Útlendingastofnun vinnur að því að staðfesta uppruna flóttamanna sem áttu að koma í fyrra

Af þeim 100 kvótaflóttamönnum sem íslensk stjórnvöld höfðu greint frá opinberlega að til stæði að taka á móti á Íslandi árið 2020 er enginn kominn. Unnið er að því að staðfesta uppruna 15 einstaklinga sem Ísland á að taka við.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Grísk stjórnvöld hafa sent inn beiðni um að Ísland taki við 15 einstaklingum, barnafjölskyldum frá Sýrlandi sem eru staðsett í Lesbos á Grikklandi, og er Útlendingastofnun nú að vinna í því í samráði við grísk stjórnvöld að staðfesta uppruna einstaklinganna. Þegar sú staðfesting liggur fyrir verður hafist handa við að undirbúa fjölskyldurnar undir flutning til Íslands í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM).

Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Rósa Björk spurði ráðherrann um hvort það lægi fyrir hvenær flóttafólkið sem ríkisstjórnin samþykkti í lok september 2020 að taka á móti frá Lesbos á Grikklandi og bjó áður í flóttamannabúðunum Moria sem eyðilögðust í eldsvoða, væri væntanlegt til landsins.

Samþykkt að taka við fleirum mánuðum eftir að COVID-19 hófst

Rík­­is­­stjórn Íslands sam­­þykkti þann 25. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn að Ísland tæki á móti flótta­­fólki frá Lesbos á Grikk­landi, með áherslu á sýr­­lenskar fjöl­­skyldur í við­­kvæmri stöðu. Fram kom í til­­kynn­ingu á vef Stjórn­­­ar­ráðs­ins að fjöl­­skyld­­urnar hefðu áður búið í flótta­­manna­­búð­unum Moria sem eyðilögð­ust í elds­voða fyrr í mán­uð­in­­um.

Í til­­kynn­ingu stjórn­­­valda frá því í sept­­em­ber sagði að flótta­­fólkið frá Lesbos, sem yrði allt að 15 manns, myndi bæt­­ast í hóp þeirra 85 sem rík­­is­­stjórnin hygð­ist taka á móti á þessu ári og væri það lang­­fjöl­­menn­asta mót­­taka flótta­­fólks á einu ári hingað til lands.

Auglýsing
„Flótta­­manna­­nefnd mun ann­­ast und­ir­­bún­­ing á mót­­töku fjöl­­skyldn­anna og verður mót­­taka þeirra unnin í sam­vinnu við Evr­­ópu­­sam­­bandið og grísk stjórn­­völd. Evr­­ópu­­sam­­bandið hafði áður sent frá sér ákall um nauð­­syn á flutn­ingi barna og barna­­fjöl­­skyldna vegna bruna Moria flótta­­manna­­búð­anna. Þá mun Flótta­­manna­­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna vera íslenskum stjórn­­völdum innan handar varð­andi það hvernig best verður staðið að því að koma fjöl­­skyld­unum til lands­ins,“ sagði í til­­kynn­ing­unni.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á sínum tíma að rík­is­stjórnin vildi bregð­ast við ákalli því sem borist hefði um að taka á móti fólki á flótta frá Lesbos. „Hér á landi hefur skap­ast umfangs­mikil og dýr­mæt þekk­ing þegar kemur að mót­töku sýr­lenskra fjöl­skyldna og sú reynsla okkar kemur að góðum not­um. Það er stefna rík­is­stjórn­ar­innar að taka á móti fleira flótta­fólki í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna sem lýst hefur ánægju með mót­töku flótta­fólks hér á land­i.“

Áttu að vera 100 en urðu núll

Þegar Kjarninn spurðist fyrir um það í febrúar síðastliðnum hversu margir þeirra 100 sem stjórnvöld höfðu tilkynnt opinberlega að tekið yrði á móti í fyrra væru komnir hingað til lands var svar félags- og barnamálaráðuneytisins það að ekki hafi verið mögulegt að taka á móti kvótaflóttafólki á síðasta ári vegna COVID-19 faraldursins. Það væri hins vegar unnið „hörðum höndum að því að taka á móti hópnum á fyrri hluta þessa árs“.

Á árinu 2019 var tekið á móti 74 flótta­­mönnum á Íslandi, en fram kom fréttum í lok árs­ins að íslensk stjórn­­völd myndu bjóð­­ast til að taka á móti 85 manns. Einkum væri um að ræða Sýr­­lend­inga og hópa við­­kvæmra flótta­­manna vegna kyn­­ferðis eða fjöl­s­kyld­u­að­­stæðna frá Ken­ía.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent