Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, bregst við leið­ara sem ég skrif­aði, og birt­ist á Kjarn­anum á föstu­dag, í aðsendri ­grein sem birt­ist á Press­unni í dag. Svar­grein Ásmundar er á­huga­verð ­fyrir margar sak­ir. Þar tínir þing­mað­ur­inn til alls kyns al­hæf­ingar um að ég sé svona og hinseg­in, hrekur ekk­ert sem ég sagði í umrædd­um ­leið­ara, fer fram með atvinnuróg og klykkir út með því að kalla mig „ras­ista umræð­unn­ar“ fyrir að kalla hann ras­ista.Ég segi að greinin sé áhuga­verð vegna þess að hún er skóla­bók­ar­dæmi um ­mál­flutn­ing sem kjör­inn full­trúi getur ekki leyft sér að bera á borð. Við sem hann starfar fyrir þurfum að geta gert strang­ari kröfur til­ þeirra en það sem Ásmundur býður upp á. Og ég vona að Ásmundur mun­i ein­hvern tím­ann átta sig á því.

Blóm­ið Ás­mundur

Í leið­ara mínum á föstu­dag lagði ég út frá­ skil­grein­ingu á hug­tak­in­u ras­ismi sam­kvæmt íslenskri orða­bók. Sam­kvæmt henni nær hug­takið yfir­ þá hug­mynd að kyn­þættir mann­kyns séu eðl­is­ó­líkir og að sumir séu æðri en aðr­ir, án þess að geta fært nein hald­bær rök fyrir því. Á grund­velli þeirrar hug­myndar vilja ras­istar mis­muna. Þeir vilja verja hina æðri fyrir hinum lægri. Út frá umræddu hug­taki hafa ýmis­ al­þjóða­sam­tök, m.a. Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, smíðað og notað hug­tak­ið ­menn­ing­ar­legur ras­ismi. Sá sem til­einkar sér slíkan ras­isma dregur upp­ tví­skipta mynd af sínum menn­ing­ar­heimi ann­ars vegar og útlend­ingum og öllum utan­að­kom­andi hins veg­ar. Skiptir heim­inum upp í „við“ og „hin­ir“. Svart­hvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“.Um­mæli Ásmundar um bak­grunns­skoðun allra múslima á Íslandi, þar sem ­trú við­kom­andi er aðgrein­ing­ar­at­riðið sem aðskilur „okk­ur“ frá „hin­um“, eru menn­ing­ar­legur ras­ismi sam­kvæmt ofan­greindri skil­grein­ingu. Það er eng­inn vafi á því. Við getum alveg fundið annað fal­legra orð yfir­ þessar skoð­anir ef orðið „ras­isti“ situr svona illa í Ásmundi. Við ­getum þess vegna sagt að hann sé blóm. En hann er samt sem áður blóm ­sem vill mis­muna fólki og skerða frelsi þess á grund­velli ­trú­ar­skoð­ana.

Rök eru for­senda vit­rænnar umræðu

Í svar­grein sinni segir Ásmundur að ég hafi veg­ið ómak­lega að sér og ­seg­ist upp­lifa umræð­una þannig að hver sá sem stígi fram í henni þurf­i að vera „sér­fræð­ingur í trú­ar­bragða­fræð­um, íslam eða mál­efn­um flótta­manna og hæl­is­leit­enda svo mark sé á honum tek­ið.[...]Það þarf enga sér­fræði­að­stoð til að átta sig á því að auð­vitað fylgja því einnig áhætta að opna landa­mærin án þess að auka eft­ir­lit.“Því fer fjarri að ég geri þá kröfu að allir séu mér sam­mála. Raunar er ­for­senda rök­ræðu sem leiðir að betri ákvörð­un­ar­töku að fólk sem er ­saman í sam­fé­lagi sé ósam­mála og geti tek­ist mál­efna­lega á. Sú ­gagn­rýni sem ég var fyrst og síð­ast að setja fram í leið­ar­anum snérist um að mál­flutn­ingur Ásmund­ar, og ann­arra sem hafa látið sam­bæri­leg orð ­falla, byggir ekki á rök­um, stað­reyndum eða vísun í rann­sókn­ir. Hann ­byggir á til­finn­ingu.Góðar ákvarð­anir eru ekki teknar byggðar á til­finn­ingu. Við eig­um að geta ­gert mun rík­ari kröfur til þing­manna okkar en að þeir leyfi sér að tala ­með jafn óábyrgum hætti um jafn mik­il­væg ­mál­efni. Að mál­flutn­ingur þeirra standi ekki og falli með því sem Ás­mundur heldur að „al­menn­ingur hafi áhyggjur af“ eða vegna þess að Ás­mundur deilir þessum áhyggjum (sem hann bjó sjálfur til) með­ óskil­greindum „al­menn­ingi á Ísland­i“.Ás­mundur leggur síðan út frá því að ég, sem gangi „sof­andi á feigðar­ósi“ að hans mati, vilji opna hér allar gáttir til að hleypa inn­ hæl­is­leit­endum og flótta­mönn­um. Það er ein­fald­lega ekki rétt og ég ­segi það aldrei í umræddum leið­ara.Ég benti hins vegar á að Íslend­ingar eru að eld­ast mjög hratt (­stað­reynd), að það mun skorta vinnu­afl hér­lendis í fram­tíð­inni til að við getum við­haldið lífs­gæðum (stað­reynd) og á fjöl­margar rann­sókn­ir ­sem sýna að inn­flytj­endur auka fram­leiðni í þeim sam­fé­lögum sem þeir flytja til og hækka þar með í flestum til­fellum laun og hag­sæld þeirra ­sem fyrir eru. Það séu því líka efna­hags­leg rök fyrir því að fjölga inn­flytj­endum hér­lendis ekki síður en mann­úð­leg rök.Við það má svo bæta að ég er þeirrar skoð­unar að það séu sterk ­menn­ing­ar­leg rök fyrir auknum fjölda inn­flytj­enda. Fjöl­breytt­ari flór­a ­mann­lífs á Íslandi mun bæta sam­fé­lagið og gera stjórn­sýslu þess á end­anum fag­legri. Ég geri mér grein fyrir að sú skoðun er umdeild og ætl­ast sann­ar­lega ekki til þess að heit­ustu aðdá­endur lít­illa breyt­inga á Íslandi taki undir hana með mér.

Auglýsing

Skoð­ana­kúg­un að gagn­rýna fabúler­ingar

Þegar þarna er komið í grein­inni er Ásmundur kom­inn á skrið. Án þess að hafa fram að þessu borið á borð ein ein­ustu rök sem telj­ast mega ­mál­efna­leg eða vit­ræn til að bregð­ast við leið­ar­anum segir Ásmundur að ­skrif mín séu: „Aumk­un­ar­verður og rök­laus mál­flutn­ingur reiða manns­ins ­sem elur á hatri og afbrýði­semi út í náung­ann. Skrifin Þórðar Snæs eru aldrei upp­byggi­leg. Þau eru flest þannig gerð að þau ýta undir úlfúð og andúð. Af hverju leggur hann ekki metnað í að vera með upp­lýsand­i um­ræðu sem dregur fram mis­mun­andi sjón­ar­mið? Af hverju er metn­að­ur­ “­rit­stjór­ans” ekki meiri í þá átt?“Það er ýmis­legt við þessa síð­ustu máls­grein að athuga. Ásmundur ásak­ar mig t.d. um rök­leysu þrátt fyrir að skrif mín, ólíkt hans, styðj­ist við opin­bera skil­grein­ingu á hug­tökum og bendi á rann­sóknir mál­inu til­ ­stuðn­ings. Ef ég skil hann rétt þá er ég bara sjálfur ras­isti fyrir að hafa kallað hann ras­ista. Þessi „nei þú!“-rök þing­manns­ins eru ­skemmti­leg rök­leysa, en þau eru samt rök­leysa.Hitt er alvar­legra þegar þing­manni finnst hann vera í stöðu til að ­segja fjöl­miðli að hann eigi ekki að gagn­rýna. Það ýti undir úlfúð og andúð. Síðan beinir þing­mað­ur­inn okkur á þær brautir sem hann telur að ­fjöl­miðlaum­fjöllun ætti að á vera þannig að hún geti betur fallið að hans skoð­unum og mann­gerð.Ljóst er að Ásmundi finnst ekki mikið til þess sem hann kall­ar blogg­fjöl­miðla koma. Hann kallar mig „rit­stjóra“ innan gæsalappa og finnst við aug­ljós­lega vera ann­ars flokks fjöl­miðla­fyr­ir­bæri. Hann skil­greinir reyndar ekki hverjir falla undir þennan hatt og hverj­ir telj­ast alvöru fjöl­miðlar með rit­stjórum sem þurfa ekki að vera inn­an­ ­gæsalappa. En hann er frjáls að þess­ari skoðun þótt að áhuga­vert væri ­fyrir okkur sem vinnum á Kjarn­an­um, og erum með sam­an­lagða ára­tuga ­reynslu af því að vinna á fjöl­miðl­um, að fá kennslu í grunn­at­rið­u­m fags­ins frá Ásmundi, sem hefur aldrei starfað á slíkum og hefur nú op­in­berað gjör­sam­lega van­þekk­ingu á eðli þeirra.

En Ásmund­ur, sem spurði einu sinni á opin­berum vett­vangi hvort „bak­grunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi [hafi] verið kann­aður og hvort ein­hverjir „ís­lenskir múslimar" hafi farið í þjálf­un­ar­búð­ir hryðju­verka­manna eða barist í Afganistan, Sýr­land eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima“, er þeirrar skoð­unar að skrif mín end­ur­spegli allt það sem sé að í umræð­unni í dag. Þau séu skoð­ana­kúg­un.

Þar er kannski stærsti ásteyt­ing­ar­steinn­inn. Ásmund­ur, og aðrir til­finn­ing­araka­menn sem deila með honum skoð­un­um, telja kröf­una um að þeir rök­styðji mál sitt með raun­veru­leik­anum vera það sem er að um­ræð­unni í dag. Á sama tíma finnst öðrum, sem telja fjöl­menn­ingu og inn­flytj­enda­mál vera risa­stórt verk­efni sem þurfi að takast á við, að rök­leysur Ásmundar og félaga sé það sem standi umræð­unn­i ­fyrir þrif­um. Ég virði skoð­anir ann­arra en ég áskil mér rétt að kalla eftir rök­stuðn­ingi fyrir þeim og að sjálf­sögðu að vera ósam­mála ef sá rök­stuðn­ingur er annað hvort ekki til stað­ar, er afar slakur eða tómt rugl.

Til­hæfu­lausum­ á­sök­unum fylgir ábyrgð

Það sem er alvar­legt við grein Ásmund­ar, og ég vona að hann og ­sam­starfs­fólk hans í stjórn­málum geri sér grein fyrir eftir á, eru þær á­virð­ingar og sá rógur sem hann setur síðan fram. Í milli­fyr­ir­sögn ­greinar sinnar seg­ir: „Blogg­fjöl­miðlar ættu að upp­lýsa um póli­tísk ­tengsl og hags­muna­tengsl“. Síðan segir þing­mað­ur­inn að þegar umræð­an ­þró­ist með þessum hætti „og blogg­arar eins og Þórður Snær, sem kalla ­sig fjöl­miðla­menn en eru í raun þátt­tak­endur í stjórn­mál­um, hann er ­úlfur í sauða­gæru. Þórður Snær og hans líkir hafa þann eina til­gang að ­fæla fólk frá umræð­unni og hafa þannig áhrif á við­horf almenn­ings.“Fyrst er vert að benda þing­manninnum á að eign­ar­hald, ­rit­stjórn­ar­stefna og aðrar hags­muna­upp­lýs­ingar eru skráðar hjá op­in­berri stofnun sem heitir Fjöl­miðla­nefnd, og var sett á fót af Al­þing­inu sem hann situr á. Þar getur Ásmundur séð allar upp­lýs­ing­ar ­sem hann vill um eig­endur Kjarn­ans og ann­arra fjöl­miðla. Hér er hlekkur þangað sem þing­mað­ur­inn getur nýtt sér í þeirri þekk­ing­ar­leit. Póli­tískir hags­munir eða -tengsl Kjarn­ans, þeirra sem starfa á honum og ­stýra, eru eng­ir. Allar aðrar upp­lýs­ingar um okkur eru aðgengi­legar á heima­síðu mið­ils­ins og ég er auk þess boð­inn og búinn að veita all­ar við­bót­ar­upp­lýs­ingar sem þing­mað­ur­inn óskar eftir til að tryggja hon­um frið­sælan næt­ur­svefn.Aug­ljós til­gangur Ásmundar er að gefa í skyn að Kjarn­inn, og ég ­sér­stak­lega, séum ekki að stunda fjöl­miðlun til að upp­lýsa les­endur og veita valda­stofn­unum sam­fé­lags­ins aðhald heldur til þess að ganga er­inda ein­hverra ónefndra stjórn­mála­afla í sauða­gærunni. Þetta er auð­vitað vel þekkt aðferð þeirra sem geta ekki tek­ist mál­efna­lega á. Þá ráð­ast þeir að ein­stak­ling­unum sem setja fram and­stæða skoðun eða ­fjöl­miðl­inum sem þeir vinna hjá. Mað­ur, bolti og allt það.Á öðrum stað í grein sinni segir Ásmundur að ef „ein­hver er með aðr­ar ­skoð­anir en vinstra­liðið í skot­gröf­unum þá eru við­kom­andi úthróp­að­ur­, um­ræðan kölluð hat­ursum­ræða og fólk stimplað ras­ist­ar.“ Ef Ásmund­ur ætlar sér að flokka alla sem vinstri menn sem hafa lýst því yfir á op­in­berum vett­vangi að þeir séu honum ósam­mála þá er hann að lýsa þeirri skoðun að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­insvara­for­maður hans og nýkjör­inn rit­ari séu allt vinstra­lið í skot­gröf­um. Öll hafa þau ­nefni­lega gagn­rýnt Ásmund fyrir ummæli sín og skoð­anir á inn­flytj­enda­málum á opin­berum vett­vangi. Áslaug Arna ­Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði það meira að segja átak­an­leg­t að vera í sama flokki og Ásmund­ur.

Skiln­ings­leysi ­gagn­vart gagn­rýni

Ég held að stærsta vanda­mál Ásmundar sé það að hann skilur ekki ­gagn­rýn­ina sem sett er fram á hann. Hann virð­ist ekki skilja að hann ­sem þing­maður þarf að rök­styðja skoð­anir sínar með öðru en því sem hann seg­ist hafa heyrt hjá óskil­greindum almenn­ingi eða til­finn­ing­um ­sem hell­ast yfir hann þegar hann sér fréttir um voða­verk sturl­aðra ­manna í útlönd­um. Ásmundur er frjáls að skoð­unum sín­um. En hann verð­ur­ að geta sætt sig við að slíkar skoð­anir séu gagn­rýndar þegar þær eru ­jafn illa und­ir­byggð­ar.

Ás­mundur má vísa ummælum mínum um að hann sé ras­isti til allra þeirra ­föð­ur­húsa sem hann finn­ur. Það breytir því ekki hver skil­grein­ingin á hug­tak­inu ras­isti er. Ég er þeirrar skoð­unar að það nái vel yfir­ ­skoð­anir Ásmundar Frið­riks­sonar og hef nú rakið það tví­vegis í nokkuð löngu máli. Honum finnst ekk­ert varið í það að vera kall­að­ur­ ras­isti.

Svo verður hver og einn bara að meta hvor okkar honum finnst hafa rétt fyr­ir­ ­sér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None