Upphæðin sem nýtt var undir hatti „Fyrstu fasteignar“ tvöfaldaðist á rúmu ári

Þeim sem nýttu úrræðið „Fyrsta fasteign“ til að nota séreignarsparnað sinn skattfrjálst til að greiða niður húsnæðislán sín, eða í útborgun fyrir íbúð, fjölgaði um þrjú þúsund frá lokum árs 2018. Nýtingin er þó enn langt frá 50 milljarða króna markmiðinu.

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá leiddu ríkisstjórn, kynntu Fyrstu fasteign í ágúst 2016, nokkrum vikum fyrir haustkosningar það árið.
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá leiddu ríkisstjórn, kynntu Fyrstu fasteign í ágúst 2016, nokkrum vikum fyrir haustkosningar það árið.
Auglýsing

Alls hafa þeir sem nýtt hafa sér úrræðið „Fyrsta fast­­eign“ greitt inn á lán sín eða borgað í útgreiðslu á útborgun fyrir íbúð 10,5 millj­­arða króna frá því að úrræðið tók gildi. um 5,9 millj­­arðar króna hafa verið nýttir til að greiða inn á lán og tæp­­lega 4,6 millj­­arðar króna í útgreiðslu. 

Þetta kemur fram í tölum sem fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytið hefur tekið saman fyrir Kjarn­ann. „­Fyrsta fast­­­­eign“ stendur þeim til boða sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. 

Sam­­­­kvæmt úrræð­inu geta þeir nýtt sér­­­­­­­eign­­­­ar­líf­eyr­is­­­­sparnað til að safna fyrir inn­­­­­­­borgun á fyrstu íbúð­­­­ar­­­­kaup eða greitt inn á höf­uð­stól hús­næð­is­láns. Alls er heim­ilt að ráð­stafa að hámarki 500 þús­und krónum á ári í mest tíu ár með ofan­­­­greindum hætti sam­­­­kvæmt skil­­­­málum „Fyrstu fast­­­­eign­­­­ar“.

Úrræðið hefur staðið til boða frá árinu 2017. Framan af var það ekki nýtt mikið en nýt­ingin tók kipp í fyrra, á árinu 2020. Frá byrjun þess árs og út jan­úar síð­ast­lið­inn fór heild­ar­upp­hæðin sem nýtt hefur verið til að greiða inn á lán eða í útgreiðslu undir hatti „Fyrstu fast­eign­ar“ farið úr 5,2 millj­örðum króna í 10,5 millj­arða króna. Hún hefur því rúm­lega tvö­fald­ast á einu ári. 

Auglýsing
Húsnæðismarkaðurinn í fyrra var enda mjög virk­ur. Alls hækk­aði verð íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 7,7 pró­sent á árinu og mikil vaxta­lækk­un, ásamt auknu láns­fram­boði, gerði það að verkum að íbúða­við­skiptum fjölg­aði mikið milli ára. 

Not­endum fjölg­aði mikið og eru sjö þús­und

Þegar úrræðið „Fyrsta fast­eign“ var kynnt í Hörpu um miðjan ágúst 2016 af þáver­andi ráða­­­­mönnum þjóð­­­­ar­innar kom fram í glæru­kynn­ingu að um 50 millj­­­­arðar króna myndu rata í inn­­­­greiðslur á hús­næð­is­lánum vegna „Fyrstu fast­­­­eign­­­­ar“ á tíu árum eftir að úrræðið tæki gild­i. 

Sam­­­­kvæmt kynn­ing­unni áttu um 14 þús­und manns að nýta sér úrræðið á fyrstu árum þess. Þá var lagt upp með að árlega myndu um tvö þús­und manns mæt­­­­ast í hóp þeirra sem eiga kost á því að nýta sér úrræð­ið.

Ljóst er að hóp­­­­ur­inn sem hefur valið að nýta sér leið­ina er mun fámenn­­­­ari en stefnt var að og því verður skatt­­af­­­slátt­­­­ur­inn vænt­an­­­­legra mun minni en fram kom í kynn­ingu þáver­andi ráða­­­­manna.

Úr glærukynningu stjórnvalda á „Fyrstu fasteign

Í grein­­ar­­gerð sem fylgdi með frum­varp­inu sem lög­­­festi úrræðið kom strax fram að umfang hennar gæti náð til 4.300 til 15.200 laun­þega, sam­­kvæmt grein­ingu sem Ana­lyt­ica fram­­kvæmdi fyrir fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­ið. Ef þátt­­töku­­fjöld­inn yrði við neðri mörk þess fjölda þá umfang aðgerð­anna ein­ungis 13 millj­­arðar króna sam­­kvæmt sömu grein­­ar­­gerð. Það er tölu­vert langt frá þeim 50 millj­­örðum króna sem kynntir voru í Hörpu í ágúst 2016.

Í svörum við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um nýt­ingu sér­­­eign­­ar­­sparn­aðar til nið­­ur­greiðslu hús­næð­is­lána svar­aði ráðu­­neytið því ekki til hversu margir hefðu nýtt sér „Fyrstu fast­­eign“, heldur gaf upp heild­­ar­­tölu allra sem notað hefðu sér­­­eign­­ar­­sparnað sinn til að borga inn á hús­næði eða -lán. Sú tala var tæp­lega 63 þús­und og fjölg­aði þeim um tæp­lega fimm þús­und milli ára.

Úrræðið tók gildi í júlí 2017.

Upp­­hæðin sem notuð var innan „Fyrstu fast­­eign­­ar“ úrræð­is­ins var um ell­efu pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni, sem var 92 millj­arðar króna í lok jan­úar 2021. Hlut­fall þeirra sem nýttu „Fyrstu fast­eign“ af þeim hópi sem not­aði sér­eign til að greiða inn á hús­næð­is­lán fór úr því að vera sjö pró­sent í lok árs 2018 en er, líkt og áður sagði, ell­efu pró­sent nú. Miðað við það hlut­­fall má ætla að um sjö þús­und manns hafi nýtt sér „Fyrstu fast­­eign“ og að þeim hafi fjölgað um þrjú þús­und frá byrjun árs 2019. 

Tekju­hærri lík­­­legri til að taka þátt í sér­­­eign­­ar­­sparn­aði

Grein­ing Ana­lyt­ica á væntri nýt­ingu sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aðar fyrir stjórn­­­völd þegar vinna við frum­varpið stóð yfir byggði á gögnum úr skatt­fram­­­tölum fyrir tekju­árið 2015 og var úrtakið miðað við laun­þegar sem voru með launa­­­tekjur en áttu ekki fast­­­eign. Ana­lyt­ica fram­­­reikn­aði svo launa­­­tekj­­­urnar fram til árs­ins 2016 miðað við launa­breyt­ingar í stað­greiðslu­­­gögnum og flokk­aði loks eftir hjú­­­skap­­­ar­­­stöðu, aldri með­­­al­­­launum og með­­­al­fjár­­­hæð sparn­aðar í sér­­­­­eign og því hvort að við­kom­andi væri að greiða í sér­­­­­eign eða ekki.

Í grein­­­ar­­­gerð frum­varps­ins á sínum tíma sagði að með­­­al­­­tekjur þeirra sem spara í sér­­­­­eign væru umtals­vert hærri en hjá þeim sem gera það ekki. Náms­­­menn voru dregnir út úr úrtak­inu þar sem þeir voru „al­­­mennt ekki taldir hafa sama fjár­­­hags­­­legt svig­­­rúm til sparn­að­­­ar.“

Því lá þegar fyr­ir þegar frum­varpið var lagt fram, sam­­­kvæmt grein­ing­unni, að þeir sem gátu frekar nýtt sér sér­­­­­eign­­­ar­­­leið­ina sem kynnt var fyrir fyrstu fast­­­eign­­­ar­­­kaup­endur voru þeir sem hafa hærri tekjur og eru þar með lík­­­­­legri til að taka þátt í sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aði.

Þeir sem nýta sér sér­­­­­­­eign­­­­ar­líf­eyr­is­­­­sparnað til að greiða niður hús­næð­is­lán sitt sam­­­­kvæmt úrræðum sem stjórn­­­­völd hafa inn­­­­­­­leitt á und­an­­­­förnum árum fá tvö­­­­faldan ávinn­ing.

Í fyrsta lagi fæst mót­fram­lag frá vinn­u­veit­enda sem er ígildi launa­hækk­­­­un­­­­ar. Í öðru lagi fæst skatta­af­­­­sláttur frá rík­­­­inu sem ein­ungis býðst þeim sem nota sér­­­­­­­eigna­­­­sparnað sinn til að greiða niður hús­næð­is­lán.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar