Í dag sviptu íslensk yfirvöld þrjú börn lögbundnum mannréttindum

Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðingur skrifar um brottvísun Eugene Imotu, þriggja barna föður frá Nigeríu. Hann hafði búið á Íslandi í þrjú ár.

Auglýsing

Ég varð vitni að sorg­legri, skammar­legri og ólög­mætri atburða­rás í dag þegar níger­ískum hæl­is­leit­anda var vísað úr landi þrátt fyrir að eiga hér þrjú börn. Atburða­rás sem ­ís­lenskir emb­ætt­is­menn hefðu getað stöðvað hefði vilj­inn verið fyrir hendi. Þetta veit ég fyrir víst haf­andi starfað sem lög­maður í mál­efn­um hæl­is­leit­enda árum sam­an. Alltaf er hægt að fresta íþyngj­andi ákvörð­unum sé útlit fyrir að þær stand­ist ekki lög og regl­ur. Ég hef margoft séð opin­bera starfs­menn stíga fram fyrir skjöldu og hafa hug­rekki til að grípa í taumana og segja: „Nei, bíðum við, skoðum þetta betur áður en við höldum áfram“. Þegar rétt­indi barna eru í húfi er það raunar skylda yfir­valda skv. meg­in­reglu barna­réttar sem kveður á um að hafa skuli hags­muni barna að leið­ar­ljósi þegar teknar eru ákvarð­anir sem varða börn­in. Það var ekki gert í dag.

Ég mætti ásamt nokkrum tugum mót­mæl­enda fyrir utan lög­reglu­stöð­ina á Hverf­is­götu kl. 11 til þess að mót­mæla því að þessum manni yrði brott­vísað úr landi. Ég sá barns­móður hans stara tómum augum niður í gang­stétt­ina og yngsta barnið hvíla sall­ar­ó­legt í barna­vagn­i, nokk­urra ­mán­aða fagur­eygð stúlka sem vissi sem betur fer ekki hvað var að ger­ast. Ég gaf mig á tal við hana og hún sagði lágum rómi: „Ég bara get þetta ekki ein“.

Með lögum nr. 19/2013 lög­festum við Íslend­ingar Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í fyrstu grein segir að mark­mið lag­anna sé að styrkja stöðu mann­rétt­inda barna. Gott og vel. Það er alltaf svo gaman þegar við eyja­skeggjarnir setjum okkur lög í göf­ugum til­gangi. Víkur þá næst að 9. gr. Sátt­mál­ans sem seg­ir:

Auglýsing

„Að­ild­ar­ríki skulu tryggja að barn sé ekki skilið frá for­eldrum sínum gegn vilja þeirra, nema þegar lög­bær stjórn­völd ákveða sam­kvæmt við­eig­andi lögum og reglum um máls­með­ferð að aðskiln­aður sé nauð­syn­legur með til­liti til hags­muna barns­ins enda sé sú ákvörðun háð end­ur­skoðun dóm­stóla. Slík ákvörðun kann að vera nauð­syn­leg í ákveðnum til­vik­um, svo sem ef barn sætir mis­notkun eða er van­rækt af for­eldrum sín­um, eða þegar for­eldrar búa ekki saman og ákveða verður hver skuli vera dval­ar­staður þess.“

Ég full­yrði að það þarf ekki próf í lög­fræði til að skilja hvað þessi laga­regla seg­ir. Hún segir það er bannað að skilja for­eldra og börn að nema slíkt sé nauð­syn­legt vegna hags­muna barns­ins. Í dag var þessi ein­falda regla brotin af íslenskum yfir­völd­um. Ekki síst í ljósi þess að skv. 71. gr. stjórn­ar­skrár er óheim­ilt að tak­marka rétt ein­stak­linga til fjöl­skyldu nema með lögum og ef brýna nauð­syn beri til vegna rétt­inda annnarra.

Yfir­völdum bar að vernda þennan rétt barn­anna en þess í stað brutu þau hann með aug­ljósri ákvörðun sem varð ekki við snúið þrátt fyrir að þeim væri bent á brotið áður en brott­vís­unin átti sér stað. Slíkt nefn­ist brot af ásetn­ingi í mínum bók­um.

Ég vildi óska þess að ég dag sæti ég stolt af minni þjóð eins og ég er mjög oft en í stað­inn sit ég uppi með til­finn­ingu um skömm. Skömm sem er ekki mín og ég skila hér með til þeirra sem þessa ákvörðun tóku. Ég vil jafn­framt spyrja þá aðila sem ábyrgir eru fyrir þess­ari ákvörðun einnar spurn­ingar í lok­in: Hefði ykkur þótt jafn sjálf­sagt að skilja móður barn­anna frá þeim og senda hana út í óviss­una í fjar­lægu landi vit­andi það að fað­ir­inn yrði þá að axla ábyrgð­ina sem ein­stætt for­eldri? Mér þætti gríð­ar­lega vænt um að fá opin­bert svar frá þeim sem er ábyrgur fyrir þess­ari fram­kvæmd. Þar til það svar ber­st, með við­eig­andi rök­stuðn­ingi sem sýnir fram á hið gagn­stæða, full­yrði ég að í dag gerð­ust íslensk yfir­völd brot­leg gegn mann­rétt­indum þess­ara barna sem og með­al­hófs­reglu stjórn­sýslu­réttar sem kveður á um að aldrei skuli fara strangar í sakir en nauð­syn­legt er.

Höf­undur er mann­rétt­inda­lög­fræð­ingur

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar