Líf: Samningar nást ekki fyrir milligöngu fjölmiðlamanna

Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að samningar í kjaradeilu náist með samtali og við samningaborðið en ekki í gegnum samfélagsmiðla eða fjölmiðla.

Líf Magneudóttir
Líf Magneudóttir
Auglýsing

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi VG í borg­ar­stjórn, hefur tjáð sig um kjara­deilur borg­ar­innar og félags­manna Efl­ingar á sam­fé­lags­miðlum en hún segir að samn­ingar náist við samn­inga­borðið en ekki með stöðu­upp­færslum á Face­book. 

Sól­­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­­maður Efl­ing­­ar, sagð­ist á Face­book í morgun vera til­búin að hitta Dag B. Egg­erts­­son, borg­­ar­­stjóra í Reykja­vík, á fundi en þó með tveimur skil­yrð­­um.

Í fyrsta lagi að hann birti opin­ber­­lega það til­­­boð sem samn­inga­­nefnd Efl­ingar var kynnt á samn­inga­fundi þann 19. febr­­úar síð­­ast­lið­inn, dag­inn sem hann mætti í Kast­­ljós­svið­talið, þannig að allir geti borið til­­­boðið saman við ummæli hans í Kast­­ljós­inu. Í öðru lagi að hann fall­ist á að mæta sér eða öðrum full­­trúa Efl­ingar í setti í útvarps- eða sjón­­varps­við­tali áður en vikan er úti.

Auglýsing

Líf segir í stöðu­upp­færslu sinni að fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar hafi þau í Vinstri grænum haft kjara­málin að kosn­inga­máli. „Við sögðum að það væri löngu orðið tíma­bært að hækka laun lág­launa­fólks í borg­inni og sér í lagi stórra kvenna­stétta í umönn­un­ar­störfum og á leik­skól­um. Það þyrfti veru­legar krónu­tölu­hækk­anir til þess­ara hópa og einnig bæta starfs­um­hverfi þeirra m.a. með stytt­ingu vinnu­vik­unnar sem við Vinstri græn stóðum fyrir að inn­leiða á sínum tíma og er til úrlausnar nú við samn­ings­borð­ið. Við hefðum aldrei myndað meiri­hluta með þremur öðrum flokkum nema að fá þetta inn í meiri­hluta­sátt­mál­ann. Eitt af okkar brýn­ustu for­gangs­mál­um. Sama áhersla end­ur­spegl­að­ist í lífs­kjara­samn­ing­unum þar sem mest var lagt á að hækka laun tekju­lægri hópa og jafna kjörin almennt,“ skrifar hún. 

Samn­ingar nást með sam­tali

Hún bendir enn fremur á að nú hafi verk­fall staðið yfir í rúmar tvær vik­ur. „Við finnum öll fyrir því. Ef fólk hefur ekki leitt hug­ann að mik­il­vægi þess­ara starfa þá gerir það það eflaust nún­a.“ 

Borg­ar­full­trú­inn telur að samn­ingar náist hins vegar ekki með face­booksta­tusum og fyrir milli­göngu fjöl­miðla­manna. Samn­ingar náist við samn­inga­borð­ið. Þeir náist með sam­tal­inu. „Við sem komum að málum eigum öll að sýna íbúum Reykja­víkur og félags­mönnum Efl­ingar þá virð­ingu að gera okkar ítrasta og besta til að funda og ljúka samn­ing­um. Verk­falls­vopn­inu er aldrei beitt af léttúð og þetta er mikið rétt­læt­is­mál sem við von­andi leysum far­sæl­lega sem fyrst,“ skrifar hún að lok­um. 

Fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar gerðum við Vinstri græn kjara­málin að kosn­inga­máli. Við sögðum að það væri löngu orð­ið...

Posted by Líf Magneu­dóttir on Wed­nes­day, March 4, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent