Þurfa 15-20 talsmenn fyrir hælisleitendur

Útlendingastofnun telur þörf 15-20 lögfræðingum til að sinna talsmannaþjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þjónustan var áður hjá Rauða krossinum en stjórnvöld endurnýjuðu ekki samninginn.

Hjá Útlendingastofnun eru nú í vinnslu rúmlega 500 umsóknir um vernd frá umsækjendum sem eiga rétt á þjónustu talsmanns.
Hjá Útlendingastofnun eru nú í vinnslu rúmlega 500 umsóknir um vernd frá umsækjendum sem eiga rétt á þjónustu talsmanns.
Auglýsing

Sautján lög­fræð­ingar höfðu fyrir helgi sótt um að vera skráðir sem tals­menn umsækj­enda um alþjóð­lega vernd. Sextán þeirra hafa sýnt fram á full­nægj­andi hæfni. Útlend­inga­stofnun gerir ráð fyrir að þörf sé á 15-20 tals­mönnum en frá og með næstu mán­aða­mótum rennur út samn­ingur dóms­mála­ráðu­neytis og Útlend­inga­stofn­unar við Rauða kross Íslands sem sinnt hefur tals­manna­þjón­ust­unni, auk fjöl­margra ann­arra verk­efna við hæl­is­leit­endur og flótta­menn, frá árinu 2014.

Auglýsing

Rauði kross­inn hafði óskað eftir því að samn­ing­ur­inn yrði end­ur­nýj­aður til eins árs, líkt og heim­ild var fyr­ir, en dóms­mála­ráðu­neytið ákvað að fara aðra leið. Þjón­ustan var hins vegar ekki boðin út, líkt og rætt hafði verið um í sam­skiptum Rauða kross­ins og ráðu­neyt­is­ins, heldur verður þjón­ustan á hendi ein­stakra lög­fræð­inga.

Í byrjun mars aug­lýsti Útlend­inga­stofnun eftir lög­fræð­ingum til að sinna þessu hlut­verki. Þurfa þeir að upp­fylla ákveðin skil­yrði mennt­unar sem og hafa reynslu og þekk­ingu á mála­flokkn­um. Greitt verður sam­kvæmt fyrir fram ákveð­inni verð­skrá.

Sam­­kvæmt útlend­inga­lögum ber Útlend­inga­­stofnun að tryggja umsækj­endum um alþjóð­­lega vernd tals­­mann við með­­­ferð máls hjá stjórn­­völd­­um. Tals­­maður er sá sem talar máli umsækj­anda um alþjóð­­lega vernd hér á landi og gætir hags­muna hans við með­­­ferð máls gagn­vart íslenskum stjórn­­völdum á meðan mál hans er til með­­­ferðar hjá Útlend­inga­­stofnun og eftir atvikum kæru­­nefnd útlend­inga­­mála. Tals­­maður sinnir rétt­­ar­að­­stoð og tals­­manna­­þjón­­ustu vegna umsóknar um alþjóð­­lega vernd á lægra og æðra stjórn­­­sýslu­­stigi í sam­ræmi við vilja umsækj­anda. Hlut­verk tals­­manns hefst við skipun hans og lýkur við end­an­­lega ákvörðun á stjórn­­­sýslu­­stigi.

Í svari Útlend­inga­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvernig til­færslu á opnum málum sem lög­fræð­ingar Rauða kross­ins sinna nú verði háttað frá byrjun maí segir að úthlutun nýrra mála til lög­fræði­teymis Rauða kross­ins hafi þegar verið hætt. Það sé gert til að tryggja að þeir hafi tæki­færi til að klára sín mál.

Í þeim málum sem ekki næst að ljúka áður en samn­ing­ur­inn rennur út hafa tals­menn frest út mán­uð­inn til að sinna gagna­öflun og skila grein­ar­gerð­um. Umsækj­endum í þeim málum verður síðan skip­aður nýr tals­maður fyrir birt­ingu ákvörð­unar og verður það þá hlut­verk nýs tals­manns að leið­beina umsækj­anda um rétt­indi sín í fram­hald­inu.

Mál á kæru­stigi, þ.e. þau sem send eru kæru­nefnd útlend­inga­mála til ákvörð­un­ar, verða færð milli tals­manna með sam­bæri­legum hætti.

Rúm­lega 500 hæl­is­leit­endur

Hjá Útlend­inga­stofnun eru nú í vinnslu rúm­lega 500 umsóknir um vernd frá umsækj­endum sem eiga rétt á þjón­ustu tals­manns, inni í þeirri tölu eru umsækj­endur sem þegar hefur verið úthlutað tals­manni.

Fimmtán lög­fræð­ingum Rauða kross­ins, sem sinntu tals­manna­þjón­ustu hæl­is­leit­enda, var sagt upp störfum er ljóst var að samn­ing­ur­inn við ríkið yrði ekki end­ur­nýj­að­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent