Að komast yfir erfiðleika er óútreiknalegt

Ástþór Ólafsson fjallar um það hvernig fólk tekst á við erfiðleika sem það hefur orðið fyrir í lífinu.

Auglýsing

Þegar við sem ein­stak­lingar í þess­ari ver­öld eða þessu víð­tæka sam­fé­lagi tök­umst á við erf­ið­leika getum við upp­lifað þá með tvennum hætti; látið erf­ið­leika hafa nei­kvæð áhrif á okkur eða jákvæð áhrif á okk­ur. Það fyrra snýr að því að horfa á erf­ið­leik­ana sem frá­hrind­andi og óstjórn­lega, sem getur búið til lakk­ari for­spá fyrir mögu­legri nið­ur­stöðu. Með þessu getum við byrjað að lifa undir mögu­legri getu, sem er óásætt­an­legt og í fram­haldi getur mikil dep­urð, óvissa og kvíði verið tíður gestur í okkar til­vist. Þetta getur orðið til þess að við byrjum að skil­greina okkur út frá þessu sem ein­stak­lingur í þessu sam­fé­lagi. Það seinna snýr að því að horfa á erf­ið­leik­ana sem áskorun og stjórn­lega sem getur knúið okkar til þraut­segju sem verður til þess að við lif­um, að mögu­legri getu eða yfir getu sem verður okkar skil­grein­ing. Þetta að sjálf­sögðu setur upp þessa and­stæðu sem við erum stans­laust að vinna með í okkar til­veru og tog­streitan er sú spenna sem mynd­ast sömu­leið­is. Hvernig þetta horfir við mér, er ef við skor­umst á við erf­ið­leik­ana, eru meiri líkur á því að erf­ið­leikar verði að styrk­leikum heldur en and­stæð­unni. Vegna þess að það er jafn mikil óvissa að skor­ast undan og ekki, en óvissan við að skor­ast á við, gefur okkur heild­stæð­ari merk­ingu eftir á að hyggja. Vegna þess að við höfum tek­ist á við óviss­una, lág­markað kvíðan og sömu­leiðis dep­urð­ina sem er grund­vall­ar­skil­yrði til að lifa að sem mögu­legri bestu getu á hverjum tíma­punkti fyrir sig.

Vegna þeirra lífs stað­reynda að við getum aldrei úti­lokað dep­urð eða kvíða þá er þetta okkar væn­leg­asta leið í líf­inu til að stjórna þeirri spennu sem felst í því að kom­ast yfir kvíð­an, dep­urð­ina og óviss­una. Við getum ekki verið með vonir eða vænt­ingar um meira þar sem þetta er hluti af okkar þróun sem mann­eskjur við að takast á við nátt­úr­una og sköp­unar verk henn­ar.

Carl Jung var ein af þeim fyrstu til að skoða erf­ið­leika í vest­rænu sam­fé­lagi en á undan honum var búið að hug­leiða þetta út frá Búdd­isma og Kon­fús­í­isma frá þeirri aust­ur­lenskri heim­speki í tengslum við þau áhrif sem erf­ið­leikar geta haft á á menn­eskj­una með til­lit til and­stæðu sjón­ar­horns­ins sem Jung var hlynnt­ur; að kom­ast yfir erf­ið­leika eða ekki.

Auglýsing

Carl Jung og sál­fræði­legar flækjur

Gæð­lækn­ir­inn Carl Jung sem er höf­undur seinni bylgju sál­grein­ing­ar­innar (psychoana­lys­is) sem Sigu­mund Freud setti af stað á sínum tíma. En sá fyrr­nefndi vann mikið með erf­ið­leika eða sál­fræði­legar flækjur (comp­lex­es) eins og hann kall­aði það hjá fólki sem tókst á við erf­ið­leika í sínu umhverfi. Hann var í upp­hafi undir áhrifum frá læri­föður sínum Freud sem breyt­ist síð­an, en Freud taldi að erf­ið­leikar eða áföll ættu sín orsaka­tengsl að rekja til kyn­lífs lang­ana sem bæði kyn myndu finna fyrir á sínum yngri árum gagn­vart móður og föður sín­um. Drengir hefðu til­hneig­ingu fyrir því að vera hrifnir af móður sinni og urðu öfund­sjúkir út í föður sinn á meðan stúlkur urðu hrifnar af föður sínum og öfunds­verðar út í móður sína. Hann taldi að þarna gæti líka átt sér stað gagn­kvæmt sam­band á milli for­eldra og barns. Þetta átti að útskýra og túlka þann sálá­grein­ing sem ein­stak­ling­ur­inn getur tek­ist á við seinna á sínu lífs­skeiði. En Freud greindi þetta með flókn­ari hætti og kall­aði fram kenn­ingar í tengslum við kyn­hneigð fólks sem hægt er að skoða nánar í bók um kenn­ingar Freuds.

En Jung taldi að kyn­lífs lang­anir gætu útli­stað ein­hverja hlið af sál­fræði­legum flækjum en væri frekar eins­leit hug­mynd til heild­ina lit­ið. Hann vildi meina að sál­fræði­legar flækjur ættu frekar sér stað þegar ein­stak­lingi mis­tekst að aðlag­ast nýjum aðstæðum eða umhverfi eftir að hafa tek­ist á við ein­hver krefj­andi verk­efni í líf­inu. Að horfa til for­tíðar ein­göngu væri óhjá­kvæmi­legt án nútiðar til að geta áttað sig á sál­fræði­legum flækjum almenni­lega. Hann taldi sömu­leiðis að leiðin að fram­tíð­inni lægi í því að leysa sál­fræði­legar flækjur hjá ein­stak­lingn­um. En til að skilja hvaðan sál­fræði­legar flækjur koma í hugsun og starfi hjá Jung þarf að fara inn á aðra kenn­ingu um forn­myndir sem hann lagði fram á sínum tíma.

Forn­myndir

Hann dróg fram þá ályktun að við myndum búa við svo­kall­aða forn­myndir (arche­types) sem er föst svip­mynd sem verður til á ein­hverjum tím­punkti í gegnum fjöl­skyldu okk­ar, menn­ingu, og trúa­brögð alveg óháð tíma og rúmi. Þessar forn­myndir er ómeð­vit­aðar vegna þess að þær spanna þróun fjöl­skyldu okkar langt aftur um tíma, menn­ingu þess og eru oft í sterkri teng­ingu við trú­ar­brögð. Þessar forn­myndir búa til þann ein­stak­ling sem við stöndum frammi fyrir í dag. Eins og forn­myndir af móður og föður geta einmitt verið mik­il­vægur hlutur til að skoða og átta okkur á hvað býr á bak­við ein­stak­ling­inn. Ef ein­stak­lingur ólst upp við að for­eldrar hans voru harð­dug­leg, stöðugt í vinnu en náðu þrátt fyrir að sinna góðu upp­eldi á börn­unum sínum og kenndum þeim út frá sterkum gild­um, þá eru líkur á að þessar forn­myndir eigi eftir að seil­ast djúpt undir okkar und­ir­lag og skil­greina okkur með ein­hverjum hætti hvernig við tengj­umst umheim­in­um. Með þessu, þróum við með okkur þessa hugs­un, við­horf og við­miðun í líf­inu sem verður nær und­an­tekn­ing­ar­laust sú með­vit­und sem ramm­ast út frá þessum forn­myndum sem segir til um hvernig við bregð­umst við umhverf­inu í náinni fram­tíð. Forn­myndir geta líka tengst menn­ingu og trúa­brögðum eins og Plató og Jésús Krist sem ristir en dýpra í okkar dul­vit­und. Hann vildi meina að með forn­myndum væri hægt að finna upp­runa sál­fræði­legra flækna, binda ein­hvern skiln­ing í kringum þær og skil­greina í kjöl­far­ið.

Sam­runi sál­fræði­lega flækna og forn­mynda

Þar af leið­andi í þessum forn­myndum taldi Jung að sál­fræði­legar flækjur gætu átt sinn mögu­lega upp­haf­s­punkt að þeirri upp­lifun og skynjun sem ein­stak­lingur hefur af raun­veru­leik­an­um. Vegna þess að forn­myndir eru margs­konar og geta dregið upp öðru­vísi lögun af umhverf­inu eins og heim­il­is­of­beldi, áfeng­is- og vímu­efna­vand­kvæði eða kyn­ferð­is­legri mis­notk­un. Þessar forn­myndir gætu búið til skekkju í þroska ein­stak­lings sem verður til þess að ein­stak­lingur ómeð­vitað þróa með sér þessa forn­myndir og við­heldur þeim sál­fræði­legum flækjum sem hafa átt sér stað í gegnum tím­ans rás. Hann taldi að þarna gæti verið til­hneig­ing fyrir ein­stak­ling að mis­takast að aðlag­ast nýjum aðstæðum og umhverfi með því að halda í þessa þróun í stað­inn fyrir að snúa henni við. Hann vildi meina að svörun við þess­ari þróun ætti sér stað í með­vit­uðu ferða­lagi þar sem ein­stak­lingur myndi hafa vilja og kraft til að end­ur­taka ekki þetta hegð­unar munst­ur. Umleið og þetta hegð­unar munstur yrði mætt væri ein­stak­lingur að hafa áhrif á og breyta um forn­myndir sem væri honum til góðs og börnin hans myndu upp­lifa og draga fram úr umhverf­inu betrumbæta forn­myndir sem myndu mögu­lega lág­marka sál­fræði­legar flækjur í okkar umhverfi. Þessar kenn­ingar og meira er hægt að nálg­ast í eft­ir­far­andi bókum (Jung, 1991; Storr, 2013).

Sam­fé­lagið

Ef við horfum út í sam­fé­lagið eins og staðan er í dag þá er með engum vafa hægt að segja að við séum að takast á við sál­fræði­legar flækjur sem tengj­ast okkar forn­mynd­um. Margir hverjir hafa átt for­eldra sem hafa sett aðra þætti í for­gangs­röðun til að svara sínum vilja og löng­un. Það eru senni­lega margar ástæður fyrir því að við finnum fyrir kvíða, dep­urð, og óvissu sér­stak­lega þegar við höfum alist upp við slíkar aðstæður að heim­il­is­of­beldi eða áfeng­is- og vímu­efna áneytjun eða kyn­ferð­is­leg mis­notkun er orðin við­miðun og við­horf sem gerir báðum for­eldrum eða for­eldri erfitt fyrir að finna sig knú­inn til að breyta um umhverfi. Margir búa eða bjuggu við þessar aðstæður sem getur verið sterkur orsaka­valdur fyrir hnignun í líðan og markar þá stefnu í líf­inu.

Jung vildi meina að við þurfum að mæta þess­ari þróun ótt­ans eða þeirri ógn sem felst í sál­fræði­legum flækjum með kröft­ugum hætti til að geta breytt út af lag­inu með til­hneig­ingu fyrir því að fyrri aðstæður verði nýtar til að kalla fram aðrar forn­myndir með lág­mörkun á sál­fræði­legum flækj­um. En þessar aðstæður eru oft­ast ekk­ert auð­veldar til viður­eignar en óvissan fyrir því að kom­ast yfir þessa erf­ið­leika er þess virði og getur gefið erf­ið­leik­unum merk­ingu til lengri tíma lit­ið. Það er ósköp ein­falt að segja með þessum hætti að hér er hægt að lag­færa og betrumbæta sál­fræði­legar flækjur út frá forn­mynd­um. En hann taldi að ein­stak­lingur þyrfti að horfa djúpt inn á við, horfa á sjálfan sig í sam­ræmi fjöl­skyldu sína og velta fyrir sér því hlut­verki sem hefur átt sér stað. Þar af leið­andi, fara í spurn­ing­ar­ferð­ar­lag sem hik­laust mun leiða okkar að orsak­ar­vald­inum sem sé upp­spretta hins ákjós­an­lega og ásætt­an­lega stað. En það getur verið erfitt að fara í þenna leið­angur vegna þessa að við gætum fundið margt sem við erum ósam­mála sem varpar fram and­stæð­um, óþægi­legum við­brögð­um, og afneitun til að byrja með en hægt og bít­andi förum við að sjá að þetta ný sjón­ar­horn er aðlög­un­ar­fært og gæfu­ríkt. Því meira sem við venjum okkur á að leita af svörum við spurn­ingum sem okkur finnst við ekki hafa fengið svör við, ættum við alls ekki að láta und­an, því þar gæti upp­hafið leg­ið.

Hann bendi einnig líka á að lífið snýst ekki um að bæla niður hugsun og til­finn­ingar er varðar sál­fræði­legar flækj­ur, vegna þess að það er hin mesta áskorun að lifa með þeim í sátt og sam­leidd, og að forð­ast þær ekki, því þá fáum við tæki­færi til að nota þær og umbreyta þeim í styrk­leika. Sú hugsun að kom­ast yfir erf­ið­leik­ana með þessum hætti varð einmitt að vendi­punkti í til­vist­ar­með­ferð (logother­apy) hans Viktor Frank­l´s sem er þriðja bylgjan í sál­grein­ing­unni. Frankl tal­aði einmitt um að finna til­gang í erf­ið­leik­unum er þýð­ing­ar­verður þáttur sem varð til þess að fræði­menn fóru að velta fyrir sér seiglu ein­stak­lings­ins, per­sónu­legir eig­in­leikar í tengslum við ytri aðstæð­ur. Það er engin til­viljun að erf­ið­leikar í líf­inu sé mætt með þess­ari hugsun og nálgun enda búið að vera rann­sókn­ar­efni síðan byrjun 20. ald­ar­innar undir áhrifum aust­ur­lenskri heim­speki langt aftur um tím­ann.

Við þurfum að við­halda þessu hug­ar­fari að dýptin í sál­ar­lífi ein­stak­lings getur greint fyrir um sál­fræði­legar flækjur sem er nauð­syn­legur þáttur að vinna á og horfa á þessar forn­myndir sem er svip­myndir fjöl­skyld­unn­ar, menn­ingu og trú­ar­bragða. En þessi nálgun mun að sjálf­sögðu taka sinn tíma enda mann­eskjan flókin skepna í óút­reikna­legu ferða­lagi.

Höf­undur er áhuga­maður um sál­grein­ingu og seiglu­ráð­gjafi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar