Efling fer fram á samningafund í dag

Samninganefnd Eflingar mun „krefjast efnda á loforðum borgarstjórnarmeirihlutans um leiðréttingu á launum kvennastétta“.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hefur farið fram á við rík­is­sátta­semj­ara að hald­inn verði samn­inga­fundur í kjara­deilu félags­ins við Reykja­vík­ur­borg. Er þess óskað að fund­ur­inn verði hald­inn eigi síðar en í dag, eins og það er orðað í frétta­til­kynn­ingu frá Efl­ingu. Var óskinni komið á fram­færi sím­leiðis við Ást­ráð Har­alds­son aðstoð­ar­rík­is­sátta­semj­ara í morg­un.

Í til­kynn­ing­unni segir að með þessu vilji Efl­ing „reyna til­ ­þrautar að þok­ast nær sam­komu­lagi í deil­unni. Samn­inga­nefnd Efl­ingar mun krefj­ast efnda á lof­orðum borg­ar­stjóra um grunn­launa­hækk­anir en heild­stæð út­færsla á þeim hefur aldrei verið lögð fram við samn­inga­borð­ið. Einnig mun nefnd­in krefj­ast efnda á lof­orðum borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um leið­rétt­ingu á laun­um kvenna­stétta.“

Auglýsing

Efl­ing hefur áður lagt fram eft­ir­far­andi til­lögur til­ ­lausnar og mála­miðl­ana í deil­unni:

Efl­ing kynnti á samn­inga­fundum 16. og 31. jan­úar tvær ólík­ar ­út­gáfur af til­boði um launa­leið­rétt­ingu byggð á fyr­ir­mynd frá 2005 í tíð ­Stein­unnar Val­dísar Ósk­ars­dóttur borg­ar­stjóra.

Efl­ing kynnti á samn­inga­fundi 18. febr­úar til­boð um sam­setta ­leið til launa­leið­rétt­ingar byggð á ann­ars vegar jöfnun launa­bila í töflu að ­til­lögu Reykja­vík­ur­borgar og hins vegar á álags- og upp­bót­ar­greiðsl­um.

Efl­ing kynnti á samn­inga­fundi 27. febr­úar til­boð um sam­setta ­leið til launa­leið­rétt­ingar byggð á ann­ars vegar grunn­launa­hækk­unum sem Dag­ur B. Egg­erts­son lýsti í Kast­ljós­svið­tali og hins vegar á bland­aðri leið upp­bóta ­vegna eldri sér­greiðslna og starfstengdu jöfn­un­ar­á­lagi.

Efl­ing bauð borg­ar­stjóra þann 3. mars að ganga til­ ­sam­komu­lags um að hann stað­festi „Kast­ljós­stil­boð­ið“ gegn því að verk­fall­i verði frestað í tvo sól­ar­hringa.

Reykja­vík­ur­borg hefur hafnað öllum ofan­greindum til­lög­um Efl­ing­ar.

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Sól­veigu Önnu að samn­inga­nefnd­in Efl­ingar muni nú „í enn eitt skiptið gera til­raun til þess að fá fram ­sam­komu­lag um lausnir á því verk­efni að leið­rétta lægstu laun Efl­ing­ar­fé­laga hjá borg­inni sem og kjör sögu­lega van­met­inna kvenna­stétta.“

Sól­veig Anna segir að borgin hafi lýst sig vilj­uga til að ­gera þetta „og Efl­ing hefur lagt fram fjölda leiða að þessu marki, sem hafa verið vand­að­ar, heild­stæðar og nákvæm­lega útfærð­ar. Borgin hefur verið á allt annarri veg­ferð, en ég vona inni­lega að nú verði breyt­ing á.“

Upp­færtSam­kvæmt frétt RÚV hefur rík­is­sátta­semj­ari boðað deilu­að­ila til fundar klukkan 16 í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent