Bára Huld Beck Nargiza Salimova
Bára Huld Beck

Afglöp Rauða krossins draga dilk á eftir sér

Eftir mistök hjá lögfræðingi Rauða krossins gefst Nargizu Salimova ekki tækifæri til að kæra úrskurð Útlendingastofnunar en hún sótti um alþjóðlega vernd á Íslandi í september síðastliðnum. Afleiðingarnar eru þær að henni verður vísað úr landi næstkomandi þriðjudag. Talsmaður Rauða krossins segir að stofnunin eigi sér engar málsbætur.

Nar­g­iza Salimova kom til lands­ins fyrir rúmum átta mán­uðum síðan eftir að hafa ferð­ast langa leið frá heima­land­inu Kirgist­an. Þjóð­erni hennar er Uygur og til­heyrir hún því minni­hluta­hópi þar. Eftir að eig­in­maður hennar hvarf spor­laust fyrir um ári síðan flúði hún frá Kirgistan og end­aði á Íslandi.

Hún kom til Íslands með aðstoð smygl­ara og án vit­neskju um hvert hún væri að fara. Hún sótti um hæli á Íslandi þann 20. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og hófst þar með ferli hennar í kerf­inu sem mun taka enda þriðju­dag­inn 12. júní ef ekk­ert verður að gert. Þá verður henni vísað úr landi til Lit­háen eftir að láð­ist að kæra mál hennar til kæru­nefndar útlend­inga­mála á til­teknum tíma vegna anna hjá lög­fræð­ingi sem henni var úthlutað hjá Rauða kross­in­um. Henni var aldrei gert grein fyrir mis­tök­un­um.

Veit ekk­ert um afdrif eig­in­manns­ins

Nar­g­iza er fædd 1978 og verður hún því fer­tug á árinu. Hún ólst upp sem fyrr segir í Kirgistan en fyrir rúm­lega ári síðan hvarf eig­in­maður hennar eftir vinnu einn dag­inn. Eftir það hófst atburða­rás þar sem hún flutti til föður síns með börnin tvö sem eru fimmtán og sautján ára göm­ul.

„Ég hafði aldrei val með að flýja heim­ili mitt og koma hing­að,“ segir Nar­g­iza. Átökin í heima­land­inu hafa farið versn­andi, að hennar sögn, og segir hún að ekki sé vært þar sem Uyg­uri. Hún segir að ástandið sé hættu­legt fyrir fólk eins og hana og þess vegna hafi hún flú­ið. Hún hafi orðið fyrir ofsóknum og upp­lifði hún sig óör­ugga. Hún ítrekar að það hafi ekki verið val, heldur hafi hendur hennar verið bundn­ar. „Kannski er eig­in­maður minn ekki á lífi, ég bara veit það ekki,“ bætir hún við. Hún telur að honum hafi verið rænt vegna upp­runa síns. Eig­in­maður hennar er ekki rík­is­borg­ari í Kirgistan en hann er Uyg­uri fæddur í Kína.

Kirgísk stjórn­völd fylgj­ast grannt með Uyg­urum

Uygurar eru evr­a­sískt þjóð­ar­brot sem er skylt Tyrkjum en 80 pró­sent þeirra búa í sjálf­stjórn­ar­hér­að­inu Xinji­ang í Vest­ur­-Kína. Þeir eru að stærstum hluta múslimar og hafa kín­versk stjórn­völd lengi haft horn í síðu þeirra. Sam­kvæmt sam­tök­unum Amnesty International hafa Uygurar mátt þola pynt­ing­ar, manns­hvörf og jafn­vel aftökur af hendi kín­verskra stjórn­valda frá því á níunda ára­tugnum og sér­stak­lega hat­rammar erjur hafa átt sér stað milli Uygura og Kín­verja af Han-­upp­runa síð­ast­lið­inn ára­tug. Sem dæmi um þetta má nefna fjöldamorð sem kín­verski her­inn framdi í júlí árið 2009 þar sem 156 manns voru drepin og eitt þús­und manns særðust, 80 pró­sent af þeim Uygur­ar, auk þess sem sam­tökin Human Rights Watch greindu frá því í sept­em­ber árið 2017 að kín­versk stjórn­völd hefðu sent tugi þús­unda Uygura í end­ur­mennt­un­ar­búð­ir.

Inn­flutn­ingur Uygura inn í Kirgistan frá Xinji­ang hófst á sjötta ára­tug tutt­ug­ustu ald­ar­innar og eru þeir rétt tæp 50.000 tals­ins þar sam­kvæmt mann­tal­inu 2009, eða um 0,01 pró­sent íbúa lands­ins. Kirgísk stjórn­völd fylgj­ast grannt með þessu fámenna þjóð­ar­broti en það gera þau, sam­kvæmt Steve Swer­dlow hjá Human Rights Watch, með per­sónunjósnum um Uygura, ströngu landamæra­eft­ir­liti við Xinji­ang og upp­lýs­inga­söfnun um aðgerð­ar­sinna á meðal Uygura.

Veit ekki hvernig hún end­aði hér – úrræða­laus og hrædd

Eftir hvarf eig­in­manns­ins fór Nar­g­iza á lög­reglu­stöð í heima­bænum á hverjum degi til að grennsl­ast fyrir um afdrif hans og til að fá upp­lýs­ingar og hjálp frá yfir­völd­um. Hún segir að lítið hafi verið um svör og þvert á móti hafi lög­reglan áreitt hana og yfir­heyrt börnin henn­ar. Úr varð að hún flúði til nágranna­rík­is­ins Kasakstan og dvaldi þar í þrjá mán­uði. Henni var ekki vært þar og var þá för­inni heitið til Lit­háen með nokkrum við­komu­stöð­um. Að lokum end­aði hún á Íslandi. „Ég hrein­lega veit ekki hvernig ég komst hing­að. Ég vissi lítið um Ísland, enda kom ég bara á peys­unni beint í kuld­ann,“ segir hún.

Við kom­una til Íslands dvaldi hún á hót­eli og seg­ist hún hafa verið algjör­lega úrræða­laus og hrædd. Smygl­ar­inn sem kom henni til lands­ins hafði tekið vega­bréfið hennar en hann lét sig hverfa stuttu eftir kom­una hing­að, að hennar sögn. Hún tók þá ákvörðun að fara í Útlend­inga­eft­ir­litið og leita sér hjálpar og þá byrj­uðu hjólin að snú­ast. Hún sótti um hæli og í kjöl­farið fékk hún her­bergi sem vist­ar­verur og síðar litla íbúð.

Nargiza Salimova
Bára Huld Beck

Þjá­ist af miklum kvíða

Börn Nar­g­izu dvelja nú hjá föður hennar á heim­ili hans í Kirgistan en móðir hennar er lát­in. Hún hefur áhyggjur af þeim og langar hana að sam­eina fjöl­skyld­una. Hún talar við þau á hverjum degi og hennar helsta ósk er að fá tæki­færi til að byggja upp nýtt líf á Íslandi. Hún vill senda eftir börn­unum og búa þeim heim­ili hér.

Dvölin fjarri fjöl­skyld­unni hefur reynt mikið á Nar­g­izu og þjá­ist hún að miklum kvíða og van­líðan en slíkt er ekki óal­gengt hjá konum í þess­ari stöðu. Í grein­ar­gerð til Útlend­inga­stofn­unar vegna umsóknar hennar um alþjóð­lega vernd kemur fram að hún sé metin í ein­stak­lega við­kvæmri stöðu en hún upp­lifir kvíða­köst eftir reynslu sína, fær martraðir og finnur fyrir mik­illi streitu. Jafn­framt segir í grein­ar­gerð­inni að konur og stúlkur séu gjarnan taldar sér­stak­lega við­kvæmur hópur sem hafi færri tæki­færi, úrræði, völd og áhrif en karl­menn vegna sam­fé­lags­legrar stöðu sinn­ar.

Mig langar að vera með krökkunum mínum. Ég vil ekkert annað.

Kæra send inn 4 dögum of seint

Mál Nar­g­izu hjá Rauða kross­inum var ekki með­höndlað sem skyldi en þegar kom að því að kæra nið­ur­stöðu Útlend­inga­stofn­unar til kæru­nefndar útlend­inga­mála þá fórst það fyrir hjá lög­fræð­ingi hjálp­ar­stofn­un­ar­inn­ar. Nar­g­iza skilur ekki íslensku og var henni aldrei greint frá mis­tök­unum þar til íslenskir vinir hennar fóru að grennsl­ast fyrir um mál­ið. Þá kom í ljós að vegna „per­sónu­legra ástæðna“ tals­manns Nar­g­izu, sem var lög­fræð­ingur hennar hjá Rauða kross­in­um, hafi verið komið í veg fyrir að ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar yrði kærð innan kæru­frests.

Sam­kvæmt gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum barst kæra Nar­g­izu fjórum dögum of seint. Eftir að úrskurður Útlend­inga­stofn­unar liggur fyrir þá hefur umsækj­andi 15 daga til að kæra nið­ur­stöð­una. Nar­g­iza greindi lög­fræð­ingi Rauða kross­ins frá því innan þess tímara­mma að hún vildi kæra úrskurð­inn til kæru­nefndar en í þessu til­felli var sú skýr­ing gefin að vegna per­sónu­legra aðstæðna tals­manns, sem sagt mikið álag og nokk­urra daga frí, hafi ákvörð­unin ekki verið kærð innan kæru­frests.

Ekki afsak­an­legt að kæran hafi borist of seint

Í stjórn­sýslu­lögum segir að hafi kæra borist að liðnum kæru­fresti skuli vísa henni frá nema afsak­an­legt telj­ist að kæran hafi ekki borist fyrr eða veiga­miklar ástæður mæli með því að kæran verði tekin til með­ferð­ar.

Tals­maður Nar­g­izu fór þess á leit við nefnd­ina að litið yrði til bágrar and­legrar heilsu kær­anda og hags­muna hennar af því að fá málið sitt tekið til með­ferðar hjá nefnd­inni. Hún hafi verið ein á ferð, átt erfitt síð­ustu mán­uði og fundið fyrir ýmsum lík­am­legum ein­kennum sem orsak­ist að öllum lík­indum af álagi og stressi.

Þann 20. mars síð­ast­lið­inn vís­aði kæru­nefnd útlend­inga­mála kæru Nar­g­izu á ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar frá. Taldi nefndin að ekki væri afsak­an­legt að kæran hefði ekki borist innan þess tímara­mma sem lögin áskilja. Jafn­framt taldi nefndin þær ástæður sem kær­and­inn bar fyrir sig ekki telj­ast veiga­miklar í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga.

Nar­g­iza er nú komin með annan lög­fræð­ing sem vinnur í því að kæra hennar verði end­ur­skoðuð áður en henni verður vísað úr landi næst­kom­andi þriðju­dag.

Hrika­lega sorg­legt

Atli Viðar Thorsten­sen, sviðs­stjóri á hjálp­ar- og mann­úð­ar­sviði hjá Rauða kross­in­um, segir að um ­mann­leg mis­tök hafi verið að ræða. „Hjá okkur eru skýrir ferlar og regl­ur,“ segir hann og bætir því við að mik­ill fjöldi mála fari í gegnum Rauða kross­inn á ári hverju. Hann tekur það fram að þrátt fyrir fjölda mála eigi mis­tök sem þessi ekki að eiga sér stað. 

„Þetta er hrika­lega sorg­legt, við erum miður okk­ar,“ segir hann. Þrjú teymi eru starf­andi í mála­flokknum og eru teym­is­stjórar yfir hverju og einu. Síðan er sviðs­stjóri yfir öllu sam­an. Teym­is­stjórar lesa yfir gögn og leið­beina starfs­mönnum og segir Atli Viðar að regl­urnar séu mjög nákvæm­ar. Eftir þetta atvik hafi verk­ferlum þó verið breytt og nú sé farið enn betur yfir gögn tengd málum umsækj­enda um alþjóð­lega vernd. „Við eigum okkar engar máls­bæt­ur,“ segir hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFólk