„Engin svör frá borgarstjóra“

Verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar í Reykjavík halda áfram og ekki verður af tveggja daga hléi eftir að ekkert heyrðist frá borgarstjóra varðandi boð Eflingar í dag.

Viðar Þorsteinsson
Viðar Þorsteinsson
Auglýsing

Ekk­ert hefur heyrst frá Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra varð­andi boð Efl­ingar um að fresta verk­­falls­að­­gerðum í tvo sól­­­ar­hringa gegn því að Dagur veiti skrif­­lega stað­­fest­ingu á kast­­ljós­stil­­boð­in­u svoköll­uðu. Erindi þess efnis var sent til borg­­ar­­stjóra með afriti á rík­­is­sátta­­semj­­ara í morg­un.

Þetta stað­festir Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, við Kjarn­ann. Hann segir að rík­is­sátta­semj­ari hafi stað­fest mót­töku erind­is­ins en það hafi aðstoð­ar­maður borg­ar­stjóra aftur á móti ekki gert. 

Viðar segir að verk­falls­að­gerðir félags­manna Efl­ingar í borg­inni haldi því áfram, sem og bar­átta þeirra. „Við teljum okkur vera að vinna þetta af alvöru og heil­indum til að ná lend­ingu í mál­in­u,“ segir hann og bætir því við að ákveðið „al­vöru­leysi“ sé í við­brögðum borg­ar­inn­ar. Þá eigi hann við að ekki fari saman yfir­lýs­ingar borg­ar­stjóra í fjöl­miðlum og það sem boð­ið sé við samn­inga­borð­ið. Hann segir þetta vera ein­staka stöðu í kjara­við­ræð­um.

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjór­inn segir að félags­menn Efl­ingar sem starfa hjá Reykja­vík­ur­borg hafi haldið frá­bæran fund fyrr í dag en á honum var sam­þykkt ein­róma eft­ir­far­andi álykt­un:

Við erum ófag­lærðir starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar, í fjöl­breyttum störfum við sorp­hirðu, við­hald, umönnun og menntun barna, aldr­aðra og fatl­aðra, þrif, elda­mennsku og fleira.

Við sinnum grunn­þjón­ustu sem borg­ar­búar geta ekki lifað án. Þetta hafa verk­falls­að­gerð­irnar okkar sýnt.

Við erum með lægstu heild­ar­laun allra á íslenskum vinnu­mark­aði.

Með því að ganga í störf fag­lærðra spörum við Reykja­vík­ur­borg árlega um millj­arð á ári, ein­göngu í leik­skóla­kerf­inu.

Við krefj­umst þess að borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn og Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri standi við orð sín um að leið­rétta kjör lág­launa­fólks og sögu­lega van­met­inna kvenna­stétta.

Samn­inga­nefnd okkar hefur hvað eftir annað lagt fram vel útfærðar og skyn­sam­legar til­lögur um hvernig eigi að fram­kvæma þetta. Það er með öllu óskilj­an­legt hvers vegna borgin hafnar þeim til­lögum hverjum á fætur annarri.

Við höfnum þeim leik borg­ar­innar að borg­ar­stjóri fari með fag­ur­gala í fjöl­miðlum en að samn­inga­nefnd borg­ar­innar bjóði svo samn­inga­nefnd Efl­ing­ar­fé­laga lausnir sem ein­ungis taka til brots okkar félags­manna og með kvöðum og skil­yrð­um.

Það er kom­inn tími fyrir borg­ina að sýna að henni sé alvara.

Á borð­inu liggur til­laga að sam­komu­lagi sem er í sam­ræmi við yfir­lýs­ingar borg­ar­stjóra sjálfs. Við styðjum samn­inga­nefnd Efl­ingar í því að bjóða að fresta verk­falli í tvo sól­ar­hringa gegn því að sam­komu­lagið verði und­ir­rit­að.

Við stöndum saman og styðjum samn­inga­nefndin okkar alla leið.

Borgin er í okkar hönd­um!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent