Rósa Björk segir sig úr Vinstri grænum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt forsætisráðherra um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna. Ástæðan eru nýlegir atburðir er varða brottvísun á barnafjölskyldu frá Egyptalandi.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Auglýsing

„Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni VG, og til­kynnt henni um úrsögn mína úr þing­flokki Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs og úr hreyf­ing­unn­i.  

Nýlegir atburðir er varða brott­vísun stjórn­valda á barna­fjöl­skyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mán­uði og við­brögð rík­is­stjórnar sem VG er í for­ystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn end­an­lega að ég á ekki lengur sam­leið með þing­flokki VG.“

Svona hefst yfir­lýs­ing sem Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, hefur sent á fjöl­miðla.

Auglýsing

Þar segir Rósa Björk að ákvörð­unin hafi ekki verið auð­veld, sér í lagi gagn­vart kjós­endum flokks­ins og félögum hennar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hun muni þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og ein­urð að góðum málum á Alþingi, sér­stak­lega er varða mann­rétt­indi, umhverf­is- og lofts­lags­mál, kynja­jafn­rétti og fleiri góðum mál­u­m. 

Rósa Björk er annar þing­maður Vinstri grænna sem segir sig úr þing­flokknum á þessu kjör­tíma­bili. Í lok nóv­em­ber í fyrra sagð­i Andrés Ingi Jóns­­son ­sig úr honum og greindi frá því að hann myndi starfa sem óháður þing­maður út kjör­tíma­bil­ið. 

Andrés Ingi og Rósa Björk eru þeir tveir þing­­menn sem hafa verið í þing­­flokki Vinstri grænna en studdu ekki stjórn­­­ar­sátt­­mála Vinstri grænna, Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins og Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins.

Rósa Björk segir í yfir­lýs­ingu sinni að mál barna­fjöl­skyld­unn­ar, sem telur for­eldra og fjögur börn frá Egypta­landi, hafi verið þess eðlis að það væri ekki hægt annað en að taka afstöðu með mann­úð­inni, með rétt­indum barna á flótta sem hér hafi fest rætur og myndað tengsl. „Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfir­völd vísi á brott börnum og barna­fjöl­skyld­um. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í rík­is­stjórn hefur lítið sem ekk­ert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í mál­efnum inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda eða að fylgja mann­úð­ar­sjón­ar­miðum í mála­flokkn­um, sem er þó það sem rík­is­stjórnin lof­aði. Það er mjög mið­ur­.“ 

Hún segir að sem vara­for­maður flótta­manna­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins hafi hún feng­ist mikið við mál­efni fólks á flótta, og sér­stak­lega mála sem varði börn á flótta, sem hún hafi unnið ötul­lega að. „Í því ljósi finnst mér þessi stefnu­breyt­ing og aðgerða­leysi rík­is­stjórn­ar­innar sér­stak­lega dap­ur­leg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum mála­flokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórn­ar­and­stöðu og fyrir kosn­ing­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent