Opið bréf til þeirra sem neita flóttafólki um vernd

Elínborg Harpa Önundardóttir segir að þú berir ábyrgð á öllum þeim þjáningum sem Mohammad, Abbas og allt flóttafólk sem þú hefur neitað um vernd mun upplifa héðan af.

Auglýsing

„no one lea­ves home until home is a sweaty voice in your ear

say­ing-

lea­ve,

run away from me now

i dont know what i’ve become

but i know that anywhere

is safer than her­e.“

Brot úr ljóð­inu Home eftir Warsan Shire

Ein­stak­lingar bera ábyrgð á ákvörð­unum sín­um. Til dæmis berð þú ábyrgð á öllum þeim þján­ingum sem Mohammad, Abbas og allt flótta­fólk sem þú hefur neitað um vernd mun upp­lifa héðan af. Kannski ekki þú ein/n/tt en ábyrgð þín er jafn­mikil fyrir því. Ef þau deyja í aðstæð­um, sem þau hefðu ekki lent í hefðu þau hlotið vernd, þá berð þú ábyrgð á dauða þeirra. Þetta er svona ein­falt.

Auglýsing
Að öllum lík­indum ertu strax kom­in/n/ð í vörn og finnst þetta afar ósann­gjarnt. Það finnst flestum í sam­fé­lag­inu okkar þegar það er beðið um að axla ábyrgð. Hugs­aðu þig samt um. Hver ber ábyrgð­ina? Flótta­fólkið sjálft fyrir að eiga ekki rétta teg­und vega­bréfs? fyrir að vera rík­is­fangs­laust? fyrir að hag­ræða sann­leik­anum örlítið því það heldur að það eigi kannski meiri mögu­leika á lífi? Eða berð þú og öll þau sem taka þátt í ákvörð­unum um að neita fólki um vernd ábyrgð­ina?

Kannski seg­ist þú ein­ungis vera að fram­fylgja lög­um, en sú afsökun hefur aldrei dugað til að losa fólk undan þeirri ábyrgð sem fylgir vali okkar og athöfn­um. Vegna þess að til­vist okkar fylgir frelsi og frelsi fylgir ábyrgð. Þú ert til, þú ert frjáls og þú átt ekki annað val en að axla ábyrgð á sjálfum þér og því sem þú ger­ir.

Og þetta er það sem þú ger­ir:

Þú ert einn af þeim aðilum sem tekur ákvörðun um að senda börn og full­orðna í aðstæður þar sem þau þurfa raun­veru­lega að ótt­ast um líf sitt. Þú ert einn af þeim aðilum sem tekur ákvarð­anir um líf ann­arra sem þú myndir aldrei taka um þitt eigið líf eða um líf þeirra sem þér þykir vænt um.

Þú ert enn ein hindr­unin á leið fólks til örugg­ara lífs: þú ert vél­byssan í höndum landamæra­varð­ar­ins,

þú ert gadda­vírs­girð­ing­in,

kylfan,

veg­tálm­inn,

jarð­sprengj­an.

Þú ert lög­reglu­mað­ur­inn sem lemur fólk sem hleypur yfir ósýni­leg mörk með aleig­una á bak­inu og litla hönd í lófa. Þú ert stoð­deildin sem rekur hjarta­veikt barn og fjöl­skyldu út af heim­ili þeirra hér, í land þar sem þau eiga nær enga mögu­leika á nauð­syn­legri heil­brigð­is­þjón­ustu.

Þú ert enn einn full­trúi ríkj­anna sem hafa skotið sprengjum í garða fólks­ins sem þú neitar um vernd. Þú ert enn einn full­trúi fyrrum nýlendu­herra sem þótt­ust eiga rétt á að draga ósýni­legar línur á jörð­ina, línur mark­aðar af pen­ingum og olíu. Þú ert enn ein mann­eskjan sem þyk­ist búa yfir rétt­mætu valdi til að taka ákvarð­anir um líf ann­arra.

Það neyðir þig eng­inn til að gegna þessu starfi, það neyðir þig eng­inn til að taka þessar ákvarð­an­ir. Þú berð ábyrgð, því er ekki hægt að neita sama hvaða reglu­verk eða stofn­anir þú reynir að fela þig á bak­við til að rétt­læta störf þín.

Hættu að vera tölva, rifj­aðu upp hvað það þýðir að vilja lifa, að gleðjast, að syrgja, að finna fyrir von, að vera úrkula von­ar, að hræðast, að syrgja.

Ég vona að þig skorti ekki sam­kennd og ég vona að þú sért fær um að setja þig í spor ann­arra. Stundum hugsa ég til Páls Skúla­sonar og velti því fyrir mér hvort þú hafir ein­fald­lega aldrei sest niður og hugsað yfir­vegað um hvað það þýðir að vera frjáls og axla ábyrgð. Og ef þú hefur aldrei gert það þá er tími til kom­inn. Ef þú hefur gert það, svar­aðu þá núna af ein­lægni og frá eigin hjarta, ein­föld­ustu spurn­ing­unni, sem jafn­framt er sú mik­il­vægasta: hvers vegna mega þau ekki vera hér?

Svar­aðu án þess að vitna í lög og vega­bréf. Svar­aðu líkt og þú stæðir augliti til auglitis við mann­eskju sem grát­biður þig um að fá að vera.

Þú hefur engu að tapa en allt að vinna.Við­bót: 3. júní 2018 fór höf­undur ásamt vin­konu heim til dóms­mála­ráð­herra, for­set­is­ráð­herra, for­manns Útlend­inga­stofn­unar og flestra þeirra sem sitja í núver­andi Kæru­nefnd útlend­inga­mála og afhenti þeim bréf þetta per­sónu­lega. Með því að fara á heim­ili fólks­ins, en ekki skila bréf­inu á skrif­stofur þeirra, vill höf­undur leggja áherslu á valda­ó­jafn­vagið sem felst í því að þau taka afger­andi ákvarð­anir um líf fólks á milli 9-16 á virkum dög­um, en fólkið þarf að bera afleið­ingar þess­arra ákvarð­ana neyð­ast til að gera svi allan sól­ar­hring­inn, alla daga, allt sitt líf. Einnig vitum við flest að nær ómögu­legt er að tala um sið­fræði og ábyrgð inni á skrif­stof­um, þar sem tölvu­stýrt skrifræði ræður ríkjum (í bók­staf­legri merk­ing­u). Mann­eskjan sem mætir á skrif­stof­una er ekki önnur og ótengd þeirri sem fer heim til sín á kvöld­in. Hún er ekki önnur og ótengd þeirri mann­eskju sem neitar öðru fólki um heim­ili.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar