Um 30 prósent vinnandi Íslendinga hafa fengið 21 milljarð króna í skattaafslátt

Tæpur þriðjungur vinnandi Íslendinga notar séreignarsparnað sinn til að greiða niður húsnæðisskuldir. Það fá þeir að gera skattfrjálst og lækka þar með skattbyrði sína umfram aðra umtalsvert.

Mótmæli - Samstöðufundur með ljósmæðrum júlí 2018
Auglýsing

Alls höfðu 62.952 einstaklingar nýtt sér séreignasparnað sinn til að greiða inn á lán eða í útborgun fyrir íbúð í lok janúar síðastliðins. Í þeirri tölu er samskattaðir taldir sem tveir aðilar jafnvel þótt að einungis annar þeirra hafi greitt inn á höfuðstól húsnæðisláns þeirra. 

Um er að ræða bæði þá sem nýttu séreignasparnað sinn til húsnæðiskaupa og -lánaniðurgreiðslu samkvæmt úrræði þess efnis sem kynnt var undir hatti Leiðréttingarinnar vorið 2014 og þá sem nýttu sér „Fyrstu fasteignar“ úrræðið, sem var kynnt í ágúst 2016 og kom til framkvæmda um mitt ár 2017. 

Þetta þýðir að um 17 prósent allra landsmanna og um 30 prósent allra sem eru á vinnumarkaði, hafa nýtt sér hið skattfrjálsa úrræði. 

Samkvæmt tölum sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman fyrir Kjarnann nemur umfang nýtingar Íslendinga á úrræðunum tveimur frá miðju árið 2014 og fram til loka janúar 2021 alls 92 milljörðum króna. Í þeim tölum kemur einnig fram að áætluð lækkun tekjuskatts og útsvars frá því að úrræðin buðust fyrst og fram til síðustu áramóta sé 21,1 milljarður króna.

Því hefur þessi hópur fengið 21,1 milljarða króna í meðgjöf úr ríkissjóði sem öðrum hefur ekki boðist á umræddu tímabili. Um er að ræða tekjutap sem ríki og sveitarfélög þurfa ekki að takast á við nú, þar sem skattur af séreignarsparnaði er vanalega borgaður þegar fólk fer á eftirlaun. 

Matið „nokkurri óvissu háð“

Þegar úrræðið um að nota séreignarsparnað sinn skattfrjálst til að greiða niður húsnæðislán var kynnt árið 2014, sem hluti af Leiðréttingunni svokölluðu, var það gert þannig að sá hópur sem áætlað var að nýtti sér það myndi geta notað alls 70 milljarða króna til þeirra verka á tímabilinu. Það byggði á skýrslu sérfræðingahóps sem skilaði af sér skýrslu til forsætisráðuneytisins í nóvember 2013. Á meðal þeirra sem sátu í sérfræðihópnum voru Sigurður Hannesson, nú framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sem var formaður hans og Lilja D. Alfreðsdóttir, nú mennta- og menningarmálaráðherra.

Auglýsing
Þegar frumvarp var loks lagt fram, til að lögbinda úrræðið, sagði í greinargerð þess að áðurnefnt mat sérfræðingahópsins hefði verið „nokkurri óvissu háð“. Ekkert talnalegt mat lægi fyrir á úrræðinu.

Því skipaði Bjarni Benediktsson, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagshagsráðherra, nýjan starfshóp til að reikna áhrif úrræðisins. 

Undir því sem sviðsmyndir áætluðu

Sá hópur skilaði af sér þremur sviðsmyndum sem sýndu að fram á mitt ár 2017 myndu 56.066 til 81.597 einstaklingar nýta sér séreignasparnað til að greiða niður húsnæðislán eða til í útgreiðslu útborgunar. Heildarupphæðin sem þessi hópur átti að geta greitt inn á húsnæðisskuldir sínar átti að vera 60 til 82 milljarðar króna. 

Í lok janúar 2021, þremur og hálfu ári eftir að upprunalegur gildistími úrræðisins rann út (það hefur síðan tvívegis verið framlengt og er nú í boði fram til loka júní 2021) var fjöldi þeirra sem nýttu sér bæði upprunalega séreignarsparnaðarúrræðið og „Fyrstu fasteign“ kominn upp í 62.952. Út frá tölunum sem ráðuneytið tók saman fyrir Kjarnann má áætla að um ellefu prósent þess hóps, alls um sjö þúsund manns, séu að nýta „Fyrstu fasteign“. Það þýðir að upprunalega úrræðið er fyrst að ná neðri mörkum þeirra sviðsmynda sem starfshópurinn teiknaði upp um þessar mundir.

Heildarupphæðin sem hópurinn átti að ná að greiða inn á húsnæðisskuldir sínar fyrir mitt ár 2017 náð efri mörkunum í sviðsmyndum hópsins fyrst undir lok árs 2020. Í janúarlok 2021 nam heildarnotkun á séreignarsparnaði undir hatti úrræðisins um 81,5 milljarði króna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent