Búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd komin að þolmörkum

Dómsmálaráðherra fjallaði um erfiða stöðu í verndarkerfinu á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.

Flóttafólk Mannlíf Mynd: Ivan Burkni
Auglýsing

Búsetu­úr­ræði Útlend­inga­stofn­unar og sveit­ar­fé­lag­anna þriggja sem þjón­usta umsækj­endur um alþjóð­lega vernd fyrir stofn­un­ina á grund­velli samn­ings, Reykja­vík­ur­borg­ar, Reykja­nes­bæjar og Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar, eru komin að þol­mörk­um.

Þetta kemur í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans en dóms­mála­ráð­herrann, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, fjall­aði um erf­iða stöðu í vernd­ar­kerf­inu í síð­ustu viku.

Lagði hún fram minn­is­blað sem fjall­aði „um þá erf­iðu stöðu sem nú er uppi í vernd­ar­kerf­inu þar sem þróun erlend­is, sér­ís­lenskar máls­með­ferð­ar­regl­ur, COVID og fleiri atriði valda því að umsóknum fjölgar mik­ið, erf­ið­lega gengur að flytja þá af landi brott sem lögum sam­kvæmt eiga að yfir­gefa landið og búsetu­úr­ræði eru komin að þol­mörk­um. Bregð­ast þarf við því með ein­hverjum hætti og vakti dóms­mála­ráð­herra athygli á þessu,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

„Gengur erf­ið­lega“ að flytja ein­stak­linga sem fengið hafa synjun úr landi

Fram kemur í minn­is­blað­inu að frá miðju ári hafi fjöldi umsækj­enda auk­ist mjög hratt. „Rúm­lega 450 umsóknir hafa borist frá því í júní, þar af 124 í októ­ber sem er mesti fjöldi umsókna á einum mán­uði síðan ágúst 2017. Lang­flestar umsóknir falla undir það sem kall­ast vernd­ar­mál, þ.e. umsóknir frá ein­stak­lingum sem þegar hafa hlotið alþjóð­lega vernd í öðru Evr­ópu­ríki, og almenn efn­is­með­ferð­ar­mál, þ.e. umsóknir frá ein­stak­lingum sem Ísland ber ábyrgð á að meta hvort þurfi á vernd að halda.“

Þá segir að þessi mál séu almennt lengi í vinnslu og dvelji umsækj­end­urnir þar af leið­andi lengur í búsetu­úr­ræðum Útlend­inga­stofn­un­ar. Sér­ís­lenskar reglur um þessi mál útskýri einnig þessa fjölg­un, en hlut­fall þess­ara mála hefur farið úr innan við 20 pró­ent í 55 pró­sent á tveimur árum.

„Sam­hliða þess­ari fjölgun umsókna gengur erf­ið­lega að flytja ein­stak­linga, sem fengið hafa end­an­lega synjun á umsóknum sínum um vernd, vegna sótt­varn­ar­krafna við­töku­ríkja. Þeir ein­stak­lingar sem lögum sam­kvæmt eiga að yfir­gefa landið neita ítrekað að und­ir­gang­ast PCR-­próf og kom­ast þannig undan fram­kvæmd­inni. Þar sem stjórn­völd hafa engin úrræði til að bregð­ast við stöð­unni dvelj­ast þessir ein­stak­lingar hér á landi áfram með óskerta þjón­ust­u,“ segir í minn­is­blað­inu.

Afleið­ing fram­an­greindrar stöðu, það er fjölgun umsókna og erf­ið­leikar við að fram­kvæma flutn­inga, hafi gert það að verkum að búsetu­úr­ræði Útlend­inga­stofn­unar og sveit­ar­fé­lag­anna þriggja, sem þjón­usta umsækj­endur fyrir stofn­un­ina á grund­velli samn­ings, eru komin að þol­mörk­um, eins og áður seg­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent