PLAY og ríkisstjórnin deila um ríkisábyrgðina

PLAY telur að leyfi fyrir ríkisábyrgð á lánum Icelandair hafi verið veitt á röngum lagalegum grundvelli. Fjármálaráðuneytið heldur því hins vegar fram að leyfið hafi verið veitt á sama grundvelli og í öðrum sambærilegum málum.

Icelandair Cargo Mynd: Icelandair
Auglýsing

Flug­fé­lagið PLAY hefur sent kvörtun til ESA, eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, þar sem kraf­ist er aft­ur­köll­unar á leyf­is­veit­ingu rík­is­á­byrgðar á lána­línu Icelanda­ir. Fjár­mála­ráðu­neytið hefur brugð­ist við kvörtun­inni og segir leyf­is­veit­ing­una hafa verið á sama laga­lega grund­velli og í mörgum sam­bæri­legum mál­um.

Kvörtunin frá PLAY var send til ESA síð­asta mánu­dag, en í henni skrifar Haukur Logi Karls­son, lög­fræð­ingur á vegum félags­ins, að rík­is­á­byrgðin ætti að vera aft­ur­kölluð vegna tveggja ástæða. Ann­ars vegar telur Haukur að leyfi fyrir ábyrgð­inni hafi verið veitt á röngum laga­grund­velli, en hins vegar telur hann að rík­is­stjórnin hafi ekki til­greint ESA um alla þætti henn­ar. 

Fjár­mála­ráðu­neytið sendi svo frá sér til­kynn­ingu í dag þar sem því er haldið fram að leyf­is­veit­ing ESA hafi verið á sama laga­lega grund­velli og í sam­bæri­legum ákvörð­unum um leyfi­lega rík­is­að­stoð vegna COVID-19. Þar nefnir ráðu­neytið sér­stak­lega mál flug­fé­lag­anna SAS, Cond­or, Austrian Air­lines og Alital­i­a. 

Auglýsing

Rangur laga­legur grund­völlur og ótil­greindur stuðn­ingur

í bréfi PLAY til ESA er því hins vegar haldið fram að laga­legur grund­völlur leyf­is­veit­ing­ar­innar haldi ekki þar sem til­gangur rík­is­á­byrgð­ar­innar sé annar en sá sem rík­is­stjórnin til­kynnti til ESA. Í stað yfir­lýs­inga rík­is­stjórn­ar­innar til eft­ir­lits­stofn­un­ar­innar um að rík­is­á­byrgðin væri sér­tækur stuðn­ingur til Icelandair svo flug­fé­lagið gæti betur staðið undir skuld­bind­ingum sem hafa fallið á það vegna COVID-19 heims­far­ald­urs­ins, hafi hún verið kynnt sem aðgerð til að sporna gegn mögu­legu efna­hags­á­falli á Alþingi. Sé rík­is­á­byrgðin veitt á þessum grund­velli liggja aðrar reglur fyrir leyf­is­veit­ingu henn­ar, sam­kvæmt PLAY.

Einnig telur PLAY að allir þættir rík­is­á­byrgð­ar­innar hafi ekki verið til­greind­ir, þar sem íslenskir rík­is­bankar hafi lækkað eig­in­fjár­kröfur til fjár­festa í Icelandair úr 30 pró­sentum niður í 8 pró­sent. Þetta sé, að mati PLAY, vís­bend­ing um óbeinan stuðn­ing rík­is­stjórn­ar­innar við Icelanda­ir, sem sé ekki til­kynntur til ESA.

Kemur niður á sam­keppn­is­stöðu PLAY

Arnar Már Magn­ús­son, for­stjóri PLAY, sagði rík­is­á­byrgð­ina koma niður á sam­keppn­is­stöðu PLAY með ýmsum hætti í ítar­legu við­tali við Kjarn­ann fyrr í vik­unni. Þar taldi hann athuga­vert að Icelandair væri heim­ilt að ganga á lána­línu með rík­is­á­byrgð ef flug­fé­lagið nær ekki tekju­mark­miðum vegna meiri sam­keppni. Með því yrði PLAY refsað fyrir að hafa betur í sam­keppni við Icelanda­ir, ver­andi félag með lægri rekstr­ar­kostn­að. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent