Skylda eða skynsemi?

Stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðarmanna fjalar um af hverju það er slæm hugmynd að leiða í lög hjálmskyldu fyrir allt hjólreiðafólk að 18 ára aldri.

Auglýsing

Eftir tæpa 4 ára­tugi með nán­ast óbreytt umferð­ar­lög er útlit fyrir að loks­ins tak­ist að ljúka heild­ar­end­ur­skoðun þessa mik­il­væga laga­bálks. Margt gott er að finna í frum­varp­inu sem um þessar mundir er til umræðu á Alþingi en eitt atriði sér­stak­lega er þó allrar gagn­rýni vert.

Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd hefur í með­höndlun sinni á frum­varp­inu kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að það sé nauð­syn­legt að skylda hjól­reiða­fólk með lögum til að nota hjálma við hjól­reið­ar, allt fram til 18 ára ald­urs, sjá nefnd­ar­á­lit hér. Í fyrri umræðu var markið þó sett við 15 ára aldur og helstu rök nefnd­ar­innar fyrir breyt­ingu á ald­urs­tak­mark­inu eru þau að það sé ekki fyrr en við 18 ára aldur að fólk er orðið fylli­lega ábyrgt fyrir sjálfu sér og hegðun sinni í umferð­inni. Þetta hlýtur að telj­ast frekar hæpin útskýr­ing þar sem sami laga­bálkur gerir ráð fyrir að treysta megi 17 ára ung­lingum til að aka rúm­lega 3ja tonna bif­reiðum með fleiri hund­ruð hest­öflum á 90 km/klst um þjóð­vegi lands­ins, en þeim virð­ist ekki treystandi til að stíga upp á reið­hjól á leið í skól­ann í hverf­inu heima án þess að setja upp hjálm. Það er því engu lík­ara en verið sé að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk ánetj­ist reið­hjólum áður en bíl­prófs­aldr­inum er náð.

Til að koma í veg fyrir að umræðan um hjálma­skyldu lendi á villi­götum er mjög mik­il­vægt að greina á milli tveggja náskyldra hug­taka, nefni­lega hjálma­skyldu ann­ars vegar og hjálma­notk­unar hins veg­ar. Lands­sam­tök Hjól­reiða­manna (LHM) og aðrir hags­muna­að­ilar tengdir hjól­reiðum styðja að sjálf­sögðu almenna hjálma­notkun þeirra sem það velja, enda geta flestir reið­hjóla­hjálmar komið að ágætu gagni við minni óhöpp. Hjálm­notkun er almenn skyn­sam­leg, sér­stak­lega hjá þeim sem eru byrj­endur eða óvanir að hjóla í umferð os­frv. Vilji fólk kynna sér hvaða hlut­verk reið­hjóla­hjálmum er ætlað og hvernig þeir eru álags­próf­aðir má benda á evr­ópskan stað­al EN1078 sem fjallar um þær kröfur sem hjól­reiða­hjálmar þurfa að upp­fylla.

Auglýsing

Í nefnd­ar­á­liti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar er vísað í upp­lýs­ingar frá sveit­ar­stjórna- og sam­göngu­ráðu­neyti um að engar rann­sóknir séu til sem sýni að lög­bundin hjálma­skylda dragi úr hjól­reiðum almennt. Þetta er stórfurðu­leg full­yrð­ing og bein­línis röng. Reyndar er orða­lag­inu nokkuð lævís­lega hagað þannig að til að telj­ast mark­tækar verði slíkar rann­sóknir að taka af „allan vafa”. Hvenær í mann­kyns­sög­unni var síð­ast gerð töl­fræði­leg rann­sókn sem tók af “allan vafa”? Á síð­ast­liðnum 10 árum hafa nokkur ríki og sumar borgir fallið frá eða rýmkað lög­bundna hjálma­skyldu, t.d. Malta, Bosn­ía, Ísr­ael og Dalla­s í Texa­s á­samt Mexík­ó­borg í Mexíkó. Þetta er bein­línis gert vegna þess að hjól­reiða­fólki á þessum stöðum fækk­aði stór­lega við hjálma­skyld­una. Þetta hlýtur emb­ætt­is­fólk sveit­ar­stjórna- og sam­göngu­ráðu­neytis að geta aflað sér nán­ari upp­lýs­inga um ef vilj­inn er fyrir hendi, t.d. hér og hér.

Í nýlegu útvarps­við­tali ­sagði Jón Gunn­ars­son for­maður umhverf­is- og sam­göngu­nefndar að hjálma­skylda væri nauð­syn­leg af því að í íslenskri umferð­ar­menn­ingu væri „ekki eins rík hefð fyrir því að taka til­lit til hjól­reiða­manna eins og í öðrum lönd­um”. Þetta er ekki hægt að skilja öðru­vísi en svo að það standi ekki til að reyna að hafa nein áhrif á þessa óþrosk­uðu umferð­ar­menn­ingu og því verði hjól­reiða­fólk bara að verj­ast og víg­bú­ast. Kannski væri frekar ráð að auka fjár­fram­lög til Sam­göngu­stofu svo hægt verði að útbúa fleiri kynn­ing­ar­her­ferðir um hvernig við sköpum betri umferð­ar­menn­ingu?

Í þessu sam­hengi er líka vert að nefna að þrátt fyrir mik­inn vöxt í fjölda þeirra sem nota reið­hjól reglu­lega hefur ekki þótt nein ástæða til að upp­færa náms­skrá til öku­rétt­inda eða það kennslu­efni sem notað er til að fræða öku­menn um rétta hegðun í nágrenni við hjólandi umferð. Öryggi hjól­reiða­fólks í umferð­inni er þar með alger­lega á þeirra eigin ábyrgð óháð færni öku­manna í nágrenn­inu því í kennslu­gögnum til öku­rétt­inda er lítið minnst á hjól­reiða­fólk nema þá helst sem ein­hvers konar kjána sem kunna engar umferð­ar­regl­ur, hvað þá að hjól­reiða­fólk fari eftir þeim.

Þó ekki sé til nein áreið­an­leg rann­sókn um hjálm­notkun á Íslandi bendir ýmis­legt til að hlut­fallið sé nokkuð hátt, jafn­vel mun hærra en í mörgum löndum sem við berum okkur saman við og auð­vitað er engin ástæða til að draga þar úr. Til að sann­fær­ast þarf ekki annað en stilla sér upp í 5 mín­útur á hvaða götu­horni sem er í Dan­mörku eða Hollandi. Þó hefur almennt gengið ágæt­lega að fá hjól­reiða­fólk á Íslandi til að nota hjálma. Til dæmis gera allir þeir staðir sem bjóða almenn­ingi eða skráðum félags­mönnum upp á að æfa hjól­reiðar sem íþrótt kröfu um að fólk noti hjálma á æfingum og í keppni. Innan hjól­reiða­sam­fé­lags­ins er þannig jákvæður jafn­ingja­þrýst­ingur á að sem flestir noti hjálma. Sér­stök átök hafa líka verið gerð í því að skapa sömu við­horf og sams konar jákvæðan þrýst­ing meðal barna, t.d. með her­ferðum þar sem fyr­ir­tæki eða félaga­sam­tök hafa gefið ákveðnum árgöngum í skólum hjálma til notk­un­ar. Þessi átök hafa kostað tölu­verða vinnu en að sama skapi skilað góðum árangri.

Það verður því ekki séð eða skilið út frá nein­um hand­bærum rökum hvernig umhverf­is- og sam­göngu­nefnd hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu sinni að það sé nauð­syn­legt að skylda ungt fólk með lögum til að nota hjálma við hjól­reið­ar. Brot á slíkri skyldu hafa heldur engin við­ur­lög í för með sér og því hlýtur að telj­ast ein­kenni­legt að halda að laga­skyldan hafi ein­hverja raun­veru­lega þýð­ingu. Nið­ur­staða nefnd­ar­innar er sér­stak­lega und­ar­leg í ljósi þess að reynsla ann­arra þjóða af sam­bæri­legri laga­setn­ingu er almennt mjög nei­kvæð þegar heild­ar­myndin er skoðuð nán­ar.

Reynsla Ástr­ala

Á árunum 1982 til 1989, áður en hjálma­skylda var sett á víð­ast hvar í Ástr­al­íu, tvö­fald­að­ist fjöldi þeirra Ástr­ala sem reglu­lega nota reið­hjól sem ­ferða­máta. Það er því vel hægt að líkja þeirri fjölgun við þá aukn­ingu sem nýlega hefur orðið í fjölda hjól­reiða­manna og kvenna hér á landi á und­an­förnum ára­tug. Á sama tíma­bili fækk­aði banaslysum hjól­reiða­fólks um nær helm­ing (48%) og alvar­lega slös­uðum fækk­aði um þriðj­ung (33%) áður en lög­bundin hjálma­skylda var sett á. Að því er virð­ist til að bregð­ast við þess­ari miklu fækkun alvar­legra meiðsla sett­u Ástr­a­l­ar al­menna hjálma­skyldu í lög árið 1992. Nær sam­stundis fækk­aði um þriðj­ung (30%) því fólki sem not­aði reið­hjól sem dag­legan ferða­máta, t.d. til og frá vinnu (úr 2,1% í 1,4%). Það tók 10 ár fyrir þennan hóp að ná aftur sama fjölda, en þá hafði inn­lögnum hjól­reiða­fólks vegna slysa fjölgað um rúm 20%. Það er stað­reynd að eftir að lögin tóku gildi fækk­aði höf­uð­meiðslum hjól­reiða­fólks lít­il­lega (-1,6%), en þar með er ekki öll sagan sögð. Á sama tíma varð mun meiri fækkun í alvar­legum höf­uð­meiðslum gang­andi veg­far­enda (-2,5%), sem höfðu þó ekki verið skyld­aðir til að nota hjálma. Skýr­ingin liggur í umfangs­mik­illi aug­lýs­inga­her­ferð sem var sett í gang sam­tímis og dró úr bæði hraða- og ölv­un­arakstri öku­manna. Árang­ur­inn hafði því ekk­ert með hjálma­skyld­una að gera heldur mikið frekar það að öku­menn óku síður ölv­aðir eða of hratt.

Annar merki­legur hlutur gerð­ist um leið og Ástr­a­l­ar ­settu lög um hjálma­skyldu. Hlut­fall kvenna af heild­ar­fjölda hjólandi veg­far­enda lækk­aði um þriðj­ung (30%). Skýr­ingin liggur í þeirri við­horfs­breyt­ingu sem varð með laga­setn­ing­unni því nú þótti kven­fólki hjól­reiðar of hættu­legar og þær hættu því að nota þennan heilsu­sam­lega, um­hverf­is­væna og hag­kvæma ferða­máta. Það er engin ástæða til ann­ars en áætla að það sama ger­ist hér á landi verði lög­bundin hjálma­skylda inn­leidd.

Reynsla Svía

Svíar breyttu sinni lög­gjöf árið 2005. Hjálma­skylda þar nær til barna undir 15 ára aldri. Þar sem sak­hæf­is­aldur í Sví­þjóð er einmitt 15 ár hefur það samt engar form­legar refs­ingar eða ávítur í för með sér fyrir barn undir þeim aldri sem virðir ekki hjálma­skyld­una og því má alveg velta fyrir sér hver til­gang­ur­inn er. Tölu­verð fækkun reið­hjóla­fólks eftir gild­is­töku lag­anna er stað­reynd. Rann­sókn var gerð í kjöl­far laga­setn­ing­ar­inn­ar, með það að mark­miði að stað­festa virkni hjálma­skyld­unnar við að draga úr höf­uð­meiðsl­um. Nið­ur­staðan kom rann­sak­endum hins vegar mjög á óvart. Meðal stúlkna varð engin breyt­ing í fjölda eða alvar­leika höf­uð­á­verka. Meðal drengja varð hlut­falls­leg breyt­ing, þ.e. hjól­reiða­slys þar sem hlutu­st höf­uð­meiðsl ­sem hlut­fall af heild­ar­fjölda slysa lækk­aði lít­il­lega, um tæp­lega 10%. Hins vegar kom í ljós við nán­ari skoðun að það var ekki vegna þess að höf­uð­meiðslum fækk­aði heldur frekar vegna þess að öðrum meiðslum fjölg­aði. Þessi rann­sókn stað­festir að þegar hjálma­skylda er komin á virð­ast drengir ekki fara eins var­lega og hljóta því oftar alls kyns minni háttar meiðsl. 

Reynsla Ný-­Sjá­lend­inga 

Á Nýja-­Sjá­landi var hjálma­skylda inn­leidd í byrjun árs­ins 1994. Töl­fræðin þaðan sýnir að áhrifin urðu helst þau að mik­ill fjöldi fólks (50%) hætti að nota reið­hjól sem dag­legt far­ar­tæki. Ungt fólk hætti að hjóla til skóla og full­orðnir hjól­uðu ekki lengur til vinnu. Hins vegar varð engin breyt­ing í hlut­falls­legum fjölda lát­inna eða alvar­lega slas­aðra hjólandi veg­far­enda í umferð­ar­slys­um. Hjól­reiða­fólk var þá og er enn nærri 3% allra þeirra sem lát­ast í umferð­ar­slysum þar í landi og sú tala hélst óbreytt frá 1990 fram til 2010. Sömu­leiðis er hlut­fall hjól­reiða­fólks um 6% allra þeirra sem slasast alvar­lega í umferð­inni þrátt fyrir helm­ings­fækkun hjólandi veg­far­enda.

Sér­staka athygli vekur að á Nýja-­Sjá­landi varð lang­mest fækkun hjól­reiða­fólks meðal ald­urs­hóps­ins 15-19 ára. Áður en hjálma­skyldan var sett á hjól­uðu 18% ungra pilta til skóla og vinnu, eftir laga­setn­ingu féll hlut­fallið niður í 6%. Meðal stúlkna voru hlut­föllin 11% fyrir laga­setn­ingu en eftir gild­is­töku var talan komin í 2%. Það er því aug­ljóst að sá árangur sem hægt er að tala um af laga­setn­ing­unni í Nýja-­Sjá­landi er fyrst og fremst vegna þess að laga­setn­ingin fækk­aði hjól­reiða­fólki veru­lega en hafði lítil sem engin áhrif á tíðni slysa meðal þeirra sem hjól­uðu.

Skil­yrt skyn­semi

Það hlýtur að telj­ast eðli­legt að gera þá kröfu að laga­setn­ing af þessu tagi sé byggð á hald­bærum rökum og gögnum sem styðja lík­lega gagn­semi lag­anna. En þá þarf líka að vera vilji til að skoða slík gögn hvoru megin sem þau eru í umræð­unni. Full­yrð­ingin um að engar rann­sóknir sýni að hjól­reiða­fólki fækki við sam­bæri­legar laga­setn­ingar er ein­fald­leg röng og því ber að end­ur­skoða bæði nefnd­ar­á­litið og frum­varpið út frá þeirri stað­reynd.

Tak­mark nýrra íslenskra umferð­ar­laga, sem fólk í nefnd­inni hefur sagst vera stolt af, er að vernda líf og heilsu veg­far­enda. Þá hlýtur að þurfa að skoða heild­ar­sam­heng­ið, líf allra og heilsu allra til lengri tíma lit­ið, en ekki bara sumra hér og nú.

Höf­undur situr í stjórn Lands­sam­taka Hjól­reiða­manna, L­HM.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar