Efling fer fram á samningafund í dag

Samninganefnd Eflingar mun „krefjast efnda á loforðum borgarstjórnarmeirihlutans um leiðréttingu á launum kvennastétta“.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hefur farið fram á við rík­is­sátta­semj­ara að hald­inn verði samn­inga­fundur í kjara­deilu félags­ins við Reykja­vík­ur­borg. Er þess óskað að fund­ur­inn verði hald­inn eigi síðar en í dag, eins og það er orðað í frétta­til­kynn­ingu frá Efl­ingu. Var óskinni komið á fram­færi sím­leiðis við Ást­ráð Har­alds­son aðstoð­ar­rík­is­sátta­semj­ara í morg­un.

Í til­kynn­ing­unni segir að með þessu vilji Efl­ing „reyna til­ ­þrautar að þok­ast nær sam­komu­lagi í deil­unni. Samn­inga­nefnd Efl­ingar mun krefj­ast efnda á lof­orðum borg­ar­stjóra um grunn­launa­hækk­anir en heild­stæð út­færsla á þeim hefur aldrei verið lögð fram við samn­inga­borð­ið. Einnig mun nefnd­in krefj­ast efnda á lof­orðum borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um leið­rétt­ingu á laun­um kvenna­stétta.“

Auglýsing

Efl­ing hefur áður lagt fram eft­ir­far­andi til­lögur til­ ­lausnar og mála­miðl­ana í deil­unni:

Efl­ing kynnti á samn­inga­fundum 16. og 31. jan­úar tvær ólík­ar ­út­gáfur af til­boði um launa­leið­rétt­ingu byggð á fyr­ir­mynd frá 2005 í tíð ­Stein­unnar Val­dísar Ósk­ars­dóttur borg­ar­stjóra.

Efl­ing kynnti á samn­inga­fundi 18. febr­úar til­boð um sam­setta ­leið til launa­leið­rétt­ingar byggð á ann­ars vegar jöfnun launa­bila í töflu að ­til­lögu Reykja­vík­ur­borgar og hins vegar á álags- og upp­bót­ar­greiðsl­um.

Efl­ing kynnti á samn­inga­fundi 27. febr­úar til­boð um sam­setta ­leið til launa­leið­rétt­ingar byggð á ann­ars vegar grunn­launa­hækk­unum sem Dag­ur B. Egg­erts­son lýsti í Kast­ljós­svið­tali og hins vegar á bland­aðri leið upp­bóta ­vegna eldri sér­greiðslna og starfstengdu jöfn­un­ar­á­lagi.

Efl­ing bauð borg­ar­stjóra þann 3. mars að ganga til­ ­sam­komu­lags um að hann stað­festi „Kast­ljós­stil­boð­ið“ gegn því að verk­fall­i verði frestað í tvo sól­ar­hringa.

Reykja­vík­ur­borg hefur hafnað öllum ofan­greindum til­lög­um Efl­ing­ar.

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Sól­veigu Önnu að samn­inga­nefnd­in Efl­ingar muni nú „í enn eitt skiptið gera til­raun til þess að fá fram ­sam­komu­lag um lausnir á því verk­efni að leið­rétta lægstu laun Efl­ing­ar­fé­laga hjá borg­inni sem og kjör sögu­lega van­met­inna kvenna­stétta.“

Sól­veig Anna segir að borgin hafi lýst sig vilj­uga til að ­gera þetta „og Efl­ing hefur lagt fram fjölda leiða að þessu marki, sem hafa verið vand­að­ar, heild­stæðar og nákvæm­lega útfærð­ar. Borgin hefur verið á allt annarri veg­ferð, en ég vona inni­lega að nú verði breyt­ing á.“

Upp­færtSam­kvæmt frétt RÚV hefur rík­is­sátta­semj­ari boðað deilu­að­ila til fundar klukkan 16 í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent