Auglýsing

Í gær­morgun birt­ist frétt á for­síðu Morg­un­blaðs­ins. Meg­in­mál hennar var 79 orð og hún vís­aði ekki inn á frek­ari umfjöllun inni í blað­inu, líkt og  vani er með stutt­orðar for­síðu­frétt­ir. Fyr­ir­sögn hennar var „Hæl­is­leit­andi safn­aði geyma­sýru á Ásbrú“.

Hér er meg­in­mál frétt­ar­innar í heild sinni: „Hæl­is­leit­andi í búsetu­úr­ræði Útlend­inga­stofn­unar á Ásbrú í Reykja­nesbæ var í vor stað­inn að því að safna sýru úr raf­geymum bif­reiða á brúsa. Þetta hefur Morg­un­blaðið sam­kvæmt áreið­an­legum heim­ild­um, en örygg­is­vörður á svæð­inu mun hafa fundið sýruna í fórum manns­ins. Eftir að málið komst upp var lög­reglu gert við­vart, en ekki er vitað í hvaða til­gangi sýrunni var safn­að. Þá mun hæl­is­leit­and­an­um, sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins, hafa verið vísað úr landi um leið og end­an­leg nið­ur­staða lá fyrir í hæl­is­um­sókn hans.“

­Mynd­skreyt­ing með frétt­inni var frá mót­mælum hæl­is­leit­enda og sýndi lög­reglu vera að beita sér. Í mynda­texta sagði að myndin tengd­ist frétt­inni óbeint. Fréttin var mest lesna fréttin á mbl.is, mest lesna vef lands­ins, í gær. Hún var tekin upp á vef RÚV, þar sem hún var einnig mest lesna fréttin um tíma, á vef Vísis og á vef DV. Þetta eru fjórir mest lesnu vefir lands­ins. 

Flaut sem valdir hópar heyra

Það er ekki sagt berum orðum í frétt­inni að hæl­is­leit­and­inn hafi ætlað sér eitt­hvað illt með sýruna. En það var ljóst að ansi margir sem eru tor­tryggnir gagn­vart hæl­is­leit­end­um, eða bera jafn­vel illan hug til þeirra, ákváðu að barna þá full­yrð­ingu í kjöl­far­ið.

Í þeim skiln­ingi var þetta klass­ískt vel heppnað hunda­flaut, óháð því hvort það hafi verið til­gang­ur­inn eða ekki. Slíkt vísar í hátíðni­hljóð sem hundar geta bara heyrt, ekki menn. Í hug­tak­inu felst að segja eitt­hvað án þess að segja það berum orð­um, og með því ná til ákveð­inna und­ir­hópa sem sjá svo um að setja upp­lýs­ing­arnar í annað og skýr­ara sam­hengi, oft byggt á engu nema til­finn­ingu.

Vert er að taka fram að sú fram­setn­ing Morg­un­blaðs­ins á frétt­inni er alfarið á ábyrgð ábyrgð­ar­manna blaðs­ins, rit­stjór­anna tveggja, en ekki blaða­manns­ins sem skrif­aði frétt­ina. Líkt og er með allt birt frétta­efni í fjöl­miðl­um. Les­and­inn getur aldrei vitað hvort að blaða­maður sé ein­ungis að fram­fylgja skipun yfir­boð­ara eða hvort að hann eigi fram­kvæmd­ina alveg sjálf­ur. Og jafn­vel þá ber rit­stjóra skylda til að tryggja að fréttin inni­haldi nægj­an­legar upp­lýs­ingar til að vera birt­ing­ar­hæf.

Auglýsing
Klukkan tíu mín­útur í sex síð­degis í gær, tólf og hálfum tíma eftir að upp­runa­lega fréttin birt­ist á mbl.is, birti vef­ur­inn fram­halds­frétt þar sem yfir­lög­reglu­þjónn á Suð­ur­nesjum sagði að aldrei hefði komið til þess að lög­regla hefði verið kölluð til með beinum hætti vegna máls­ins og að hún teldi „ólík­­­legt að hann hafi haft í hyggju að skaða aðra með henn­i.“ Hún bætti við að hæl­is­leit­endur væru lík­legri til að skaða sjálfa sig en aðra.

Í Morg­un­blað­inu í dag er svo enn ein fréttin um málið og nú kemur fram að hæl­is­leit­and­inn hafi gefið þá skýr­ingu við yfir­heyrslu að hann hafi ætlað að losa um stíflu í vaski með sýrunni.

Það má hrósa blaða­mönnum Morg­un­blaðs­ins fyrir að hafa haldið áfram með málið og náð að skýra það á end­an­um.

En skað­inn var skeð­ur.

Vona að þú verðir „fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að fá sýru­bað“

Mbl.is dreifði frétt­inni í gegnum Face­book-­síðu sína, sem hefur 73.751 fylgj­end­ur. Fyrstu ummælin undir frétt­inni voru: „Það þarf ekk­ert að dansa í kringum hver til­gang­ur­inn var,“ og svo var tengt inn á Wikipedi­a-­síðu um sýru­árás­ir. Í kjöl­farið fylgdu tugir ummæla. Hér verður farið yfir nokk­ur.  

Karl­maður sagði: „Þeir nota það til að kasta í and­lit fólks. Þeir gera það í Sví­þjóð, Dan­mörku, Englandi. Hvers vegna ætti það að vera öðru­vísi á Ísland­i.“ Kona fylgdi á eftir og sagði: „ Bara senda ALLA þessa HÆL­IS­LEIT­ENDUR BURT úr land­inu STRAX og þeir koma !!!“ Annar bætti við: „Helsta notkun raf­geyma­sýru (fyrir utan raf­geyma) er til sprengu­gerð­ar, (eit­ur-)lyfja, áburðar (og síðan sprengju...) og til að skvetta á kven­fólk sem ekki vill hlýð­ast við­kom­and­i.“

Nær öll ummælin sem eru undir frétt­inni eru í þessum anda. Þeir sem setja þau fram eru búin að draga þá ályktun að við­kom­andi ætl­aði sér að fremja sýru­árás og að hann sé lýsandi fyrir þá hæl­is­leit­endur sem hingað leita eftir betra lífi. Um sé að ræða stór­hættu­legan hóp fólks sem ógni öryggi „al­vöru“ Íslend­inga.

Í umræðu­hópnum Þjóð­leið, þar sem útlend­inga­andúð er mjög ráð­andi, var end­ur­sögn af upp­haf­legu frétt­inni dreift. Í umræðum undir deil­ing­unni sagði kona: „Er fólk HISSA þessir hæl­is­flótta frá islam eru hér aðeins í einum til­gangi og þegar þeir verða nógu margir láta þeir til skara skríða. Hefur ekk­ert með trú að gera islam er stjórn­tæki en ekki trú.“ Annar bætti við: „Mis­ind­is­menn skvetta sýru í and­lit fólks sem afskæmir og veldur blindu - óskilj­an­leg fólska.“ Sá þriðji sagði: „Hvar er núna góða fólkið og No borders og mót­mæli þeirra? Fínt að svona liði sé hent út úr land­in­u.“ Sá sem botn­aði umræð­una sagði: „send þessa allar pöddur og skor­dýr úr land­i.“

Auglýsing
Á Twitter safn­aði not­andi saman ummælum sem hann hafði sjálfur fundið á sam­fé­lags­miðl­um. Þar sagði fólk, undir fullu nafni, meðal ann­ars: „„Þarf að draga til ábyrgðar þetta múslima sleykju­hyski,“ „Henda þessu úr land­i,“ „Bíð bara eftir að einn “flótta­mann­ana“ fremur fyrsta morð árs­ins og allir fatt a að það er bara vesen að hafa þetta fólk. Leifa þeim að vinna að laga sitt eigið land í staðin fyrir að koma með öll vanda­málin sín hingað í frið­sælasta land í heim­i,“ og „Til fjand­ans með hæl­is­leit­endur farnir að draga að sér efni til hriðju­verka,“, „Við vitum hvað muslimar gera við rageyma­sýru...þeir eru ekki að vinna við vís­inda­störf þar sem sýra nýt­ist……..­nei, ein­göngu ætluð til að skaða aðrar mann­eskj­ur. Þetta er algegnt í okkar nágranna­lönd­um,,, fleiri hund­ruð slíkar árásir á ári hverju bara í Bret­land­i...ef ekki yfir þús­und slíkar á ári…,“.

Kona tjáði sig um málið í löngu máli og sagði meðal ann­ars: „Er ekki vitað af hverju hann var að safna sýrunn­i?? Til að fokkin skvetta henni framan í ein­hvern!! Á þetta að vera þjóð­fé­lagið sem ég er að ala dóttur mína upp í, sem er kona!! Þetta hefur ekk­ert með ras­isma að gera, svona menn sem hafa verið aldir upp í ákveðnu sam­fé­lagi telja þessa verkn­aði ekk­ert annað en eðli­leg­t!“. Önnur sagði: „Stjórn­völd vilja okkur illt, í þessum efnum sem öðrum….það mætti halda að þing­menn væru and­setn­ir,,,,, haldnir illum önd­um.“

Höf­undur tísti sjálfur um málið í gær­morgun og annar mið­ill gerði frétt upp úr því. Í ummælum undir þeirri frétt skrif­aði maður undir nafni eft­ir­far­andi: „Mikið óskap­lega ætla ég að vona að þú Þórður ferði fyrsti íslend­ing­ur­inn til að fá sýru­bað. Það yrði kannski til að opna augu þín ef þau væru ekki brennd úr hausnum á þér. Það er eitt að vera veru­leika­fyrr­tur fábjáni en allt annað að verja það sem öllum hugs­andi mönnum skilst hvað hann ætl­aði að gera. Gíf­ur­leg fjölgun sýru­árása í nágranna­löndum okkar af hendi þess­ara sýruskvett­andi múslima nægir ekki til að þið skiljið fyrir hvað þetta hel­víti stend­ur.“ Annar bætti við: „Hann hefur ætlað að skvetta sýruni á ein­hvern til að fá fang­els­is­dóm. Frítt fæði og hús­næði áfram. Þórður Snær Júl­í­us­son er senni­lega með sýru í hausn­um.“

Þetta er ein­ungis brot af þeirri umræðu sem fór fram á sam­fé­lags­miðlum um frétt Morg­un­blaðs­ins.

Þing­maður mætir til leiks

Einn þing­maður tjáði sig um mál­ið, Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks úr Suð­ur­kjör­dæmi. Hann deildi upp­runa­legri frétt Morg­un­blaðs­ins og setti stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi þar sem sagði meðal ann­ars: „Það er veru­lega óþægi­legt fyrir nágranna hæl­is­leit­enda á Ásbrú, sem hafa mátt þola nafn­lausar hring­ingar og hót­anir á erlendu tungu­máli, að sjá frétt um hæl­is­leit­enda á Ásbrú sem tók upp á því að safna geyma­sýru. Ekki dettur mér það til hugar að fal­legur og góður ásetn­ingur liggi þar að baki en kann það þó að vera að ég hafi rangt fyrir mér.“

Nú er vert að rifja upp að lög­reglan var þegar búin að segja á þessum tíma opin­ber­lega að hún taldi umræddan hæl­is­leit­anda ekki lík­legan til að ætla að skaða nokkurn mann. Ásmundur hefur marg­sinnis áður borið á torg sam­bæri­legan mál­flutn­ing þar sem hæl­is­leit­endur eru tor­tryggðir og sterk­lega gefið í skyn að þeir ógni öryggi Íslend­inga. Um það má t.d. lesa hér og hér.

Auglýsing
Þekktasta dæmið er þegar hann, tveimur vikum fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, birti aðsenda grein í Morg­un­blað­inu þar sem hann hélt ýmsu fram um hæl­­is­­leit­endur sem átti sér enga stoð í raun­veru­­leik­an­­um. Í grein­inni stillti Ásmundur hæl­­is­­leit­endum að ósekju upp sem ástæðu þess að eldri borg­­arar og öryrkjar liðu skort með afar óskamm­feilnum hætti. Hægt er að lesa ítar­­lega hrakn­ingu með vísum í stað­­reyndir á því sem hann hélt þar fram hér.

Póli­tík Ásmundar hefur orðið öðrum hvatn­ing. Í frægu sam­tali sex þing­manna á Klaustri í lok nóv­em­ber í fyrra var meðal ann­ars rætt um hversu mót­tæki­legir kjós­endur í Suð­ur­kjör­dæmi væru fyrir kyn­þátta­hyggju og útlend­inga­andúð. Ólafur Ísleifs­son sagði þar að það væri „aug­ljós mark­aður fyrir þessi sjón­ar­mið í Suð­ur­kjör­dæmi.“

Það sæist meðal ann­ars á því að Ásmundi Frið­riks­syni hefði gengið vel í próf­kjörum þar þrátt fyrir að hann hefði verið að skrifa það sem „and­stæð­ingar hans kalla ras­ista­grein­ar“.

Mik­il­vægi fjöl­miðla

Umræðan á Íslandi fer hratt versn­andi. Stað­reyndir skipta minna og minna máli og mál­flutn­ingur sem byggir ekki á raun­veru­leik­anum eins og hann er, heldur raun­veru­leika sem ákveðnir múgæs­ing­ar­menn halda fram að sé til stað­ar, fer mjög víða. Ástæð­una er að finna í því að sam­fé­lags­miðlar gera dreif­ingu á áróðri, hálf­sann­leik, ósann­indum og afbök­unum mun auð­veld­ari og þeir sem það stunda eru orðnir mun betri og bíræfn­ari í dreif­ingu slíks efn­is.

Það er hægt að kaupa raf­geyma­sýru á brúsa út í búð. Lítr­inn kostar 605 krónur. Það að safna slíkri afurð á brúsa er því ekki á neinn hátt ólög­legt. Þvert á móti. Í ofan­greindu til­felli ákvað ótrú­legur fjöldi fólks hins vegar að dæma mann fyrir hugs­un­ar­glæp. Þ.e. glæp sem hafði ekki verið fram­inn né lá nokkuð fyrir um að til stæði að fremja. Glæp­ur­inn var að vera múslími og ætla að fram­kvæma sýru­árás. Hvor­ugt kom fram í frétt­inni sem notuð var til að barna hugs­un­ar­glæp­inn.

Í þessu umhverfi er mjög mik­il­vægt fyrir fjöl­miðla að vanda til verka og sýna að þeir ætli sér ekki að verða hluti af vanda­mál­inu heldur lausn­inni. Mik­il­vægi þeirra til að greina Kjarn­ann frá hism­inu hefur lík­ast til aldrei verið meira en nú.

Til þess eru þeir, eða eiga að minnsta kosti að vera. Til þess að segja satt og upp­lýsa almenn­ing.

Það mis­fórst í gær.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari