Orð og ábyrgð

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um málþóf Miðflokksins vegna þriðja orkupakkans.

Auglýsing

Þegar laga­frum­varp hefur verið rætt í 135 klst telst það mál­þóf. Þótt fyrr hefði ver­ið. Á Alþingi, ólíkt mörgum þjóð­þing­um, hefur mál­þóf verið talið til gæða meðal þeirra sem eru í stjórn­ar­and­stöðu. Með því megi tefja eða hindra að mál nái fram til næstu umræðu og jafn­vel eyða því með öllu. Mál­þóf hafa allir flokkar stundað en sjaldan með árangri sem þæf­endur sætta sig við.

Í lögum um þing­sköp leyf­ist þing­mönnum að halda, eins oft og þeim sýnist, 5 mín­útna ræðu, eftir að hafa talað í 20 mín. í fyrsta sinn og 10 mín. í annað sinn. Það er allur gald­ur­inn; 50 ræður (!) ef svo verkast. Til að kæta þá sem fyrir mál­þóf­inu verða hefur ný leið verið reynd til að bæta um bet­ur. Svo­nefnd andsvör við ræðum hafa auðgað umræður á þingi. Þau eru í reynd ekki réttur þing­manns, heldur leyfð af for­seta. Til­gang­ur­inn er aug­ljós (og heitið lík­a): Fyrst og fremst sá að and­stæð­ingur getur spurt ræðu­mann eða gert athuga­semd við orð hans, fengið við­bragð, komið aftur í pontu og ítrekað eða spurt aftur og fengið ný við­brögð. Engar reglur eru um andsvör, aðrar en tíma­lengd og fjöldi and­svara við hverri ræðu. Fyrir hefur komið að sam­herji í stjórn­ar­liði spyrji sam­starfs­mann ein­hvers en það heyrir til und­an­tekn­inga. Sam­herji úr flokki ræðu­manns hefur örsjaldan nýtt sér and­svar enda í engu í sam­ræmi við þetta leyfi til and­svara. For­seti getur bannað slíkt og eru þess for­dæmi.

Mið­flokk­ur­inn hóf mál­þóf fyrir löngu og hefur sett allt þing­hald úr skorð­um. Ólíkt öllu öðru mál­þófi er hann einn að verki, ekki stjórn­ar­and­staða gegn stjórn­ar­lið­um, og hann fer með andsvör í öllum ræðum þannig að úr verður sam­ræða sömu fáu þing­mann­anna. Flokk­ur­inn og sam­herjar hans í mál­inu úr öðrum skoð­ana­hópum telja for­seta bera ábyrgð á mál­þóf­inu af því hann, eða a.m.k. 9 þing­menn, leggja ekki fyrir þing­sal til atkvæða að umræðum skuli hætt (71. grein þing­skapa). Heim­ild­inni hefur nær aldrei verið beitt vegna þess að ræðu­rétt­ur­inn hefur verið tal­inn ganga fyrir öllu og auð­velt fyrir þann sem fyrir slitum verður að barma sér sem fórn­ar­lamb rit­skoð­un­ar, jafn­vel ofbeld­is. Í stað þess er reynt að höfða til ábyrgðar máls­þæ­f­enda og leyfa þeim að eiga svið­ið, meðan stætt er.

Auglýsing

Sömu and­stæð­ingar máls­ins, sem til umræðu er, láta eins og ábyrgð á mál­þófi sé for­seta af því „hann hafi dag­skrár­vald­ið“ og geti ekki aðeins stöðvað umræður heldur líka raðað málum á dag­skrá eins og honum einum sýn­ist. Góð stjórnun þings und­an­farna ára­tugi hefur falist í að ljúka umræðu sem hafin er og hafa hana eins sam­fellda og unnt er (jafn­vel með næt­ur­fund­um). Enn fremur með því að dag­skrá nokk­urra daga eða viku í einu er unnin með for­sætis­nefnd í sam­ræmi við þing­sköp en ekki ákveðin af for­seta ein­um, nema þegar allt þrýt­ur. Umræðum um til­tekið mál er jafnan aðeins frestað tíma­bundið (eins og for­seti gerði nú í lok maí) en þó lengur ef máls­hefj­andi, flokkur hans eða sam­starfs­flokkar ákveða það. Stundum er reynt að semja um lok mál­þófs, þegar sýnt er að helstu rök telj­ast komin fram. Oft­ast hætta menn þó mál­þófi af sjálfs­dáð­um. Af öllu þessu leiðir að höf­uð­á­byrgðin á málþófi og mis­notkun and­svara er Mið­flokks­ins eins enda vita menn þar gjörla hve langt þeir geta gengið án harðra við­bragða.

Um mál­þófið má almennt segja að það er and­stætt helstu við­miðum hefð­bund­ins (borg­ara­legs) lýð­ræð­is. Minni­hluti getur ekki talið sig eiga ótak­mark­aðan tafarétt við afgreiðslu í hvaða félagi eða hópi sem setur sér lýð­ræð­is­regl­ur. Vel má hugsa sér mál­skots­rétt minni­hluta, háðan ströngum regl­um, til allra sem hóp­ur­inn vinnur fyr­ir, en auk þess væru tak­mörk fyrir því eftir fyr­ir­ferð og yfir­gripi máls. Án meiri­hluta­valds er ekki hægt að ná árangri við stjórn­un, ef og þegar sam­staða næst ekki. Þess vegna eru hafðar upp reglur sem miða að því að meiri­hluti geti þjónað sam­fé­lag­inu með því að afgreiða mál eftir fag­legar og póli­tískar umræð­ur. Sann­girni meiri­hluta í garð minni­hluta felst meðal ann­ars í því að hann nái að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi og jafn­vel móta afgreiðslu mála, allt eftir póli­tísku afli. Á móti reynir upp­lýstur og sann­gjarn minni­hluti að virða þau sann­indi að ávallt kemur að þeim tíma að rök með og á móti í máli eru ljós orð­in. Minni­hluti hefur jafna ábyrgð og meiri­hluti á því að mál fái þá afgreiðslu sem fram fæst að lok­um. Ábyrgð í umræðum felst í því nýta tíma í raun­veru­legar rök­ræður og frelsið í því að nýta það þar til ljós mynd af and­stæðum sjón­ar­mið­um, eða sam­stöðu, er til orð­in. Linnu­lausar end­ur­tekn­ingar og mála­leng­ingar eru and­stæðar borg­ara­legu lýð­ræði og því sið­ræna mati að bæði meiri- og minni­hluti geti haft rangt fyrir sér. Að end­ingu axla menn ábyrgð á mál­flutn­ingi eins og til er sáð og ljúka máls­með­ferð. Stað­reyndir skipta líka meg­in­máli í lýð­ræð­is­legri umræðu en þar líta menn oft ólíkum augum á silfrið.

Ég hef ávallt verið mót­fall­inn fund­ar­sköpum sem leyfa mál­þóf eins og hér um ræð­ir. Tel tvær leiðir færir til breyt­inga. Önnur er sú að heim­ila til­tek­inn ræðu­tíma í heild fyrir frum­vörp og þings­á­lykt­anir (ræðu­tími til ann­ars er þegar tak­mark­að­ur). Klukku­stunda­fjöld­ann hlýtur að vera hægt að festa í ljósi reynslu og með sam­þykki flokka á þingi. Hin leiðin er sú að gera rétt auk­ins meiri­hluta þings til að stöðva umræðu eins hvers­dags­legan og unnt er. Með ein­hverju móti tekst flestum öðrum þingum að koma í veg fyrir mál­þóf af því tagi sem við þekkjum leið­ustu dæmin um á Alþingi.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar