Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?

Sema Erla Serdar segir að þegar erfiðleikar standa yfir þá virðist þeir gleymast sem síst mega það. Í þeim faraldri sem nú gengur yfir virðist enn fremur umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa orðið útundan að miklu leyti í viðbrögðum við veirufaraldrinum.

Auglýsing

Þessa dag­ana erum við sem sam­fé­lag að upp­lifa aðstæður sem eiga sér enga hlið­stæðu og við erum flest enn að reyna að fóta okkur í breyttu umhverfi og lífs­mynstri og munum eflaust halda áfram að gera svo þar til yfir lýk­ur. Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum ekki vön því að frelsi okkar sé skert eins og það er nú. Við erum ekki vön því að geta ekki gert það sem við vilj­um. Við erum ekki vön því að ein­hver segi okkur hvað við megum gera og hvað ekki. Við erum ekki vön því að neyð­ast til þess að vera heima hjá okkur (eins og virð­ist vera alveg skelfi­legur hluti fyrir marga) og mega ekki fara út, í sumum til­fellum ekki einu sinni út í mat­vöru­búð. Við erum ekki vön félags­legri ein­angr­un, skorti á hrein­læt­is­vörum og mat­vörum og skertri þjón­ustu, eins og við erum að upp­lifa núna þegar Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur lýst yfir neyð­ar­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni vegna kór­óna­veirufar­ald­urs sem nú gengur yfir á heims­vísu og ógnar lífi okkar allra og hefur dregið fjölda fólks til dauða. 

Eðli máls­ins sam­kvæmt þá hlýðum við þeim fyr­ir­mælum um að vera heima (sumir væru nú fegnir að eiga heim­ili) og axla með því sam­fé­lags­lega ábyrgð. Við fylgj­umst með frétt­um, aðstoðum þá sem standa okkur næst og stundum aðeins fleiri, sinnum börn­unum okk­ar, göngum í verk­efni sem hafa setið á hak­anum um tíma, hvort sem það er frá­gangur á háa­loft­inu eða verk­efni tengd vinn­unni. Tæknin og tækin okkar gera okkur kleift að vinna áfram í mörgum til­fellum og klára önn­ina í skól­anum og sumir eru frekar fegnir því að loka­prófin hafa verið felld nið­ur. Tæknin gerir okkur einnig kleift að halda félags­legum sam­skiptum áfram þrátt fyrir ein­angr­un. Í ljósi aðstæðna og hvernig tæknin gerir manni kleift að halda sam­skiptum á lofti veltir maður því fyrir sér hvort sím­inn væri ekki það tæki sem maður myndi grípa með sér ef maður þyrfti allt í einu að leggja á flótta? 

Sam­staða 

Við upp­lifum mikla sam­stöðu í sam­fé­lag­inu og við hjálp­umst að við hitt og þetta, ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og sam­tök. Við vitum að um er að ræða tíma­bundið ástand og við viljum öll leggja okkar af mörkum til þess að við komumst með sem far­sælustum hætti frá þessu ástandi. Eftir nokkrar vikur getum við svo farið að kepp­ast um hver er með ljót­ustu klipp­ing­una, mestu hár­rót­ina og hver hefur misst mest af kílóum eftir alla heima­leik­fim­ina á net­inu. Eftir nokkrar vikur getum við farið aftur í skot­graf­irn­ar, verið dóna­leg og leið­in­leg við hvort annað og rif­ist um hluti sem skipta ekki máli. Eftir nokkrar vikur getur allt frá­bæra lista­fólkið sem nú aðstoðar okkur við að halda geð­heilsu okkar farið aftur að berj­ast fyrir því að fá greitt fyrir vinnu sína sem okkur þykir akkúrat á þessum tíma­punkti ómissandi. Við verðum fljót að gleyma og höldum áfram eins og ekk­ert hafi í skorist. 

Auglýsing

Nákvæm­lega svona er staðan víða í heim­inum í dag. Við stöndum frammi fyrir alvar­legri ógn og það er mik­il­vægt að gera ekki lítið úr því. Sjálf upp­lifi ég öðru hvoru mik­inn kvíða, ég er hrædd um sjálfa mig, fólkið mitt og alla hina. Sjálf er ég búin að greina sjálfa mig nokkrum sinnum með veiruna, sem hefur ekki átt við nein rök að styðj­ast. Ég finn mikið til með þeim sem hafa misst ást­vini og fjöl­skyldu. Ég hugsa mikið til þeirra sem eru alvar­lega veikir og ég hugsa oft til þess hversu miklar hetjur þeir sem standa í fram­lín­unni í þess­ari bar­áttu eru. Mér líður vel heima hjá mér og ég á jafn auð­velt með að sitja heima með bók eins og að vera úti á meðal marg­menn­is. Ég er að vinna í mörgum verk­efn­um, rann­sóknum í skól­anum og nýt félag­s­kapar manns míns og hunda inni á milli. Ég er vissu­lega búin að ganga í nokkur verk­efni sem hafa lengi setið á hak­anum og loks­ins klárað þau. Það er þó alveg sama hvað ég geri, að und­an­förnu hefur ítrekað læðst að mér ein­hver ónota­til­finn­ing, ég upp­lifi að ég sé ekki að gera nóg, og mér verður ítrekað hugsað til þeirra sem upp­lifðu mikla neyð áður en far­ald­ur­inn skall á og eru nú í enn erf­ið­ari stöðu. Á meðal þeirra er flótta­fólk. 

Umsækj­endur um alþjóð­lega vernd á Íslandi

Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heim­inum en nú þegar meira en 70 millj­ónir ein­stak­linga eru á flótta undan stríði, átökum og ofsókn­um. Meira en helm­ingur þeirra eru konur og börn. Víða um heim upp­lifir fólk algjöran skort á frelsi, það er ein­angrað og víða inni­lokað og það á ekki heim­ili. Það eru aðrir en ein­stak­ling­arnir sjálfir sem stjórna ferðum þeirra. Þau upp­lifa mik­inn og stundum algjöran skort á nauð­synja­vörum eins og mat, vatni og raf­magni. Aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, mennt­un, afþr­ey­ingu, listum og tækni er tak­markað eða ekk­ert. Ofan á þetta bæt­ist ofbeldi, pynd­ing­ar, morð, mansal, þræla­hald, vændi, mis­notkun og aðrir skelfi­legir hlut­ir. Þeir sem geta leggja á flótta.

Í upp­hafi árs 2020 voru um 600 ein­stak­lingar í þjón­ustu hjá Útlend­inga­stofnun og sveit­ar­fé­lögum á Íslandi. Það þýðir að fleiri hund­rað ein­stak­lingar hafa sótt um alþjóð­lega vernd á Íslandi á og bíða þess nú að fá nið­ur­stöðu í mál sitt hjá yfir­völdum eða bíða þess að vera brott­vísað frá Íslandi. Um er að ræða fjöl­breyttan hóp fólks. Sumir hafa komið ein­ir, börn eða full­orðn­ir. Um er að ræða ein­stæðar mæður og litlar og stórar fjöl­skyld­ur. Fólkið er á öllum aldri, eru af öllum kynjum og hefur mis­mun­andi bak­grunn og upp­runa, rétt eins og við hin. Þau eiga það þó öll sam­eig­in­legt að hafa lagt á flótta frá heima­landi sínu, eru í við­kvæmri stöðu og búa við mikla neyð. 

Það vill ger­ast að þegar erf­ið­leikar standa yfir þá gleym­ast þeir sem síst mega gleym­ast. Í þeim far­aldri sem nú gengur yfir hér og um allan heim virð­ast umsækj­endur um alþjóð­lega vernd hafa orðið út undan að miklu leyti í við­brögðum við veiru­far­aldr­in­um. Sem dæmi má nefna að á dag­legum upp­lýs­inga­fundi í dag, laug­ar­dag­inn 28. mars 2020, var rætt um við­kvæm­ustu hópana í sam­fé­lag­inu og þjón­ustu við þá og ekki var minnst einu orði á fólk á flótta eða börn á flótta sem eru einn við­kvæm­asti hóp­ur­inn í sam­fé­lag­in­u. 

Sam­staða fyrir alla?

Síð­ustu daga hefur stjórn Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi kannað aðgengi umsækj­enda um alþjóð­lega vernd á Íslandi að upp­lýs­ingum um stöðu mála í sam­fé­lag­inu. Upp­lýs­inga­gjöf til þessa hóps hefur verið af skornum skammti. Á meðan sumir hafa fengið örlitlar upp­lýs­ing­ar, til dæmis um hvert eigi að hringja ef þeir halda að þeir séu sýkt­ir, eru aðrir algjör­lega ein­angr­að­ir, hafa ekki átt í neinum sam­skiptum við þá sem eiga að halda utan um og þjón­usta fólk á flótta. Margir hverjir eiga erfitt með að afla sér upp­lýs­inga og vita því mjög lítið um stöðu mála, jafnt í sam­fé­lag­inu sem og í sínum mál­u­m. 

Margir upp­lifa enn meira óör­yggi en áður vegna stöðu sinnar þar sem þeir hafa ekki hug­mynd um hvað muni ger­ast í umsóknum þeirra um vernd hér á landi, hvort umsóknir þeirra verði afgreiddar á meðan far­ald­ur­inn stendur yfir. Aðr­ir, sem til­kynnt hefur verið um brott­vís­un, vita ekki neitt. Enn aðr­ir, sem standa frammi fyrir yfir­vof­andi brott­vís­un­um, til dæmis barna­fjöl­skyldur sem senda á til Grikk­lands, upp­lifa dag­legan ótta og óör­yggi, því engin veit hvar sú vinna sem á að koma í veg fyrir brott­vís­anir barna til Grikk­lands stendur í dag. 

Sol­aris hefur einnig kannað aðgengi umsækj­enda um alþjóð­lega vernd að nauð­syn­legum hrein­læt­is­vörum eins og hand­sápu og sótt­hreins­andi efnum fyrir yfir­borðs­fleti. Um er að ræða hrein­læt­is­vörur sem eru sér­stak­lega mik­il­vægar þar sem mik­ill fjöldi fólks býr sam­an, eins og staðan er í nokkrum búsetu­úr­ræðum fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd hér á landi, og þar sem fjöldi fjöl­skyldna býr í sama úrræð­inu.

Sumir hafa fengið lof­orð um að komið verði með hrein­læt­is­vörur til þeirra en bíða enn mörgum dögum síð­ar. Aðrir hafa beðið um slíkt en ekki fengið nein við­brögð. Um er að ræða hóp af fólki sem á ekki hrein­læt­is­vörur í sama magni og aðrir og ætla mætti að þeir sem þjón­usta hóp­inn ættu að sjá þeim fyrir hrein­læt­is­vörum þar sem þau eru ekki í stöðu til þess að kaupa þær. Svo virð­ist þó ekki hafa verið gert, að minnsta kosti í mjög litlu magn­i. 

Hvað getum við gert?

Sol­aris hjálp­ar­sam­tök­in, sem veita flótta­fólki og hæl­is­leit­endum hér á landi nauð­syn­lega aðstoð í marg­vís­legu formi, hafa unnið hörðum höndum að því síð­ustu daga að festa kaup á hrein­læt­is­vörum til þess að gefa umsækj­endur um alþjóð­lega vernd hér á landi. Lögð hefur verið áhersla á að útvega hand­sápu og sótt­hreins­andi sprey til þess að þrífa yfir­borðs­fleti eins og hurð­ar­húna, hand­rið og borð­plöt­ur, sem er sér­stak­lega mik­il­vægt fyrir búsetu­úr­ræði þar sem tugir ein­stak­linga deila flest öllu og ætla má að smit­hættan sé því meiri.

Það er ekki auð­velt að kaupa hrein­læt­is­vörur í miklu magni þessa dag­ana, enda eru slík efni búin hjá mörgum fyr­ir­tækjum þar sem neyðin er víða mik­il. Það kostar einnig tölu­verða upp­hæð að kaupa sápu og sótt­hreins­andi úða í hund­raða tali. Sam­tökin vilja því bjóða þeim sem hafa áhuga og tök á að styrkja umsækj­endur um alþjóð­lega vernd um hand­sápu og sótt­hreins­andi sprey að taka þátt í þessu mik­il­væga verk­efni með okk­ur. Það er líka hægt að leggja sitt af mörkum með því að deila átak­inu á sam­fé­lags­miðl­um, bjóða fram krafta sína í sjálf­boða­vinnu og senda ást og kær­leik út í kosmósið!

Gleymum ekki þeim sem þegar voru í mik­illi neyð og eru nú í enn erf­ið­ari stöðu. Það er ekk­ert sem afsakar slíkt. Sýnum sam­kennd, stöndum saman og hjálp­umst að. Þannig komumst við í gegnum flestar áskor­an­ir.Höf­undur er for­maður Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar