Brottvísun systkinanna frestað fram í næstu viku

Vísa átti systkinunum Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldrum þeirra úr landi í dag en þeirri brottvísun hefur verið frestað. „Þá munu þau verða flutt í beinu einkaflugi til Grikklands í boði íslenskra yfirvalda,“ segir Sema Erla Serdar.

Ali, Kayan, Saja og Jadin
Ali, Kayan, Saja og Jadin
Auglýsing

Brott­vísun systk­in­anna Ali, Kayan, Saja og Jadin og for­eldra þeirra hefur verið frestað fram í næstu viku. Sema Erla Serdar, ­stofn­andi Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi, greinir frá þessu á Face­book-­síðu sinni og stað­festir þetta í sam­tali við Kjarn­ann og segir að ekki sé komin nákvæm dag­setn­ing brott­vís­un­ar. Til stóð að vísa þeim úr landi í dag. 

Rauði kross­inn á Íslandi mót­mælti í gær fyr­ir­hug­uðum brott­vís­unum barna­fjöl­skyldna til Grikk­lands þar sem þær hafa alþjóð­lega vernd. Í til­kynn­ingu frá Rauða kross­inum kemur fram að íslensk stjórn­völd hafi hingað til ekki sent börn frá Íslandi til Grikk­lands en nú hafi að minnsta kosti fimm fjöl­skyldur fengið til­kynn­ingu um að íslensk stjórn­völd muni flytja þau til Grikk­lands á næstu dögum og vik­um. 

„Á sama tíma ber­ast fregnir af hræði­legu ástandi við Mið­jarð­ar­haf, t.a.m. drukknun ungs drengs þegar hann og fjöl­skylda hans fóru yfir hafið frá Tyrk­landi á ótryggum bát. Þá er afar við­kvæmt ástand við landa­mæri Tyrk­lands og Grikk­lands þar sem fréttir herma að um 13.000 flótta­menn bíði inn­göngu. Þá ber­ast einnig fregnir af harð­ræði grísku lög­regl­unnar og öðrum yfir­völdum og að fólki sé meinað inn­göngu. Mikil ólga og andúð fólks í Grikk­landi á flótta­fólki er einnig áber­andi í fjöl­miðlum sem ætla má að fari aðeins vax­and­i,“ segir í til­kynn­ingu Rauða kross­ins. 

Auglýsing

Flug­vél fyllt af barna­fjöl­skyld­um?

Sema Erla segir í stöðu­upp­færslu sinni á Face­book að systk­inin Ali, Kayan, Saja og Jadin og for­eldrar þeirra verði flutt í beinu einka­flugi til Grikk­lands í boði íslenskra yfir­valda. „Þar til annað kemur í ljós geri ég ráð fyrir því að sú flug­vél hafi ekki verið tekin á leigu fyrir sex ein­stak­linga og verði því fyllt af barna­fjöl­skyldum og öðrum ein­stak­lingum sem sótt hafa um vernd á Íslandi en íslensk yfir­völd hafa hafnað og ætla að end­ur­senda á einu bretti til Grikk­lands – sem vekur upp ansi óþægi­legar til­finn­ing­ar,“ skrifar hún. 

Þá segir hún að Íslend­ingar standi á tíma­mót­u­m. 

„Ís­lensk stjórn­völd hafa nú nokkra daga til þess að ákveða hvort fram­lag okkar til stærstu mann­úð­ar­krísu sög­unnar verði að veita flótta­börnum í við­kvæmri stöðu það skjól og öryggi sem þau þurfa nauð­syn­lega á að halda eða hvort fram­lag okkar verði að senda börn á flótta bein­ustu leið til hel­vít­is, eins og stöð­unni á Grikk­landi er lýst í dag. Hvort fram­lag okkar muni ein­kenn­ast af mannúð og sam­kennd eða óskilj­an­legri grimmd og for­kast­an­legum aðgerðum sem fel­ast í að senda börn á flótta í aðstæður sem ein­kenn­ast af neyð­ar­á­standi, öfga­kenndu ofbeldi, óreiðu, óör­yggi, ótta og eymd.

Bolt­inn er í ykkar höndum kæru stjórn­völd. Það er undir ykkur komið að ákveða nú hvernig sagan muni dæma okkur fyrir með­ferð okkar á fólki á flótta og börnum í neyð!“

Brott­vísun systk­in­anna Ali, Kayan, Saja og Jadin og for­eldra þeirra hefur verið frestað fram í næstu viku (já, þetta er...

Posted by Sema Erla Serdar on Wed­nes­day, March 4, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent