Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, ásakar þrjá nafn­greinda fjöl­miðla, Kjarn­ann, Stund­ina og RÚV, um ein­elti og óheil­indi í við­tali við útvarps­stöð­ina Bylgj­una í gær­morg­un. Hann atyrti sömu fjöl­miðla úr pontu Alþingis á mið­viku­dag og ásak­aði þá um að ganga erinda stjórn­mála­afls.

Í þing­ræð­unni sagði Ásmund­ur: „„Ég sagði óvart SS-sveit­in. Sér­fræð­ing­arnir að sunn­an. Það fannst mér mjög mið­ur. Og hafi ég ætlað að vera með eitt­hvað gátt­læti í huga á þess­ari stundu, sem var mjög alvar­leg, að þá var það ekki svo. En það stóð ekki á við­brögð­un­um. Pírat­arnir stóðu hér upp og fóru að bendla mig við stormsveitir þriðja rík­is­ins. Og það er eins og þegar þeir tala um mig í þessum sal, að það er eins og bóndi blístri á hlýð­inn smala­hund, þegar Stundin og Kjarn­inn, í þessu til­felli, og oft­ast Rík­is­út­varp­ið, taka upp eftir þeim það sem ég mis­mælti mig hér í gær. Og þeir fara að bera mig saman við þessa morð­óðu hunda frá Þýska­land­i.“

Í við­tal­inu við Bylgj­una sagð­ist Ásmundur hafa upp­lifað ein­elti frá áður­nefndum þremur fjöl­miðlum og bætti við: „Frá því að ég fór að tala um hæl­is­leit­end­ur, þá hef ég verið settur á svartan lista af ákveðnum hópi fólks, fjöl­miðla­fólks. Það er bara alveg nákvæm­lega sama hvað ég segi í þing­inu, ef það er eitt­hvað and­stætt þeirra hug­sjónum eða ég er með skoð­anir sem þeim fellur ekki í geð, þá er ég bara tek­inn.“

Ásmundur tal­aði um SS-sveitir

Skil­grein­ingin á ein­elti er eft­ir­far­andi: Ein­elti er ofbeldi þar sem einn eða fleiri ráð­ast að einum og beita hann ofbeldi yfir lengri tíma.

Nú skulum við fara yfir nokkrar stað­reynd­ir. Í þing­ræðu sinni um fisk­eldi á þriðju­dag sagði Ásmund­ur: „En það er ein­hver SS-sveit, sveit sér­fræð­inga að sunn­an, sem kemur alltaf í veg fyrir að eitt­hvað ger­ist á Vest­fjörð­u­m.“

Auglýsing
Ummælin voru frétt­næm fyrir tvennar sak­ir. Í fyrsta lagi vegna þess að Ásmundur ásak­aði óskil­greindan hóp um að standa í vegi fyrir fram­förum á ákveðnum lands­hluta. Í öðru lagi vegna þess að þau voru klaufa­leg og bjuggu til vafasöm hug­renn­inga­tengsl, vegna þess að SS-sveitir eru sögu­legar dráps­sveitir nas­ista. Fyr­ir­sögnin á frétt Kjarn­ans var: „Sagði SS-­sveit sér­fræð­inga að sunnan koma í veg fyrir fram­farir á Vest­fjörð­u­m“. Und­ir­fyr­ir­sögn hennar var: „Þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks sagði að SS-sveitir sér­fræð­inga að sunnan kæmu í veg fyrir að atvinnu­líf, sam­göngur og virkj­anir fái að rísa á Vest­fjörð­um. Hann sagð­ist ekki hafa verið að not­ast við lík­indi við sér­sveit nas­ista.“

Þannig að það var sér­stak­lega tekið fram að Ásmund­ur, sem sjálfur valdi að not­ast við orðin SS-­sveit í mál­flutn­ingi sín­um, hefði ekki átt við sér­sveit nas­ista. Slíkt var eðli­lega end­ur­tekið í meg­in­máli frétt­ar­inn­ar.

En Ásmundur skautar yfir þetta í eigin fórn­ar­lamba­væð­ingu. Það að fjöl­mið­ill segi frétt af mál­flutn­ingi þing­manns í pontu Alþingis er bara ein­elti að hans mati. Það er ekki honum að kenna hvað hann seg­ir, heldur þeim sem segja frá því.

Ásmundur rukk­aði fyrir akstur

Ásmundur var að eigin sögn líka beittur ein­elti að hálfu þriggja fjöl­miðla í umfjöllun um akst­ur­s­pen­inga sem hann þáði á síð­asta ári. Í því máli var opin­berað í svari við fyr­ir­spurn þing­manns að Ásmundur hefði keyrt 47.644 kíló­metra vegna starfs síns á árinu 2017 þrátt fyrir að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur, stjórn­ar­slit, kosn­ing­ar, páska­frí, jóla­frí og ótrú­lega langt sum­ar­frí hafi gert það að verkum að ein­ungis 80 dagar fóru undir þing- og nefnd­ar­fundi á því ári. Hann fékk 4,6 millj­ónir króna end­ur­greiddar frá Alþingi vegna þess kostn­að­ar, eða 385 þús­und krónur á mán­uði að með­al­tali. Eng­inn annar þing­maður fékk nálægt því jafn mikið end­ur­greitt, enda dugði upp­gefin keyrsla til að keyra 36 sinnum í kringum landið.

Fjöl­miðlar fjöll­uðu eðli­lega mikið um þessi mál því aug­ljóst var að pottur væri brot­inn. Og við blasti að hluti þing­manna hafði látið Alþingi, og þar með skatt­greið­end­ur, greiða fyrir akstur í próf­kjörs­bar­áttu sinni. Um það sagði Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is: „Eigum við bara að hafa það skýrt að þátt­­taka í próf­­kjörum er ekki til­­efni til að senda inn eigin reikn­ing?“

Alþingi var á end­anum sam­mála því að end­ur­greiðslu­kerfið væri galið, það byði upp á mis­notkun og regl­unum var breytt í kjöl­far­ið. Við­bót­ar­greiðslur til þing­manna eru nú opin­berar á vef þings­ins.

Og hverju skil­aði það? Jú, því að þing­menn fengu sam­tals 4,9 millj­ónir króna end­­ur­greiddar frá Alþingi vegna akst­­urs eigin bif­­reiða á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2018, eða um 701 þús­und krónur á mán­uði sam­tals. Ef end­­ur­greiðslur yrðu sam­­bæri­­legar síð­­­ustu fimm mán­uði árs­ins munu heild­­ar­greiðslur vegna akst­­urs eigin bif­­reiða nema um 8,4 millj­­ónum króna.

Alls hafa þing­­menn síðan til við­­bótar leigt sér bíla­­leig­u­bíla fyrir 11,3 millj­­ónir króna á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins.

Í fyrra, á árinu 2017, fengu þing­­menn sam­tals 29,2 millj­­ónir króna end­­ur­greiddar vegna akst­­ur­s­­kostn­að­­ar, eða 2,4 millj­­ónir króna á mán­uði.

Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2018 er heild­ar­kostn­aður Ásmundar vegna keyrslu inn­an­lands (á eigin bíl, bíla­leigu­bílum og vegna elds­neytis­kostn­að­ar) 1.665 þús­und krón­ur. Ef það með­al­tal heldur út árið verður heild­ar­kostn­aður vegna þeirra ferða hans 2.498 þús­und krón­ur. Kostn­aður skatt­greið­enda vegna keyrslu Ásmundar verður því rétt rúm­lega helm­ingur þess sem hann var í fyrra.

En Ásmundur er samt fórn­ar­lamb ein­eltis þriggja fjöl­miðla.

Ásmundur fór með stað­lausa stafi um múslima

Ásmundur segir rót ein­elt­is­ins sem hann telur sig verða fyrir vera þá að hann hafi farið að tala um hæl­is­leit­end­ur. Þorað að taka umræð­una.  Nú skal rifjað upp, sam­heng­is­ins vegna, að Ásmundur hefur tví­vegis ákveðið að tjá sig opin­ber­lega um ann­ars vegar múslima og hins vegar hæl­is­leit­endur með hætti sem átti ekk­ert skylt við raun­veru­leik­ann.

Auglýsing
Í fyrra skiptið birti hann stöðu­upp­færslu á Face­book snemma árs 2015, í kjöl­far árása á skrif­­stofu Charlie Hebdo í Frakk­landi, þar sem hann velti því fyrir sér hvort bak­grunnur þeirra 1.500 múslima sem bjuggu á Íslandi hafi verið kann­aður með það að leið­­­ar­­­ljósi að kom­­­ast að því hvort þeir hefðu „farið í þjálf­un­­­ar­­­búðir hryðju­verka­­­manna eða barist í Afganistan, Sýr­land eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima.“ Ásmundur við­­­ur­­­kenndi síðar að hann þekkt­i ­sam­­­fé­lag múslima „nán­­­ast ekki neitt“. Fjöl­miðlar fjöll­uðu um málið og öll þáver­andi for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins gagn­rýni Ásmund harð­lega fyrir ummæli hans. Núver­andi rit­ari flokks­ins sagði meðal ann­ars að það væri „væg­ast sagt átak­an­legt að vera í sama flokki og Ásmundur Frið­riks­son. For­­dómar og fáfræði ein­­kenna ummæli hans og passa engan veg­inn við þær frelsis og frjáls­­lynd­is­hug­­myndir sem ég trúi að meiri­hluti Sjálf­­stæð­is­­manna standa fyr­­ir. Velti fyrir mér hvort hann eigi ekki betur heima í öðrum flokki sem hefur gælt við þessar skoð­­anir áður með mjög ósmekk­­legum hætt­i."

Ásmundur brást við gagn­rýni á þessi ummæli sín með því að kalla þá sem köll­uðu hann ras­ista fyrir að segja hluti sem falla undir skil­grein­ingu hug­taks­ins...ras­ista. Hann var fórn­ar­lamb­ið. Sá sem varð fyrir ein­elti.

Ásmundur skrif­aði hræðslu­á­róður um hæl­is­leit­endur

Tveimur vikum fyrir síð­ustu kosn­ingar ákvað Ásmundur að birta aðsenda grein í Morg­un­blað­inu þar sem hann hélt ýmsu fram um hæl­is­leit­endur sem átti sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um. Hann setti ein­fald­lega fram ósann­indi og ömur­legan hræðslu­á­róð­ur. Og stillti upp hæl­is­leit­endum að ósekju upp sem ástæðu þess að eldri borg­arar og öryrkjar liðu skort með afar óskamm­feilnum hætti. Hægt er að lesa ítar­lega hrakn­ingu með vísum í stað­reyndir á því sem hann hélt þar fram hér.

Fjöl­miðl­ar, þar á meðal Kjarn­inn, fjöll­uðu eðli­lega um þessa grein. Aldrei áður hafði þing­maður stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins skrifað grein tveimur vikum fyrir kosn­ingar sem var drekk­hlaðin útlend­inga­andúð og stað­leys­um. Raunar hefur útlend­inga­andúð bless­un­ar­lega verið að mestu bundin við jað­ar­flokka í íslenskum stjórn­málum hingað til. Fram­ganga Ásmund­ar, og skortur á við­brögðum innan flokks við henni, var því afar frétt­næm.

En Ásmundi fannst vegið að mál­frelsi sínu, sem hann telur að nái yfir það að segja hvað sem er án þess að því sé svarað eða stað­reynt. Annað er ein­elti.

Byrði Ásmundar og ann­arra mið­aldra hvítra karla

Ásmundur kvart­aði einnig yfir því á Bylgj­unni í gær­morgun að það væri „engar síur gerð­ar“ hjá fjöl­miðl­um. Þar átti hann við að þátt­ar­stjórn­andi Silf­urs­ins á RÚV hefði í febr­úar síð­ast­liðnum átt með ein­hverjum hætti að koma í veg fyrir að gestur þátt­ar­ins, þing­maður Pírata, segði að rök­studdur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið að sér fé í akst­urs­mál­inu. „Því var haldið fram í mörgum fjöl­miðlum að ég væri þjófur og það er þyngra en tárum tekur að búa við það. Ég er mjög við­kvæmur fyrir því.“

Auglýsing
Með þessum orðum sýnir Ásmundur að hann hefur hvorki skiln­ing á til­gangi fjöl­miðla – að upp­lýsa almenn­ing og setja hluti í sam­hengi – né lögum um fjöl­miðla, sem taka það skýrt fram að við­mæl­endur bera sjálfir ábyrgð á eigin orð­um.

Það er örugg­lega erfitt að vera hvítur mið­aldra karl í sam­fé­lagi þar sem réttur slíkra til að segja og gera óboð­lega hluti er ekki lengur alger. Sumir þeirra líða vít­isk­valir yfir því að mega ekki lengur koma fram af óvirð­ingu eða með lít­il­lækk­andi hætti við kon­ur. Öðrum, eins og Ásmundi, líður illa yfir því að mál­frelsi þeirra til að bera á borð van­hugs­aða, og oft á tíðum meið­andi, orð­ræðu fylgi ekki frið­helgi gagn­vart rétt­mætri og eðli­legri gagn­rýni.

Ásmundur ber ábyrgð á því sem Ásmundur segir og ger­ir 

Þessir menn eru ekki fórn­ar­lömb og það er móðgun við þá sem raun­veru­lega verða fyrir ein­elti að kalla umfjöllun fjöl­miðla um orð og gjörðir stjórn­mála­manns slíkt.

Við Ásmund Frið­riks­son er ein­ungis þetta að segja: þeir sem bjóða sig fram til að gegna opin­berum störfum verða að þola umræðu og umfjöllun um störf þeirra. Það er ekki ein­elti heldur aðhald.

Þessi þrjú mál sem hann tínir til eru öll þess eðlis að frétta­flutn­ingur um þau er full­kom­lega eðli­legur og nauð­syn­leg­ur. Og öll málin eru til komin vegna þess að Ásmundur tók ákvarð­anir um að segja eða gera þá hluti sem eru and­lag frétt­anna.

Það voru ekki fjöl­miðlar sem ákváðu að fara með stað­lausa stafi um hæl­is­leit­end­ur, heldur Ásmundur Frið­riks­son. Það voru ekki fjöl­miðlar sem rukk­uðu Alþingi 4,6 millj­ónir króna á einu ári fyrir keyrslu, heldur Ásmundur Frið­riks­son. Og það voru ekki fjöl­miðlar sem ákváðu að tala um SS-sveitir í pontu Alþing­is, heldur Ásmundur Frið­riks­son.

Ef þing­mann­inum svíður að um hann sé fjallað vegna axar­skafta þá ætti hann að líta í eigin barm. Hann ber ábyrgð á eigin orðum og gjörð­um, ekki sá sem segir frá þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari