Börn bíða þess óttaslegin að vera send aftur á flótta á meðan við hin njótum „gjafa, matar, friðar og öryggis“

Þingmaður Pírata hvetur Alþingi og innanríkisráðherra að veita börnum á flótta og fjölskyldum þeirra þá jólagjöf að fá tafarlaust hæli hér á landi af mannúðarástæðum.

Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Auglýsing

„Í ár eru 200 börn og ung­menni sem eru á flótta stödd á Íslandi yfir hátíð­irn­ar. Þau eiga það öll sam­eig­in­legt að hafa sótt um vernd á Ísland­i.“

Þannig hóf Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Pírata mál sitt undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í gær.

Hann hélt áfram og sagði að mörg þess­ara barna væru á bil­inu núll til tveggja ára og sum hver ættu ófædd systk­ini. „Sum þeirra hafa ekki enn fengið úrlausn sinna mála og bíða því í óvissu og óör­yggi yfir hátíð­irnar á meðan allt lok­ar. Öðrum hefur verið neitað um vernd og þau bíða þess ótta­slegin að vera vísað úr landi og send aftur á flótta á meðan við hin komum saman og njótum hvert ann­ars, gjafa, mat­ar, friðar og örygg­is.“

Auglýsing

Nú höfum við öll gleymt Alan og öðrum börnum á flótta

Rifj­aði Gísli upp að fyrir sex árum hefði heims­byggðin öll vaknað upp við skelfi­lega mynd af tveggja ára barni á strönd­inni sem hafði drukknað eftir að hafa reynt að flýja til Evr­ópu.

„Heims­byggðin grét Alan litla og þjóð­ar­leið­togar víðs vegar um Evr­ópu opn­uðu hjarta sitt og leyfðu mannúð að ráða för um stund. Nú, sex árum síð­ar, höfum við öll gleymt Alan og öðrum börnum á flótta. Við höfum látið ósann­gjarnar og ómann­úð­legar reglur ráða för.

Þess gjalda þau 200 börn sem þegar eru komin til lands­ins. Nú yfir hátíð­irnar njóta þessi börn stuðn­ings, verk­efnis sjálf­boða­liða Sol­aris og vel­vildar stuðn­ings­að­ila þeirra, og veita við­töku lít­illi vetr­ar­gjöf sem ætlað er að gleðja hjarta þeirra örlítið yfir hátíð­irn­ar,“ sagði hann.

Hvatti Gísli að lokum Alþingi og Jón Gunn­ars­son inn­an­rík­is­ráð­herra til að fylgja for­dæmi Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi, heiðra minn­ingu Alan Kur­di, sýna alvöru­kær­leika í verki og veita þeim börnum sem hingað eru komin og fjöl­skyldum þeirra þá jóla­gjöf að fá taf­ar­laust hæli hér á landi af mann­úð­ar­á­stæð­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent