þeir sem hafa tjáð sig um orð Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra um þá hug­mynd að vista fólk á afmörk­uðu svæði eftir að ákveðið hefur verið að vísa því af landi brott, muni standa með sér í því. Þing­mað­ur­inn segir að hug­myndin sé frá­leit og að hún komi ekki til greina.

Þetta kom fram í máli Bjarkeyjar undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Hún sagði jafn­framt að það sem um ræðir væri að sjálf­sögðu ekk­ert annað en flótta­manna­búðir eða jafn­vel bara fang­elsi og að ekki kæmi til greina að setja slíkt á lagg­irnar af hálfu þing­flokks Vinstri grænna.

Auglýsing

„Eins og ráð­herr­ann sagði þyrfti laga­breyt­ingu til að slíkt yrði að raun­veru­leika og ég leyfi mér að full­yrða að slíkt frum­varp kæm­ist ekki í gegnum minn þing­flokk, enda er slíkt mál hvergi að finna á þing­mála­skrá ráð­herr­ans og ekk­ert sem hún sagði gefur til kynna að það eigi að hrinda slíku í fram­kvæmd. Þótt þing­mála­skrár séu oft upp­færðar með til­liti til stöð­unnar í sam­fé­lag­inu myndi afstaða Vinstri grænna ekki breyt­ast ef slíkt mál birt­ist þar,“ sagði hún.

Djúp von­brigði

­Fjöl­margir þing­menn gagn­rýndu orð dóms­mála­ráð­herra á sam­fé­lags­miðlum í gær. Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka, sagði meðal ann­ars að hug­myndin væri arfa­­slæm.

Þór­hildur Sunna Ævar­s­dótt­ir, þing­­maður Pírata, gerði athuga­­semdir við mál­­flutn­ing dóms­­mála­ráð­herra á Face­­book í gær. „Þegar for­­sæt­is­ráð­herra sagði í stefn­u­ræðu sinni að end­­ur­­skoða ætti hags­muna­­mat flótta­­barna hugs­aði ég, hvað þýðir það í alvöru Katrín? Nú er dóms­­mála­ráð­herra búin að gefa okkur smjör­þef­inn af því sem koma skal. Geymum flótta­­börn í fanga­­búð­u­m!“ skrif­aði hún á Face­book.

„En við skulum ekki kalla það fanga­­búð­ir, VG gæti fund­ist það aðeins of óþæg­i­­legt – köllum það frekar „af­­mörkuð brott­vís­un­­ar­­svæði“ – miklu meira pent.“

Rósa Björk Brynj­­ólfs­dótt­ir, þing­­maður utan flokka og fyrr­ver­andi VG-liði, sagði á Twitter í gær að það væru djúp von­brigðin verið væri að „íhuga þennan ómann­eskju­­lega mög­u­­leika að safna saman á einn stað fólki sem ákveðið hefur verið að vísa burt“. Hún spurði enn fremur á hvaða veg­­ferð rík­­is­­stjórn – leidd af VG – væri þegar kemur að mál­efnum flótta­­fólks og hæl­­is­­leit­enda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent