Líf: Samningar nást ekki fyrir milligöngu fjölmiðlamanna

Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að samningar í kjaradeilu náist með samtali og við samningaborðið en ekki í gegnum samfélagsmiðla eða fjölmiðla.

Líf Magneudóttir
Líf Magneudóttir
Auglýsing

Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi VG í borg­ar­stjórn, hefur tjáð sig um kjara­deilur borg­ar­innar og félags­manna Efl­ingar á sam­fé­lags­miðlum en hún segir að samn­ingar náist við samn­inga­borðið en ekki með stöðu­upp­færslum á Face­book. 

Sól­­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­­maður Efl­ing­­ar, sagð­ist á Face­book í morgun vera til­búin að hitta Dag B. Egg­erts­­son, borg­­ar­­stjóra í Reykja­vík, á fundi en þó með tveimur skil­yrð­­um.

Í fyrsta lagi að hann birti opin­ber­­lega það til­­­boð sem samn­inga­­nefnd Efl­ingar var kynnt á samn­inga­fundi þann 19. febr­­úar síð­­ast­lið­inn, dag­inn sem hann mætti í Kast­­ljós­svið­talið, þannig að allir geti borið til­­­boðið saman við ummæli hans í Kast­­ljós­inu. Í öðru lagi að hann fall­ist á að mæta sér eða öðrum full­­trúa Efl­ingar í setti í útvarps- eða sjón­­varps­við­tali áður en vikan er úti.

Auglýsing

Líf segir í stöðu­upp­færslu sinni að fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar hafi þau í Vinstri grænum haft kjara­málin að kosn­inga­máli. „Við sögðum að það væri löngu orðið tíma­bært að hækka laun lág­launa­fólks í borg­inni og sér í lagi stórra kvenna­stétta í umönn­un­ar­störfum og á leik­skól­um. Það þyrfti veru­legar krónu­tölu­hækk­anir til þess­ara hópa og einnig bæta starfs­um­hverfi þeirra m.a. með stytt­ingu vinnu­vik­unnar sem við Vinstri græn stóðum fyrir að inn­leiða á sínum tíma og er til úrlausnar nú við samn­ings­borð­ið. Við hefðum aldrei myndað meiri­hluta með þremur öðrum flokkum nema að fá þetta inn í meiri­hluta­sátt­mál­ann. Eitt af okkar brýn­ustu for­gangs­mál­um. Sama áhersla end­ur­spegl­að­ist í lífs­kjara­samn­ing­unum þar sem mest var lagt á að hækka laun tekju­lægri hópa og jafna kjörin almennt,“ skrifar hún. 

Samn­ingar nást með sam­tali

Hún bendir enn fremur á að nú hafi verk­fall staðið yfir í rúmar tvær vik­ur. „Við finnum öll fyrir því. Ef fólk hefur ekki leitt hug­ann að mik­il­vægi þess­ara starfa þá gerir það það eflaust nún­a.“ 

Borg­ar­full­trú­inn telur að samn­ingar náist hins vegar ekki með face­booksta­tusum og fyrir milli­göngu fjöl­miðla­manna. Samn­ingar náist við samn­inga­borð­ið. Þeir náist með sam­tal­inu. „Við sem komum að málum eigum öll að sýna íbúum Reykja­víkur og félags­mönnum Efl­ingar þá virð­ingu að gera okkar ítrasta og besta til að funda og ljúka samn­ing­um. Verk­falls­vopn­inu er aldrei beitt af léttúð og þetta er mikið rétt­læt­is­mál sem við von­andi leysum far­sæl­lega sem fyrst,“ skrifar hún að lok­um. 

Fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar gerðum við Vinstri græn kjara­málin að kosn­inga­máli. Við sögðum að það væri löngu orð­ið...

Posted by Líf Magneu­dóttir on Wed­nes­day, March 4, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent