Áslaug Arna: Átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur

14219043598_e24f73d9ad_k-1.jpg
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, spurði að því á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi hvort bak­grunnur múslima á Íslandi hafi verið kann­að­ur, og hvort ein­hverjir þeirra hafi farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna eða barist í löndum þar sem „óöld ríkir meðal múslima.“

Í við­tali við Vísi segir Ásmundur að hann sé að vekja umræðu um þessi mál. „Ég velti því fyrir mér hvort við þurfum að hafa áhyggjur af því að hér leyn­ist slíkt fólk. Ég hef ekki hug­mynd um það. Mér finnst að við eigum að taka umræð­una um það. Hvað við viljum gera og hvernig við viljum standa að þessu,“ segir Ásmundur og þver­tekur fyrir að ummæli hans lit­ist af ras­isma.

Auglýsing

Er að stinga upp á ofsóknum

Ummæli Ásmundar hafa vakið upp hörð við­brögð, meðal ann­ars úr hans eigin flokki. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður Heimdall­ar, segir á Face­book-­síðu sinni að það sé „væg­ast sagt átak­an­legt“ að vera í sama flokki og Ásmund­ur. „For­dómar og fáfræði ein­kenna ummæli hans og passa engan veg­inn við þær frelsis og frjáls­lynd­is­hug­myndir sem ég trúi að meiri­hluti Sjálf­stæð­is­manna standa fyr­ir. Velti fyrir mér hvort hann eigi ekki betur heima í öðrum flokki sem hefur gælt við þessar skoð­anir áður með mjög ósmekk­legum hætt­i."

Áslaug Arna er harðorð í garð Ásmundar. Áslaug Arna er harð­orð í garð Ásmund­ar.

Þá hefur þing­maður Pírata, Helgi Hrafn Gunn­ars­son, gagn­rýnt ummæli Ásmundar harð­lega. Hann segir þessa umræðu vera um það hvort Ísland ætti að heim­ila ofsóknir á hendur agn­arsmáum minni­hluta­hóp vegna trú­ar­bragða hans.  „Þú varst í alvör­unni að stinga upp á ofsóknum án þess að þú endi­lega gerir þér grein fyrir því.

Upp­fært 10:30: Magnús Júl­í­us­son, for­maður Sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna, segir á Face­book-­síðu sinni að ummæli Ásmundar vekji hjá sér óhug og séu í engu sam­ræmi við grunn­gildi Sjálf­stæð­is­flokks­ins um ein­stak­lings­frelsi og borg­ara­rétt­indi. „Ás­mundur Frið­riks­son þarf að átta sig á því að sjálf­sögð borg­ara­rétt­indi falla ekki niður vegna hryðju­verka­árása ofstæk­is­manna.“

Upp­fært 11:40: Áslaug Frið­riks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur einnig tjáð sig um mál­ið. Hún segir Ásmund á algjörum villi­götum og að hann eigi að biðj­ast afsök­un­ar. „Er það virki­lega hug­mynd þing­manns­ins að fara að draga fólk í dilka eftir því hvaða trú það aðhyllist algjör­lega þvert á stjórn­ar­skrá og almenn mann­rétt­indi í land­in­u.“

Færsla Ásmund­ar:Erum við örugg á Íslandi.Í Dan­mörku eins og um allan heim er hug­ur­inn með Frönsku þjóð­inni. Við­bjóðs­leg hryðju­verk í nafni múslima er for­dæmd. Ég velti fyrir mér hvort við séum óhult á Ísland­i. Ég spyr; Hefur inn­an­rík­is­ráðu­neytið eða lög­reglan gripið til ein­hverra ráð­staf­ana til að vernda Íslend­inga fyrir slíkum árásum? Hefur bak­grunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kann­aður og hvort ein­hverjir "ís­lenskir múslimar" hafi farið í þjálf­un­ar­búðir hryðju­verka­manna eða barist í Afganistan, Sýr­land eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima. Mér hefur ekki áður dottið í hug að spyrja slíkra spurn­inga því ég trúi alltaf á það góða í öllu fólki en það á ekki lengur við þegar öryggi þjóð­ar­innar er und­ir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiFréttir
None