Fjölskyldum af þýskum gyðingaættum vísað frá í seinni heimsstyrjöldinni– „Þessi saga er að endurtaka sig“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar verði að sýna mannúð og samhug í verki og hjálpa barnafjölskyldum á flótta og fólki í neyð til að finna friðarhöfn og framtíð í öruggu landi.

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag að Íslend­ingar yrðu að gera betur í mál­efnum fólks á flótta.

„Ár­lega vísum við fjölda hæl­is­leit­enda úr landi. Þar í hópi eru margir sem sætt hafa ofsóknum og ógn í heima­landi sínu en við kjósum að senda þau út í óvissu og ógn sem við viljum helst ekki við­ur­kenna eða horfast í augu við.“

Hóf hún mál sitt á að vísa í útvarps­þátt­inn Lest­ina á Rás 1 sem útvarpað var síð­ast­lið­inn mánu­dag. Þar hefðu hlust­endur verið minntir á það þegar fjöldi fjöl­skyldna af þýskum gyð­inga­ættum og ann­arra póli­tískra flótta­manna reyndi að leita skjóls á Íslandi fyrir ofsóknum nas­ista við upp­haf seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar.

Auglýsing

„Það voru fjöl­skyldur sem vildu leita hér skjóls, setj­ast hér að og miðla þekk­ingu sinni og verk­kunn­áttu. Þessum umsóknum var nær öllum hafnað af íslensku rík­is­stjórn­inni. Þetta sýna yfir 2.000 skjöl frá dóms- og kirkju­mála­ráðu­neyt­inu frá árunum 1935–1941. Átak­an­legar umsóknir frá örvænt­ing­ar­fullu fólki í sárri neyð. Reyndar fór það svo að flestir þess­ara umsækj­enda létu lífið í útrým­ing­ar­búðum nas­ista. Þetta er svartur kafli í sögu inn­flytj­enda­mála á Íslandi sem við þurfum að horfast í augu við,“ sagði hún.

Vitum ekki hver örlög fólks­ins verða

Benti Oddný á að nú kynni ein­hver að segja að þetta væri liðin tíð. Nú væri öldin önnur og að Ísland væri í far­ar­broddi í mann­úð­ar­málum í heim­in­um.

„En það er ekki alveg þannig. Þessi saga er að end­ur­taka sig þó með ólíkum hætti sé. Árlega vísum við fjölda hæl­is­leit­enda úr landi. Þar í hópi eru margir sem sætt hafa ofsóknum og ógn í heima­landi sínu en við kjósum að senda þau út í óvissu og ógn sem við viljum helst ekki við­ur­kenna eða horfast í augu við.

Við vitum ekk­ert hver örlög þeirra verða eða hafa orðið en rétt eins og fyrr, á sama hátt og við berum ábyrgð á örlögum gyð­inga­fjöl­skyldn­anna fyrr á árum, þá berum við ábyrgð á örlögum þeirra hæl­is­leit­enda sem við sendum út í óvissu og hættu­legar aðstæð­ur. Hér verðum við að gera bet­ur. Við verðum að sýna mannúð og sam­hug í verki og hjálpa barna­fjöl­skyldum og fólki í neyð til að finna frið­ar­höfn og fram­tíð í öruggu land­i,“ sagði hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent