Tryggjum konum völd

Staða kynjanna á Íslandi er verulega ójöfn og það er vegna þess að það ójafnræði er byggt inn í samfélagskerfið, ekki vegna þess að karlar séu hæfileikaríkari en konur. Það þarf bara vilja til að breyta stöðunni.

Auglýsing

Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins á mánu­dag segir eft­ir­far­andi: „Í blað­inu Áhrifa­kon­ur, sér­blaði Við­skipta­blaðs­ins sem kom út í lið­inni viku, mátti lesa við­töl við konur úr atvinnu­líf­inu. Ber­sýni­legt er af þeim lestri að staða kvenna í atvinnu­líf­inu hefur batnað mikið á liðnum árum og telst vera góð. Katrín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Lýs­is, sagði til dæmis þetta um stöðu kvenna: „Það er örugg­lega hvergi nokk­urs staðar í heim­inum sem við höfum betri stöðu en hér á Íslandi. Við búum við algjöran lúx­us, íslenskar konur í stjórn­un­ar­stöð­um. Mér finnst skiln­ingur í okkar garð mjög mik­ill og góð­ur. Karl­arnir eru upp­fullir af stuðn­ing­i.“

Í skrif­unum end­ur­spegl­ast íhalds­samt við­horf á jafn­rétti sem gengur út á að ekki eigi að beita neinu boð­valdi til að knýja á um breyt­ingar á ójafnri stöðu kynj­anna. Við­horf þeirra sem líta á það sem sitt meg­in­mark­mið að sam­fé­lagið sem þeir bjuggu til breyt­ist sem minnst. Þeirra sem telja að jafn­rétti snú­ist um að láta hæfi­leika takast á á mark­aðs­torgi og svo verði sá ofan á sem sé hæf­ast­ur. Nema stundum þegar það þarf inn­grip ráða­manna til að koma „rétta“, en minna hæfa, fólk­inu í opin­berar stöð­ur, en það er önnur saga. Einu kring­um­stæð­urnar sem það er heim­ilt að „kyngja ælunni“ gagn­vart því að setja lög sem jafna stöðu kynj­anna sé þegar slíkt er hluti af hrossa­kaupum í valda­banda­lagi.

En þetta við­horf sem leið­ara­höf­und­ur­inn og Katrín, sem er reyndar líka einn eig­enda Morg­un­blaðs­ins, byggir ekki á neinu nema vilj­an­um. Konur búa ekki við lúxus í íslensku atvinnu­lífi, þótt þær fái að vera með. Og þótt staða kvenna sé verri víðs vegar í heim­inum þá rétt­lætir það rang­læti ekki mjög skakka stöðu kynj­anna í okkar litla sam­fé­lagi.

Stað­reynd: Karlar ráða nán­ast öllu

Nú skulum við fara yfir nokkrar stað­reynd­ir. Konur eru 49,3 pró­sent lands­manna. Rík­is­stjórn Íslands er stýrt af þremur körlum, sem eru for­menn þeirra flokka sem hana mynda. Það eru fleiri karl­ráð­herrar en konur í rík­is­stjórn­inni. Á þingi sitja fleiri karlar en kon­ur. Seðla­bank­anum er stýrt af körl­um. Konur eru ein­ungis 25,9 pró­sent allra stjórn­ar­manna í íslenskum fyr­ir­tækj­um. Þrátt fyrir að lög hafi verið sett í sept­em­ber 2013 um að flest öll félög með fleiri en 50 starfs­menn ættu að hafa hlut­fall hvors kyns í stjórnum sínum yfir 40 pró­sent er hlut­fall kvenna í stjórnum slíkra fyr­ir­tækja ein­ungis 32,3 pró­sent.

Konur eru ein­ungis 22,1 pró­sent fram­kvæmda­stjóra á Íslandi og 23,9 pró­sent stjórn­ar­for­manna eru kon­ur. Þá eru konur 39 pró­sent for­stöðu­manna hjá stofn­unum rík­is­ins. Og konur fá allt að 21,5 pró­sent lægri heild­ar­laun en karl­ar, þrátt fyrir að t.d. fleiri konur séu með háskóla­próf en karl­ar.

Í úttekt sem Kjarn­inn hefur gert árlega allan sinn líf­tíma á  stöðu kvenna á meðal æðstu stjórn­­enda við­­skipta­­banka, spari­­­sjóða, líf­eyr­is­­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­­fé­laga, lána­­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­­fyr­ir­tækja og –mið­l­ana, fram­taks­­sjóða, orku­­fyr­ir­tækja, greiðslu­­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­­sjóða birt­ist ömur­leg staða varð­andi kynja­hlut­föll hjá þeim sem stýra pen­ingum og fara með völd sem þeim fylgja hér­lend­is. Nið­­ur­­staðan í ár, sam­­kvæmt úttekt sem fram­­kvæmd var í febr­­úar 2017, er sú að æðstu stjórn­­endur í ofan­­greindum fyr­ir­tækjum séu 88 tals­ins. Af þeim eru 80 karlar en átta kon­­ur. Það þýðir að 91 pró­­sent þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi eru karlar en níu pró­­sent kon­­ur. Nið­ur­staðan hefur verið nán­ast sú sama á hverju ári sem úttektin hefur verið fram­kvæmd.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir okkar stuðla að óeðli­legu ástandi

Staðan er verst innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins og við­hengjum þess. Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eiga enda um 3.700 millj­arða króna sem þeir fjár­festa til að tryggja okkur áhyggju­laust ævi­kvöld. Allir sem vinna á Íslandi eru skikk­aðir til að borga í líf­eyr­is­sjóð og því eru greiðsl­urnar í þá lítið annað en skattur sem er kall­aður eitt­hvað ann­að. Það er enda þannig að ef ein­hver borgar ekki í sjóð­ina þá hleypur ríkið undir bagga og borgar fyrir þá ævi­kvöld­ið.

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru stærstu leik­endur í íslensku atvinnu­lífi. Stjórn­endur þeirra vilja sjaldn­ast heyra á það minnst að nota eigi sjóð­ina sem sam­fé­lags­legt hreyfi­afl. Þeir eigi bara að græða pen­inga, upp á gamla mát­ann, og við­halda þannig feðra­veld­is­kerfi íslensks atvinnu­lífs.

Auglýsing

Sjóð­irnir eiga inn­lend hluta­bréf fyrir 456 millj­arða króna og hlut­deild­ar­skír­teini í sjóðum sem eiga hluta­bréf upp á 135 millj­arða króna. Sam­tals gera það 590,5 millj­arðar króna. Sam­an­lagt heild­ar­mark­aðsvirði skráðra félaga hér­lendis var 1.067 millj­arðar króna í byrjun þessa mán­að­ar. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga því rúm­lega helm­ing allra skráðra bréfa. Til við­bótar eiga þeir hlut í inn­lendum hlut­deild­ar­fyr­ir­tækjum fyrir 118 millj­arða króna.

Líf­eyr­is­sjóðum lands­ins er nær ein­vörð­ungu stýrt af körl­um. Úttekt Kjarn­ans í febr­­úar náði til 17 stjórn­­enda líf­eyr­is­­sjóða sem sumir hverjir stýra fleiri en einum sjóði. Af þessum 17 eru 15 karlar en tvær kon­­ur. Níu stærstu sjóð­irnir stýra um 80 pró­­sent af fjár­­­magn­inu sem er til staðar í íslenska líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­inu. Þeim er öllum stýrt af kör­l­­um.

Líf­eyr­is­sjóða­kerfið er lífæð íslenskra verð­bréfa­fyr­ir­tækja og rekstr­ar­fé­laga verð­bréfa­sjóða. Flestir á þeim mark­aði hafa þorra tekna sinna upp úr því að rukka líf­eyr­is­sjóði um þókn­ana­tekjur fyrir milli­göngu í verð­bréfa­kaup­um. Af tíu rekstr­ar­fé­lögum sjóða með starfs­leyfi sam­kvæmt Fjár­mála­eft­ir­lit­inu er engu stýrt af konu. Tíu karlar halda um þræð­ina í þeim. Og lang­flestir starfs­manna þeirra eru líka karl­ar. Tíu verð­bréfa­fyr­ir­tæki eru skráð sem eft­ir­lits­skyld hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Öllum tíu er stýrt af körl­um.

Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að öllum skráðum fyr­ir­tækjum á Íslandi – en alls 18 félög eru skráð á aðal­markað – er stýrt af körl­um. Þeir sem sjá um fjár­fest­ingar í þeim eru enda að uppi­stöðu karl­ar. Auk þess er for­­stjóri Kaup­hall­­ar­innar karl­inn Páll Harð­­ar­­son.

Breyta þarf lögum um líf­eyr­is­sjóði

Það er ekk­ert hægt að ríf­ast um það að konur hafa verið settar í auka­hlut­verk í mann­kyns­sög­unni. Líka á Íslandi. Frekir karlar hafa stýrt nær öllu. Til að breyta þessu þarf að standa uppi í hár­inu á þeim. Það gerðu konur á Íslandi þegar þeim var tryggður kosn­inga­réttur fyrir 102 árum, það gerði Kvenna­list­inn á tíunda ára­tugnum og það gerði R-list­inn þegar hann fram­kvæmdi dag­vist­un­ar­bylt­ingu sína á tíunda ára­tugn­um, sem er lík­lega stærsta kerf­is­breyt­ing sem ráð­ist hefur verið í hér­lendis til að auka atvinnu­frelsi kvenna. Það gerði Vig­dís Finn­boga­dóttir þegar hún var kosin for­seti Íslands og það gerði Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir þegar hún varð ekki bara fyrsti kvenn­for­sæt­is­ráð­herra Íslands heldur fyrsta opin­ber­lega sam­kyn­hneigða konan til að stýra þjóð­ar­skútu. Allt voru þetta sigrar í jafn­rétt­is­veg­ferð sem er hins vegar fjarri því lok­ið. Orustan stendur sann­ar­lega enn yfir.

Auglýsing

Það virð­ast bless­un­ar­lega flestir átta sig á því að þótt staðan hafi batnað sé hún ekki boð­leg. Það er t.d. rétt sem Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í til­efni af kvenna­frídeg­inum síð­ast­lið­inn mánu­dag. Þar sagði hann að það væri „skaði að því fyrir sam­fé­lagið þegar konur njóta ekki jafn­réttis hvað varðar völd, áhrif eða laun á Ísland­i.“ En það er ekki nóg að tala. Það verður að gera. Ekk­ert breyt­ist að sjálfu sér og upp­sett kerfi munu verja sig fram í rauðan dauð­ann. Bjarni hef­ur, ólíkt flestum öðrum, völd til að breyta þessu.

Ein aug­ljós leið er að breyta lögum um líf­eyr­is­sjóði á þann hátt að þeir verði að jafna kynja­hlut­föll á meðal þeirra sem stýra þeim, á meðal þeirra sem starfa við fjár­fest­ingar innan þeirra og á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem byggja til­veru sína á þókn­ana­tekjum frá líf­eyr­is­sjóð­um. Það er hægt að breyta lög­unum þannig að líf­eyr­is­sjóðir fjár­festi ekki í skráðum fyr­ir­tækjum sem eru ekki með jafn­ræði á milli kynja í stjórn­enda og stjórn­ar­stöð­um. Og svo fram­veg­is.

Þetta er hægt og þetta myndi breyta miklu. Hratt. Eina sem þarf er vilji til að standa uppi í hár­inu á freka karl­inum sem vill halda íslenska, kar­læga stroku­sam­fé­lag­inu þar sem lít­ill hópur karla stýrir öllu í stjórn­mál­um, við­skiptum og stjórn­sýslu við. Það þarf að mæta þeim sem vilja við­halda þröngri stjórnun á aðgengi að tæki­færum, upp­lýs­ingum og pen­ingum ann­arra. Þeir stjórn­mála­flokkar sem skil­greina sig sem umbóta­öfl, og eru með meiri­hluta á Alþingi, ættu að sjá mikil tæki­færi í svona breyt­ingu og ráð­ast í hana, þverpóli­tískt, strax.

Karlar eru ekki hæfi­leik­a­rík­ari

Ég sat í flug­vél um dag­inn og við hliðin á mér sat kona sem sagði mér frá til­raun. Hún gekk út á það að láta konu og karl spila Monopoly og að setja snakk í skál á mitt leik­borð­ið. Karl­inn fékk hins vegar helm­ingi meiri pen­ing en konan til að spila með. Honum gekk eðli­lega mun betur í leiknum og vann. Hann var mjög ánægður með það, án þess að vera að velta mikið fyrir sér því for­skoti sem aukið fjár­magn gaf hon­um. Og karl­inn át allt snakkið í skál­inni líka.

Þannig er staða karla og kvenna í íslensku sam­fé­lagi í dag. Karl­arnir byrja leik­inn með ávísun upp á meiri pen­ing og betri tæki­færi. Sú vissa smit­ast út í við­horf þeirra og þeir hika ekki við að éta snakk sam­fé­lags­ins líka, í stað þess að deila því með konum eða leyfa þeim bara að borða það allt. Vegna þess að karlar geta það.

Ef við gerum ekk­ert í þessu, ef við tökum undir með Katrínu í Lýsi og Morg­un­blað­inu að hin afleita staða kvenna hér­lendis sé „lúx­us“, þá erum við að segja að konur séu hæfi­leika­laus­ari en karl­ar.

Það eru þær ekki. Þvert á móti.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari