Tryggjum konum völd

Staða kynjanna á Íslandi er verulega ójöfn og það er vegna þess að það ójafnræði er byggt inn í samfélagskerfið, ekki vegna þess að karlar séu hæfileikaríkari en konur. Það þarf bara vilja til að breyta stöðunni.

Auglýsing

Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins á mánu­dag segir eft­ir­far­andi: „Í blað­inu Áhrifa­kon­ur, sér­blaði Við­skipta­blaðs­ins sem kom út í lið­inni viku, mátti lesa við­töl við konur úr atvinnu­líf­inu. Ber­sýni­legt er af þeim lestri að staða kvenna í atvinnu­líf­inu hefur batnað mikið á liðnum árum og telst vera góð. Katrín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Lýs­is, sagði til dæmis þetta um stöðu kvenna: „Það er örugg­lega hvergi nokk­urs staðar í heim­inum sem við höfum betri stöðu en hér á Íslandi. Við búum við algjöran lúx­us, íslenskar konur í stjórn­un­ar­stöð­um. Mér finnst skiln­ingur í okkar garð mjög mik­ill og góð­ur. Karl­arnir eru upp­fullir af stuðn­ing­i.“

Í skrif­unum end­ur­spegl­ast íhalds­samt við­horf á jafn­rétti sem gengur út á að ekki eigi að beita neinu boð­valdi til að knýja á um breyt­ingar á ójafnri stöðu kynj­anna. Við­horf þeirra sem líta á það sem sitt meg­in­mark­mið að sam­fé­lagið sem þeir bjuggu til breyt­ist sem minnst. Þeirra sem telja að jafn­rétti snú­ist um að láta hæfi­leika takast á á mark­aðs­torgi og svo verði sá ofan á sem sé hæf­ast­ur. Nema stundum þegar það þarf inn­grip ráða­manna til að koma „rétta“, en minna hæfa, fólk­inu í opin­berar stöð­ur, en það er önnur saga. Einu kring­um­stæð­urnar sem það er heim­ilt að „kyngja ælunni“ gagn­vart því að setja lög sem jafna stöðu kynj­anna sé þegar slíkt er hluti af hrossa­kaupum í valda­banda­lagi.

En þetta við­horf sem leið­ara­höf­und­ur­inn og Katrín, sem er reyndar líka einn eig­enda Morg­un­blaðs­ins, byggir ekki á neinu nema vilj­an­um. Konur búa ekki við lúxus í íslensku atvinnu­lífi, þótt þær fái að vera með. Og þótt staða kvenna sé verri víðs vegar í heim­inum þá rétt­lætir það rang­læti ekki mjög skakka stöðu kynj­anna í okkar litla sam­fé­lagi.

Stað­reynd: Karlar ráða nán­ast öllu

Nú skulum við fara yfir nokkrar stað­reynd­ir. Konur eru 49,3 pró­sent lands­manna. Rík­is­stjórn Íslands er stýrt af þremur körlum, sem eru for­menn þeirra flokka sem hana mynda. Það eru fleiri karl­ráð­herrar en konur í rík­is­stjórn­inni. Á þingi sitja fleiri karlar en kon­ur. Seðla­bank­anum er stýrt af körl­um. Konur eru ein­ungis 25,9 pró­sent allra stjórn­ar­manna í íslenskum fyr­ir­tækj­um. Þrátt fyrir að lög hafi verið sett í sept­em­ber 2013 um að flest öll félög með fleiri en 50 starfs­menn ættu að hafa hlut­fall hvors kyns í stjórnum sínum yfir 40 pró­sent er hlut­fall kvenna í stjórnum slíkra fyr­ir­tækja ein­ungis 32,3 pró­sent.

Konur eru ein­ungis 22,1 pró­sent fram­kvæmda­stjóra á Íslandi og 23,9 pró­sent stjórn­ar­for­manna eru kon­ur. Þá eru konur 39 pró­sent for­stöðu­manna hjá stofn­unum rík­is­ins. Og konur fá allt að 21,5 pró­sent lægri heild­ar­laun en karl­ar, þrátt fyrir að t.d. fleiri konur séu með háskóla­próf en karl­ar.

Í úttekt sem Kjarn­inn hefur gert árlega allan sinn líf­tíma á  stöðu kvenna á meðal æðstu stjórn­­enda við­­skipta­­banka, spari­­­sjóða, líf­eyr­is­­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­­fé­laga, lána­­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­­fyr­ir­tækja og –mið­l­ana, fram­taks­­sjóða, orku­­fyr­ir­tækja, greiðslu­­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­­sjóða birt­ist ömur­leg staða varð­andi kynja­hlut­föll hjá þeim sem stýra pen­ingum og fara með völd sem þeim fylgja hér­lend­is. Nið­­ur­­staðan í ár, sam­­kvæmt úttekt sem fram­­kvæmd var í febr­­úar 2017, er sú að æðstu stjórn­­endur í ofan­­greindum fyr­ir­tækjum séu 88 tals­ins. Af þeim eru 80 karlar en átta kon­­ur. Það þýðir að 91 pró­­sent þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi eru karlar en níu pró­­sent kon­­ur. Nið­ur­staðan hefur verið nán­ast sú sama á hverju ári sem úttektin hefur verið fram­kvæmd.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir okkar stuðla að óeðli­legu ástandi

Staðan er verst innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins og við­hengjum þess. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga enda um 3.700 millj­arða króna sem þeir fjár­festa til að tryggja okkur áhyggju­laust ævi­kvöld. Allir sem vinna á Íslandi eru skikk­aðir til að borga í líf­eyr­is­sjóð og því eru greiðsl­urnar í þá lítið annað en skattur sem er kall­aður eitt­hvað ann­að. Það er enda þannig að ef ein­hver borgar ekki í sjóð­ina þá hleypur ríkið undir bagga og borgar fyrir þá ævi­kvöld­ið.

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru stærstu leik­endur í íslensku atvinnu­lífi. Stjórn­endur þeirra vilja sjaldn­ast heyra á það minnst að nota eigi sjóð­ina sem sam­fé­lags­legt hreyfi­afl. Þeir eigi bara að græða pen­inga, upp á gamla mát­ann, og við­halda þannig feðra­veld­is­kerfi íslensks atvinnu­lífs.

Auglýsing

Sjóð­irnir eiga inn­lend hluta­bréf fyrir 456 millj­arða króna og hlut­deild­ar­skír­teini í sjóðum sem eiga hluta­bréf upp á 135 millj­arða króna. Sam­tals gera það 590,5 millj­arðar króna. Sam­an­lagt heild­ar­mark­aðsvirði skráðra félaga hér­lendis var 1.067 millj­arðar króna í byrjun þessa mán­að­ar. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga því rúm­lega helm­ing allra skráðra bréfa. Til við­bótar eiga þeir hlut í inn­lendum hlut­deild­ar­fyr­ir­tækjum fyrir 118 millj­arða króna.

Líf­eyr­is­sjóðum lands­ins er nær ein­vörð­ungu stýrt af körl­um. Úttekt Kjarn­ans í febr­­úar náði til 17 stjórn­­enda líf­eyr­is­­sjóða sem sumir hverjir stýra fleiri en einum sjóði. Af þessum 17 eru 15 karlar en tvær kon­­ur. Níu stærstu sjóð­irnir stýra um 80 pró­­sent af fjár­­­magn­inu sem er til staðar í íslenska líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­inu. Þeim er öllum stýrt af kör­l­­um.

Líf­eyr­is­sjóða­kerfið er lífæð íslenskra verð­bréfa­fyr­ir­tækja og rekstr­ar­fé­laga verð­bréfa­sjóða. Flestir á þeim mark­aði hafa þorra tekna sinna upp úr því að rukka líf­eyr­is­sjóði um þókn­ana­tekjur fyrir milli­göngu í verð­bréfa­kaup­um. Af tíu rekstr­ar­fé­lögum sjóða með starfs­leyfi sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu er engu stýrt af konu. Tíu karlar halda um þræð­ina í þeim. Og lang­flestir starfs­manna þeirra eru líka karl­ar. Tíu verð­bréfa­fyr­ir­tæki eru skráð sem eft­ir­lits­skyld hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Öllum tíu er stýrt af körl­um.

Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að öllum skráðum fyr­ir­tækjum á Íslandi – en alls 18 félög eru skráð á aðal­markað – er stýrt af körl­um. Þeir sem sjá um fjár­fest­ingar í þeim eru enda að uppi­stöðu karl­ar. Auk þess er for­­stjóri Kaup­hall­­ar­innar karl­inn Páll Harð­­ar­­son.

Breyta þarf lögum um líf­eyr­is­sjóði

Það er ekk­ert hægt að ríf­ast um það að konur hafa verið settar í auka­hlut­verk í mann­kyns­sög­unni. Líka á Íslandi. Frekir karlar hafa stýrt nær öllu. Til að breyta þessu þarf að standa uppi í hár­inu á þeim. Það gerðu konur á Íslandi þegar þeim var tryggður kosn­inga­réttur fyrir 102 árum, það gerði Kvenna­list­inn á tíunda ára­tugnum og það gerði R-list­inn þegar hann fram­kvæmdi dag­vist­un­ar­bylt­ingu sína á tíunda ára­tugn­um, sem er lík­lega stærsta kerf­is­breyt­ing sem ráð­ist hefur verið í hér­lendis til að auka atvinnu­frelsi kvenna. Það gerði Vig­dís Finn­boga­dóttir þegar hún var kosin for­seti Íslands og það gerði Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir þegar hún varð ekki bara fyrsti kvenn­for­sæt­is­ráð­herra Íslands heldur fyrsta opin­ber­lega sam­kyn­hneigða konan til að stýra þjóð­ar­skútu. Allt voru þetta sigrar í jafn­rétt­is­veg­ferð sem er hins vegar fjarri því lok­ið. Orustan stendur sann­ar­lega enn yfir.

Auglýsing

Það virð­ast bless­un­ar­lega flestir átta sig á því að þótt staðan hafi batnað sé hún ekki boð­leg. Það er t.d. rétt sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í til­efni af kvenna­frídeg­inum síð­ast­lið­inn mánu­dag. Þar sagði hann að það væri „skaði að því fyrir sam­fé­lagið þegar konur njóta ekki jafn­réttis hvað varðar völd, áhrif eða laun á Ísland­i.“ En það er ekki nóg að tala. Það verður að gera. Ekk­ert breyt­ist að sjálfu sér og upp­sett kerfi munu verja sig fram í rauðan dauð­ann. Bjarni hef­ur, ólíkt flestum öðrum, völd til að breyta þessu.

Ein aug­ljós leið er að breyta lögum um líf­eyr­is­sjóði á þann hátt að þeir verði að jafna kynja­hlut­föll á meðal þeirra sem stýra þeim, á meðal þeirra sem starfa við fjár­fest­ingar innan þeirra og á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem byggja til­veru sína á þókn­ana­tekjum frá líf­eyr­is­sjóð­um. Það er hægt að breyta lög­unum þannig að líf­eyr­is­sjóðir fjár­festi ekki í skráðum fyr­ir­tækjum sem eru ekki með jafn­ræði á milli kynja í stjórn­enda og stjórn­ar­stöð­um. Og svo fram­veg­is.

Þetta er hægt og þetta myndi breyta miklu. Hratt. Eina sem þarf er vilji til að standa uppi í hár­inu á freka karl­inum sem vill halda íslenska, kar­læga stroku­sam­fé­lag­inu þar sem lít­ill hópur karla stýrir öllu í stjórn­mál­um, við­skiptum og stjórn­sýslu við. Það þarf að mæta þeim sem vilja við­halda þröngri stjórnun á aðgengi að tæki­færum, upp­lýs­ingum og pen­ingum ann­arra. Þeir stjórn­mála­flokkar sem skil­greina sig sem umbóta­öfl, og eru með meiri­hluta á Alþingi, ættu að sjá mikil tæki­færi í svona breyt­ingu og ráð­ast í hana, þverpóli­tískt, strax.

Karlar eru ekki hæfi­leik­a­rík­ari

Ég sat í flug­vél um dag­inn og við hliðin á mér sat kona sem sagði mér frá til­raun. Hún gekk út á það að láta konu og karl spila Monopoly og að setja snakk í skál á mitt leik­borð­ið. Karl­inn fékk hins vegar helm­ingi meiri pen­ing en konan til að spila með. Honum gekk eðli­lega mun betur í leiknum og vann. Hann var mjög ánægður með það, án þess að vera að velta mikið fyrir sér því for­skoti sem aukið fjár­magn gaf hon­um. Og karl­inn át allt snakkið í skál­inni líka.

Þannig er staða karla og kvenna í íslensku sam­fé­lagi í dag. Karl­arnir byrja leik­inn með ávísun upp á meiri pen­ing og betri tæki­færi. Sú vissa smit­ast út í við­horf þeirra og þeir hika ekki við að éta snakk sam­fé­lags­ins líka, í stað þess að deila því með konum eða leyfa þeim bara að borða það allt. Vegna þess að karlar geta það.

Ef við gerum ekk­ert í þessu, ef við tökum undir með Katrínu í Lýsi og Morg­un­blað­inu að hin afleita staða kvenna hér­lendis sé „lúx­us“, þá erum við að segja að konur séu hæfi­leika­laus­ari en karl­ar.

Það eru þær ekki. Þvert á móti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari