Neitar að hafa talað um „brottvísunarbúðir“

Dómsmálaráðherra segir að það verði að vera hægt að ræða flóttamannamál af yfirvegun. Hún segist ekki hafa haft orð á því að það verklag sem í umræðunni í gær var kallað „brottvísunarbúðir“ væri í vinnslu hérlendis.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Auglýsing

„Það hvernig við tökum á móti fólki og það hvernig við búum í hag­inn fyrir þá sem ýmist eru að bíða eftir afgreiðslu eða hafa fengið nið­ur­stöðu er hvort tveggja meðal þeirra brýnu verk­efna sem við þurfum að skoða nánar og sem verður að vera hægt að ræða af yfir­veg­un.“

Þetta segir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra á Face­book í dag en orð hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í gær vöktu mikla athygli.

Var hún spurð út í verk­lag við brott­vísun ein­stak­linga sem dvelj­ast ólög­lega í land­inu. „Ég sagði að slíkt verk­lag væri alltaf í skoð­un. Þá vís­aði ég til þeirrar fram­kvæmdar sem nær öll Evr­ópu­ríki, þ.á m. Norð­ur­lönd­in, grípa til þegar búið er að taka ákvörðun um brott­vís­un. Ég hafði þó ekki orð á því að slíkt verk­lag sem í umræð­unni var kallað „brott­vís­un­ar­búð­ir“ væri í vinnslu hér­lend­is,“ skrifar hún.

Auglýsing

„Allt í sam­ræmi“ sem hún hefur áður sagt

Áslaug Arna segir að stað­reyndin sé á hinn bóg­inn sú að sam­kvæmt til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins skuli vera til staðar slíkt búsetu­úr­ræði þegar öll önnur væg­ari úrræði eru tæmd. „Við höfum ekki inn­leitt þá til­skipun að fullu þrátt fyrir skuld­bind­ingar þess eðlis í Schengen sam­starf­in­u.“

Hún segir enn fremur að öll viljum við „vanda okkur í þessum við­kvæmu mál­um, þá sér­stak­lega þegar málin snúa að börn­um. Þar þarf hvort í senn að móta heild­ar­stefnu sem hægt er að koma sér saman um og eins að finna lausnir á praktískum atrið­um. Allt er þetta í sam­ræmi við það sem ég hef áður sag­t.“

Í gær var ég í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi spurð um verk­lag við brott­vísun ein­stak­linga sem dvelj­ast ólög­lega í...

Posted by Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir on Tues­day, Oct­o­ber 6, 2020


Kjarn­inn fjall­aði um málið í gær en Áslaug Arna sagði í svari sínu á Alþingi að skoða þyrfti ákveðin úrræði. „Það hafa verið umræður í Evr­­ópu­löndum um ákveðin úrræði, að hafa fólk á ákveðnu svæði, sem við höfum til dæmis ekki fram­­fylgt með breyt­ingum á okkar lög­­­um. Það er víða í lönd­unum í kringum okkur þar sem þessu er háttað þannig að aðilar eru á ákveðnu svæði eftir að þeir fá til dæmis neitun frá báðum stjórn­­­sýslu­­stigum til að það sé hægt að fram­­kvæma þetta með auð­veld­­ari hætti. Það ger­ist þá ekki að aðilar séu týndir í sam­­fé­lag­inu og ekki sé hægt að fram­­fylgja ákvörð­un­­um. Það eru laga­breyt­ingar sem þyrfti að ráð­­ast í en ann­­ars erum við að skoða verk­lagið í heild sinni í þessu eins og öðru,“ sagði hún.

Þing­maður VG sagði hug­mynd­ina frá­leita

­Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, sagði undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag að hún myndi berj­ast fyrir því að fólk sem hingað sækir fengi sann­gjarna, rétt­láta og mann­úð­lega máls­með­ferð. Hún von­ast til þess að aðrir þing­menn, og sér­stak­lega þeir sem hafa tjáð sig um orð dóms­mála­ráð­herra, muni standa með sér í því. Þing­mað­ur­inn sagði að hug­myndin væri frá­leit og ekki koma til greina.

Hún sagði jafn­framt að það sem um ræðir væri að sjálf­sögðu ekk­ert annað en flótta­manna­búðir eða jafn­vel bara fang­elsi og að ekki kæmi til greina að setja slíkt á lagg­irnar af hálfu þing­flokks Vinstri grænna.

Spjótin standa á VG

Fjöl­margir þing­menn gagn­rýndu orð dóms­mála­ráð­herra á sam­fé­lags­miðlum í gær. Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður utan flokka, sagði meðal ann­ars að hug­myndin væri arfa­­slæm.

Þór­hildur Sunna Ævar­s­dótt­ir, þing­­maður Pírata, gerði athuga­­semdir við mál­­flutn­ing dóms­­mála­ráð­herra á Face­­book í gær. „Þegar for­­sæt­is­ráð­herra sagði í stefn­u­ræðu sinni að end­­ur­­skoða ætti hags­muna­­mat flótta­­barna hugs­aði ég, hvað þýðir það í alvöru Katrín? Nú er dóms­­mála­ráð­herra búin að gefa okkur smjör­þef­inn af því sem koma skal. Geymum flótta­­börn í fanga­­búð­u­m!“ skrif­aði hún á Face­book.

„En við skulum ekki kalla það fanga­­búð­ir, VG gæti fund­ist það aðeins of óþæg­i­­legt – köllum það frekar „af­­mörkuð brott­vís­un­­ar­­svæði“ – miklu meira pent.“

Rósa Björk Brynj­­ólfs­dótt­ir, þing­­maður utan flokka og fyrr­ver­andi VG-liði, sagði á Twitter í gær að það væru djúp von­brigðin verið væri að „íhuga þennan ómann­eskju­­lega mög­u­­leika að safna saman á einn stað fólki sem ákveðið hefur verið að vísa burt“. Hún spurði enn fremur á hvaða veg­­ferð rík­­is­­stjórn – leidd af VG – væri þegar kemur að mál­efnum flótta­­fólks og hæl­­is­­leit­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent