Brottvísun systkinanna frestað fram í næstu viku

Vísa átti systkinunum Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldrum þeirra úr landi í dag en þeirri brottvísun hefur verið frestað. „Þá munu þau verða flutt í beinu einkaflugi til Grikklands í boði íslenskra yfirvalda,“ segir Sema Erla Serdar.

Ali, Kayan, Saja og Jadin
Ali, Kayan, Saja og Jadin
Auglýsing

Brott­vísun systk­in­anna Ali, Kayan, Saja og Jadin og for­eldra þeirra hefur verið frestað fram í næstu viku. Sema Erla Serdar, ­stofn­andi Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi, greinir frá þessu á Face­book-­síðu sinni og stað­festir þetta í sam­tali við Kjarn­ann og segir að ekki sé komin nákvæm dag­setn­ing brott­vís­un­ar. Til stóð að vísa þeim úr landi í dag. 

Rauði kross­inn á Íslandi mót­mælti í gær fyr­ir­hug­uðum brott­vís­unum barna­fjöl­skyldna til Grikk­lands þar sem þær hafa alþjóð­lega vernd. Í til­kynn­ingu frá Rauða kross­inum kemur fram að íslensk stjórn­völd hafi hingað til ekki sent börn frá Íslandi til Grikk­lands en nú hafi að minnsta kosti fimm fjöl­skyldur fengið til­kynn­ingu um að íslensk stjórn­völd muni flytja þau til Grikk­lands á næstu dögum og vik­um. 

„Á sama tíma ber­ast fregnir af hræði­legu ástandi við Mið­jarð­ar­haf, t.a.m. drukknun ungs drengs þegar hann og fjöl­skylda hans fóru yfir hafið frá Tyrk­landi á ótryggum bát. Þá er afar við­kvæmt ástand við landa­mæri Tyrk­lands og Grikk­lands þar sem fréttir herma að um 13.000 flótta­menn bíði inn­göngu. Þá ber­ast einnig fregnir af harð­ræði grísku lög­regl­unnar og öðrum yfir­völdum og að fólki sé meinað inn­göngu. Mikil ólga og andúð fólks í Grikk­landi á flótta­fólki er einnig áber­andi í fjöl­miðlum sem ætla má að fari aðeins vax­and­i,“ segir í til­kynn­ingu Rauða kross­ins. 

Auglýsing

Flug­vél fyllt af barna­fjöl­skyld­um?

Sema Erla segir í stöðu­upp­færslu sinni á Face­book að systk­inin Ali, Kayan, Saja og Jadin og for­eldrar þeirra verði flutt í beinu einka­flugi til Grikk­lands í boði íslenskra yfir­valda. „Þar til annað kemur í ljós geri ég ráð fyrir því að sú flug­vél hafi ekki verið tekin á leigu fyrir sex ein­stak­linga og verði því fyllt af barna­fjöl­skyldum og öðrum ein­stak­lingum sem sótt hafa um vernd á Íslandi en íslensk yfir­völd hafa hafnað og ætla að end­ur­senda á einu bretti til Grikk­lands – sem vekur upp ansi óþægi­legar til­finn­ing­ar,“ skrifar hún. 

Þá segir hún að Íslend­ingar standi á tíma­mót­u­m. 

„Ís­lensk stjórn­völd hafa nú nokkra daga til þess að ákveða hvort fram­lag okkar til stærstu mann­úð­ar­krísu sög­unnar verði að veita flótta­börnum í við­kvæmri stöðu það skjól og öryggi sem þau þurfa nauð­syn­lega á að halda eða hvort fram­lag okkar verði að senda börn á flótta bein­ustu leið til hel­vít­is, eins og stöð­unni á Grikk­landi er lýst í dag. Hvort fram­lag okkar muni ein­kenn­ast af mannúð og sam­kennd eða óskilj­an­legri grimmd og for­kast­an­legum aðgerðum sem fel­ast í að senda börn á flótta í aðstæður sem ein­kenn­ast af neyð­ar­á­standi, öfga­kenndu ofbeldi, óreiðu, óör­yggi, ótta og eymd.

Bolt­inn er í ykkar höndum kæru stjórn­völd. Það er undir ykkur komið að ákveða nú hvernig sagan muni dæma okkur fyrir með­ferð okkar á fólki á flótta og börnum í neyð!“

Brott­vísun systk­in­anna Ali, Kayan, Saja og Jadin og for­eldra þeirra hefur verið frestað fram í næstu viku (já, þetta er...

Posted by Sema Erla Serdar on Wed­nes­day, March 4, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent