Rósa Björk segir sig úr Vinstri grænum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur tilkynnt forsætisráðherra um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna. Ástæðan eru nýlegir atburðir er varða brottvísun á barnafjölskyldu frá Egyptalandi.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Auglýsing

„Ég hef átt fund í dag með Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­manni VG, og til­kynnt henni um úrsögn mína úr þing­flokki Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs og úr hreyf­ing­unn­i.  

Nýlegir atburðir er varða brott­vísun stjórn­valda á barna­fjöl­skyldu sem hefur beðið eftir lausn sinna mála í 25 mán­uði og við­brögð rík­is­stjórnar sem VG er í for­ystu fyrir í því máli, urðu til þess að ég finn end­an­lega að ég á ekki lengur sam­leið með þing­flokki VG.“

Svona hefst yfir­lýs­ing sem Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, hefur sent á fjöl­miðla.

Auglýsing

Þar segir Rósa Björk að ákvörð­unin hafi ekki verið auð­veld, sér í lagi gagn­vart kjós­endum flokks­ins og félögum hennar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hun muni þrátt fyrir þetta halda áfram að vinna af krafti og ein­urð að góðum málum á Alþingi, sér­stak­lega er varða mann­rétt­indi, umhverf­is- og lofts­lags­mál, kynja­jafn­rétti og fleiri góðum mál­u­m. 

Rósa Björk er annar þing­maður Vinstri grænna sem segir sig úr þing­flokknum á þessu kjör­tíma­bili. Í lok nóv­em­ber í fyrra sagð­i Andrés Ingi Jóns­­son ­sig úr honum og greindi frá því að hann myndi starfa sem óháður þing­maður út kjör­tíma­bil­ið. 

Andrés Ingi og Rósa Björk eru þeir tveir þing­­menn sem hafa verið í þing­­flokki Vinstri grænna en studdu ekki stjórn­­­ar­sátt­­mála Vinstri grænna, Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins og Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins.

Rósa Björk segir í yfir­lýs­ingu sinni að mál barna­fjöl­skyld­unn­ar, sem telur for­eldra og fjögur börn frá Egypta­landi, hafi verið þess eðlis að það væri ekki hægt annað en að taka afstöðu með mann­úð­inni, með rétt­indum barna á flótta sem hér hafi fest rætur og myndað tengsl. „Og taka afstöðu gegn því að íslensk yfir­völd vísi á brott börnum og barna­fjöl­skyld­um. Á þeim þremur árum sem VG hefur setið í rík­is­stjórn hefur lítið sem ekk­ert miðað í átt að móta hér nýja stefnu í mál­efnum inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda eða að fylgja mann­úð­ar­sjón­ar­miðum í mála­flokkn­um, sem er þó það sem rík­is­stjórnin lof­aði. Það er mjög mið­ur­.“ 

Hún segir að sem vara­for­maður flótta­manna­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins hafi hún feng­ist mikið við mál­efni fólks á flótta, og sér­stak­lega mála sem varði börn á flótta, sem hún hafi unnið ötul­lega að. „Í því ljósi finnst mér þessi stefnu­breyt­ing og aðgerða­leysi rík­is­stjórn­ar­innar sér­stak­lega dap­ur­leg og bera vitni um afstöðu sem er langt frá því sem afstaða VG í þessum mála­flokki hefur verið hingað til og langt frá því sem við bárum fram bæði í stjórn­ar­and­stöðu og fyrir kosn­ing­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent